Dagur - 07.02.1998, Qupperneq 6
6-LAUGARDAGUR 7.FERRÚAR 1998
ÞJÓÐMÁL
JJgjgMT ________
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán JÓN hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6ioo og 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á mAnuði
Lausasöluverd: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simar auglýsingadeildar: (reykjavíK)563-1615 Amundi Amundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsddttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Hægt og hljótt
í Jfyrsta lagi
I rólegheitum og í skugga sjómannaverkfalls, gerðist það einn
morguninn í vikunni að undirritaðir voru tveir gríðarstórir við-
skiptasamningar þar sem íslensk þekking var í fyrirrúmi. Þetta
voru 15 milljarða viðskiptasamningr Islenskrar erfðagreining-
ar við svissneska lyfjafyrirtækið Hoffman La Roche annars
vegar og svo hins vegar talsvert minni samningur - en þó mjög
stór - hugbúnaðarfyrirtækisins Hugvits við hið alþjóðlega
tölvufyrirtæki IBM. Samningur Islenskrar erfðagreiningar er
þjóðhagslegt ígildi álvers og samningur Hugvdts er líka af „stór-
iðju-stærðargráðu". Þó komu þessir samningar hingað hægt
og hljótt, algerlega án bramboltsins sem einkennt hefur hina
pólitísku frelsunarguðfræði stóriðjunnar. Þeir þurfa augljós-
lega ekki á bramboltinu að halda.
í öðru lagi
Tvennt er mikilvægt ef ísland ætlar að fóstra starfsemi af
þessu tagi til frambúðar. Annnað er að menntunin sé í Iagi. Sí-
felld sparnaðarsjónarmið stjórnvalda í þeim efnum valda því
áhyggjum. Hitt snýr að rekstri. Séu rekstrarskilyðri og skatta-
legt umhverfi þessara fyrirtækja ekki í samræmi við það sem
gerist annars staðar eða betra munum við einfaldlega missa
þau til útlanda aftur - og fólkið með. Á umliðnum árum hefur
sá þáttur færst til réttrar áttar og virðast stjórnvöld góðu heilli
hafa áttað sig á mikilvægi hans.
í þriðja lagi
Þótt þessir tveir samningar séu ólíkir um margt, bæði hvað
varðar umfang og eðli, þá eiga þeir það sameiginlegt að störf-
in sem þeir skapa eru hálaunastörf, sem krefjast vinnuafls með
Ijölbreytta og góða menntun. Það er uppörvandi að fyrirtæki
sem starfa á Islandi og byggja á því sem íslenskt samfélag hef-
ur að bjóða skuli ná svo góðum árangri. Það er e.t.v. til marks
um að menntakerfið hér sé þrátt fyrir allt ekki alónýtt. Stóru
skilaboðin eru auðvitað að menntun - ekki bara tæknimennt-
un heldur fjölbreytt menntun á mörgum sviðum - er fjárfest-
ing sem getur skilað arði. Birgir Guömtmdsson.
SMtið í
Hlutir sem takast næstum þ\i'
fullkomlega en klúðrast alveg
eða að hluta á óheppni eða
heimsku eru sérstakt áhuga-
mál Garra og hann fagnar þvf
alltaf þegar sh'kt gerist.
Þannig fagnaði Garri sérstak-
lega þegar Guðrún Agústs-
dóttir stöðvaði það sem
stefndi í að
verða stórkost-
legur áróðurs-
sigur Reykjavík-
urlistans.
Tilkynning
um matareitr- Guðrún
nn Ágústsdóttir.
Upphlaup
hennar er svipað því að for-
svarsmaður matvælafyrirtækis
sem hefði sett nýja matvöru á
markað með glæsilegri mark-
aðssetningu, kæmi fram og
segði. „Þetta er mjög bragð-
gott, en ég hef verið með hálf-
gerðan niðurgang að undan-
förnu, en ég er ekki viss um
að það sé þessari nýju vöru að
kenna."
Þessi forsvarsmaður gæti
svo haldið áfram og sagt að
því væri ekki að leyna að einn
samstarfsmanna hans væri
reyndar dálítill sóði. Þetta
myndi nú líklega kosta slíkan
mann stöðuna hjá fyrirtæk-
inu, en pólitík lítur öðrum
lögmálum.
Það er líka þekkt að yfirleitt
eru það ekki andstæðingarnir
sem skaða, heldur samherj-
arnir. Sumir andstæðingar eru
þannig að þeirra eigin sam-
hetjar ættu að hafa vit á að
þagga niður í þeim. Þannig
hafa félagshyggjumenn verið
duglegir við að koma öllu því
sem Hannes Hólmsteinn
Gissurarson hefur að segja á
framfæri.
V_________________________
nytina
Verðmætur vaðall
Haunesar
Fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar höfðu margir
stuðningsmenn Reykjavíkur-
Iistans af því miklar áhyggjur
hve lítið heyrðist frá Hannesi.
Nú stefnir hins vegar í að
Hannes ætli að tjá sig þónokk-
uð fyrir næstu
kosningar og
hlýtur það að
vera stuðnings-
fólki Reykjata'k-
urlistans mikið
gleðiefni.
Hannes Garri er einn
Hólmsteinn. af aðdáendum
Hannesar
Hólmsteins og hefur alla tíð
öfundað hann af sjálfumglöðu
dómgreindarleysinu og
straumlínulöguðum Jjversögn-
um í málflutningi hans.
Hannes er þessa dagana far-
inn að sjá samsæri Reykjavík-
urlistans á öllum vígstöðvum.
Þannig er eitt allsherjar plott
hjá fjölmiðlum að hirta
ekkifréttir úr borgastjórn
Reykjavíkur.
Hannes Hólmsteinn er
sagnfræðingur að mennt og
ætti því að vera í lófa lagið að
koma með vel ígrundaðan
samanburð á ekkifréttum af
Ingibjörgu Sólrúnu og þeim
ekkifréttum sem voru á sínum
tíma af þáverandi borgarstjóra
Davíð Oddssyni.
Það er ólíklegt að Hannes
geri slíkt því það þjónar ekki
pólitískum hagsmunum hans.
Garri hvetur hann hins vegar
til að hafa sem hæst fram að
kosningum og eyða með því
algjörlega fjölmiðlaklúðri frá-
farandi forseta borgarstjórnar.
GARRI
ELÍAS
SNÆLAND
JÓNSSON
skrifar
Það er algengt í hörðum íþrótta-
slag að jafnt Ieikmenn sem
áhorfendur skeyti skapi sínu á
dómaranum. Þetta gerist einkum
í harðsóttum boltaleikjum. Þá
rífa leikmenn gjarnan stólpakjaft
við þá svartklæddu af minnsta
tilefni og áhorfendur öskra há-
stöfum: „Utaf með dómarann!
Utaf með dómarann!"
Slík viðbrögð við úrskurði
dómara bera ekki vott um mik-
inn þroska eða skapstillingu. Það
er háttur siðaðra manna áð
leggja deilumál undir úrskurð
óháðs manns eða manna sem
meta málsástæður og rök eftir
fyrirfram settum leikreglum og
komast síðan að rökstuddri nið-
urstöðu.
Óvanir aó tapa
Þetta kom í hugann við að hlusta
á yfirlýsingar Þórarins V. Þórar-
inssonar, framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambands Is-
I fýlu viö dómaraim
lands, í fjölmiðlum eftir að Fé-
Iagsdómur hafði komist að þeirri
niðurstöðu að
verkbannið sem
\annuveitendur
höfðu sett á all-
an fiskiskipaflot-
ann og átti að
hefjast á mánu-
daginn væri
ólöglegt. Þórar-
inn var mjög
ósáttur við að
tapa, sem er
auðvitað bara
mannlegt. Og
fyrstu viðbrögð
hans voru ein-
mitt þessi: „Utaf
með dómarann!"
Hann taldi sem
sagt að vegna
þessa úrskurðar
væri réttast að leggja Félagsdóm
niður!
Félagsdómur hefur starfað um
áratuga skeið; hann var stofnað-
ur með fyrstu lögunum um stétt-
arfélög og
vinnudeilur
árið 1938.
Verkefni hans
er að dæma í
margs konar
deilumálum
sem upp koma
á milli verka-
fólks og at-
vinnurekenda
og samtaka
þeirra. Þessi
sérdómstóll
hefur tekið fyrir
Ijöldan allan af
málum, þar á
meðal fjölmarg-
ar kærur þar
sem ágreining-
ur er um hvort
aðgerðir á borð við verkfall, yfir-
vinnubann eða verkbann séu
ákveðnar og boðaðar með lög-
mætum hætti.
Vinnuveitendur hafa ekki
kvartað mikið undan niðurstöð-
um Félagsdóms fram til þessa.
Þeir hafa einfaldlega ekki haft
sérstaka ástæðu til þess; eru
frekar óvanir að tapa málum á
þeim bæ.
í tímans rás hafa stéttarfélögin
nefnilega orðið mun oftar undir í
Félagsdómi en vinnuveitendur.
Stundum hefur það leitt til
hvassra ummæla verkalýðsfor-
ingja um Félagsdóm; í eina tíð
var hann af sumum kallaður arg-
asti „stéttadómstóll" eða eitthvað
þaðan af verra.
Félagsdómur hefur hins vegar
staðið af sér alla sh'ka storma.
Hins vegar er það spurning hvort
dómstóllinn muni lifa af atlögu
af hálfu Vinnuveitendasam-
bandsins. Það hefur nefnilega
margsannast í íslenskri þjóð-
málabaráttu að það er engan
veginn sama hver er í fýlu.
spuría
svájrao
Er rétt að stórhækka
vanskilavexti?
Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður:
„Þeim er ekki
sjálfrátt. Mér
sýnist þetta sér-
stakur
refsiskattur á
skuldugustu
heimilin í land-
inu og þá sem
eru öryrkjar, at-
vinnulausir og aðra sem erfitt
eiga með að greiða skuldir sínar.
Eg tel þ\ í að þetta gæti orðið rot-
höggið á mörg heimili í landinu.
Að hafa þessa vexti mismunandi
háa, þannig að þeir verst settu
borgi hærri vexti en þeir sem bet-
ur mega sín sýnist mér bara refs-
ing fyrir fátækt."
Elín Sigrim Jónsdóttir
forstöðuniaður Ráðgjafarstofu um
Jjármál heimilanna.
„Eg er satt að
segja mjög
hrædd við þetta
ákvæði. Varð-
andi mikilvægi
samningafrelsis,
eins og talað er
um í frumvarp-
inu, tel ég að
orðið samningafrelsi eigi hér
ekki við. Við vitum að fólk í
greiðsluerfiðleikum hefur ekki
sterka samningastöðu. Mjög al-
gengt er að fólk sem til okkar
kemur sé að borga hámarksvexti
á bankalánum, upp í 14,75%.
Þetta fólk er því í dag að greiða
1,75% dráttarvaxtaálag. En við-
búið er að þetta 10% hámarks-
álag verði nýtt gagnvart þessum
hópi, sem þýðir þá 8% hækkun.
Eg er mjög áhyggjufull yfir þess-
um hugmyndum."
VUhjálmur Egilsson
framkvæmdastjóriVerslunarráðsins.
„Ég er sammála
því að það þurfi
að breyta núver-
andi kerfi, því
núna koma upp
mörg tilfelli
þess að það
beinlínis borgi
sig fyrir skuld-
ara að draga greiðslur. 1 dráttar-
vöxtum þarf að felast nokkurt
álag svo mér finnst ekki óeðlilegt
að þeir hækki eitthvað. En það
tná heldur ekki ganga of langt í
þeim efnum."
Jóhannes Gunnarsson
framkvæmdastjóri Neytendasamtak-
„Samningsstaða
neytenda er afar
veik gagnvart
lánveitendum,
þannig að það
má draga það í
efa hvort rétt sé
að hafa dráttar-
vexti frjálsa.
Neytendur eru almennt illa upp-
lýstir um það að vextir séu ekki
náttúrulögmál og taka það sem
að þeim er rétt í hönkum. Þannig
að nauðsynlegt sé að um ákveðið
hámark sé að ræða. Vanskila-
vextir eru þó aðeins hluti van-
skilakostnaðar og við hljótum að
gera kröfu til þess að neytendur
verði í meira mæli upplýstir um
mismunandi vexti, svo þeir geri
sér gleggri grein fyrir stöðunni."
anna.