Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 12
12- PRIDJVDAGUR 17.FEBRÚAR 1998 ÍÞRÓTTIR „Sjálfstraustið geislar af Völu“ Vala Flosadóttir, stangarstökks- kona úr IR, gerði sér lítið fyrir og bætti heimsmetið í stangarstökki innanhúss um einn sentimetra, þegar hún stökk yfir 4,44 m á sænska meistaramótinu, sem haldið var í Eskilstuna. Vala setti sem kunnugt er heimsmet um síðustu helgi þegar hún stökk 4,42 metra, en það met féll á laugardaginn, þegar Daniela Bar- tova fór yfir 4,43 metra á tékk- lenska meistaramótinu. Tilkynnt var um met Barto\oi í hátalarakerfinu í höllinni í Eskilstuna og Vala sem þegar hafði farið yfir 4,30 metra, ákvað að reyna að ná metinu aftur. Hún lét hækka rána í 4,44 m og fór yfir þá hæð í annarri tilraun. Stórkostlegt „Það var stórkostlegt að sjá til Völu á mótinu. Eftir að tilkynnt var um heimsmet frá Bartovu, þá taldi ég ekki miklar líkur á að Vala mundi bæta það, en annað kom á daginn og þetta afrek sýn- ir best keppnishörku hennar," sagði Vésteinn Hafsteinsson, verkefnisstjóri íslenska frjálsí- þróttalandsliðsins, og bætti því við að hún ætti að geta gert bet- ur. „Það kæmi mér ekki á óvart þó metið mundi falla á næstunni og reyndar mundi ég segja að það kæmi á óvart, ef það gerðist ekki. Framfarir Völu hafa verið ótrú- legar síðan í janúar. Hún hleypur miklu hraðar og betur en áður, tæknin er orðin mjög góð og svo má ekki gleyma því að hún geisl- ar af sjálfstrausti og það hjálpar óneitanlega til,“ sagði Vésteinn. Þess má geta að Vala mun taka þátt í tveimur innanhússmótum til viðbótar í vetur. Það er annars vegar Evrópumeistaramótið í Val- encia á Spáni um aðra helgi og síðan á danska meistaramótinu, sem fram fer í Malmö í Svíþjóð, helgina 7.-8. næsta mánaðar. Þórey Edda Elíasdóttir úr FH tók einnig þátt í stangarstökkinu og fór yfir 3,88 metra og átti góða tilraun við 4,03 metra. Danska stúlkan Marie Rassmus- sen fór yfir þá hæð og nældi í silf- urverðlaunin og það komst því enginn heimamaður á pall í þess- ari grein. Einar Karl Hjartarson keppti í hástökki á mótinu, en var langt frá sínu besta. Ilann setti sem kunnugt er nýtt Islandsmet, 2,16 metra, en náði aðeins að fara yfir 2,03 metra. Einar átti þokkalega tilraun \dð 2,08 metra, en náði ekki að komast yfir þá hæð. “Það er alltaf erfitt að keppa erlendis og vera einn af mörgum. Einar var óheppinn að fara ekki yfir 2,08 metra, en hann á vonandi eftir að læra af þessu móti,“ sagði Vésteinn. Vala Flosadóttir, sem hélt upp á tvítugsafmæli sitt í gær, hefur sýnt stórstígar fram- farir í vetur og setti á iaugardaginn nýtt heimsmet. Afturelding vaiut Markalaust á Highbury Duranona óstöðvandi Róbert Julian Duranona, Ieikmaður Eisenach, reyndist gamla þjálfar- anum sínum, Alfreð Gísla- syni, erfiður ljár í þúfu á sunnudaginn, þegar liðin átt- ust við í Eisenach. Leikmenn Hameln fundu engin ráð til að stöðva Róbert Julian, sem skor- aði tíu mörk í leiknum, úr aðeins þrettán skottilraunum. Eisenaclt hefur verið á miklu skriði á und- anförnum vikum og fallbaráttan heyrir sögunni til. Það sama er ekki hægt að segja um Hameln, sem orðið hefur fyrir þungum áföllum. Skemmst er að minnast þess að liðið tapaði þremur stig- um þegar Rheinhausen dró lið sitt úr keppninni um siðustu ára- mót og síðan missti liðið fjögur stig til viðbótar, vegna þátttöku Finns Jóhannssonar. Patrekur Jóhannesson og Róbert Sig- hvatsson stóðu báðir íyrir sínu þegar lið þeirra, Tusem Essen og Bayer Dormagen, áttust við á heimavelli síðarnefnda liðsins. Báðir skoruðu sex mörk í leikn- um en lið Patreks hafði betur, 19:22. Wuppertal mátti þola sex marka tap á útivelli fyrir Gross- valdstadt, þar sem Ólafur Stef- ánsson skoraði þrjú mörk og Geir Sveinsson eitt. Úrslit í öðrum leikjum um helgina urðu þessi: TBV Lemgo-GWD Minden 27:20 Nettelstedt-Flensburg 26:23 Wallau Massenh.-Gummersb. 29:27 Kiel-Magdeburg 30:20 Staðan er þessi: THW Kiel 22 597:510 37 TBV Lemgo . 21 552:482 32 TuS Nettelstedt 20 551:526 24 SC Magdeburg 20 509:502 24 Niederw^rzbach 20 506:485 23 SG Flensburg 20 519:510 22 Wal. Massenheim 21 523:508 22 Groþvvallstadt 20 507:501 21 GWD Minden 21 523:511 21 ThSV Eisenach 21 506:550 19 HSG Wuppertal 21 522:523 18 TUSEM Essen 20 455:494 16 VfL Gummersbach 21 500:543 12 Bayer Dormagen 20 452:513 9 SG Hameln 20 469:533 8 UMFA með langbesta liðið í deildinni. Afturelding lagði KA í toppslag I. deildarinnar í handknattleik á Akureyri, 22:27, á sunnudags- kvöld. Lið UMFA er án efa það sterkasta á Iandinu í dag og erfitt að finna veikan blett á því. Berg- sveinn Bergsveinsson var frábær í markinu og varði alls 20 skot. Páll Þórólfsson, sem er einn besti hornamaður Iandsins um þessar mundir, var markahæstur í liði gestanna með 8 mörk. „Þetta var harður leikur en við höfðum það samt sem áður af og sigurinn er sætur,“ sagði Berg- sveinn að Ieik loknum. KA-liðið náði ekki að sýna sitt rétta andlit í þessum leik og voru þeir klaufar á ýmsum sviðum, klikkuðu m.a. á þremur Htaköst- um og í þrígang náðu þeir ekki að nýta sér það að vera tveimur leikmönnum fleiri. Leó Örn meiddist snemma í fyrri hálfleik og við það veiktist vörn heima- manna mikið. KA á þó hrós skil- ið fyrir að berjast allan tímann en því miður var það ekki nóg í þetta sinn. Sigtryggur stóð sig mjög vel í markinu og Sverrir Björnsson átti einnig góðan dag. Það verður einnig að geta þess að fyrirliði KA, Jóhann Gunnar, er meiddur og Iék ekki með og munar um minna. Met hjá Fram Fram skaust í annað sætið með góðum sigri á Haukum. Þar með hafa Framarar unnið 9 heima- leiki í röð og er það met. Sigurð- ur Sveinsson, þjálfari og leik- maður HK, heldur áfram að spila glimrandi vel og á sunnudag leiddi hann HK til sigurs gegn ÍR, 27:22. Stjarnan lagði Víking, 25:24, í Garðabæ. Þar með færðust Vík- ingar skrefi nær 2. deildinni en Stjarnan er í harðri baráttu við HK um sæti í úrslitakeppninni. Valdimar Grímsson skoraði 10 mörk fyrir heimamenn en Rögn- valdur Johnsen skoraði 8 íyrir Víking. Lið IBV kann vel við sig í Hafnarfirði og á sunnudag unnu þeir FH í Kaplakrika, 24:26. Sig- mar Þröstur Óskarsson var lang- besti Ieikmaður vallarins, varði 19 skot og skoraði 1 mark. Að Iokum tapaði Breiðablik fyrir Val, 32:20, og kom það fáum á óvart. -JJ Staðan í deildinni eftir leiki sunnudagsins: UMFA 16 12 0 4 417:374 24 Fram 16 11 0 5 418:385 22 KA 15 9 3 3 423:363 21 FH 17 9 3 5 451:416 21 Valur 16 9 3 4 392:364 21 Ilaukar 17 9 2 6 467:445 20 ÍBV 17 8 2 7 483:457 18 Stjarnan 16 8 0 8 414:409 16 HK 17 7 2 8 430:421 16 ÍR 17 5 2 10 413:439 12 Víkingur 16 3 1 12 381:428 7 Breiðablik 18 0 0 18 396:584 0 Það eru nokkuð marg- ir leikir sem þarf að endurtaka eftir bikar- leiki helgarinnar. Það voru nokkrir hörkuleikir í 5. umferð Ensku bikarkeppninnar. Lið C. Palace mætti á Highbury og bjuggust flestir við auðveldum sigri Arsenal. Hermann Hreið- arsson tók hins vegar Dennis Bergkamp úr umferð og sjón- varpsstöðin SKY valdi Hermann mann leiksins. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli og þurfa lið- in því að leika aftur á heimavelli Palace. Barnsley og Manchester United verða að endurtaka sinn leik en nú á heimavelli Barnsley. Gestirnir komust yfir í Ieiknum á sunnudag eftir hreint út sagt fáránleg mistök Peter Scmeichel, markvarðar United. Fleimamenn voru hins vegar fljótir að jafna og þar við sat. Barnsley átti hins vegar að fá vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru til leiksloka þegar Gary Neville braut klaufalega af sér inn í vítateig. Lið West Ham og Blackburn verða einnig að taka á því aftur en liðin gerðu 2:2 jafntefli á Upton Park í Lundúnum. Leik- menn Blackburn voru einum manni færri frá 33. mínútu er Kevin Gallacher fékk að sjá reisupassann. West Ham leiddi 2:1 í hálfleik en Chris Sutton, sem er ósáttur við að vera ekki í enska landsliðinu jafnaði metin og lið mætast því aftur á heima- velli Blackburn. „Við komum ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og ég er stolltur af þeim 10 leik- mönnum sem kláruðu leikinn,'1 sagði Roy Hodgson, stjóri Black- burn, eftir leikinn. Gordon Strachan og strákarnir hans í Coventry brutu blað í sögu félagsins er þeir unnu sinn fyrsta sigur á Villa Park og sendu Stan Collymore og félaga út úr bikarkeppninni. Þetta var 27. leikurinn sem liðin spila á Villa Park og því var kominn tími á sigur Coventry. Collymore hins vegar hel’ur byrjað inn á í 30 Ieikjum hjá Villa og skorað 5 mörk. Klúbburinn borgaði 7 milljónir sterlingsjrunda fyrir þennan leikmann og því eru mörkin hans Collymore ansi dýr! Wimbledon verður að spila aftur við 1. deildar lið Wolves og litlu munaði að Leeds og Birmingham þyrftu að mætast aftur. Jimmy Hasselbaink skor- aði hins vegar sigurmark Leeds á síðustu mínútunni og Leeds er því komið í 8-liða úrslit. Shef- field United er einnig komið áfram í keppninni eftir sigur á Reading. Það var dregið í átta liða úrslit í keppninni og eftirfarandi lið mætast: Arsenal/C. Palace- WestHam/Blackburn Coventry - Sheff.United Leeds - Wimbledon/Wolves Newcastle - Man.Utd/Barnsley Owen með þrennu Það voru þrír Ieikir f ensku úr- valsdeildinni á laugardaginn og þar bar hæst þrenna Michael Owen í 3:3 jafntefli Liverpool gegn Sheffield Wednesday. Þetta er fyrsta þrenna Owen á hans stutta ferli en flestir eru nú viss- ir um það að ekki er þetta sú síð- asta. „Hann skoraði 3 en hefði hæglega getað bætt tveimur við,“ sagði Roy Evans eftir leikinn. I hinum Iéikjunum gerði Tottenham 1:1 jafntefli gegn Leicester á heimavelli en Derby vann góðan útisigur, 1:2, á Everton. - JJ Róbert Jul/an Duranona.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.