Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 8
8 - ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 ÞRIDJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 - 9 Dagur. FRETTASKYRING Flokkspólitískaii kosnlngar Við á Degi höfum nú í tæpt ár unnið að stórfelldum breytingum á blaðinu. Askrifendur okkar hafa tekið þeim vel og nú teljum við að tími sé kominn til að sýna þér morgunblað við hasfi. A nsestu vikum og mánuðum* eiga allir sigurdOr SIGURDORS- iBC i SON wlít' á* SKRIFAR Breidjfylkingar félags- hyggjuaflanna búa sig undir sókn um nær allt land í vor. Með auknum verkefnum sveitarstjóma verða kosningamar mun pólitískari en áður, tekist verður á um ein- staklingshyggju og fé- lagshyggju. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor fara fram í breyttu umhverfi frá því sem verið hefur um áratuga skeið. Auk þess hafa risastórir málaflokkar verið færðir yfir til sveitarfélaganna sem breyta munu starfi þeirra sem kosnir verða til ábyrgðarstarfa í sveitar- félögum landsins í vor. Við þessar aðstæður eru A-flokkarnir, Kvennalisti, óháðir og annað fé- lagshyggjufólk að fara í sameigin- legt framboð í öllum stærri sveit- arfélögum landsins, nema Hafn- arfirði, í vor. Þegar allt þetta kem- ur saman er ljóst að við blasir breytt mynd af sveitarfélögum Iandsins og störfum sveitar- stjórnarmanna. SameLniag sveitarfélaga Tvennt er mest áberandi hvað varðar breytingar sem orðið hafa í sveitarfélögum landsins frá síð- ustu kosningum. I fyrsta lagi sameining sveitarfélaga, og þá um leið stækkun þeirra, víða um land. Sameiningin breytir miklu. Oll umsvif verða meiri og verk- efni bæjarfulltrúa aukast um leið til muna. I öðru lagi hafa risavaxin verk- efni færst til sveitarfélaganna. Þar rís hæst færsla grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Við það eitt munu um þrír milljarðar króna færast frá ríki til sveitarfé- laga til umsýslunar. Þessi fjár- upphæð sýnir vel hversu risavaxið verkefnið er. Síðan munu sveitar- félögin taka við málefnum fatl- aðra innan tíðar, sem er annað stórt verkefni sem þau taka til sín. Valdið heim í hérað Fram að þessu hafa sveitarfélögin verið með um fjórðung af opin- berri stjórnsýslu, hitt hefur verið hjá ríkinu. Nú breytist þetta við flutning grunnskólans og mál- efna fatlaðra til sveitarfélaganna. Um leið eykst pólitískt vægi sveit- arfélaganna. Þetta breytir miklu varðandi komandi sveitarstjórnar- kosningar. Abyrgð sveitarstjórnar- manna verður meiri en áður var. „Eg er sammála þessu," segír Guðmundur Oddsson, sem um langt árabil hefur setið sem full- trúi Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. „Ég hef lengi gengið með það í maganum að sveitarfé- lögin verði sterkar stjórnsýsluein- ingar óháðar ríkisvaldinu. Ég vil fá valdið heim í hérað. Alþingi á bara að sjá um lagarammann en síðan eigum við að sjá um fram- kvæmdirnar. Þess vegna horfi ég með velþóknun á þær breytingar sem eru að verða varðandi sveit- arfélögin. Það er bara þroska- merki á sveitarstjórnarmönnum og almenningi út um allt Iand þegar menn átta sig á því að þeim mun stærri sem heildin er því sterkari verður hún,“ segir Guð- mundur. Aukin áhyrgð Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, ásamt Kristjáni Gunnarssyni bæjarfulltrúa, kom á fyrstu samvinnu A-flokkanna í sveitarstjórnarmálum fyrir kom- andi kosningar. Hann nefndi sem dæmi um aukna ábyrgð sveitar- stjórnarmanna byggingu skóla- húsnæðis. Aður en grunnskólinn fluttist til sveitarfélaganna gátu menn, sem andvígir voru bygg- ingu nýs skólahúsnæðis í héraði, látið þar eins og þeir væru þeim samþykkir. Sfðan gátu þeir bak við tjöldin látið stöðva málið í menntamálaráðuneytinu, sem hafði lokaorðið. Það fréttist ekki heim í hérað. Héðan í frá verður þetta ekki lengur hægt. Nú taka menn ákvörðun fyrir framan sveitunga sína og verða að standa við hana. Enginn getur leitað sér skjóls á bak við ríkisvaldið. Jó- hann telur að vegna þessa muni sveitarstjórnarstörf verða mun flokkspólitískari en verið hefur, þótt það verði ekki á sama hátt og í landsmálunum. „Þetta verður meiri togstreita milli félagshyggju og einstakl- ingshyggju. Sveitarstjórnarmenn verða nú að svara þeirri spurn- ingu hvort einstaklingar eigi að reka leikjanámskeiðin, tónlistar- námskeiðin, dagheimilin og aðra skylda þjónustu og menn borgi bara fyrir það hver fyrir sig. Eða vilja menn að sveitarfélagið sjái um þessi mál og að þau séu Jóhann Geirdal: „Þetta verður meiri togstreita milli félagshyggju og ein- staklingshyggju. Sveitarstjórnarmenn verða nú að svara þeirri spurningu hvort einstaklingar eigi að reka þjónustu eða vilja að sveitarfélagið sjái um þessi mál og að þau séu greidd úr sameiginleg- um sjóðum. greidd úr sameiginlegum sjóðum þannig að allir standi jafnir hvað þetta snertir. Það er undir þess- um kringumstæðum sem félags- hyggjufólk er nú að taka höndum saman og standa að sameiginlegu ibúar höfuðborgarsvæðisins von á Degi inn um lúguna, ókeypis í heila viku. Kláradu dæmid með SP-bílaláni Með SP-bílalán inni í myndinni býðst þér lán til allt að 7 ára • 75% lánað til allt að 7 ára í nýjum bíl • Þú ert skráður eigandi að bílnum • Ekkert lokagjald • Mánaðargreiðslur við þitt hæfí • Þú getur endurnýjað bílinn í annan nýjan eða greitt upp lánið hvenær sem er á lánstímanum • Lægri kostnaður ef þú ert í greiðsluþjónustu SP-FJÁRMÖGNUN HF framboði um allt land. Ég á von á því að framboðin verði með svip- aðar áherslur í grundvallaratrið- um um allt Iand. Hins vegar hafa sveitarfélögin sérstöðu. Ég minn- ist þess fyrir kosningar að hafa heyrt til dæmis alþýðubandalags- menn og framsóknarmenn skamma sjálfstæðismenn og krata í meirihluta fyrir skuldastöðuna og í hvað peningarnir hafi farið. Sfðan heyrir maður krata og sjálf- stæðismenn skamma alþýðu- bandalagsmenn og framsóknar- menn, sem eru í meirihiuta í öðru sveitarfélagi, fyrir nákvæmlega það sama. Þetta er pólitísk sér- staða sveitarfélaganna," segir Jó- hann Geirdal. Meiri pólitik Guðmundur Oddsson segist sam- mála þeirri kenningu að sú breyt- ing sem orðið hefur á sveitarfé- lögunum og þau auknu verkefni sem þau hafa og munu taka að sér, muni gera sveitarstjórnarmál- in flokkspólitískari en áður. „Fyrst af öllu held ég að menn vinstra megin við miðju séu Ioks að kveikja á perunni um hina ógnvænlegu stærð Sjálfstásðis- Guðmundur Oddsson: „Það er bara þroskamerki á sveitarstjórnarmönnum og almenningi út um allt land þegar menn átta sig á þvi að þeim mun stærri sem he/ldin erþvísterkari verður hún“ flokksins. Það eina sem getur komið honum undir í baráttunni um völdin er að menn að taki höndum saman. Þetta atriði, auk þess sem stærri og fjárfrekari verkefni eru nú kornin til sveitar- félaganna, verða til þess að pólit- iskar stefnur verða meira áber- andi í sveitarstjórnarmálum en verið hefur. Fyrir fólkið í sveitar- félögunum skiptir það verulegu máli hvort félagshyggjuöflin eru við völd eða Sjálfstæðisflokkur- inn. Það er himinn og haf þarna á milli þegar litið er til félagslegrar þjónustu fyrir fólkið í sveitarfé- laginu. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að byggja götur en þær eru til einskis ef fólkið gleymist," segir Guðmundur Oddsson. Fjölgun menntaðs fólks Oft hefur verið á það bent að skortur á menntuðu fólki standi minni byggðarlögum út um land fyrir þrifum. Ungt fólk fari burt til að mennta sig en komi svo ekki heim aftur. Eftir sitji óskólageng- ið fólk sem ekki ráði við hin flóknu dæmi fjármálalífsins nú til dags. Víða er það þannig, og hef- ur verið nokkuð Iengi, að kennar- ar eru best menntaða fólkið í plássinu. Þeir taka að sér öll op- inber störf og verði því æði valda- miklir víða. Jóhann Geirdal bendir á að stækkun sveitarfélaga eftir sam- einingu bjóði upp á að ráða verði fleira sérmenntað fólk til starfa í stjórnsýsluna en nú er. Hann seg- ir það koma byggðarlögunum til góða á öllum sviðum, ekki bara stjórnsýslulega heldur líka á öðr- um sviðum. Stækkun sveitarfé- Iaga bjóði upp á ýmislegt sem lítil sveitarfélög ráða ekki við. Stækk- unin og aukin verkefni muni koma öllum til góða. Hringurinn lokast Það er íyrir framan þessa breyttu mynd sem félagshyggjufólk ætlar að sameinast í kosningunum í vor. Og svo virðist sem sameiningin ætli að takast um allt land nema í Hafnarfirði. Þar virðist útséð með að af sameiningu verði. Þeir staðir, þar sem ýmist er búið að ákveða félagshyggjufram- boð eða verið er að ganga frá því eru Reykjanesbær, Grindavík, Garðabær, Kópavogur, Reykjavík, Akranes, Rorgarbyggð, Snæfells- bær, Stykkishólmur, Isafjarðar- bær, Bolungarvík, Blönduós, Skagafjörður, Siglufjörður, Olafs- fjörður, Akureyri, Húsavík, Seyð- isfjörður, óskírða sveitarfélagið Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar, Árborg, nýja sveitarfélagið sem áður voru Sel- foss, Eyarbakki, Stokkseyri, Sand- víkurhreppur og loks Hveragerði. Þar með eru upptalin öll stærstu sveitarfélög landsins. Vera má að sameiginlegt framboð félags- hyggjuflokkanna verði líka í minni sveitarfélögunum. Vegmúla 3-108 Reykjavík ■ Simi 588 7200 • Fax 588 7201

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.