Dagur - 06.02.1998, Qupperneq 2
2 —FÖSTUDAGUR6. FEBRÚAR 1998
ro^tr
FRÉTTIR
„Kardiiiiomiiiul)æru
mætir tortryggni
Fjöllistamaðuriim Örn
Ingi á Akureyri hefur sðtt
lun leyfi til að nýta leik-
vallarloð við Hraungerði
undir smáhýsi fyrir höm
og fullorðna, eins konar
Kardimommuhæ.
Hugmyndin mætti tor-
tryggni nágranna á kynn-
ingarfundi í gær.
Mugmyndin felur í sér að smáhúsa-
garður þessi gæti iaðað til sín ferða-
menn auk þess að verða bæjarbúum til
skemmtunar og þar yrði skipulagður
sérstakur sumarskóli. Skipulagsnefnd
Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í
erindið en ákvað að álits íbúa í ná-
grenni lóðarinnar verði fyrst leitað,
eins konar grenndark)Tining, þó þess
sé ekki krafist samkvæmt lögum.
Kynningarfundur um þetta mál var í
gærkvöld í KA-heimilinu á Akureyri og
mætti hugmyndin nokkurri tortryggni
nágranna.
Það voru íbúar við Hraungerði og
Stóragerði sem voru boðaðir á fund-
inn, en ekki úr Hólsgerði sem þó er
mjög nærri leikvellinum. Sigurgeir Sig-
urpálsson, sem býr í Hraungerði 6,
segir að kolólöglega sé staðið að því að
boða fundinn, fyrirvarinn sé allt of
stuttur, en hann sé mjög andvígur
þessari hugmynd um nýtingu leikvall-
arins.
„Það bíða allir í götunni átekta með
hvað þarna eigi að fara fram,“ sagði
Sigurgeir. Hann sagði að menn hefðu
þó viljað hlusta á rök skipulagsnefndar,
enda hefði allt málið verið mjög óljóst
í því bréfi sem sent var út. Það sem
íbúarnir hafa hvað mestar áhyggjur af
er að fái Örn Ingi yfirráð yfir lóðinni,
sem er bara byggingalóð, geti hann í
raun gert fjöldamargt við hana. Því
finnst mönnum varasamt að hleypa
inn á leikvöllinn starfsemi sem ekki er
mótaðri en raun ber vitni.
Örn Ingi segir að fáist þetta sam-
þykkt muni hann einnig geta boðið
upp á fjölbreytt vetrarnámskeið, t.d.
fyrir skólabekki sem vilja koma í „upp-
Iifunarferðir" til Akureyrar, ekki bara á
skíði heldur einnig eitthvað gjörólíkt
og þá gæti þetta hentað. — GG
Smávandamál. Það vakti
furðu margra að umsækj-
endur um framkvæmda-
stjórastöðu útvarps væru
aðeins fjórir en ekki 104 -
enda venjulcga grúi um
sækjenda um svo miklar
stöður. Meðal skilyrða í aug-
lýsingu voru háskólapróf,
en það útilokar þegar tvo
(Sigurð G. Tómasson og Halldóru Ingvadóttur,
skrifstofustjóra útvarps) sem ekki hafa lokið
slíku. Þá stendur Margrct Oddsdóttir (fýrrum yf-
irmaður Rásar 1) eftir líkleg, nema nú herma
raddir að Sjálfstæðisflokksarmur útvarpsráós sé
búhm að koma sér saman um Halldóru. Breytir
maður auglýsingu eftir á?..
Sigurdur G. Tómas-
son.
í pottinum heyrast alltaf
annað slagið sögur um að
Eimskipafélagið sé á leiöinni
inn í Stöð 2. Nokkuð er síðan
þessi saga var á kreiki síðast,
en nú hcyrist hún af tvíefldu
afli. Rifja menn nú upp að þegar Stöð 2 og Stöð
3 gengu í eitt var þehn möguleika haldið opnum
að þcir sem stóðu að Stöð 3 gætu komið sterkari
inníStöð2......
í pottinum velta menn þvl
mikið fýrh sér hver taki við
af Ara Þorsteinssyni hjá Snæ-
felli á Dalvík, en hann er sem
kunnugt er á leiðinni til
Kanada. Sumir pottverjar
fullyröa að ýinsir komi til
greina og margir eru nefndir
sem hugsanlegir kandidatar,
þar á meðal sé Kristján Þór
Júh'usson, nýbakaður oddviti sjálfstæðismanna
á Akureyri..
V
Kristján Þór Júlíus-
son.
FRÉTTAVIÐTALIÐ 1
Samúel Öm
Erlingsson
varafréttastjóri íþrótta hjá RÚV
Hátt í 150 tíma útsend-
itigarí Sj'ónvarpinufrá Vetr-
arólympíuieikutium í Naga-
no í Japan. Þaraf 70-80
tímar í beitini. Áhersla á
alpa- og göngugreinar auk
skautadans. Svigið í lok
leikanna.
íþróttaveisla í 16 daga
- Hvemig verður háttað útsendingum í
Sjónvarpinu frá Vetrarólympíuleikunum í
Nagano íJapan?
„I grundvallaratriðum erum við að sýna
beint frá alpa- og göngugreinum frá mið-
nætti og framundir morgun, eða klukkan 24
til 04. Margar greinar byrja á miðnætti en þá
er klukkan 9 að morgni í Japan en þeirra
tími er á undan okkar. Á þeirra tíma byrja
margar þessar greinar um morguninn og
fram undir hádegi. Þetta byrjar með setning-
arhátíðinni klukkan 02 aðfaranótt laugar-
dagsins og tilheyrir því í raun dagskrá föstu-
dagsins 6. febrúar. Þessu Iýkur svo sunnu-
daginn 22. febrúar nk. þannig að þarna er
um að ræða 16 daga veislu. Svigkeppnin
verður hinsvegar ekki fyrr en 21. þ.m. þar
sem Kristinn Björnsson er meðal þátttak-
enda.“
- Á hvað leggja menn aðaláherslu í þess-
um útsendingum?
„Það má segja að það sé á þrennskonar
efni fyrir utan setningar- og lokahátíð. Fyrir
það fyrsta eru það þessar hefðbundnu alpa-
greinar. 1 þeim eigum við sjö keppendur. Síð-
an eru það göngugreinarnar. Við höfum ver-
ið mjög virkir þátttakendur í þeim en eigum
engan keppenda að þessu sinni. Auk þess
leggjum við áherslu á skautadansinn. Fyrir
utan þetta þrennt sýnum við frá úrslitaleikn-
um í íshokkí. Á degi hverjum verðum við ein-
nig með tæpan ldukkutíma í samantekt af
öllum viðburðum dagsins, eða frá ldukkan
19 og fram að veðurfréttum. Þessi ákvörðun
hefur í för með sér að ýmsir unglinga- og
skemmtiþættir að ógleymdum íþróttaþættin-
um hálf átta falla niður á meðan. Á móti
kemur að við sendum efnið út frá myndveri
íþróttaþáttarins þaðan sem því verður lýst.
Þetta þýðir jafnframt að við munum fjalla
um allt það sem kemur upp á þessum leik-
um. Hinsvegar verður kannski minnst sýnt
frá ísknattleiknum og það stafar af því að
einn slíkur leikur stendur yfir í þrjá tíma."
- Hvað verða þetta tnargir útsendingar-
tímar?
„Beinar útsendingar verða eitthvað í 70-80
tíma. Með öllu má gera ráð fyrir að þetta
verði hátt í 150 tímar í sjónvarpinu. Síðan
leggjum við áherslu á það að einhvern tíma
dagsins á eftir reynum við að endursýna
mest af því sem við höfum áður sýnt beint.
Það verður ýmist á morgnana eða eftir há-
degi. Beinar útsendingar frá skautadansin-
um verða hinsvegar á morgnana vegna þess
að þeir eru á kvölddagskrá þeirra í Japan.
Sem dæmi að þegar klukkan er níu að
morgni hjá okkur, þá er hún um sex að kvöl-
di hjá þeim. Það sem byrjar klukkan átta að
kvöldi í Japan er klukkan 11 að morgni hjá
okkur.“
- Gekk ekki erfiðlega að fá grænt Ijós á
leikana frá yfirstjórninni?
„Þeir voru slegnir af þrisvar sinnum ef ekki
oftar af ráðamönnum stofnunarinnar vegna
þess hvað þeir voru dýrir. Síðan tókst að
semja um lægri réttindagreiðslur, auk þess
sem til liðs við okkur komu öflugir aðilar úr
íþróttahreyfingunni og fulltrúar sterkra íyrir-
tækja úr atvinnulífinu. Vegna þessa fór und-
irbúningur seinna af stað en venjulega og því
vil ég hvetja fólk til að fylgjast grannt með
dagskrá útsendinganna í textavarpinu okkar
og blöðunum. Eg segi þetta vegna þess að
það er viðbúið að það geti orðið einhverjar
breytingar og þá sérstaklega á elstu dag-
skránum sem gefnar eru ut í sérstökum dag-
skrárblöðum." — GRH