Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 6
6-VRIDJVDAGVK 17.FEBRVAR 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aöstodarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRAndgÖtu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritsijori@daour.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Sfmar auglýsingadeildar: cREYKJAVíK)563-1615 Ámundi Ámundason CAKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 creykjavíK) Dýr er Steiner allur í fyrsta lagi Það hefur legið fyrir í áratugi að geigvænlegasta einstaka vandamálið sem steðjar að ungu fólki á vesturlöndum, þar á meðal á Islandi, er sívaxandi fíkniefnaneysla. Harðsvíraðir glæpamenn komast upp með að flytja til landsins og selja hass, amfetamín og önnur hættuleg fíkniefni. Viðurkennt er að mik- ill hluti þeirra efna sem reynt er að smygla til landsins kemst framhjá yfirvöldum, það er tollgæslu og lögreglu, þótt tekist hafi á síðustu árum að hafa hendur í hári nokkurra burðardýra með mikið af fíkniefnum í fóruni sínum. í ööru lagi Barátta yfirvalda gegn fíkniefnavandanum er um margt sorg- arsaga. Um langt skeið var starfandi sérstakur dómstóll í ávana- og fíkniefnamálum. Sá dómstóll var lagður niður við skipulagsbreytingar á kerfinu, enda afar seinvirkur við af- ’greiðslu mála. Skýrsla Atla Gíslasonar, sem gerði sérstaka út- tekt á starfsemi fíkniefnalögreglunnar vegna Steiner-málsins, er dapurleg lesning um handahófskennd vinnubrögð í þessari deild lögreglunnar í Reykjavík og á stundum alvarlegt dóm- greindarleysi þar á bæ. í þriðja lagi Franklín Steiner er orðinn eins konar tákn um misheppnaðar aðgerðir lögreglunnar gegn fíkniefnaglæpamönnum. Stjórn- endur ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar virðast hafa haft barnalega trú á loforðum dæmds glæpamanns um aðstoð við að upplýsa afbrot annarra. Með því dómgreindarleysi hófst margra ára atburðarás sem reynst hefur lögreglunni dýr - kost- að hana mikinn álitshnekki. Auðvitað er nauðsynlegt að kom- ast til botns í því máli öllu og hreinsa andrúmsloftið. Enn mik- ilvægara er þó acð endurreisa traust manna á lögreglunni og getu hennar til að fást við harðsvíraða fíkniefnasala. Lögregl- an ein getur endurheimt slíkt traust með því að gera hreint fyrir sínum dyrum opinberlega og sýna í verki að hún hafi lært af mistökunum. Elías Snæland Jónsson. G-blettnrinn Garri er dálítið útundir sig. Gleypir ekki allt hrátt og fer aldrei að neinu óðslega. Þess vegna sparar hann sér helgar- blað Dags fram eftir kvöldi á sunnudögum og les alltaf síð- ast kynlífspistilinn hennar Halldóru, svona undir svefn- inn til að tryggja góða byrjun á vinnuvikunni. Á mánudags- morgnum er svo Garri kom- inn í stellingar að hugsa um pólitík. Garri roðnar Garri er búinn að vera með böggum hildar. I heila viku reyndi hann að skilja hvað Alþýðu- bandalagið hefði samþykkt í auð- lindagjaldsmálinu. Að vísu samfagnaði Garri skelfing mikið því þegar allir for- sprakkarnir komu í halarófu eftir miðstjórnar- fundinn og lýstu yfir „sigri Al- þýðubandalagsins". Og sumir - en ekki Garri - sem er út- undir sig og gleypir ekld allt hrátt og fer sér að engu óðs- Iega - sumir lýstu yfir sigri for- mannsins líka. En Garri var að leita að því í skjölum, gögn- um, ræðum og yfirlýsingum hvað það væri sem róttæki flokkurinn vildi með auðlindir landsins. Og dettur það svo ekki bara si svona úr lausu lofti: Alþýðubandalagið vill... Ja, það er einmitt það. Það er ekki laust við að Garri roðni. V Skiljanlegur unaður Það sem er svo gott við tillögu Auðlindabandalagsins er að hún þuklar G-blett stjórnmál- anna. Hinn leynda sæluhnúð þar sem allir taugaendar koma saman í einum og veita un- aðshroll uppúr og niðurúr öllu valdi. Þetta sem alla dreymir um en ekki nema ör- fáir finna. Alþýðubandalagið, sem Garri hefur kosið X-G út eitt, alla sína hunds- og kattartíð, fann sinn eigin G- blett. Sjálft G-ið í AuðlindabandalaG- inu. Nú er róttæki flokkurinn samein- ingarflokkur allra flokka. Eða útboðs- flokkur allra flokka, búinn að bjóða út verkefnið „auðlind- irnar og þjóðin", með skiíafresti og áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum tilboðum. Frá Halldóri, Þorsteini, Sighvati... bara helst ekki Margréti sjálfri. Það sem vafðist fyrir Garra og hann skildi ekki fyrr en í fyrrakvöld þegar hann las kynlífspistilinn var þetta: hvað er svona gott við tillöguna? Jú. Sigur Alþýðubandalagsins er fólginn £ því að finna sinn eig- inn G-blett. Unaðs- og sælu- hnúðinn sem sendir straum út í hvern kima og hvern krók stjórnmálanna. Alþýðubanda- Iagið rill stofna Nefnd. GARltl Þreifid og þér munuð finna: G-blettinn i pólitíkinni. JOHANNES SIGURJÓNS SON skrifar Isdansarar Alþtngis Ríkissjónvarpið hefur sjálfsagt ekki í annan tíma miðlað Iands- mönnum jafn miklu magni af þjóðlegu sjónvarpsefni og þessa dagana, þar sem eru endalausar beinar útsendingar af ís og snjó. Reyndar er þetta vetrarríki aust- ur í Japan, enda hefur hingað til ekki þótt áhorfunarvænt að senda út íslenskan ís og snjó uppstyttulaust svo vikum skiptir. Það er notalegt að sitja í upp- hituðum stofum og horfa daginn út og inn á þetta japanska vetrar- ríki og einnig lærdómsríkt. Þarn^ má sjá skíðamenn bruna niður brekkur á ógnarhraða og steypa stömpum í stórhríðum og virðast á köflum heppnir að sleppa lif- andi. En ekki síður er merkilegt að sjá ísfólk allra landa skauta um svellin af slíku listfengi og nákvæmni að undrun sætir. Skautaskóli Listiðja skautadansaranna er slík að jafnvel Þingeyingur treystir sér trauðla til að leika eftir, óæfður. Nákvæmni í hreyfingum er með þeim firnum að reikna verður í brotum úr millimetrum og sekúndubrotabrotum í tíma. Minnstu mistök, t.d. hreyfing vísifingurs sem skeikar um brot úr gráðu, getur vald- ið því að skautadans- arinn skriplar á skötu, pommsar á bossann og glatar þar með dýrmætum stigum. Auga leið gefur að þvílíkri ofurná- kvæmni, svo yfirskil- vitlegri stjórn á líkamanum verð- ur ekki náð nema með þrotlaus- um æfingum og lærdómi árum saman. Þessvegna ætti að sjálfsögðu að koma á fót pólitískum „skautaskóla" fyrir íslenska stjórnmálamenn. Pólitíska svelliö Því hvernig er t.d. undirbúningi íslenskra alþingismanna fyrir þeirra mikilvægu störf háttað í saman- burði við undirbún- ing skautadansaranna fyrir þeirra blæ- brigðaríka rennsli? Hve margir alþingis- menn hafa frá barn- æsku lagt stund á stjórnmálafræði, mælskulist, rökfræði, siðfræði, strærðfræði og fleiri greinar sem mönnum er nauðsyn- legt að hafa á valdi sínu ef þeir vilja verða sæmilega brúklegir ti) þátttöku í stjórnmálum? Hvað margir alþingismenn hafa diplómur og gráður upp á að þeir séu hæfir til þingstarfa í þágu al- þjóðar? Eru íslenskir þingmenn tilbúnir til að keppa á ólympíu- leikum stjórnmálamanna, skauta um á alþjóðlegu pólitísku svelli undir vökulum augum strangra dómara, þar sem minnstu mistök leiða til falls? Nákvæmni og feikileg hæfni skautadansaranna, sem er af- rakstur grtðarlegrar vinnu og sjálfsafneitunar, minnir okkur á að hér á Islandi eru flestir fúskarar að bjástra við eitthvað sem þeir hafa hvorki upplag né undirbúning til að skila af sér með árangri sem nægði til að lenda ofar en í 666. sæti á ólympíuleikum í viðkomandi greinum. Þannig hefur ofanritaður t.d. aungvar gráður eða diplómur sem veita honum réttindi til að starfa sem pistlahöfundur. Og er þar á sama báti og hæstvirtir al- þingismenn og aðrir listamenn þjóðarinnar. Pólitíska svellið. .VMpur Fylgistþú með næturút- sendingum Sjónvarps- insfrá Vetmrólympíu- leikunum íNagano? Ólafur Öm Haraldsson suðiirshautsfari. „Nei, ég met það meira að ná nægum svefni til að geta sinnt þeim verk- efnum sem ég þarf að leysa á dag- • U ínn. Óskar Þór Sigurbjömsson skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði. „Eg hef gert það á köflum en annað tek ég upp og fylgist með þegar tími gefst. Meira og minna hef ég áhuga á öllum keppnis- greinum og einsog aðrir Olafs- firðingar og Islendingar bíð ég spenntur eftir þegar Kristinn Björnsson, gamall nemandi minn, mun keppa í stórsvigi að- faranótt miðvikudags og í svigi næsta Iaugardag. Þá fylgist ég með því hvernig öðrum íslensk- um keppendum vegnar og ánægjulegt var að fylgjast með velgengni Hildar Þorsteinsdóttur í tvíkeppninni í fyrrinótt." Þórinn E. Sveinsson fonn.stjómarVetraríþróttamiðstöðvar íslands á Akureyri. »Tja> ég tékka svona á hvað er á dagskránni og horfi á það stund- arkorn. Horfi á sumt - sleppi öðru en reyni þó að ná öllum úrslitum einstakra liða þessara Ólympíuleika." Sigmar B. Hauksson fjölmiðlamaður. „Nei, ég fer snemma að sofa og vakna alltaf fyrir sjö. Lifi eftir mottó- inu að morg- unstund gefi gull í mund. Mín vetrarí- þrótt eru rjúpnaveiðar og stundum skýt ég skarfa á skerjum og eina og eina önd.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.