Dagur - 06.02.1998, Side 7

Dagur - 06.02.1998, Side 7
FÖSTUDAGUR 6 .FEBRÚAR 1998 - 23 HVAÐ ER Á SEYÐI AKUREYRl Tónleikar til styrktar Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur. Sunnudaginn 8. febrúar verða haldn- ir tónleikar til styrktar Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og verður efnisskrá- in fjölbreytt. Nemendur á efri stigum og kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri sjá um flutning. Aðgangur er ókeypis en tekið er við framlögum í styrktarsjóðinn. Tekjur sjóðsins hafa einkum verið af þessu tónleikahaldi og sölu minningarkorta. Strenjadeildartónleikar Strengjadeildartónleikar verða haldnir á sal Tónlistarskólans á Ak- ureyri þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20.00. Þar koma fram margir ungir og efnilegir fiðlu- og sellónemendur skólans. Undirleikari er Richard Simm. Orkustund Námskeiðið Orkustund verður haldið í fyrsta sinn á Akureyri laugardaginn 7. febrúar að Glerárgötu 32 kl. 16.00-20.00. Námskeiðið verður fyrst haldið á Ak- ureyri laugardaginn 7. febrúar og síðan í Reykjavík laugardaginn 14. febrúar. Leiðbeinandi er Fanný Jón- mundsdóttir. Upplýsingar og skráning er hjá Inn- sýn í símum 552 7755 eða 551 5555. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fræðslukvöld um trjáklippingar í kvöld kl. 20-23 verður haldið fræðslukvöld fyrir áhugafólk um trjá- klippingar í húsnæði Landgræðslu- sjóðs, Suðurhlíð 38, Reykjavík. Að fræðslukvöldinu standa Garðyrkju- skóli ríkisins, Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins. Fyrirlesari verður Kristinn H. Þor- steinsson stundakennari við Gar- yrkjuskólann og garðyrkjustjóri Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Hann mun byggja fyrirlesturinn upp á litskyggn- um. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Skráning og nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Garðyrkjuskól- ans, frá kl. 8-16. Þrír sýna í Þingi Listamennirini Birgir Snæbjörn Birg- isson, Jóhann Torfason og Sigríður Ólafsdóttir opna sýningu á verkum sínum á laugardag klukkan 16:00 í Listhúsinu Þingi, Hólabraut 13, Akur- eyri. Á sýningunni gefur að líta mál- verk og teikningar sem unnin eru á síðasta ári. Flest verkin á sýningunni eru „fígúra- tíf“. Jóhann og Sigríður sækja í hefð- ina og fást við umhverfi íslendings- ins séð með augum nýrrar kynslóðar. Verk Birgis fjalla að hluta til um sak- leysi bernskunnar sem gjarnan birtist á tviræðan hátt í verkum hans. Sýningin stendur til 15. febrúar og er opin alla daga frá klukkan 14:00 - 18:00. Fagstefna Ljósmyndarafé- lags íslands Laugardaginn 7. febrúar næstkom- ALLT UM ARGENTÍNU S T E I K H Ú S andi heldur Ljósmyndarafélag Is- lands sína árlegu fagstefnu á Grand hótel í Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 13 með erindi Maríu Karenar Sigurð- ardóttur, forvarðar á Árbæjarsafni. Aðgangseyrir er kr. 500. Burns supper Edinborgarfélagið heldur árlega Burns Supper laugardaginn 7. febrú- ar kl. 20.00 í Dugguvogi 12. Matur kvöldsins er með hefðbundum hætti, Haggis með rófustöppu og kart- öflumús. Veislustjóri er Helga Ög- mundsdóttir læknir. Hitt húsiö Brynja Grétarsdóttir myndlistarkona heldur sína fyrstu einkasýningu í Gallerý Geysi í Hinu Húsinu við Ing- ólfstorg. Sýningin ber nafnið HUG MYNDir. Hún stendur tii 15 febrúar. Gallerí Listakot Álfheiður Ólafsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum laugardaginn 7. febr- úar kl. 14-17. Sýningin er haldin í Gallerí Listakoti Laugavegi 70 og nefnist „Nykurheimar". Sýningin er opín alla virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 10-16 um helgar. Henni lýkur 28. febrúar. Listaféiag Hafnarfjaröar Menningarmálþing á vegum Listafé- lags Hafnarfjarðar og Menningar- málanefndar verður haldið í Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar, Strandbergi, laugardaginn 7. febrúar kl. 14-18. Að málþingi loknu munu verða afhentir styrkir menningarmálanefndar. Nán- ari upplýsingar veitir Marín Hrafns- dóttir menningarfulltrúi Hafnarfjarðar. Tónskóli Sigursveins Tónleikar í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 8. febrúar nk. kl. 17. Þar verða flutt verk eftir Grieg, Nordgren og Sibelius. Nemendur í Tónskóla Sigursveins leika og Petri Sakari stjórnar. Rabb um rannsóknir og kvennafræði Sóley Bender lektor í námsbraut í hjúkrunarfræði og formaður Fræðslusamtaka um kynlíf og barn- eignir heldur rabbfund í Odda, stofu 201, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 12. Félag eldri borgara Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag, allir velkomnir. Göngu Hrólfar fara í létta göngu um borgina frá Risinu kl. 10 á laugardagsmorgun. Viö slaghörpuna" í Kópavogi Næstu tónleikar „Vlð slaghörpuna“ í Listasafni Kópavogs verða á mánudag kl. 20.30. Sólrún Bragadóttir og Jónas Ingimundarson flytja franska söngva. Halldór Hansen flytur inngangsorð og kynningar um franska sönglagið á tónleikunum. Hverfafundir með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfa- fundi með Reykvíkingum á næstu vikum. Fundirnir verða sem hér segir: Fyrsti fundurinn verður haidinn mánudaginn 9. febrúar með íbúum Vesturbæjar, Miðbæjar og Austurbæjar vestan Snorrabrautar. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. 2. fundur verður haldinn mánudaginn 16. febrúar með íbúum í Túnum, Holtum, Norðurmýri og Hliðum. Fundarstaður: Kjarvalsstaðir kl. 20.00. 3. fundur verður haldinn mánudaginn 23. febrúar með íbúum Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Múlahverfis. Fundarstaður: Réttarholtsskóli kl. 20.00. 4. fundur verður haldinn mánudaginn 2. mars með íbúum Seljahverfis, Efra- og Neðra Breiðholts. Fundarstaður: Gerðuberg kl. 20.00. 5. fundur verður haldinn mánudaginn 9. mars með íbúum Laugarness-, Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda-, Heima- og Vogahverfis ásamt Skeifunni. Fundarstaður: Langholtsskóli kl. 20.00. 6. fundur verður haldinn mánudaginn 16. mars með íbúum í Arbæjar-, Ártúnsholts- og Seláshverfi. Fundarstaður: Ársel kl. 20.00. 7. fundur verður haldinn mánudaginn 23. mars með íbúum Grafarvogshverfa. Hamra-, Folda-, Húsa-, Rima-, Borga-, Víkur- og Engjahverfi. Fundarstaður: Fjörgyn kl. 20.00. 8. fundur verður haldinn mánudaginn 30. mars kl. 20.00 með ungu fólki í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundarefni: Framtíðarborgin Reykjavík. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Sjá hverfafundi á heimasíðu Reykjavíkurborgar: WWW.reykjavik.IS Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Leikfélag Akureyrar ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Hjörtum mannanna svipar saman íAtlanta og á Akureyri. Úr leikdómum: „Sigurveig ... nær hæðum ... ekki síst í lokaatriðum í nánum samleik við Þráin Karlsson.“ Haukur Ágústsson í Degi. „Það cr ótrúlegt hve Þráni tekst vel að komast inn í persónuna.“ Sveinn Haraldsson í Morgunblaðinu. „... einlæg og hugvckjandi syning sem fyllsta ástæða er til að sjá.“ Þórgnýr Dýrfjörð í Ríkisútvarpinu. Sýnt á Renniverkstæðinu að Strandgötu 39. 11. sýning 6. febrúar kl. 20.30 12. sýning 7. febrúar kl. 20.30 næstsíðasta sýningarhelgi 13. sýning 13. febrúar ki. 20.30 14. sýning 14. febrúar kl. 20.30 Allra síðustu sýningar y Söngvaseiður 6. mars verður Samkomuhúsið við Hafnarstræti opnað gestum eftir gagngera endurnýjun á áhorfendasal með frumsýningu á þessu hugþekka verki þeirra Rodgers og Hammersteins. Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir Hinrik Olafsson Hrönn Hafliðadóttir Jóna Fanney Svavarsdóttir. é Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bergdal. Frumsýning á Renniverkstæð- inu urn páska. Gjafakort í leikhúsið. Gjöf sem gleður. Kortasala í miðasölu Leikfélagsins, í Blómabúð Akureyrar og á Café Karólínu. Sími 462 1400 X)^uir er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.