Dagur - 07.02.1998, Blaðsíða 5
rDfgpr'
LAUGARDAGUR 7.FEBRÚAR 1 9 9 8 - S
FRÉTTIR
Lögbrot
ráðuneytis
Sigurður Gizurarson, sýslumað-
ur á Akranesi, hefur skilað
dómsmálaráðherra greinargerð
vegna ÞÞÞ-málsins og fer hann
hörðum orðum um athafnir
ráðuneytisins. Sigurður segir
meðal annars að ráðuneytið hafi
brotið fjölda lagaákvæða þegar
það sakaði hann um Iögbrot
með samkomulagi við lögfræð-
ing Þórðar Þ. Þórðarsonar um
afborganir á sektarskuld Þórðar.
Sigurður nefnir brot á and-
mælareglu stjórnsýslulaga, á
rannsóknarreglu sömu laga, á
meginreglu laga um hollustu-
skyldu og kallar yfirlýsingar
ráðuneytismanna „aérumeiðandi
aðdróttanir í minn garð“. Sig-
urður segir: „Má vera Ijóst, að
mér er illkleift að starfa, ef ég á
ávallt á hættu að ráðuneytið ráð-
ist á mig opinberlega hvenær
sem það telur sig hafa fundið
höggstað.“
Sigurður segir enn fremur að
dómsmálaráðuneytið sé vanhæft
til að fjalla um áminningu um
ámælisvert brot í starfi í ljósi
þessara lagabrota sem ráðuneyt-
ið hefur framið. - FÞG
Allt eftklit med
likiiieliiuin sem lög-
reglan leggur hald á
hefur veriö hert, en í
rannsókn Atla Gísla-
sonar kom fram að
því væri í ýmsu áhóta-
vant.
Lögreglan leggur hald á verulegt
magn af fíkniefnum á ári hverju,
en samkvæmt heimildum Dags
kemur fram í skýrslu Atla Gísla-
sonar frá í fyrra að eftirlit með
þessum efnum hafi verið lítið.
Starfsmenn tæknideildar lög-
reglunnar taka við fíknefnum
sem gerð eru upptæk og gera á
þeim frumathuganir, skrá þau og
vigta. Síðan er þeim komið fyrir í
sérstakri geymslu. Samkvæmt
skýrslu Atla virðist sem allir
starfsmenn fíkniefnadeildarinn-
ar hafi í reynd haft aðgang að
fíkniefnageymslunni og ekki
væri skráð hverjir gengju um
hana. Efnin hafi verið sett í
merkta poka en þeir ekki innsigl-
aðir eða þeim lokað á þann hátt
að sjá mætti ef átt hafi verið við
þá. Þá virðist ónákvæmni hafa
gætt við eyðingu fíkniefna og í
mörgum tilvikum ekki verið
hægt að sjá neina skýringu á af
hverju sumum efnum hafi verið
Lögreglan leggur hald á verulegt magn af fikniefnum á ári hverju, en samkvæmt heimildum Dags kemur fram í skýrslu Atla Gistasonar frá í
fyrra aö eftirlit með þessum efnum hafi verið lítið.
eytt. Sum efni sem voru á skrá
fundust ekki, en önnur fundust
eftir mikla leit. Sérstaka athygli
vekur að í einu tilviki var tæpt
kíló af amfetamíni geymt í skrif-
borðsskúffu þáverandi yfirmanns
deildarinnar Björns Halldórsson-
ar.
Nýtt skipulag
Ný lögreglulög tóku gildi um
mitt síðasta ár og þá var öllu
skipulagi lögreglunnar og þar
með fíkniefnadeildarinnar
breytt. Guðmundur Guðjóns-
son, yfirlögregluþjónn, sem tók
við stöðu yfirmanns rannsóknar-
deildar 1. júlí sl. segir að allt eft-
irlit með fíkniefnum sem lagt er
hald á hafi verið hert og „fyllsta
öryggis sé gætt.“
Strangar reglur gildi um með-
ferð fíkniefna og strangt eftirlit
sé með vörslu þeirra. I dag sé ná-
kvæmlega skráð hverjir með-
höndli efnin. Það fari alltaf tveir
í einu í geymsluna og mánaðar-
Iega sé gerð úttekt á öllu saman
og farið yfir allar skrár. Kerfið sé
því orðið enn öruggara en áður.
Guðmundur segir hins vegar
rangt að aðgangur að fíkniefna-
geymslunni hafi áður verið nær
óheftur. Undanfarna tvo áratugi
hafi verið tvöfalt öryggiskerfi.
Annars vegar hafi þurft lykla að
sjálfri geymslunni og þá hafi fáir
haft og síðan hafi verið talnalæs-
ing á skápunum í geymslunni
sem efnin séu geymd í og mjög
fáir hafi haft aðgang að henni.
Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Akra-
nesi: Dómsmálaráðuneytið braut lög.
Utgerðin borgar
Útvegsmenn verða að
greiða vélstjórum og
öðrum sjómönnum
sem ekki eru í verk-
falli laun.
Eftir að Félagsdómur dæmdi
boðað verkbann LIÚ ólögmætt.
Þessar launagreiðslur geta
numið 20-30 milljónum króna í
viku hverri á meðan ekki semst.
Þarna er um að ræða hátt í 900
manns og þar af 700 vélstjóra á
skipum sem eru með minni vél-
arstærð en 1501 kw.
Jónas Haraldsson, lögfræðing-
ur LIÚ, segir að þeir sem séu í
verkfalli séu í „ráðningarsam-
bandi.“ Hann segir að það sé
ekkert vandmál fyrir útgerðir að
Eftir úrskurð Félagsdóms þarf útgerðin að
hafa hátt i 900 sjómenn á launaskrá sem
ekki eru íverkfalli. Jónas Haraldsson hjá
LÍÚ segir að þetta fólk sé í ráðningarsam-
bandi við útvegsmenn.
sjá t.d. vélstjórum fyrir vinnu í
verkfallinu. Bæði sé um að ræða
fyrirbyggjandi viðhald og þrif um
borð í skipunum. Hann segir að
það hafi trúlega verið á misskiln-
ingi byggt að hægt sé að taka
þessa sjómenn af launaskrá, eins
og forystumenn VSI höfðu á orði
eftir úrskurð Félagsdóms.
Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags Islands, segist ekki
óttast að vandkvæði verði á
launagreiðslum til vélstjóra. Ef
einhver verði þá verða launin
sótt af hörku með innheimtuað-
gerðum af hálfu félagsins. Hann
segir að launagreiðslur til þess-
ara vélstjóra geti numið um 20
milljónum króna á viku eða 100
milljónum króna á mánuði.
GRH
Forystusveit Akureyrarlista
Jaíiiaðariiiaimalélag
Akureyrar kyirnti á
fiiniiituclagskvöld
framhjóðendur
flokksms á sameigin-
legum framhoðslista.
Oktavía Jóhannesdóttir mun
skipa 2. sæti Akureyrarlistans
samkvæmt samkomulagi þeirra
sem að listanum standa, Jón Ingi
Cæsarsson mun skipa 5. sætið,
Kristján Halldórsson skipar 8.
sætið og Finnur Birgisson mun
Ásgeir i fyrsta
sæti.
Oktavía íöðru
sæti.
skipa 12. sætið, en þessi sæti
komu í hlut Alþýðuflokksins.
Þessi niðurstaða er þó ekki bind-
andi, þ.e. sameiginleg uppstill-
ingarnefnd hefur heimild til að
hnika til fólki á listanum, en það
verður að teljast ólíklegt, nema
t.d. hlutur kvenna verði óeðlilega
rýr.
Oktavía Jóhannesdóttir segir
að 7. sæti listans verði skipað
óflokksbundnum, en sameigin-
Ieg uppstillingarnefnd mun skipa
í það sæti. Alþýðubandalagið
skipar í 1., 3., og 6. sæti listans
og samkvæmt heimildum Dags
verða það Asgeir Magnússon,
Þröstur Asmundsson og Kristín
Sigursveinsdóttir. 4. sætið skipar
Kvennalistakonan Sigrún Stef-
ánsdóttir. — GG
Hnindi enn úr Reynisfjalli
Enn hrundi stórt flykki úr austanverðu Reynisfjalli í Mýrdal í fyrri-
nótt. Reynir Ragnarsson lögregluvarðstjóri f Vfk sagði í gær að þarna
hefði hrunið snös sem til stóð að sprengja niður í öryggisskyni. Þess
gerist ekki lengur þörf.
Hrunið úr fjallinu á dögunum var mikið, en nú hrundi það sem eft-
ir var og lagðist yfir skriðuna sem fyrir var. Reynir sagði að enginn
hefði verið í hættu af völdum skriðufallanna, en þau hefðu getað ver-
ið hættuleg fyrir göngufólk ef það hefði hætt sér út á skriðusvæðið.
Opnað í
BláfjöUum
Svolítinn snjó hefur fest í Blá-
fjöllum og þrjár lyftur teknar í
notkun, - en ný sunnanátt með
rigningu væntanleg strax á
sunnudagskvöld. „Eg hvet fólk
að fara varlega í fyrstu skíða-
ferð vetrarins. Þetta er fyrsti
snjórinn og snjórinn er ekki of
mikill. Fólk verður að gæta sín
vel og forðast óhöppin," sagði
Þorsteinn L. Hjaltason, Dossi í
Bláijöllum, í samtali við Dag í
gær. Bláfjallasvæðið opnar i
dag kl. 11 og verður opið til kl.
17. Veðurspáin er góð, - en að-
eins fram á sunnudagskvöld.
Þá er reiknað með rigningu úr
suðrinu.
Rúnar Ómarsson mun örugglega fara á
snjóbretti i Bláfjöllum á næstunni.
Sjö ár fyrir hnífstungu
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan mann til
sjö ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hafði
veist að ungri stúlku í miðborg Reykjavíkur í september í fyrra og
stungið hana í brjóstið „af ráðnum hug.“ Gekk hnífurinn svo nálægt
hjarta stúlkunnar að hún hlaut næstum bana af.