Dagur - 06.02.1998, Qupperneq 4
T
4- FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
FRÉTTIR ^
L á
Dagwr
Umferdarljós viö Hrafnagilsstræti á
framkvæmdaáætlim
Skipulagsnefnd Akureyrar hefur
fjallað um drög að framkvæmda-
áætlun í umferðaröryggismálum
og samkvæmt tillögum Gunnars
H. Jóhannessonar deildarverk-
fræðings eru verkefnin umferð-
arljós á gatnamótum Þórunnar-
strætis og Hrafnagilsstrætis;
Torontoljós og miðeyja á Þór-
unnarstræti við Munkaþverár-
, stræti; hraðahindrun á Greni-
, völlum við Norðurgötu; aðgrein-
i ing húsagatna og safngatna, þ.e.
i húsagötur við Miðsíðu verði að-
I greindar frá henni með upp-
hækkuðum gatnamótum/gönguleiðum; aðgerðir til að takmarka um-
ferðarhraða við 30 km á Skólastíg, Laugargötu og Möðruvallastræti og
r breikkun gangstéttar við Þingvallastræti milli Mýrarvegs og Byggðavegs.
f Skipulagsnefnd vfsar tveimur síðasttöldu verkefnunum til fram-
I kvæmdanefndar þar sem hún telur þau Ilokkast undir endurbætur á
f gangstígum og götum.
| Fróðlefksbrot n m sögu og nátturu
Atvinnumálanefnd Akureyrar
hefur samþykkt að gefa út götu-
kort með upplýsingum um Akur-
eyri samkvæmt samningi við
Auglýsingastofuna Tengsl í 60
þúsund eintökum, sem skiptast
milli íslensku, ensku og þýsku.
Einnig var samþykkt að gefa út
að nýju bæklinginn „Akureyri -
fróðleiksbrot um sögu og nátt-
úru“ á þýsku og ensku. Stefnt er
að kynningu á vetraríþróttum á
Akureyri í tímaritinu „Ský“ sem
-------------------- Flugfélag Islands og Iceland
Review gefa út og var formanni
atvinnumálanefndar falin afgreiðsla málsins. Forstöðumenn Sundlaug-
ar Akureyrar og Skíðastaða hafa leitað eftir samstarfi við Atvinnumála-
nefnd vegna kynningarinnar í Ský.
Meimingaxbær á leiö í nýja öld
Málþing sem Der heitið „Akureyri - menningarbær á leið í nýja öld“
verður haldið á Akureyri 21. mars nk. á vegum menningarmálanefndar
Akureyrar. Nefndin fjallaði einnig um sölu á Deiglunni og telur rétt að
fjalla á víðari grundvelli um uppbyggingu og starfsemi í listamiðstöðinni
í Kaupvangsstræti og boða fulltrúa Gilfélagsins á næsta fund um það
mál. Menningarmálanefnd hefur hafnað erindi Arnar Inga um gerð
sjónvarpsþáttaraðar undir heitinu „Island 2000“, en Örn Ingi bauð Ak-
ureyrarbæ til samstarfs um verkefnið.
íþróttaskóli Þórs styrktur
Iþrótta- og tómstundaráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja rekstur
íþróttaskóla Þórs um 236 þúsund krónur en hafnaði jafnframt erindi
sjö stúlkna vegna þátttöku í Islandsmeistaramóti í fijálsum dönsum í
Reykjavík. íþrótta- og tómstundaráð styðst við þá vinnureglu að styrkja
ekki keppnis- eða æfingaferðir hópa eða einstaklinga. — GG
Forsvarsmenn Sundlaugar Akureyrar
hafa óskað eftir aö vera með i kynningu á
bænum í tímaritinu Ský.
Gatnamót Hrafnagilsstrætis og Þórunnar-
strætis verða vettvangur næstu umferðar-
Ijósa á Akureyri. - mynd: bös
Kannar íslensk áhrif á Wagner
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur hefur fengið aðstöðu í Wagner-
safninu í Bayreuth í Þýskalandi til að kanna sérstaklega hvaða áhrif
íslenskar fornbókmenntir höfðu á tónskáldið Richard Wagner og verk
hans. Arni mun helga sig þessum rannsóknum um nokkurra mánuða
skeið.
Grindavíkurlistinn orðinn til
„Þetta var glæsilegur stofnfundur á þriðjudagskvöld þar sem mættu
40 manns, sem þykir mjög gott hér. Á fundinum var ákveðið að stofna
bæjarmálafélag til að bjóða fram undir merkjum félagshyggju og jafn-
réttis, Grindavíkurlistann," sagði Sigurður Gunnarsson, talsmaður
listans, í samtali við Dag. Að listanum standa A-flokkarnir og óháðir.
Efna á til bindandi prófkjörs um oddvita listans 21. febrúar næstkom-
andi. Prófkjörið nær til fleira fólks, en niðurstaða þess verður ekki
bindandi, heldur höfð til hliðsjónar við uppröðun á Iistann. Auglýst
verður eftir nöfnum til að taka þátt í prófkjörinu. Síðan verða fram-
bjóðendur kynntir á sérstökum kynningarfundi og prófkjörið fer svo
fram 21. febrúar, sem fyrr segir. — S.DÓR
Þegar nýr áfangi Giljaskóla á Akureyri var tekinn I notkun I upphafi vikunnar, voru það ekki einvörðungu timamót fyrir grunn-
skólanemendur, heldur losnuðu fjölmörg leikskólapláss i Kiðagili, sem skólakrakkarnir höfðu áður teppt. - mynd: gs
Eins árs böm
fara á leikskóla
Bæjarstjóm Akureyr-
ar hefur að tillögu
leihskólanefndar
samþykkt að tekin
verði inn höm frá 1
árs aldri í leikskól-
ann Kiðagil í Gilja-
hverfi.
Valgerður Jónsdóttir, formaður
leikskólanefndar, segir þetta
nýlundu á Akureyri, og ástæðan
sé fyrst og fremst sú að eftir að
nemendur Giljaskóla nýttu ekki
lengur hluta af húsnæði leik-
skólans Kiðagils, standa í haust
mun fleiri leikskólapláss til boða
á Akureyri en áður, þ.e. eftir að
allur Ieikskólinn Kiðagil verður
kominn í notkun. Valgerður seg-
ir að þrátt fyrir það verði alltaf
einhver biðlisti eftir leikskóla-
plássi á Akureyri, erfitt sé að sjá
fyrir hversu stórir árgangarnir
eru eða t.d. hversu margt barna-
fólk flytur til Akureyrar. Eins árs
börnin gætu verið um 30 talsins,
og verða eingöngu tekin inn á
Kiðagili.
Bæjarstjórn hefur jafnframt
ákveðið að Bugðu-, Illíða-, Eyra-
og Byggðavellir verði reknir
áfram sem gæsluvellir fyrir 2ja
til 6 ára börn frá 1. maí til 1.
október 1998. Smíðavellir fyrir
4ja til 10 ára börn verða á Leiru-
og Borgarvelli frá 15. júní til 15.
ágúst en þó aðeins einn mánuð í
senn á hvorum velli. Aðgangur
að gæslu- og smíðavöllunum
kostar 100 krónur fyrir barnið.
„Við erum mjög hreykin yfir
því að geta boðið flest öllum
börnum sem um það sækja leik-
skólapláss á þessu ári. Ástandið í
leikskólamálum hér á Akureyri
verður betra í haust en nokkru
sinni fyrr,“ segir Valgerður Jóns-
dóttir. - GG
Guðfræðin réði
vali forstjóra
Stjóm Kirkjugarða
Reykj avíkurprófasts-
dæmis taldi guðfræði-
menutim og reynslu
af kirkjulegu starfi
mikilvægari en
reynslu af stjómunar-
störfum hjá
„aggressífri“ konu.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
tekið til umfjöllunar mál kæru-
nefndar jafnréttismála gegn
Kirkjugörðum Reykjavíkurpróf-
astsdæmis (KRP), en ráðning
Þorsteins Ragnarssonar í starf
forstjóra var kærð sem meint
brot á jafnréttislögum. Kærand-
inn er Ólína Torfadóttir.
Eftir að Ásbjörn Björnsson lét
af störfum sem forstjóri KRP var
auglýst eftir nýjum forstjóra og
voru Þorsteinn og Ólína meðal
33 umsækjenda. Þorsteinn var
ráðinn en Ólína kærði afgreiðsl-
una til kærunefndar jafnréttis-
mála. Kærunefndin úrskurðaði
að KRP hefði ekki sýnt fram á að
Þorsteinn hefði neina þá sér-
stöku hæfileika umfram Ólínu,
sem starfaði sem hjúkrunarfor-
stjóri, að það vægi þyngra en
menntun hennar og starfs-
reynsla. Kærunefndin beindi því
til stjórnar KRP að fundin yrði
viðunandi lausn á málinu sem
kærandi gæti sætt sig við, en það
gerðist ekki og því lá Ieið málsins
fyrir héraðsdóm.
Við meðferð málsins hjá kæru-
nefnd kom fram að í auglýsing-
unni um starfið hefði mikil
áhersla verið Iögð á stjórnunar-
reynslu. Þar var staða Ólínar
ótvírætt betri, en hjá stjórn KRP
vó þungt að Þorsteinn hefði guð-
fræðimenntun (sem ekki var þó
skilyrði), auk mikillar þekkingar
og reynslu af kirkjulegu starfi.
Auk þess hefði stjórnin talið
Olínu „aggressífa“ og „fráhrind-
andi“ og því ekki henta í starfið,
sem fæli í sér mikil samskipti við
syrgjendur. — FÞG