Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 2
2 —ÞRIDJUDAGVR 17.FEBRÚAR 1998 FRÉTTIR Hjalti Jónsson, markadsstjóri hjá Nóa-Síriusi, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtaekisins urðu fyrir heldur óskemmtilegri reynslu i Amsterdam fyrir skömmu. Atburðarásin minnti einna helst á mafíumynd þar sem tveir menn koma hlaupandi út úr kaffihúsi með rjúkandi skammbyssur, skjótandi i allar áttir og skilja eftir sig tvö blóðu6g fórnarlömb. mynd: eól Bófaslagur íslenskir viðskiptamenn sjónarvottar að byssubar- daga í Amsterdam: eins og mafmmynd, rnaður lá í blóði sínu og annar með skotsár á handlegg. „Þegar við komum að staðnum þar sem byssumennirnir höfðu komið hlaup- andi út, þá lá einn maður þar í blóði sínu og fólk að stumra yfir honum, öskrandi og kallandi á sjúkrabíl. Þarna á staðnum var annar náungi sem hall- aði sér upp að veggnum með blæðandi handlegg. Sá hafði fengið skot í upp- handlegginn," segir Hjalti Jónsson, markaðsstjóri hjá Nóa-Síríusi. Þannig lýsir Hjalti þeirri sjón sem hlasti við honum og tveimur vinnufé- lögum hans, þeim Finni Geirssyni framkvæmdastjóra og Atla Hafsteins- syni innkaupastjóra, eftir að þeir höfðu séð og heyrt tvo byssumenn koma æð- andi út af kaffihúsi við Leidseplain í Amsterdam í Hollandi fyrir skömmu. Fyrr um daginn höfðu þeir verið í við- skiptaerindum í úthverfi borgarinnar og ætluðu síðan að kíkja aðeins á mannlífið um 10-leytið í kvöldhúminu. Þeir gistu á Park-hóteli sem er í göngu- færi frá torginu sem er einn vinsælasti staður ferðamanna í borginni. Þar er alla jafna múgur og margmenni enda kaffi-og veitingastaðir allt í kring. Tveir byssiunenn Þegar þeir eru í þann veginn að koma að torginu berast þeim til eyrna tor- kennilegir hvellir. I fyrstunni minntu þessir hvellir þá einna helst á það þeg- ar kínverjar eru sprengdir norður á Fróni. Það breyttist hinsvegar Iljótlega þegar það rann upp íýrir þeim að þetta var eitthvað sýnu alvarlegra og hættu- Jegra. „Allt í einu heyrum við fimm, sex hvelli, en sjáum ekkert ennþá. Síðan vitum við ekki fýrr en við sjáum fólk hlaupa í allar áttir, henda sér niður og bak við bíla og tré og öskra. Þá kemur hvítur hávaxinn og þrekinn maður hlaupandi út af einum af þessum kaffi- stöðum með skammbyssu í hendinni og annar áþekkur á eftir sem er líka með byssu. Þeir veifuðu byssunum og skutu í allar áttir. Það var því hending að við vorum ekki í skotlínunni," segir Hjalti. Síðan dreif að bæði lögreglu og vík- ingasveit en sjúkrabíllinn kom ekki fyrr en eftir nokkurn tíma, eða eftir 8-10 mínútur. Lögreglan byrjaði á því að loka svæðinu næst vettvangi, en vík- ingasveitin umkringdi hús í næstu hliðargötu. Mafíulegt „Þetta virkaði svona mafi'ulega á mig,“ segir Hjalti. Hann segist ekki vita nein frekari deili á málsatvikum né hvort Iögreglan hafði náð byssumönnunum vegna þess að þeir náðu ekki að fylgjast með fréttum áður en þeir héldu heim- leiðis morguninn eftir. Aftur á móti sýndist honum af vettvangi að þarna hefði ekki orðið mannsbani. Eftir þessa upplifun dvöldu þremenningarn- ir dágóða stund í nágrenninu og jöfn- uðu sig á þessari óskemmtilegu lífs- reynslu. -GRH Vinstrimenn og félags- hyggjuöfl eru nú svo von- glöð fýrir komandi sveit- arstjómarkosningar að sér í iljamar á sumum í pott- inum. Þannig heyrðist á tal tveggja að enginn gæti bjargað Sjálfstæöisflokkn- um frá afhroöi nema Dav- íð. Hvemig? spurði annar. „Með þvl að rjúfa þing og boða til alþingiskosninga í vor,“ svaraði hinn, sveitarstjórnarkosningar féllu þar með í skuggann og íylgi llokksins á landsvísu færðist yfir á bæjarpólitíkina. Spek- ingar létu sér fátt um finnast, en sagan er góð. Davíð Oddsson. Framsóknarmenn á Akureyri hafa átt ögn erfitt með sjálfsmyndina og uppstillinguna að undan- fömu en nú er búið að tímasetja fmmsýningu listans: um næstu helgi. í Reykjavík tóku sjálf- stæðismenn til þess bragðs að skipta út í nefndum og ráðum til að leyfa nýjum frambjóðend- um í starfskynningu að spreyta sig. En ekki fóra allir út: Hilmar Guölaugs- son situr í ÍTR og lætur ekki bifast, Guörún Zocga er víst ekkert aö biðjast af- sökunar á sér heldur - enda óþarft. Og í pottinum skrafa menn sem óðast um hver verði kallaður í 9. sæti Reykjavíkurlistans. „Verst að ein okkar helsta stuðningskona er upp- tekin,“ sagði einn innanbúðarmaður. Nafni Guðrúnar Péturs skýtur víöa upp. Ekki síst þeg- ar menn voru að rifja upp að þær vom tvær sam- an sem gengu í einhvcrn karlaklúbbinn bér um árið, íýrstar kvenna, lnúi og... Ingibjörg Sólrún! V FRÉTTA VIÐ TALIÐ Rannveig Guð- mundsdóttir fomiaðnr þingflohks jafnaðamiarma. Rannveig Guðmundsdótt- ir telur að taka eigi inn í þingsköp möguleika þing- manna á aðfá dagskrárum- ræðu um áríðandi mál eins og á þingum Norðurland- anna. Utandagskrárumræða skilar árangri — Hvers vegna er verið að taka upp utandagskrúrumræðu á Alþingi, þar sem þær virðast sjaldan eða aldrei skila öðru en pattstöðu eftir mislangar umræður? „Alþingismenn eiga að sjálfsögðu mögu- leika á að leggja fram þingmál. Æskilegt er, þegar mál eru ekki brýn, að þau séu færð í þingbúning, fái málanúmer og séu tekin í röð. Það líður oft langur tími frá því þing- mannamál eru lögð fram þar til þau komast á dagskrá. Fyrir utan hefðbundna dagskrá eiga þingmenn ekki marga möguleika á að taka mál fyrir á þingi. f nágrannaþingunum er til dagskrárliður, þar sem þingmenn geta óskað eftir að ákveðið mál verði tekið á dag- skrá þingsins og fái hefðbundna umræðu og sé dagskrármál að ósk þingmanna eða þing- flokka." - Hefur aldrei komið til tals að þetta form verði tekið upp á Alþingi? „Við höfum rætt um það í umræðum um breytingar á þingsköpum að setja inn eitt- hvað þessu líkt. Sem dæmi má nefna að ef til að mynda þingflokkur jafnaðarmanna myndi óska eftir því við forseta að fá að taka upp umræðu í þinginu um eitthvað ákveðið mál, án þess að setja fram þingmál eins og nú er, eða án þess að eitthvað mjög áríðandi hafi komið upp, sem kallar á utandag- skrárumræðu eins og nú tíðkast, þá á að vera hægt að fá siíkt mál á dagskrá. Þetta tel ég eftirsóknarvert. Margt af því sem við tök- um upp undir liðnum utandagskrárumræða ætti fremur heima í hefðbundinni umræðu á þingi, þar sem væri bara pólitísk umræða um málið. En þar sem slíkur dagskrárliður er ekki til hjá okkur eigum við um tvær Ieið- ir að velja, að setja málið í þingmál eða utandagskrárumræðu. Oftast eru það áríð- andi mál sem tekin eru upp í utandag- skrárumræðu, mál sem Jrola ekki þá löngu bið sem venjulegt þingmál fær alltaf áður en það er tekið á dagskrá." - Manstu til þess að utandagskrárum- ræða hafi skilað árangri? „Já, ég held að ég megi segja að umræða utan dagskrár hafi skilað Jjví að inn í þingið hafi komið þingmál frá ráðherra, með ein- hverjum breytingum. Eg get nefnt utandag- skrárumræðu sem við vorum með í vetur um það hvað ráðherra ætlaði að gera varð- andí óleysta kjarasamninga við sérfræði- lækna. Bent var á að fólk sem Ieitaði til þeirra um þessar mundir þyrfti að greiða mjög háar fjárhæðir, þar sem læknarnir væru komnir úr tengslum við Trygginga- stofnun. Nokkru eftir þessa umræðu Iagði ráðherra fram tillögu þess efnis að setja ákvæði inn í lögin um heimild til að gera upp við fólkið seinna.“ - Þakkar þú þetta utandagskrárumræð- unni? „Eg mun að sjálfsögðu aldrei geta fullyrt um J)að. En í umræddri utandagskrárum- ræðu hreyfðum við brýnu samfélagsmáli og sögðum að taka yrði á því og það hefur nú verið gert. Eg held að þegar vel er skoðað megi finna mörg dæmi þess að utandag- skrárumræða hafi skilað árangri. Eg held að umræða okkar utan dagskrár í dag, um skýrsluna í Steiner-málinu, eigi ef til vill eft- ir að verða til þess að starfsumhverfi fíkni- efnalögreglunnar verði lagfært. Við skulum bíða og sjá.“ -S.OÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.