Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 4
é -ÞRIDJUDAGUR 17.FEBRÚAR 1998 FSÉTTIR Húsnæðisstofnun síyrkir tækninýjimgar Hákon Hákonarson,rormaður húsnæðismálastjórnar, afhenti fyrir helgi fyrir hönd stofnunarinnar styrki til tækninýjunga og námu þeir samtals rúmum f 3 milljónum króna. Allir styrkirnir nema einn voru til framhalds verkefna sem stofnunin hefur áður stutt með fjárfram- lögum. Eina nýja verkefnið var fimm milljóna króna styrkur til stofn- unar Lagnakerfamiðstöðvar íslands, sem ýmsir aðilar standa að. Styrkveitingar þessar hafa verið árvissar um alllangt skeið og er til- gangurinn að stuðla að framfö'rum í húsnæðismálum og tækniþróun í byggingariðnaðí. Veittir hafa verið 79 styrkir að fjárhæð rúmar 70 milljónir króna frá 1994. Hjörtur Magni kaUaður Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur að Utskálum í Gerðahreppi, hefur verið kallaður til Fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík. Hann hefur tekið kölluninni og tekur við embættinu í vor. Séra Hjörtur lauk embættisprófi við guðfræðideild Háskólans 1986 og vígðist til Utskálaprestakalls þá um haustið. Hann stundaði fram- haldsnám m.a. við Edinborgarháskóla með preststörfum og hefur einnig gegnt mörgum trúnaðarstörfum á vegum kirkjunnar. Skógræktin semur við Búnaðarbankann Skógræktarfélag Islands og Búnaðarbankinn hafa undirritað sam- starfssamning um efl- ingu á fræðslu og leið- beiningarstarfi fyrir al- menning um allt land. Eitt af meginmark- miðum skógræktarfélag- anna er að fræða og leiðbeina fólki um skóg- rækt og landgræðslu og hafa mörg félög gert það Fundir skógræktarfélaganna eru öllum opnir og oft af krafti en fjármagn __________fjöimennt.______ hefur oft verið af skorn- um skammti til fram- kvæmda. í tilkynningu frá Skógræktinni segir að stuðningur Búnað- arbankans geri því kleift að gangast fyrir fjölbreyttu starfi fyrir áhuga- samt ræktunarfólk. HeUisheiðarljós og Suðurstrandar- vegur Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga hefur sent frá sér ályktun til sam- göngunefndar Al- þingis þar sem þung áhersla er á það Iögð að tvær stór- framkvæmdir til viðbótar komist inn á þá langtímaáætl- un í vegagerð sem gerð hefur verið til ársins 2010. Annarsvegar ræðir um lýsingu yfir Hellisheiði, sem er bráðnauðsynleg að mati SASS, m.a. með tilliti til aukins umferðarör- yggis. Hinsvegar er SASS að tala um svonefndan Suðurstrandarveg milli Grindavíkur og Þorlákshafnar „... en slíkur vegur myndi hafa stórkostlega þýðingu fyrir atvinnulífið og myndi auk þess skapa mik- ið öryggi t.a.m. í hugsanlegum náttúruhamförum." Inguuu vHl athuga útsvarið „Það á ekki að vera sjálfgert að hafa álögur sveitarfélags í hámarki, en viðbúið er að slíkt sé nauðsynlegt í ört vaxandi sveitarfélagi," sagði Ingunn Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi á Selfossi, á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Hún sagði að álagningarhlutfall útsvars hjá Selfossbæ væri 12,04% - sem gerði það að verkum að allstór hluti íbúa þyrfti að greiða nokkrar upphæðir utan staðgreiðslu. Spurði Ingunn af þessu tilefni hve mikið álagningarhlutfall þyrfti að Iækka til þess að ekki kæmi til álagningar utan staðgreiðslu og í öðru lagi hvað sú lækkun á álagningu hefði í för með sér milda tekjuskerðingu fyrir bæjarsjóð. íslenskir gullgrafarar horfast i augu við lækkandi verð á góðmálminum. Gullverð of lágt fyrir ísland? Forstjóri Iðntækni- stofnunar er bjart- sýnn á að áfram verði rannsákað hvort hægt sé að vinna gull á ís- landi. Únsanhefur lækkað úr 400 í 300 dollara. Verð á gulli hefur verið lágt að undanförnu og hefur það áhrif á áhuga (járfesta á áframhaldandi rannsóknum hvort gull sé vinn- anlegt á Islandi. Búið er að verja stórum upphæðum í rannsóknir og voru tekin sjni víða um land í fyrra. Nú er verið að vinna úr þeim gögnum og er talið að framhaldið skýrist á næstu vik- um. „Það eru enn að koma inn efnagreiningar og þær á eftir að skoða betur. Sýnin hafa farið til Finnlands, Bretlands og Astralíu og það eru vísbendingar um að þetta geti gengið, en enn er of snemmt að spá fyrir um fram- haldið,“ segir Hallgrímur Jónas- son, forstjóri Iðntæknistofunar. Iðntæknistofnun hefur meðal annarra komið að gullleitinni en fjármagnið er allt erlent. Hall- grímur segir ljóst að töluverðu fé hafi verið varið í þessar rann- sóknir og hefur verið nefnt að söfnunarfé nemi allt að 200 milljónum í verkefnið. Áhætta fjárfesta „Þetta er ekki bara spurning um niðurstöður sýnanna heldur er þessa fjár aflað á hlutabréfa- markaði og gullverðið skiptir miklu máli. Hve mikla áhættu eru menn tilbúnir að taka? Gull- verðið náði lágmarki fyrir skömmu en hefur aftur stigið að- eins. Unsan er komin upp fyrir 300 dollara en fór í rúmlega 400 þegar þessar ákvarðanir um leit- ina hér voru teknar. Það kann vel að fara svo að umsvifin verði minni næsta sumar en í fyrra. Eg reikna hins vegar með að menn haldi þessum rannsóknum áfram þótt það verði ekki endi- lega í ár,“ segir Hallgrímur. — bþ Sjukraliðar vilja að á þá sé hlustað Sjukraliðar vilja eng- ar homrekur vera við mótuu heilhrigðis- þjónustunuar. Nefna dæmi um dýran „sparnað". „Heilbrigðisráðherra hefur skip- að nefnd um gerð þjónustu- samninga við heilbrigðisstofnan- ir. Og það sem við erum að fara fram á, er að nefndin hlusti á hugmyndir sjúkraliða ekkert síð- ur en aðrar stéttir varðandi sparnað í heilbrigðiskerfinu," sagði Kristín A. Guðmundsdótt- ir, formaður Sjúkraliðafélagsins. Færðí hún ráðherra ályktun fé- lags- og framkvæmdastjórnar fé- Iagsins þar að lútandi, ásamt norskri úttekt á því hvernig og af hveiju áætlaðar sparnaðarað- gerðir á norsku sjúkrahúsi snér- ust i staðinn upp í stórhækkuð útgjöld og fleiri vandmál. En þær „spamaðaraðgerðir" fólust í því að leggja niður 80 ársverk Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, segir að ákvarðanir sem byggi á þröngum sérhagsmunum tryggi enga sátt um breytingar. sjúkraliða en fjölga í staðinn hjúkrunarfræðingum um nær 40 ársverk. Framtíðarskipulag I ályktuninni er þess krafist að fulltrúar félagsins taki þátt í mótun á því framtíðarskipulagi heilbrigðisþjónustunnar, sem stendur fyrir dyrum í heilbrigðis- ráðuneytinu. „Sjúkraliðar, sem eru ein fjölmennasta heilbrigðis-' stéttin, vilja vekja athygli heil- brigðisráðherra á, að ákvarðanir sem byggja á þröngum sérhags- munum, eru ekki til þess fallnar að tryggja sátt um breytingar." Upplýsandi umræða ætti að verða til þess að forðast flatan niðurskurð stjórnvalda, eins og ítrekað hefur gerst þegar í óefni er komið. Sjúkraliðafélagið væntir þess að heilbrigðisyfirvöld fylgist með þróun þessara mála í grannlönd- unum. Norðmenn, sem átt hafi í hliðstæðum vanda og Islending- ar, ráðast gegn honum, m.a. með frumvarpi að nýjum heildarlög- um um allt heilbrigðiskerfið og Danir hafi þegar gert það. Af skýrslum norskra og danskra heilbrigðisyfirvalda megi ráða að þau hafi talið sjúkrastofnunum sínum um of stýrt af skrifinsku- veldi einstakra hagsmunahópa sem valdi vandamálum milli heilbrigðisstéttanna innbyrðis. - HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.