Dagur - 06.02.1998, Qupperneq 11
FÖ STUDAGUR 6. FEBRÚAR 1 998 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR ^
Páfa fagnað i Havana: santería magnaðist er hallaði undan fæti fyrir kaþúlskri kirkju eyjarinnar.
Blendnir í trúnni
Heimsókn Jóhannesar Páls páfa
2. til Kúbu hefur verið kölluð
friðsamleg krossferð gegn
kommúnismanum þar, eða eitt-
hvað í þá veru. En sumra mál er
að sem krossferð hafi för þessi
ekki síður eða jafnvel fremur ver-
ið farin gegn öðrum aðilum á
stærstu ey Vestur-Indía.
Þá er átt við santería, trúar-
brögð sem njóta mikils fylgis á
Kúbu. Santería er blanda úr kaþ-
ólsku og afrískum trúarbrögðum.
4000 balabaos
Talið er að meira en helmingur
íbúa Kúbu (sem alls eru um 11
milljónir, aðallega af spænskum
ættum, en þar næst afrískum)
leiti oft og einatt til balabaos,
presta santería, en þeir eru um
4000 talsins þarlendis. Og eru
þá ekki taldir með undir- eða að-
stoðarprestar trúarbragða þess-
ara, sem titlaðir eru santeros.
Þeir eru fjölmargir.
Prestar kaþólsku kirkjunnar á
Kúbu eru aðeins um 250.
Trúarbragðablanda af því tagi
sem hér um ræðir er víða í Vest-
ur-Indíum og heitir ýmsum
nöfnum, en þekktast þeirra mun
vera vúdú (voodoo) á Haiti.
Afrísku þættirnir í átrúnaði þess-
um komu frá Afríku með þrælum
þaðan. Jorge Ramírez Calzadilla,
prófessor við félags- og trúar-
bragðafræðistofnun háskólans í
Havana, telur að þrælar á Kúbu
hafi haldið áfram dýrkun á
afrískum goðum í lítt breyttri
mynd frá því sem verið hafði í
ættlöndum þeirra. A 17. og 18.
öld hafi stjórnvöld bannað dýrk-
un þessa og kirkja eyjarinnar
reynt að knýja þrælana til kaþ-
ólskrar kristni. Það hafi tekist að
einhverju marki, en svartir
Kúbveijar samt haldið fast við
sumt úr sinni afrísku ásatrú og
aðlagað-það kaþólsku.
Kaþólska Mrkjan kraftlltil
I kúbverska sjálfstæðisstríðinu
gegn Spáni í lok 19. aldar hallað-
ist kaþólska kirkjan að spænsk-
um stjórnvöldum og varð við það
fyrir miklum álitshnekki í augum
Kúbverja. Eftir það gekk kirkj-
unni seint að jafna sig. Þar af
leiðandi varð hún Fidel Castro
ekki erfiður ljár í þúfu, er hann
hafði komist til valda á Kúbu, og
lítið um varnir af hennar hálfu er
hin nýju stjórnvöld þrengdu
kosti hennar. Við þetta mun
santería hafa eflst. Líklegt er að
margt trúað fólk, sem af ótta við
stjórnvöld sneri baki við kaþ-
ólsku kirkjunni, hafi snúið sér í
staðinn að santería til að fá útrás
fyrir trúarþörf. Sá sem þetta rit-
ar spurði fyrir aldarfjórðungi
ungan Kúbverja, sem var í
kommúnistaflokknum, ríkis-
flokki eyjarinnar, um trúarbrögð
þar. Svaraði Kúbverjinn að mjög
fáir Kúbverjar væru nú kaþólskir,
Baksvið
Vinsælustu trúar
brögð á Kúbu virðast
vera orðiu sautería,
þar sem dýrliugar
kaþólskuunar og goð
afrískrar heiðni hafa
ruuuið samau.
aðallega gamalt fólk. Santería
sagðist hann aldrei hafa heyrt
nefnt íý'rr.
Vera kann að Castro og hans
menn hafi, líkt og margt fólk í
efri samfélagslögunum á Kúbu,
Iitið niður á santería sem hind-
urvitni svo ómerkileg að ástæðu-
Iaust væri að hafa áhyggjur af
þeim. Að slíkri afstöðu af
Castros hálfu kynni að hafa
stuðlað að hann var varla síður
Evrópumaður en Kúbverji; faðir
hans var innflytjandi frá Galicíu,
norðvesturhorni Spánar. Santer-
íar munu fyrir sitt leyti hafa forð-
ast árekstra við stjórnvöld, og
raunar hefur heyrst að sumir
þeirra trúi því að dýrlingarn-
ir/goðin hafi hjálpað Castro til
valda og styðji hann síðan og
styrki.
Ronun handa Lazarusi
Aberandi við santería er sem sé
að í þeim sið hafa dýrlingar kaþ-
ólskunnar og afrísk goð runnið
saman á ýmsan hátt. Heilög Bar-
bara er t.d. í santería orðin að
stríðsgoði, að Jiv í er virðist karl-
k)Tis, sem heitir Changó, afrísku
nafni. Að goð skipti um kyn er
þekkt víðar að. I grein í skandin-
avísku blaði um þetta er því
haldið fram að „allir“ Kúbverjar
eigi vasa skreyttan myndum af
Elleguá, örlagaguði af afrískum
uppruna, sem er sagður ráða
heppni manna og óheppni. Heil-
agur Lazarus, sem í kaþólsku
þykir góður til áheita gegn sjúk-
dómum, er einnig mildð dýrkað-
ur í santería og í þeim sið kallað-
ur Babalú Ayé, nafni sem mun
vera afrískt að uppruna. Santerí-
ar heita mjög á hann gegn far-
sóttum og kynsjúkdómum. Dýrl-
inga þá og goð, sem þeir dýrka,
kalla þeir einu nafni orishas, en
svo heita einnig guðir eða vernd-
arandar Jorúba, einnar af
stærstu þjóðum Nígeríu. Orisa
Jorúba annast milligöngu milli
manna og æðsta goðsins, og er
það ekki ósvipað hlutverkum
dýrlinga í kristni.
Santería er sagt hafa magnast
um allan helming á þrenginga-
tímum þeim, sem fóru í hönd á
Kúbu er sovétblokkin hvarf. Þá
varð t.d. mikill skortur á lyfjum,
og leiddi það til þess að miklu
fleiri en áður leituðu til santeros,
er leitast við að lækna fólk með
særingum og bruggi úr ýmsum
jurtum. 17. desember hvert ár
koma pílagrímar í hundruðþús-
undatali til E1 Rincon, 20 km
fyrir sunnan Havana, en þar er
17. aldar stytta af heilögum Laz-
arusi. Nunnur þar á staðnum
eru miðlungi hrifnar af þessari
aðsókn og segja pílagrfma blóta
Lazarus sem heiðið goð. Telja
pílagrímar að dýrlingnum þyki
gerviblóm falleg og kaffi og
romm gott, miðað við fórnir þær
er þeir bera að líkneskju hans. E1
Rincon er nú einn þeirra helgi-
staða á eynni er mestrar aðsókn-
ar njóta.
Mótmælendatrú vex einnig
fylgi á Kúbu, eins og víðar í
Rómönsku Amerfku undanfarna
áratugi.
Vel tekið á móti Blair í
Hvíta husinu
BANDARÍKIN - Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, kom í heimsókn til Bills Clinton
Bandaríkjaforseta í gær, og var vel fagnað,
enda hefur Blair sýnt Clinton ótvíræðan
stuðning bæði í þeim útistöðum sem Clinton
hefur átt við fjölmiðla vegna Monicu Lewinsky
og einnig varðandi áform um að gera árás á
Irak ef ekki verður með öðrum hætti hægt að
knýja Saddam Hussein til að gefa eftir.
Tony Blair hefur stutt
Clinton dyggilega i
raunum hans.
Saddam kom með aniiað tilboð
IRAK - Stjórnvöld í Irak sögðu í gær að vopnaeftirlitsmönnum Sam-
einuðu þjóðanna yrði heimilt að skoða 45 staði, þar sem talið er að
efnavopn geti lejTist, en þeir fengju þó ekki aðgang nema einu sinni.
Fyrra tilboði Saddams um að eftirlitið fengi aðgang að átta forseta-
höllum var hafnað. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði
að engin leið væri heldur að ganga að þessu nýja tilboði því eftirlitið
þyrfti að hafa óheftan aðgang án allra skilyrða.
ítalir reiðir bandaríska herninn
ITALIA - Bandarísk stjórnvöld lofuðu í gær fullri samvinnu við rann-
sókn á því hvers vegna bandarísk herþota skar í sundur streng sem
hélt uppi togbrautarvagni í Alpafjöllunum, með þeim afleiðingum að
20 manns fórust þegar vagninn hrapaði niður. Mikil reiði ríkir á ítal-
íu vegna slyssins, en um 1000 manns sóttu f gær minningarathöfn
um þá sem fórust í bænum Cavaleze. Ibúar bæjarins segja það
algengt að drunurnar í bandarísku herþotunum haldi fyrir þeim vöku
að nóttu til.
Mesta atvinnuleysi frá stríðslokum
ÞYSKALAND - 4,8 milljónir manna voru atvinnulausar í Þýskalandi
í janúarmánuði. Jafngildir það 12,6% vinnufærra manna, og er það
meira atvinnuleysi en þekkst hefur í Þýskalandi frá lokum síðari
heimsstyrjaldar. í austurhluta landsins er atvinnuleysið nú rúmlega
20%.
Gro í opinberri heimsókn hjá
Bondevik
NOREGUR - Gro Harlem Brundtland, fyrrver-
andi forsætisráðherra Noregs, sem nú er nýorð-
in framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðisstofn-
unarinnar (WHO), var í gær í opinberri heim-
sókn hjá núverandi forsætisráðherra landsins,
hinum kristilega Kjell Magne Bondevik. Var
þetta fyrsta opinbera heimsókn hennar eftir að
hún var skipuð framkvæmdastjóri WHO. I
spjalli sínu ræddu þau nýja starfið hennar auk
þess sem Bondevik spurði hvort hún hefði tíma
til að vera viðstödd Vetrarólympfuleikana, sem
Bondevik. hefjast í Nagano í Japan á morgun.
Kjamorkuveriuu í Barsebáck verður
lokað
SVIÞJOÐ - Sænska ríkisstjórnin hefur tekið formlega ákvörðun um
það að láta loka kjarnorkuverinu í Barseback. Miklar deilur hafa
lengi verið meðal Svía um starfrækslu versins, en þar er nú einn
kjarnakljúfur í gangi. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að afturkalla
starfsleyfi fyrir kjarnorkuverið, sem þýðir að því verði endanlega lok-
að frá og með 1. júlí næstkomandi.
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
sími 462 6900
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálfum,
sem hér segir:
Móasíða 1, iðnaðarhúsnæði I, Akur-
eyri, þingl. eig. Leikskóli Guðnýjar
Önnu ehf., gerðarbeiðenöur Is-
landsbanki hf. höfuðst. 500, Lands-
banki íslands, lögfræðideifd, Lífeyr-
issjóður Norðurlands og Sýslumað-
urinn á Akureyri, miðvikudaginn 11.
febrúar 1998 kl. 10.00.
Móasíða 1, iðnaðarhúsnæði II, Ak-
ureyri, þingl. eig. Leikskóli Guðnýjar
Önnu ehf., gerðarbeiðendur Is-
landsbanki hf. höfuðst. 500, Lífeyr-
issjóður Norðurlands og Sýslumað-
urinn á Akureyri, miðvikudaginn 11.
febrúar 1998 kl. 10.15.
Sýslumaðurinn á Akureyri
5. febrúar 1998.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.