Dagur - 21.02.1998, Síða 11

Dagur - 21.02.1998, Síða 11
LAUGARDAGUR 21.FEBRÚAR 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Airnan reynir tíl þrautar Úrslitatilraim verður gerð nú um helgiua til að ná fram frið- samlegri lausn á deil- unni við írak. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flaug í gær til Bagdað frá París og mun hann um helgina ræða við Saddam Hussein, forseta Iraks. Skömmu áður en Annan kom til íraks fluttu Sameinuðu þjóðirn- ar 30 starfsmenn sína á brott frá landinu. í París, skömmu fyrir brottför sína, sagðist Annan hafa góðar vonir um að Saddam Hussein fallist á lausn deilunnar þannig að ekki þurfi að koma til hernað- arárásar á írak. BiII Clinton, for- seti Bandaríkjanna, lýsti því hins vegar yfir að Bandaríkjamenn væru staðráðnir í að gera árásir á írak ef Annan tækist ekki að ná fram Iausn. Bandarískir embætt- ismenn sögðust þó bjartsýnni en undanfarna daga á að friðsamleg lausn kunni að vera í sjónmáli. Talsmaður SÞ í New York sagði að Annan hefði fengið afar „jákvæð merki“ frá stjórnvöldum í Bagdað áður en hann flaug af stað til íraks. Að sögn rússnesku fréttastofunnar Itar-Tass hafa írakar fallist á að vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna skoði alla hernaðarlega staði, þar á meðal svonefndar forsetahallir. Ramadan, aðstoðarforsætisráð- herra íraks, segir stjórnvöld þar vera reiðubúin til fullrar sam- vinnu við Annan og uppfylla all- ar kröfur Sameinuðu þjóðanna. „Ég heid að við getum náð samkomulagi sem Oryggisráðið getur samþykkt án nokkurra vandkvæða,“ sagði Annan. Fylgdarlið með eftirlits- hópum Talið er að Annan leggi fyrir Hussein tilboð sem felur í sér að írak verði að fara að skilmálum Sameinuðu þjóðanna og sýna vopnaeftirlitsnefndunum fulla samvinnu, sem þýðir að þeim verði frjálst að fara hvert sem er um landið. Hussein verði hins vegar boðið að semja um breytt fyrirkomulag á eftirliti á svo- nefndum forsetasvæðum og sér- stakir stjórnarerindrekar frá ríkj- um sem eiga fastasæti í Öryggis- ráðinu verði í fylgd með eftirlits- nefndunum þegar farið er inn á forsetasvæðin. Tveir sjálfstæðir sérfræðinga- hópar tóku nú í vikunni undir fullyrðingar Sameinuðu þjóð- anna að Irakar kynnu að vera með Ieynilegar birgðir af efna- vopnum og hafi ekki orðið við kröfum um að gera opinber öll gögn um gjöreyðingarvopn sín. Sérfræðingarnir eru frá níu ríkjum, en þeir komust að þess- ari niðurstöðu eftir að hafa setið fundi í Bagdað fyrr í mánuðinum að beiðni íröksku ríkisstjórnar- innar. Svo virðist sem íröksk stjórnvöld hafi vonast til þess að sérfræðingahóparnir tækju undir fullyrðingar sínar um að öll efna- vopn og skotflaugar hafi verið eyðilagðar. Þess í stað benda niðurstöður sérfræðinganna til þess að langt sé í að eftirlitsstarfi og útrým- ingu írakskra gjöreyðingarvopna sé lokið. Elskulegur sambýlismaður minn JAKOB PÁLMASON Gilsbakkavegi 3 andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudagskvöldið 19. febrúar. Friðrika Gestsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar MAGNÚSAFt HREINS JÓHANNSSONAR frá Kúskerpi, Skagafirði. Sigurlína Magnúsdóttir, Jóhann Lúðvíksson, Elísabet Valgerður Magnúsdóttir, Jóhann Birgir Magnússon, Magnús Bragi Magnússon, Steingrímur Magnússon, Halldóra Magnúsdóttir, Þorgils Magnússon, Ólafur Björnsson, systkini, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar GUÐRÚN ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR lést á Dvalarheimilinu Hlíð að kvöldi miðvikudags 18. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Óli Helgi Sæmundsson. HEIMURINN íranar gagnrýna tvískinnung Vestur- landa IRAN - Rafansjaní, fyrrverandi forseti írans, gagnrýndi í gær Vestur- lönd fyrir ttdskinnung gagnvart Irak og sagði þau að hluta til bera ábyrgð á þeirri hættu sem stafar af efnavopnum íraka. Þær birgðir efnavopna, sem Vesturlönd væru nú að reyna að eyða, hefðu upphaf- lega komið frá Vesturlöndunum sjálfum. Bæði Bandaríkin, Bretland, Frakldand og Þýskaland hefðu ekki aðeins afhent írökum þau efni sem til þarf í vopnin, heldur einnig þá þekkingu sem þarf til að búa þau til og nota, sagði Rafansjaní. Airnar stór jarðskjálfti í Afganistan AFGANISTAN - Gríðarmikill jarðskjálfti, sem mældist sjö stig á Richterkvarða, reið í gær yfir í norðurhluta Afganistans, aðeins rúm- um tveimur vikum eftir að mikill jarðskjálfti varð á sömu slóðum með þeim afleiðingum að 4.000 manns létust og fjölmargir misstu heim- ili sín. Erfiðar aðstæður hafa gert björgunarfólki erfitt fyrir. Ekki var vitað hve margir hefðu látið lífið eða orðið fyrir tjóni í gær. Russneska þingið staðfesti mannrétt- indasáttmála RUSSLAND - Rússneska Dúman, neðri deild þingsins, staðfesti í gær með yfirgnæfandi meirihluta mannréttindasáttmála Evrópu. Sömuleiðis staðfesti Dúman samning gegn pyntingum, sem gerir kleift að farnar verði eftirlitsferðir á lögreglustöðvar, fangelsi og geð- sjúkrahús til að kanna hvort þar sé farið með fólk á mannsæmandi hátt. í Bæjarsjónvarpinu laugardag kl.5 1> NÓI SÍRÍUS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.