Dagur - 06.02.1998, Qupperneq 8
t
8- FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998
FRÉTTASKÝRING
Oagur
Ð*gur_
GUÐ-
MUNDUR
RÚNAR
HEEÐARSSON
SKRIFAR
Fiskverð víða mark-
aðstengt að hluta.
Aukin veiðiskylda
leysir ekki vaudanu.
Loðnan í næsta stór-
straumi um helgina.
Litlar vonir hundnar
við sáttafund í dag.
„Það fer ekki að verða lending í
þessu fyrr en búið verður að
markaðstengja fiskverð þannig að
það þróist sjálfkrafa. I því sam-
bandi verða menn einfaldlega að
una því að verðið sé þá komið
upp í það sem við köllum að sé
hjá skikkanlegum fyrirtækjum,"
segir Guðjón A. Kristjánsson, for-
seti Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins, FFSI.
Tvær leiðir
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félags Islands, segir að það séu
tvær leiðir sem koma til greina
um Iausn deilunnar. Önnur er að
, vera með Iágmarksverð, kvóta-
r banka, styrkja úrskurðarnefndina
r og auka veiðiskyldu útgerða. Hin
! leiðin er einfaldlega bein verð-
lagning sjávarfangs eins og tíðk-
: aðist á tímum Verðlagsráðsins.
( Það sé ekki leið til framþróunar
r vegna þess að þá séu menn nán-
i ast komnir á sama byrjunarreit-
inn og í lok sjötta áratugarins við
verðlagningu sjávarfangs.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Islands, seg-
ir að þótt veiðiskyldan verði auk-
in um 200% frá því sem hún er
muni það ekkert leysa í barátt-
unni við kvótabraskið eitt og sér.
Hinsvegar mundi það auka á at-
, vinnuöryggi sjómanna. Hann
r leggur áherslu á að markaðsteng-
r ing sjávarfangs sé sú Ieið sem get-
ur komið í veg fyrir braskið þann-
ig að öll verðmyndun verði sýni-
r leg og uppi á borðum.
, Hann segir að lágmarksverð á
► þeim nótum sem útgerðin hefur
’ boðið, eða 60 krónur á þorskkíló-
ið, breyti engu enda hafa menn
þegar hafnað því. Þá telur hann
að útgerð Smáeyjar VE hafi svið-
sett málið til að Iáta reyna á þan-
þol sjómanna. Það hafi hinsvegar
snúist í höndunum á þeim, enda
samstaða sjómanna aldrei verið
meiri en í yfirstandandi baráttu
við útvegsmenn.
Samkvæmt lögum um stjórn
fiskveiða er veiðiskylda útgerða
úr úthlutuðum kvóta um 50%
annað hvert ár, eða 25% að jafn-
aði á ári. Sjómenn benda enn-
fremur á að fyrir hver 10% sem
standa út af í veiðiskyldu eru
hvorki meira né minna en 45
þúsund tonn í leigu. Til saman-
burðar má nefna að á síðasta ári
voru 36 þúsund tonn sem voru í
Þrátt fyrir sjómannaverkfall var talsvert tíf á kajanum á Akureyri i gær. Verid var að skipa upp frystum afurðum. Búast má við að ekki verði eins mikið lif við höfnina á næstu dögum
þegar búið verður að tæma skipin. - mynd: bös
beinni leigu. Það þýðir að sjó-
menn munu vart kyngja öðru en
að veiðireynslan verði aukin upp í
90% það minnsta.
Vamarbarátta
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍU, ítrekar þá skoðun útvegs-
manna að þeir séu í varnarbar-
áttu gegn óbilgjörnum kröfum
sjómanna og þeir séu ekki í Karp-
húsinu til að semja um fiskverð.
Þar að auki mundi það rústa fisk-
vinnslunni ef gengið yrði að kröf-
um þeirra um markaðstengingu
sjávarfangs. Hann vill hinsvegar
ekki tjá sig um það hversu mikið
útgerðin sé tilbúinn að hækka
veiðiskylduna. Segir að það komi
í ljós við samningaborðið en ekki
í Degi.
Formaður LIÚ neitar því að
harkan í deilunni sé vegna ein-
hverra persónulegra væringja á
milli hans og forystumanna sjó-
manna. Hinsvegar sé engin laun-
ung á því að fram til þessa hafa
hann og forseti FSSI getað lagt
Iínurnar fyrir lausn deilumála.
Astæðan fyrir því að það hefur
ekki gerst nú er að mati Kristjáns
að Guðjón A. hefur hreinlega
ekki gefið neitt færi á því við sig.
Sjálfur telur hann sig hafa lagt sig
fram um það.
Pattstaða
Algjör pattstaða virðist vera í sjó-
mannadeilunni og litlar vonir eru
bundnar við samningafundinn
sem ríkissáttasemjari hefur boðað
í dag, föstudag, klukkan 13. I það
minnsta eygja menn engar smug-
ur sem gefa von um hugsanlega
lausn. A meðan standa fylkingar
sjómanna og útvegsmanna and-
spænis hvor annarri gráar fyrir
járnum þar sem liðsmenn þeirra
standa þétt upp að foringjunum
og hvetja þá til að hvika hvergi frá
settu marki.
Samhliða því harðnar áróðurs-
stríðið þar sem lýst er yfir áhyggj-
um yfir gríðarlegu tekjutapi þjóð-
félagsins vegna verkfallsins og yf-
irvofandi hruni bæjarfélaga sem
eiga allt sitt undir vinnslu og
veiðum. Fjárlög eru sögð í hættu
og góðærið fyrir bí ef stjórnvöld
grípa ekki í taumana með laga-
setningu. Engu að síður virðist
almenningur standa með kröfum
sjómanna um að kvótabraskið
verði að afnema í eitt skipti fyrir
öll og koma verðlagsmálum sjáv-
arfangs í ásættanlegt form sem
allir geta unað við án átaka. I það
minnsta hefur ekki orðið vart við
andóf gegn þessum kröfum sjó-
manna nema í röðum útvegs-
manna og fiskvinnslu sem óttast
um sinn hag ef fiskverð hækkar.
Ennfremur virðist fiskverkafólk
standa með sjómönnum þótt
verkfallið geti leitt til fjölda at-
vinnuleysis meðal þeirra vegna
hráefnisskorts.
Sjómeim nnnn fyrstu lotu
Rólegt var um að litast á yfirborði
deilunnar í gær eftir átök mið-
vikudagsins þegar samingamenn
sjómanna gengu af fundi vegna
meints verkfallsbrots útgerðar
Smáeyjar VE. Þessi hörðu við-
brögð sjómanna virtust koma út-
gerðinni í opna skjöldu sem sá
sitt óvænna og kallaði skipið inn
til hafnar í gær. I hnefaleikum
yrði þetta túlkað sem svo að sjó-
menn hafi unnið fyrstu Iotuna.
Ef engin snurða hleypur á þráð-
inn á næstu dögum er viðbúið að
útgerðarmenn eigi næsta leik
þegar allsherjarverkbann þeirra á
flotann kemur til framkvæmda
nk. mánudag, 9. febrúar.
Horft upp á Skaga
„Við höfum bent á útfærsluna hjá
þeim á Akranesi sem viðmiðun og
tengja það síðan við markaðinn,"
segir Guðjón A. Kristjánsson.
Hann segir að þeir séu búnir að
skoða hvern samninginn á fætur
öðrum sem gerðir hafa verið hjá
einstaka fyrirtækjum um fiskverð
með tilliti til verðtengingar. I því
sambandi bendir hann á að út-
færslan hjá þeim á Skaga sé álíka
og hjá Granda. Hann segir að
þeir á Akranesi noti gömlu verð-
lagsráðskúrfuna þar sem viðmið-
un er 85 krónur fyrir kílóið á
fimm kílóa fisk og síðan mínusað
niður eftir stærð og þyngd. Guð-
jón telur að þessi útfærsla hjá
þessum tveimur fyrirtækjum um
verðmyndun sjávarfangs sé nán-
ast um 87% af markaðsverðinu.
„Það þarf ekkert nema að
skrifa þann texta og þá eru menn
komnir með þá kúrfu,“ segir
Guðjón A.
Haraldur Sturlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Haralds Böðvars-
sonar, vildi hinsvegar ekki tjá sig
um þessar verðútfærslur að öðru
leyti en því að sjómenn á skipum
fyrirtækisins væru mjög ánægðir.
Meðal annars hefði verið gerður
samningur við sjómenn til tveggja
ára á síðasta ári. Hinsvegar lagði
hann áherslu á að ýmsar forsend-
ur lægju til grundvallar verð-
mynduninni.
Viljaskortur
Guðjón A. segir að útfærslan hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa sé
nokkuð öðruvísi. Þar á bæ séu
menn með fasta markaðsteng-
ingu á 23% af aflanum og 77%
aflans gerð upp miðað við 60
krónur. Hann bendir einnig á að
það skorti ekkert á hugmyndir til
að útfæra markaðstengingu fisk-
verðs. I þeim efnum sé það fyrst
og fremst skortur á vilja útvegs-
manna til að stíga skrefið það
langt að kvótabraskið verði af-
numið.
Hann segir að það séu tvö
markmið sem útgerðarmenn virð-
ast ætla að standa vörð um í þess-
ari deilu. Annarsvegar að það
verði ekki lokað fyrir frjálsræði
útvegsmanna til að leigja frá sér
aflaheimildir. Hinsvegar að ekki
verði gengið þannig frá verð-
mynduninni að leiguliðar týni töl-
unni.
„Máður skilur það vel að sá
sem á happdrættisvinning og get-
ur Ieigt frá sér kvóta á hverjum
einasta degi, vill auðvitað geta
stundað það áfram og fundið sér
leigjendur," segir forseti FFSÍ.
Loðnulög
„Árið 1995 kom loðnan eftir há-
degi þann 8. febrúar, 1996 kom
hún klukkan fimm um morguninn
sama dag og í fyrra var byijað að
veiða hana í nót í kringum 1. febr-
úar. I ár er stórstraumur í kringum
8.-9. febrúar," segir Haraldur
Sturlaugsson, framkvæmdastjóri
Haralds Böðvarssonar á Akranesi.
Búist er við að töluverðs skjálfta
fari að gæta f röðum sjómanna og
útvegsmanna þegar og ef loðnan
finnst. Samkvæmt þessari lýsingu
Haralds er viðbúið að það geti orð-
ið fljótlega í byrjun næstu viku.
Ekki aðeins er í húfi stór hluti
tekna bæði loðnusjómanna, út-
gerða og landverkafólks heldur
einnig þjóðarbúsins. Þá hafa
menn einnig verið iðnir við að tjá
sig um þá markaði sem kunna að
verða í uppnámi fyrir loðnuafurðir
ef flotinn verður bundinn í höfn.
Þá mun loðnan synda framhjá
bræðslum og frystiklefum landsins
og drepast að lokinni hrygningu.
Þótt enginn af deilendum ljái
máls á því að stjórnvöld grípi í tau-
mana og setji lög á sjómannadeil-
una, virðist það vera nokkur út-
breidd skoðun meðal óbreyttra
sjómanna að það verði reyndin
þegar í harðbakkann slær. Hvort
það sé byggt á óskhyggju eða pólit-
ísku þefskyni skal ósagt íátið.
Hinsvegar hefur það komið fram
hjá einstaka forystumanni sjó-
manna að það sé varla einleikið
hvað útvegsmenn virðast vera ró-
legir í tíðinni við samningaborðið.
Það hefur m.a. verið skýrt á þann
veg að þeir vita sem er að stjórn-
völd muni grípa inn í deiluna fljót-
lega eftir að loðnan verður orðin
veiðanleg í nót. Þessvegna sé í lagi
að taka smá skurk í hefðbundinn
leðjuslag og láta hvína í tálknum
um stund. Þessu mótmæla útvegs-
menn að sjálfsögðu sem hverri
annarri bábilju.
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 - 9
átt
ImP
.
SStí§S§sm
:
I M -'
von á góðum Degi
Við á Degi höfum nú í tæpt ár unnið að
stórfelldum breytingum á blaðinu.
Askrifendur okkar hafa tekið þeim vel og
nú teljum við að tími sé kominn til að sýna
þér morgunblað við hæfi.
A næstu vikum og mánuðum* eiga allir
íbúar höfuðborgarsvæðisins von á Degi inn
um lúguna, ókeypis í heila viku.
A nsestu þremur mánudum fíerum vid okkur ur einu hverfi í annad.
Þá fa:rd þú Dag frítt, frá laugardegi til laugardags.
Cirænt wám
T