Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 10
r 10- ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 -Thyur FRÉTTIR Löggan brýnir foreldra Ekki virðast allir forráðamenn virða þær reglur sem gilda um útivist barna, en ábendingar lögreglu eru skýrar. Kolbrjálað veður á Akureyri um helgina. - mynd: bOs Friðsælt á öldur húsum í óveðri Helgin var fremur ró- leg hjá lögreglu og voru rwnlega fjögur hundruð verkefni færð til hókunar sam- kvæmt dagbók lög- reglunnar í Reykjavík 13. til 16. fehrúar. Um helgina voru 11 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og 20 vegna hraðakst- urs. Þá voru höfð afskipti af fleiri ökumönnum vegna ýmissa um- ferðarlagabrota. Um klukkan sex að morgni sunnudags var bifreið sem ekið var suður Ægissíðu ekið á kyrr- stæða bifreið sem stóð í stæði. Við höggið köstuðust þessar bif- reiðar sfðan báðar á tvær aðrar bifreiðar. Alls voru það því sex ökutæki sem skemmdust í óhappinu og eignatjón mikið. Okumaðurinn, 32 ára karlmað- ur, sem óhappinu olli slasaðist í aridliti og hendi en ekki alvar- lega. Hann er grunaður um ölv- un við akstur. Útivist bama Nokkuð var um að lögreglan hefði afskipti af börnum sem voru úti eftir Iögbundinn útivist- artíma. Um helgar eru börnin færð í Athvarf sem lögreglan ásamt Fé- lagsmálastofnun og Iþrótta- og Tómstundaráði reka við Tún- götu. Þangað verða síðan for- eldrar eða forráðamenn að sækja börn sín. í sumum tilvikum eru börnin flutt á nærliggjandi lög- reglustöð. Ekki virðast allir for- ráðamenn virða þær reglur sem gilda fyrir útivist barna, en ábendingar lögreglu eru skýrar. Samhliða auknum hættum sem börn standa frammi fyrir eykst gildi þess að virða útivistarreglur. Það er reynsla Iögreglu að það sé einkum eftir gildandi útivistar- tíma sem börn hafa greiðari að- gang að áfengi og fíkniefnum. Lögreglan hefur sem dæmi haft afskipti af sölumönnum fíkni- efna á stöðum þar sem ung- menni safnast jafnan saman seint á kvöldin um helgar. Mikil- vægt er því að foreldrar virði þær reglur sem í gildi eru. Skemmdarverk í miðbænum Aðfaranótt laugardags var 19 ára piltur handtekinn fyrir að krota á veggi Pósthússins í miðbænum. Hann hafði einnig unnið sam- bærilegar skemmdir á öðrum mannvirkjum í miðborginni. Pilturinn má vænta sekta fyrir þetta brot sitt. Bruni í Herkastalanum Klukkan 21:27 á föstudag var lögreglu tilkynnt um eld í Herkastalanum við Kirkjustræti 2. Þar logaði eldur í línskáp á þriðju hæð og gekk greiðlega að slökkva hann. Mikinn reyk Iagði um húsið og þurfti að reykræsta það. Lðggæsla vegna útfarar Nóbelsskáldsins Lögreglan annaðist gæslu og umferðarstjórn vegna útfarar sem gerð var frá Kristskirkju á laugardag. Nokkrum nærliggj- andi götum var Iokað um tíma á laugardag og þannig útbúin bíla- stæði en mikið fjölmenni var við athöfnina. Meun aka of hratt en ganga hægt uin gleð- innar dyr, segir í dag- hók lögreglunnar á Akureyri. Ef undan er skilið óveðrið sem gekk yfir á laugardaginn var liðin vika tiltölulega tíðindalítil. Að- stæður buðu ekki upp á hraðakstur enda einungis einn kærður fýTÍr of hraðan akstur. Önnur umferðarlagabrot voru einnig í Iágmarki og er það vel og vonandi að það sé ekki bara vegna slæmra aðstæðna heldur ætli menn nú að taka sig á. Mörg umferðaróhöpp stafa af of hröðum akstri miðað við að- stæður og þó einungis einn hafi verið kærður fyrir of hraðan akstur í vikunni þá óku að líkind- um talsvert margir hraðar en að- stæður leyfðu en 21 umferðaró- happ var skráð sem mörg má ein- mitt rekja til of hraðs aksturs miðað við aðstæður. Á miðvikudagsnóttina var lög- reglan beðin að svipast um eftir ungmennum á leið í Mývatns- sveit sem farið var að lengja eft- ir. Þrátt fyrir leit varð lögreglan einskis var og um morguninn kom í ljós að viðkomandi hafði komið fram skömmu eftir að leit- að var til lögreglunnar en láðst hafði að láta hana vita. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107 600 Akureyri sími 462 6900 UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri föstudaginn 20. febrúar 1998 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Grenivellir 14, 3. hæð til vinstri, Ak- ureyri, þingl. eig. Gyða Bárðardóttir, gerðarEréiðendur Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins og Sþarisjóður Bol- ungarvíkur Sandskeið 20, efri hæð og ris, Dal- vík, þingl. eig. Eyvör Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki ís- lands, lögfr.deild. Sýslumaðurinn á Akureyri, 16. febrúar 1998. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Versnandi veður Á föstudagskvöldið fór að versna veðrið á Öxnadalsheiði og lentu þá strax allmargir ökumenn í erf- iðleikum. Félagar úr 4x4 klúbbn- um á Akureyri og bifreið frá Hjálparsveit Skáta á Akureyri voru þá á leið um heiðina og að- stoðuðu þeir fjölda fólks við að komast niður af heiðinni og til byggða en nokkra bíla þurfti að skilja eftir. Á Iaugardagsmorgun var svo komið fárviðri og varð þá í mörgu að snúast. Yfir 300 sím- töl komu á lögreglustöðina frá miðnætti til hádegis. Kallaðar voru út Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitin og aðstoð- uðu þær lögregluna meðan óveðrið gekk yfir. Var mikið að gera við að aðstoða fólk sem nauðsynlega þurfti að komast leiðar sinnar og greiða fyrir um- ferð þar sem hægt var. Fjöldi árekstra varð er bifreiðar skullu saman vegna lítils skyggnis og þannig varð tjón á 15 bílum á Hlíðarbraut við afleggjarann að Hlíðarfjalli en þar var mikill vindstrengur og skyggni nánast ekkert. M.a. var ekið aftan á lög- reglubifreið sem þar stóð með blikkandi bláum Ijósum og mun- aði Iitlu að hún kastaðist á Iög- reglumennina sem þar voru að störfum. Var Hlíðarbrautinni af þessum sökum lokað fyrir allri umferð. Tjón Lítilsháttar tjón varð hér og þar um bæinn, aðallega vegna foks. I Glerárhverfi fauk mótakrossviðs- plata inn um glugga á annarri hæð í fjölbýlishúsi og olli nokkru tjóni. Nokkur börn höfðu verið að leik inni í herberginu en voru nýfarin út er þetta gerðist og má það teljast lán. Þá varð tjón á nokkrum bílum vegna foks og fleiri rúður brotnuðu en hvergi varð teljandi tjón. Eftir hádegi á laugardaginn var sendur björgunarleiðangur upp á Öxnadalsheiði að sækja fólk sem þar hafði hafst við í tveimur bíl- um frá því um nóttina. BíII frá Flugbjörgunarsveitinni og Hjálp- arsveit skáta fóru á staðinn. Ekk- ert amaði að fólkinu og vel gekk að koma þvf til byggða. Helgin var með venjulegu móti. Allmargt fólk var á öldur- húsunum en flestir höguðu sér skikkanlega og engin sérstök mál komu upp. Athugasemd Tekið skal fram vegna fréttaskýr- ingar í miðopnu blaðsins á laug- ardag að myndin sem fylgdi greininni var sviðsett. Það láðist að geta þess í myndatextanum og er beðist velvirðingar á því. Þegar við erum að kljást við vanliðan vegna ofáts, aukakilóa og óreglu I mataræði, erum við ekki að velja það besta sem lifið býður. Og til þess að þora að breyta þurfum við að trúa að við eigum allt það besta skilið. Léttara lí Námskeið fyrir konur sem eru að kljást við vanlíðan vegna ofáts, aukakílóa og óreglu í mataræði. Námskeiðið byggir á jóga, hugmyndafræði OA (Overeaters Anonymous) og persónlegri reynslu af baráttu við ofát. Leiöbeinandi: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, jógakennari. Námskeiðið verður haldið í Menntasmiðju kvenna helgina 20. - 22. febrúar og hefst kl. 20 á föstudagskvöldi. Námskeiðinu verður fylgt eftir með einkatímum helgina 20. - 22. mars. Verð kr. 8.000,- Innifalið: Námskeiðsgögn, einkatími, léttir hádegisverðir báða dagana. Frekari upplýsingar veitir Sigurborg Kr. Hannesdóttir í síma 471 2143, eftir 15. febrúar (best að hringja eftir kl. 21 á kvöldin). Skráning hjá Menntasmiðju kvenna í síma 462 7255 virka daga .frá 9 til 12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.