Dagur - 06.02.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 6.FEBRÚAR 19 9 8 - 27
LÍFIÐ t LANDINU
NærFylkirþví
að komastíl.
deild í handbolt-
anum?Það er
stórspuming,
framundan em
spennandi leikir.
Einar Þorvarðarson hefur tekið við þjálfun handbo/taliðs Fylkis. Hann stefnir að því að koma
liðinu i 1. deild. mynd: pjetur.
Haröari æfingar og
önnur hugsun
Nýlega tók Einar Þorvarðarson
við þjálfun handboltaliðs Fylkis.
Liðið er í 2. deild eins og er, en
Einar hefur til margra ára þjálf-
að 1. deildar lið Aftureldingar í
Mosfellsbæ.
„Það hefur gengið alveg
þokkalega að koma liðinu upp,“
segir Einar, „en það verður að
hafa í huga að hér var mjög léleg
aðstaða til æfinga, þar sem að-
eins var um lítið íþróttahús,
skólahús, að ræða. Aðstaðan
breyttist hins vegar gífurlega við
tilkomu nýja íþróttahússins, sem
er í nágrenni sundlaugarinnar."
Einar er í fullu starfi hjá HSI,
þar sem hann sér um allar
keppnir sem fram fara á vegum
sambandsins og fleiri mál. Hann
finnur fyrir þvi að starfið í 2.
deild er heldur léttara, mikið til
vegna þess að ekki eru eins
margir krefjandi leildr eins og í
1. deildinni.
Spumingin um að
komast í 1. deild er
líka spuming um það
með hverjum heilla-
dísimar standa.
Spennandi keppni
„Eg hef verið að reyna að breyta
þessum 2. deildar hugsunar-
hætti hjá liðinu og herða æfing-
arnar. I Iiðinu er nokkuð um
unga menn sem ekki hafa kom-
ist í 1. deild vegna plássleysis,
en eru mjög góðir Iiðsmenn og
ég tel að með góðum æfingum
eigum við góða möguleika á því
að komast í 1. deild,“ segir Ein-
ar. „En þetta er líka spurning
um það með hverjum heilladís-
irnar standa. Framundan er
spennandi keppni, leikirnir við .
Þór á Akureyri og Selfyssinga
eru þeir leikir sem koma til með
að ráða mestu um ganginn.“
Liðin sem koma til með að
Ieika innan 2. deildar, til baráttu
um 1. deildar sæti eru Þór á
Akureyri, Selfoss, Grótta og
Fylkir. Það má segja að mikil
spenna sé framundan, kannski
meiri en verið hefur lengi. Fylkir
hefur ekki verið í 1. deild í
handbolta síðan í kringum
1980, en á hins vegar Islands-
meistara í 4. flokki kvenna.
Meira um handbolta
„Eg vona að með tilkomu þessar-
ar góðu aðstöðu muni hand-
boltaáhugi aukast að mun í Ár-
bænum, en hingað til hefur fót-
boltinn verið ráðandi hér,“ segir
Einar. „Við munum sjá það á
næstu árum og ég mun gera mitt
besta til þess að bandboltinn nái
að festa sig í sessi hér.“ vs.
Ég lét mig hafa það að sjá Alien
4 í Borgarbíói á Akureyri. Enn er
verið að gera framhald af mynd-
um sem hafa slegið í gegn (ég
fæ engu um það breytt). Og enn
misheppnast það. Ég var orðinn
svakalega órólegur og gjörsam-
lega klístraður við sætið að horfa
á slímugu ófreskjurnar sem voru
í aðalhlutverki á móti Sigorney
Weaver og Winonu Ryder. Nú
var Winona Ryder vélmenni.
ímyndið ykkur kynþokkafullt
vélmenni.
Þetta var fyrsta Aiien mynd
sem ég hef séð. Ég trúi ekki
öðru en að fyrri myndirnar hafi
verið betri. Ahorfandinn er alltaf
staddur í sömu leikmyndinni og
Einn í ellefubíó
Ekki gaman
fór það agalega í taugarnar á
mér. Þannig er nú með flestar
geimmyndir nema kannski Star
Wars. Þú ert alltaf að upplifa
það sama í söguþræðinum. Það
var ófreskja sem beit mann, síð-
an liðu nokkrar mínútur þá var
annar bitinn. Þannig gekk þetta
eðlilega „goggunarröð" þangað
til að aðalhetjurnar urðu eftir.
Nú, kom á óvart. Ég var ofsalega
hissa. Nei, ég varð ekki hissa.
Ekkert nýtt svo sent. Tæknibrell-
ur eru nokkuð góðar og einn og
einn góður brandari kom inn á
milli.
Það voru ekki margir í bíó
þetta kvöld klukkan ellel'u. En
mér heyrðist að einn og einn
hafi haft nokkuð gaman af. AII
flestir í Norðurlandskjördæmi
eystra búnir að sjá Titanic en
þeir sem ekki eru búnir að sjá
hana verða að sjá hana. Hún
verður sýnd eitthvað fram í
næstu viku í Borgarbíói á Akur-
eyri. Ég verð að viðurkenna að
ég gekk út af Alien þegar tutt-
ugu mínútur voru eftir. Það er
nokkuð langt síðan að undirrit-
aður hefur fengið nóg og gengið
út af kvikmynd. Það er bara vel.
En ef einhverjum er það í mun
að segja mér frá endinum þá er
bara taka upp símtólið og segja
mér söguna í stuttu máli. Bara
ef endirinn hefur verið merki-
legur. En ég efast.
---- PISTILL -----
Aftastir meðal
jafningja
Stundum er sagt að
fólk sé fremst meðal
jafningja og heyrast
þau ummæli einna
helst við forsetakjör og
um biluð magnarakerfi
á Sautjánda júní ár
hvert. Mannjöfnuður
þessi er skrýtinn jöfn-
uður og á bakvið hann
Iiggur landlæg hræðsla
forystusauða við meðalsauð-
inn í hjörðinni. Menn eru
hræddir við að ríða á vaðið.
Menn eru ekki lengur fremstir
í flokki eins og f gamla daga
heldur týnast meðal jafningj-
anna í moði miðjunnar. Fyrir
bragðið heldur meðalhjörðin
kyrru fyrir og fer hvorki lönd
né strönd. Allt er þetta jafn-
ingjakjaftæði því tómt bull og
stórhættulegt fyrir þjóðfélagið.
Jöfnuður
Sá fremsti í hópnum hefur
tekið forystuna og er ekld á
meðal jafningja sinna lengur
heldur á undan þeim. Hvað
sem síðar kann að verða.
Næsti maður skarar svo fram
úr á öðru sviði og svo koll af
kolli. Jöfnuðurinn felst ein-
göngu í þeim rétti að allir
sauðirnir í hjörðinni mega
taka forystu ef þeir geta.
Hjörðin reynir svo að jafna
bilin á milli þeirra fremstu og
öftustu. A milli máttugra og
minni máttar. Stundum tekst
það vonum framar og stund-
um misheppnast það hrapal-
lega.
Hlutverk stjórnmálamanna
er að taka af skarið í málum
sem horfa til heilla fyrir hjörð-
ina og forðast að leiða hana
fram af hamrinum. Sauðir
verða ekki forystusauðir af þvf
hjörðin felur þeim forystuna
heldur af því að þeir taka for-
ystuna. Aðrir sauðir eiga ekki
erindi sem erfiði f stjórnmálin.
En þ\4 miður hefur jafn-
ingjaröflið náð tökum á stjórn-
málunum og komin er slag-
síða á allt stjórnkerfið.
Á alþingi
Pistilhöfundur sat á þingi um
skeið og þá máttu bílstjórar
Alþingis ekki skutla þing-
mönnum á milli húsa vegna
þingstarfa þeirra en óku aftur
á móti helstu starfsmönnum
þingsins samviskusamlega
heim til sín að lokinni vinnu á
kvöldin. Farið var með jafn
sjálfsögð hjálpartæki og tölvur
og bílasíma eins og manns-
morð á meðan sendlarnir hjá
Pósti og Síma í næsta húsi
höfðu hvort tveggja og heila
bifreið þar að auki. Alþingis-
menn fengu hvorki ráðgjafa
né aðstoðarmenn á meðan
deildarstjórar hins opinbera
höfðu slíka þjónustu á hverj-
um fingri. A ferðalögum földu
þingmenn sig á öðru farrými á
meðan embættismenn þeirra
sátu í vellystingum praktug-
lega á Saga Class.
Eldd er nema von að ráð-
herrum hætti til að missa eitt
og eitt ráðuneyti í hendur
ráðuneytisstjóra þegar sjálft
Alþingi hefur verið tekið her-
skildi fyrir löngu. Stéttaskipt-
ing þessi í stjórnsýslunni er
því miður ekki hugar-
órar pistilhöfundar
einir saman heldur er
hún staðfest af Kjara-
nefnd ríkisins um þá
yfirmenn hins opin-
bera sem undir
nefndina falla. Kaup
og kjör eru eins góður
mælikvarði og hvað
annað á stöðu fólks í
þjóðfélaginu. Bæði einstakra
manna og heilla starfsgreina.
Og sjá:
I vel grunduðu mati Kjara-
nefndar er aðeins einn emb-
ættismaður íslenska ríkisins
svo illa haldinn að ná ekki
launum Alþingismanna á
mánuði og er það sjálfur
Húsameistari ríldsins, ekki
meir ekki meir! Alþýða manna
hefur átt öðru að venjast á
þeim bæ og má loks taka und-
ir með þjóðskáldi sínu að nú
sé hún Snorrabúð löggildur
stekkur.
Hvað ræður
En slök afkoma Húsameistar-
ans breytir ekki því mati þjóð-
félagsins að nokkur hundruð
opinberir starfsmenn skulu
hafa hærri Iaun frá ríkinu en
Alþingismenn. Að vísu hefur
ráðuneytisstjórinn í Stjórnar-
ráðinu forsætisráðherra sinn
undir með herkjum og aðrir
ráðherrar hverfa í miðjum
hópi opinberra meðaljóna.
Þetta nær ekki nokkurri átt.
Hver ræður ferðinni í ráðu-
neytum þar sem starfsfólk er
með mun hærri laun en ráð-
herrarnir? Ráðherrann eða
járáðherrann? Hvernig líður
ráðherra að ávarpa starfsfólk
sem er meira metið í ráðuneyt-
inu en hann sjálfur? Brýnir ráð-
herrann raustina eða læðist
maðurinn með veggjum? Að
vísu hefur hagur forsætisráð-
herra vænkast frá því hann var
rétt innan við topp eitthundrað
mörkin en betur má ef duga
skal. Laun eru svo nátengd
valdi í hugum fólks að valda-
pýramídinn stendur á haus eftir
úrskurð Kjaranefndar. Fólk
hættir að greina á milli kjörinna
fulltrúa og opinberra starfs-
manna. Eru það vond býtti fyrir
þjóðfélagið og gera kosningar
að óþarfri meðalgöngu.
Tómt mál er að tala um
ábyrgð hér á landi og hvorki
stjórnmálamaður eða embætt-
ismaður hefur verið sóttur til
saka fyrir fjárhagsleg afglöp í
starfi. Ekki frekar en peningar
skipti ekki máli í stjórnsýsl-
unni. Eina ábyrgðin er pólitísk
ábyrgð kjörinna fulltrúa sem
svara kjósendum til saka
fjórða hvert ár. Og því skyldi
kjósandinn ekki fá að nýta
kjörklefann sinn betur?
Urskurður Kjaranefndar
staðfestir kröfuna um að kjósa
helstu þrjú hundruð embætt-
ismenn þjóðarinnar til fjög-
urra ára í senn eins og Alþing-
ismennina. Ekki einasta
standa ráðherrar og þingmenn
þá nær starfsfólki sínu heldur
losna þeir undan því fargi að
skipa áfram frændur sina og
flokkshesta í feitustu embætt-
in.