Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 5
ÞRIDJUDAGUR 17.FEBRÚAR 1998 - S Víypr FRÉTTIR Borgin svíkur öll loforð Hjálmar Hafliðason , formaður húsfélagsins: Við höfum verið að reka á eftir því hjá borginni að hún efndi það sem lofað var þegar Bólstaðahlfðinni var lokað mynd: hilmar Borgin hefur ekki efnt neitt af því sem hún lofaði íhúum þjónustuíbúða við Bólstaðahlíð þegar SVR hætti akstri um götuna. „Það vantaði ekki að það var heilmiklu lofað hjá borginni (þegar strætisvagnaleið um göt- una var lokað) - en það hefur ekki verið staðið \ið neitt af því, ekki einu sinni að bera sand á svellið hér í kring. Það var hringt þrisvar á föstudaginn til að biðja um sand, en hann kom ekki. Og við höfum lfka verið að hringja núna í morgun, en það bólar ekkert á þeim,“ sagði Haraldur Hafliðason, húsvörður í þjón- ustuíbúðum aldraðra \ið Ból- staðahlíð. Hann hefur þ\í tak- markaða trú á að Reykjavíkur- borg efni önnur loforð sín. Lofað Mta í stétt - fá ekki einu sinni sand „Við höfum verið að reka á eftir því hjá borginni að hún efndi það sem lofað var þegar Ból- staðahlíðinni var lokað og stræt- isvagnarnir hættu að stoppa við húsið, en það gengur ekki neitt,“ sagði Hjálmar Hafliða- son, formaður húsfélagsins. „Það var lofað að hiti yrði settur í gangstéttina alveg út á Háteigs- veg. Einnig var lofað lagfæring- um við Háteigsveginn, bæði að setja skýli sunnan við götuna og gönguljós við gangbrautina yfir hana, því fólk fer svo mikið í verslanirnar í Skipholti 70. En ekkert af þessu er komið,“ sagði Hjálmar. Blaðamanni Dags, sem átti leið þar framhjá á Iaugardag og hrósaði happi yfir að sleppa með heil bein úr þeim mannraunum, lék fonitni á að vita hvort aldr- aðir íbúar hússins væru ekki því sem næst í „stofufangelsi" heima hjá sér. Hættir aldrað fólk sér út úr húsi við slíkar aðstæður? Enginn út á Háteigsveg á svona glæru „Nei, það hættir sér ekki út á svona glæru, nema þá í einhverj- um neyðartilfellum og þá ein- ungis í bíl upp við dyr. Það labb- ar enginn hérna út á Háteigsveg í þessu fær,i“ sagði Haraldur. Auk 66 íbúða fyrir aldraða í Ból- staðahlíðini er rekið þar félags- starf fyrir aldraða, sem koma heiman að frá sér víðs vegar úr borginni. Meirihluti aldraðra eru bíllausir og strætisvagnar því þeirra helsta samgöngutæki. Það til í fyrrasumar stoppaði strætó svo að segja við húshorn- ið, en nú ekur hann einungis um Háteigsveg. Hjálmar og Haraldur voru sammála um að helstu rökin fyr- ir lokun Bólstaðahliðar fyrir um- ferð; mörg slys á börnum, séu hæpin. „Þegar þetta var athug- að reyndist ekkert meira um slys hér en í öðrum hverfum," sagði Hjálmar. Með því að koma fyr- ir upphækkuðum hraðahindrun- um, eins og t.d. á Háteigsvegin- um, sé engin ástæða til að loka Bólstaðahlíðinni fremur en öðr- um götum. -HEI Jafnréttis- námskeið Gertrud Átröm kennir hérlendum grundval/arreglur jafnréttis. mynd: bús' Vegna þessa er stödd hér á landi Gertrud Áström sem stýrir um- fangsmiklu tilraunaverkefni á vegum sænskra sveitarfélaga þar sem jafnréttismál eru samtvinn- uð vinnu að öðrum málaflokk- um undir heitinu samþætting (mainstreaming). Eirikur Bj. Björgvinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrar, segir fyrsta boðorðið í þessari samþættingarvinnu vera að greina ástandið eins og það er og síðan að Ieita leiða til að bæta það. „Við erum að veita almenningi þjónustu fyrir pen- inga skattborgaranna og við megum þ\rí ekld einblína á einn hóp fremur en annan þegar við skoðum starf okkar. Grundvall- aratriðið í samþættingunni er að Iíta ekki á jafnréttið sem sérstak- an þátt við hlið annarra samfé- lagsþátta, heldur sem hluta af stærri heild,“ segir Eiríkur. Gertrud hélt fyrirlestra og átti í gær fundi með forystufólki í bæjarstjórn Akureyrar og for- svarsmönnum íþróttafélaga, fé- lagsmiðstöðva og hverfafélaga á staðnum. I dag mun hún hitta borgarfulltrúa og embættis- menn í Reykjavík. Verkefni Iþrótta- og tómstundráðs Reykjavíkur og Akureyrar er til þriggja ára og er markmiðið að þróa og reyna leiðir og tæki sem stuðla að því að jafnréttissjónar- miða verði gætt við alla vinnu við málaflokka. hh Þríhöfðanefiidin Forystumenn sjómanna og útgerðar gengu á fund svokallaðrar Þríhöfðanefndar i sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Þar kynntu menn sjónarmið sín um verðmyndun sjávarfangs og afnám kvótabrasksins. Nefndin á eins og kunnugt er að skila tillögum til lausnar þessum tveimur erfiðu deilumálum eigi siðar en 15. mars nk. en þá rennur út sá frestur sem sem gerður var á sjó- mannaverkfal/inu. Þeir sem eiga þetta verk fyrir höndum eru þeir Jóhann Sigurjónsson, sendiherra t.v., Árni Kolbeinsson, ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri i forsætis- ráðuneytinu. -grh mynd: e ól Smásagnahöfundar fá tækífærí Dagur og Menor efna enn til smásagnasam- keppni. Síðast bárust 25 sögur. Hin árlega bókmenntasam- keppni Dags og Menningarsam- taka Norðlendinga (Menor) er nú kynnt og almenningur hvatt- ur til að senda smásögur. I fyrra var ljóðasamkeppni, og bárust yfir 90 ljóð. I ár verður smá- sagnasamkeppni og skilafrestur Erlingur Sigurðarson vann til tvennra verðlauna í fyrra í Ijóðasamkeppni Dags og Menor. hér með gefinn til 20. apríl. Olafur Þ. Hallgrímsson á Mæli- felli, aðaldriffjöður Menor, mun kalla saman dómnefnd, en Dag- ur kynna keppnina og hafa milli- göngu um þrenn vegleg bóka- verðlaun. Keppnin er opin lands- mönnum öllum og ber að skila handritum til Dags, Strandgötu 31, eða í Þverholt 14, fyrir 20. apríl. Vinsamlega sendið ekki frumrit þar sem ekki er hægt að ábyrgjast endursendingu á hand- ritum. ALÞINGI Heimasmíði Steingrímur J. Sigfússon spurði í gær Þorstein Páls- son dómsmála- ráðherra að því á Alþingi hvort ekki væri ástæða til að koma skipa- smíðum í land- inu af stað aftur með því að láta smíða varðskipið, sem fyrirhugað er að smíða, hér á landi? Þorsteinn sagði það áhugavert og sjálfsagt að kanna hvort unnt sé að smíða skipið hér á landi. Hjálmar Árnason. Völu boðið heim Hjálmar Árna- son benti í gær á afrek Völu Flosadóttur, heimsmethafa í stangastökki kvenna, og spurði mennta- málaráðherra hvort eitthvað ætti að gera í hennar málum. Sem kunnugt er dvelur hún í Svíþjóð við æfíngar því engin aðstaða er fyrir hana hér á landi. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði að hann hefði ákveðið að bjóða Völu og þjálfara hennar til Iands- ins 3. mars næstkomandi. Þá yrði þeim sýndur ýmis sómi með- an á dvöl þeirra stendur. Ekkert hægt að fuUyrða Friðrik Sophus- son sagði á Al- þingi í gær að ekki væri hægt að fullyrða neitt um það að það endurtæki sig ekki að ríkið innheimti eitt- hvert gjald sem því bæri ekki. Svarið kom við fyrirspurn Guðrúnar Helgadótt- ur vegna skráningarmáls á Vest- fjörðum sem fjármálaráðuneytið tapaði fyrir útgerðarmanni þar vestra, eins og Dagur skýrði frá um helgina. Margir fleiri útgerð- armenn hafa þurft að greiða þetta ólöglega skráningargjald í gegnum árin og spurði Guðrún um endurgreiðslur á gjaldinu. Fjármálaráðherra sagðist ekki vita á þessari stundu hvort greitt yrði lengra aftur í tímann en 2 ár. Hátt ljósleiðara- gjald Hjörleifur Gutt- ormsson hefur lagt fram fyrir- spurn til sam- gönguráðherra um hvað valdi háu ljósleiðara- gjaldi hjá Landssímanum og hvers vegna landsmönnum sé mismunað eftir búsetu að því er varðar gjaldtöku fyrir aðgang að Ijósleiðaranum. Hjörleifur Guttormsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.