Dagur - 06.02.1998, Síða 6

Dagur - 06.02.1998, Síða 6
6-FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 Díupir ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR0460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang adglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Stóriðja hugvitsins í íyrsta lagi Tveir nýir samningar í sömu vikunni sýna og sanna að íslenskt hugvit, þekking og sérstaða getur skilað Islendingum engu minni búbót en álverksmiðja eða önnur slík hefðbundin stór- iðja sem alltof margir hafa alltof lengi einblínt á sem einu leið- ina til að auka fjölbreytni atvinnulifsins. Fyrirtæki Kára Stef- ánssonar, Islensk erfðagreining, gerði fimmtán milljarða samning við eitt af stærstu lyijafyrirtækjum í heiminum um leit að erfðavísum sem valda ýmsum algengum sjúkdómum. A sama tíma gerði fyrirtækið Hugvit samning við tölvurisann IBM um sölu á hugbúnaði til á annað hundrað landa. í öðru lagi Engum þarf að blandast hugur um það lengur að Islensk erfðagreining er tímamótafyrirtæki í atvinnulífi Islendinga. Með þeim samningum sem þegar eru fyrir hendi hefur Kári Stefánsson tryggt fyrirtækinu nokkurra milljarða tekjur á hverju ári næstu fimm árin. Honum hefur tekist að sýna for- ráðamönnum erlendra stórfyrirtækja fram á að vegna langvar- andi einangrunar íslensku þjóðarinnar og fágæts áhuga á ætt- artengslum langt aftur í aldir er Island einstæð rannsóknar- stofa í heimi læknavísindanna. Um leið skapar hann áhuga- verð og vel launuð störf fyrir fjölda sérfræðinga og vísinda- manna sem hingað til hafa ekki haft úr mörgum verkefnum að velja hér á landi. í þriðja lagi Samningur Hugvits við IBM er enn frekari staðfesting þess að íslendingar geta náð góðum árangri í að búa til hugbúnað fyr- ir tölvur, þrátt fyrir þá gífurlegu samkeppni sem ríkir á þeim alþjóðlega markaði. Líka á því sviði mun störfum fjölga á næst- unni því íyrirtækið þarf að bæta við tugum starfsmanna. Með samningum síðustu daga hafa bæði íslensk erfðagreining og Hugvit sýnt og sannað að við lok tuttugustu aldarinnar er ís- lenskt hugvit að verða sú stóriðja sem kann að skipta mestu máli um efnahagslega framtíð íslensku þjóðarinnar á nýrri öld. Elías Snæland Jónsson. Kveimalista- leiðin Sameining jafnaðarmanna gengur sem aldrei fyrr og nú er svo komið að sameiginleg framboð vinstri manna virðast í uppsiglingu í nánast flestum stærri bæjarfélögum landsins. Yfir þessu kætast menn mjög og enda augljóst að fjölmargir telja brautina beina í eitt sam- eiginlegt framboð fyrir næstu alþingiskosningar líka. Meira að segja Kvennalist- inn er kominn form- lega inn í sameining- arferlið. Raunar er heldur lítið orðið eftir af Kvennalistanum sem slíkum, og flokk- urinn nánast liðið lík í samanburði við það sem hann var. En það litla líf sem enn blakt- ir í líkinu, blaktir til heiðurs sameining- unni miklu, milli þess sem út- gáfustyrkir til stjórnmálaflokka blása heilmiklu fjöri í flokkinn. Efasemdarinenn En efasemdarmennirnir eru sjaldan langt undan og nú er Kvennalistinn að verða alþýðu- bandalagsmönnum það sem Færeyjar voru íslenskum stjórnmálamönnum fyrir nokkrum árum. Þá spurðu þeir gjarnan, sem vildu sýna ráð- deild í rekstri ríkisins og þjóð- félagsins almennt, hvort menn hefðu áhuga á að fara Færeyja- leiðina? Nær undantekninga- laust var svarið nei - slík örlög gat ekki nokkur maður hugsað- að sér. í dag er hins vegar spurt í Alþýðubandalaginu og raunar í Alþýðuflokknum líka: Vilja menn fara Kvennalistaleiðina? Nú er spurning hvort Ieðju- V slagurinn um útgáfuféð og átakanleg endalok hnarreistrar kvennahreyfingar hafa jafn- mikinn fælingarmátt og gjald- þrotastefna Færeyinga hafði? Hjörleifur og vinir hans Samkvæmt Degi í gær er Hjör- leifur Guttormsson enn í flokki efasemdarmannanna og hann notar ósparat Kvenna- listagrýluna á sam- flokksmenn sína. Hjörleifur er vissu- lega kunnur fyrir and- stöðu sína við sam- einingarferlið og því ætti það ekki að koma á óvart þó hann taki þennan pól í hæðina. Hins vegar er ástæða til að ætla að hann sé hreint ekki einn á báti. Þannig veltir Garri fyrir sér hvers vegna ekki er búist við að miðstjórnar- fundur Alþýðubandalagsins, sem boðaður er nú um helg- ina, muni marka þau tímamót í sameiningarmálum sem talað var um á landsfundinum í haust. Eftir því sem Garri fær best séð verður hitamálum á sviði sjávarútvegs einfaldlega stungið inn í einhverja nefnd vel fram yfir sveitarstjórnar- kosningar. Eina raunhæfa skýringin er sú að menn séu hræddir við Kvennalistaleiðina og treysti sér einfaldlega ekki til að hafa þessa ormadós opna í kosningaslagnum til sveitar- stjórna nú í vor. Það skyldi þó aldrei vera að Hjörleifur ætti marga vini? GARRl. ODDUR ÖLAFSSON SkRIFAR Það er ekki þrautalaust að búa í bílaborg. í fyrrinótt snjóaði í Reykjavík og allt fór í steik. Rík- isfréttir fluttu dramatískar frá- sagnir af hremmingum bílstjóra og í stórmerku viðtali við strandaglóp norðan Grafarvogs kom í Ijós að snjókoman og gatnakerfið er allt á ábyrgð R- listans og ætlar maðurinn að muna það í vor þegar framboðs- listar þurfa á fulltingi bílstjóra að halda. Önnur bílaplága steðjar að í Kringlunni, þar sem bæta þarf \áð nokkur þúsund bílastæðum til að örva viðskiptin. Upp rísa íbúasamtök, sem völdu sér bú- staði við verslanaklasann, og senda út neyðaróp - ekki meir, ekki meir. Nóg er um bílaþvarg og mengun þótt enn sé ekki bætt á. Umferðarvandamálin hrann- ast upp og svarið er aðeins að fjölga bílum, brúm, auka neðan- jarðarumferð og malbika svo í Bílaborgin og Kópavogur gríð og erg, þar til hvergi sér 1' neina náttúrusmíð í byggðum. Tiegda Ávallt gætir mikillar tregðu þegar nefndar eru tilraunir til að koma einhvers konar borgarsvip á Reykjavík. Hins vegar er sátt um að kópera flatneskjulegar amer- ískar útborgir og löngu úrelta skandinavíska svefnbæi hingað og þangað um land- nám Ingólfs. Sá skipu- lagsstíll er gerður lyrir bíla en ekki fólk. Enda eru umferðarmann- virki ávallt ónóg og þeir sem þurfa að koma bílum áleiðis í svona óskapnaði heita á stjórnvöld að fá enn meira malbik, en hóta þeim eila. íbúasamtök eru á móti bíla- umferð, byggingum, veitinga- húsum, afbrotaunglingum, hundum, dagvistunarstofnunum barna, íbúðum einhverfra og sinnissjúkra og borgarstjórninni. Þau vilja vernda nánasta um- hverfi fyrir öllu því sem gerir borg að borg og svokallaðar grenndarkynningar ala á eigin- hagsmunahyggju og einsýni. Blómstrandi athafnalif I Kópavogi er mikið athafna- hverfi í byggingu og gefin eru fögur fyrirheit um líflegt mannlíf í framtíðinni. Þarna rísa háreistar íbúða- blokkir innan um aðra byggð og er ber- sýnilegt að þarna verður aldrei dauf- legur og hrútleiðin- legur svefnbær. Hvergi á landinu er fólksfjölgunin eins mikil og í Kópavogsdal. Ibúðirn- ar seljast um Ieið og þær eru byggðar á sama tíma og mikillar sölutregðu gætir í dreifbýli Reykjavíkur, þar sem þarfir bíls- ins eru hafðar að íeiðarljósi. Bæjarstjórn Kópavogs Iætur ekki binda hendur sínar í skipulags- málum og bæjarfulltrúar gera sér ekki leik að því að siga íbúum hverfanna upp á móti hver öðr- um. Eftirspurn íbúða í Kópavogs- dal sýnir að þorri fólks setur þéttbýli ekki fyrir sig þegar bú- staður er valinn og iðandi at- hafnalíf fælir síst frá. Af þessu geta þeir sem kæra sig um dreg- ið lærdóma. En þungfærir skipu- leggjendur Reykjavíkur með tví- breiða bílstjórarassa, sækja í dreifbýlið og fámennar klíkur sem kalla sig íbúasamtök sporna við allri nýsköpun innan eðli- Iegra borgarmarka, þrátt fyrir góðan vilja núverandi borgar- stjórnar til að þétta byggð. En hún er bara alitaf fyrir einhverj- um og því fer sem fer og Kópa- vogur blómstrar. Og Bílgreinasambönd og olíu- félög kætast því þeirra er fram- tíðin. Hverju spáirþú um úr- slit sumeiningarkosn- inganna á laugardag? (Kosið verðnr um sameiningu Sandvík- urhrepps, Selfoss, Eyrarhakka og Stokkseyrar á morgun, laugardag.) Páll Lýðsson oddviti Sandvíkurhrepps. „Ég þori ekki að segja til um það, en á kynningarfundi í sl. viku mættu 33 íbúar Sandvíkur- hrepps sem er um helmingur atkvæð- isbærra íbúa sveit- arfélagsins. Það skiptir miklu máli fyrir litla sveit, einsog Sandvíkur- hrepp, hvernig og hver framtíð hennar verður. Getur hún unnið sjálfstætt eða verður hún að slá sér að öðrum sveitarfélögum vegna komandi verkefna? Um það er tekist á.“ Magnús Karel Hannesson oddviti i EyrarhaJtka. „Það er kannski óskhvggja mín að þetta verði sam- þykkt, en ég hef þó engar forsendur til að spá um úrslitin. Ibúar svæðisins yrðu sterkari saman í einu sveitarfélagi en fjórum. Hagræðing myndi nást fram á ýmsa lund og íbúarnir myndu njóta hagkvæmni stærðarinnar. Fólk hefur bent á að ókostir séu minni persónuleg tengsl og að þjónustan fjarlægist. Það er sjón- armið út af fyrir sig, en hitt er annað að í viðkvæmum málum, einsog félags- og barnaverndar- málum, tel ég að of mikil tengsl og nálægð séu ókostur." Siguröux Jónsson forseti hæjarstjómar Selfoss. „Eg vænti þess að sameining gangi eftir og að fólk geri sér grein fyrir að nauðsyn þess að mynda stærri ein- ingar á sveitar- stjórnarstiginu, til þess m.a. að geta keppt við við höfuðborgarsvæðið um fólk og fyrirtæki. I sameinuðu, kraft- miklu sveitarfélagi eru allir íbúar jafnir gagnvart lögboðinni þjón- ustu og geta valið sér búsetu inn- an svæðisins, án þess að rekast á þjónustugirðingar. Fjölbreyttar búsetu- og þjónustuaðstæður nýs sveitarfélags, auka aðdráttarafl þess í heild." Grétar Zóphaníasson sveitarstjóri i StokJtseyri. „Eg spái því að til- lagan verði sam- þykkt með 60% greiddra atkvæða íbúa á svæðinu öllu og að hún verði samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum. Það sem mælir með sam- einingu er að hagræðing, betri nýting á skattpeningum borgara og þjónusta mun batna og jafnast. Sameining er kannski ekki lífs- spursmál fyrir lítið byggðarlag einsog Stokkseyri, en óneitanlega er hætta á að við myndum dragast aftur úr stærri sveitarfélögum nái sameining ekki fram að ganga.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.