Dagur - 04.03.1998, Page 2
18-MIÐVIKUDAGUR 4.MARS 1998
LÍFIÐ í LANDINV
Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri
og Þverholti 14 • 105 Reykjavík
Símiun hjá lesendaþjónustiumi:
513 1121 netfang: ritstjori@dagur.
Símhréf: 460 6171 eða SS16270
6,026,
is
Ábyrgð
dýrahaldara
„ibúar sveitarfé/aganna fá að kjósa um sameiningu, samhiiða sveitarstjórnarkosningunum nú í vor en áður mun fara fram ítarieg
kynning bæði með útgáfu á upplýsingabæklingi og kynningarfundum, “ segir Sigurður Ingi Jóhannsson m.a. Myndin er frá
Hlíðarlaug í Biskupstungum.
AJlt er í heim-
inum hverfult
Þetta gerðist í október síðastlið-
ið haust. Eg var að koma frá
Syðri-Bægisá. Eg var í bíl með
Rögnu og Tona. ... Þar sem við
erum komin inn undir bæjar-
mörk Akureyrar og Glæsibæjar-
hrepps þar sem Byggingarvöru-
verslun KEA er á vinstri hönd
og á þá hægri nokkurt þéttbýli,
(aðeins íbúðarhús, ekki bænda-
býli), veit ég ekki fyrr til en bíll-
inn hendist eldsnöggt til, út á
vinstri kant, svo jafn snöggt aft-
ur til hægri. Heljar mikið högg
kemur á bílinn. Ragna kloss-
bremsar og stoppar á hægra
kanti. Hún hrópar: „Það hljóp
hundur yfir veginn þvert fyrir
framan bílinn. Nú hef ég
stórslasað blessaða skepnuna."
RiIIinii stórskemmdur
Þau hjónin Ragna og Toni flýta
sér út úr bílnum. Mér verður Iit-
ið út um hliðarrúðuna og sé hvar
hundur er að fara niður af vegin-
um. Þau fylgja honum eftir en
tapa honum fljótt út í myrkrið. ...
Vegalögreglan kom á staðinn.
Þeir skimuðu eftir hundinum í
allar áttir en ekki sást hundur-
inn. ... Lögreglan gerir skýrslu og
Ioks er þetta búið. Farið var með
bílinn á verkstæði. Eg spurði:
„Hvað er að bílnum, er hann ekki
ökufær?"
„Nei,“ svaraði Ragna „hann er
allur brotinn. Stuðarinn, vatns-
kassinn og ljósin, allt í klessu.“
Þetta var lyginni líkast. Einn
hundur hefur valdið þessum
ósköpum. „Hvað nú?“ spyr ég,
hver er tryggingin fyrir svona
tjóni?
„Engin," segir Ragna, „þetta
er ótryggður hundur. Hann er úr
einu húsanna vestan vegarins."
Er þetta hægt? Hundurinn
gengur laus, ótryggður stofu-
hundur hér í þéttbýlinu, um-
ferðin er ógurleg þarna, mikil
frammúrkeyrsla og oft ólöglegur
hraði. Hvað nú ef þarna hefði
orðið stórslys af fyrrnefndum or-
sökum, ef bílar hefðu komið úr
báðum áttum? Eg spyr: Er þetta
hægt. Er þetta eins og það á að
vera? Ragna fékk bílinn sinn
lagaðan að mestu eftir nokkrar
vikur og síðan reikning upp á
40.000,- kr. AHan þennan tíma
varð hún að útvega sér bíl til
þess fyrst og fremst að koma
sjúklingum sínum, sem reyndar
voru tveir, til og frá spítala og út
á Bjarg einnig. Svo þurfa víst öll
heimili einhverja aðdrætti. Hef-
ur þetta kostað þetta heimili
mikið, fyrir utan áhyggjur og
erfiðleika. Er þetta réttlætan-
Iegt? Væri ekki hægt að koma í
veg fyrir að atburður sem þessi
þurfi að koma fyrir. Hundurinn
re)mdist til allrar lukku ómeidd-
ur að sögn eigandans.
Margrét H. Lútliersdóttir.
Við lifum á
miklum breyt-
ingatímum.
Ekkert er eins
og í gær og
við getum
bara giskað á
hvað morgun-
dagurinn ber í
skauti sér. AIl-
ir mögulegir
sem ómögulegir hlutir eru nú í
endurskoðun einhverra hluta
vegna. I mörg ár og áratugi
ríkti nokkuð stöðugt ástand
sem kalda stríðið ól af sér.
Rússar voru öðrumegin, Kanar
hinumegin. Vinstri var vinstri
og hægri var hægri. Berlínar-
múrinn var hinn sýnilegi múr
sem sldpti fólki í fylkingar. All-
ur heimurinn tók þátt í þessu,
stöðugleikinn fólst í ógnarjafn-
væginu i vopnaeign risaveld-
anna. Islensk pólitík byggðist
jafnvel á þessu. I daglegu Iífi
fólks kom þetta hvarvetna
fram, meira að segja hér í
sveitinni minni, Hrunamanna-
hreppi. Ekki svo að skilja að
fólk hefði miklar áhyggjur af
ógnarjafnvæginu, ekki svona
dags daglega. Hinsvegar var
þessi góði stöðugleiki. AUar lík-
ur voru á að morgundagurinn
væri gærdeginum afar líkur.
Svo gerist þessi ægilegi at-
burður; almenningur í Evrópu
og víðar brýst fram og heimtar
réttlæti og frelsi, Berlínarmúr-
inn fellur. GrundvöIIur pólitík-
ur brostinn, stöðugleikinn
horfinn, líka á Islandi. Síðan
hefur allt verið að breytast, Iíka
á Islandi. Fall múra hvarvetna
og upplýsingaöldin hefur
minnkað heiminn, fært ólíka
hópa nær hverjum öðrum, líka
á Islandi.
Samslarí og sameming
En fleira hefur fylgt í kjölfarið
á smærri heimi. Samkeppni
hefur aukist gríðarlega, sam-
keppnin um markaði, atvinnu
og fólk. Að því leyti eru erfiðari
og harðari tímar nú en voru í
„ógnar stöðugleikanum". Silki-
húfudagarnir eru horfnir, blá-
kaldur veruleikinn er harður og
samkeppni er lausnarorðið
hvort sem okkur líkar betur
eða verr. Samkeppnin Ieiðir til
þess að Ijárhagslega hagkvæm-
ustu leiðirnar eru farnar. Það
hefur leitt til verulegra breyt-
inga á högum og lífi einstak-
linga, fyrirtækja, sveitarfélaga
og ríkja. Við þessu bregðast
menn með auknu samstarfi
fólks og hagsmunafélaga
þeirra, samruna fyrirtækja,
sameiningu sveitarfélaga og
jafnvel ríkja eins og Evrópu-
sambandið sýnir og sannar.
Eins og við þekkjum hefur
þessi sameiningarbylting vaðið
yfir Island síðustu misserin. I
öllum geirum samfélagsins er
sameinað; fyrirtæki stækka,
hagsmunafélög slá saman og
nú skellur sameiningarbylgja
yfir sveitarfélögin. Sumir telja
að þetta sé stærsta múgsefjun
Islandssögunnar, aðrir bráð-
nauðsynlega aðgerð, löngu
tímabæra.
MiMl yfirbygging
I raun á hvorugt við. Múgsefj-
un er það minnsta kosti ekki
og sveitarfélögin munu ekki
leggja upp laupana þó þau
sameinist ekki, allavega ekki
strax. Hinsvegar erum við Is-
lendingar ekki nema u.þ.b..
270 þús. og fyrir nokkrum
árum var fjöldi sveitarfélaga
rúmlega 200. Yfir þessum 270
þúsundum eru tvö stjórnsýslu-
stig, ríkisvaldið og meira en
200 sveitarstjórar/oddvitar. I
þessum sveitarstjórnum hafa
setið u.þ.b. 1.200 manns. Með
öllum nefndum, má giska á, að
á stjórnsýslustigi sveitarfélaga
hafi starfað u.þ.b. 8 -10 þús-
und manns!! Þetta myndi kall-
ast of mikil yfirbygging í at-
vinnulífinu og kalla á endur-
skoðun.
Það hefur einmitt verið að
gerast um allt land og við hér í
uppsveitum Arnessýslu erum
þessa dagana að skoða kosti og
galla við slíka sameiningu. Ibú-
ar sveitarfélaganna fá að kjósa
um sameiningu, samhliða
sveitarstjórnarkosningunum nú
í vor en áður mun fara fram ít-
arleg kynning bæði með útgáfu
á upplýsingabæklingi og kynn-
ingarfundum.
Ögrandi og skapandi
Mörgum finnst að allar þessar
breytingar séu af hinu slæma
því áður fyrr hafi hlutirnir ver-
ið góðir og stöðugir. Þeir segja,
að við vitum hvað við höfum
en að við vitum ekki hvað við
fáum. Eftir byltingarnar og
umrótið sem við minntumst á í
upphafi er þetta ekki lengur
svona einfalt. Upplýsingabylt-
ingin gerir það að verkum að
allar breytingar og straumar
berast sífellt hraðar og hraðar
um heimsbyggðina alla og kalla
á fljótvirkari og faglegri vinnu-
brögð en núverandi Iitlar sveit-
arstjórnir ráða við með góðu
móti. I raun vitum við ákaflega
lítið hvað framtíðin ber í
skauti sér hvort sem við sam-
einumst eður ei. Það eina sem
við eigum víst er óvissan.
Ekki þýðir að gefast upp og
segja að allt sé slæmt og breyt-
ingar af hinu illa. Breytinga-
tímar eru ögrandi og skapandi.
I breytingum felast áskoranir
um að fá og geta tekið þátt í að
móta framtíðina, þína eigin
framtíð og barnanna þinna.
Þitt er valið!
„Hvað nú efþarna hefði orðið stórslys? Erþetta hægt. Er þetta eins og það á að vera?“
spyr Margrét H. Lúthersdóttir i bréfi sinu.
Óþolandi hvað það er kalt í nýju strætisvögnunum hjá
Almenningsvögnum. Á morgnana þegar farþegi sest í
gluggasæti þá blæs á hann ískalt loft úr Ioftræstikerf-
r inu í vagninum svo að hann er orðinn jökulfrosinn
eftir 20-25 mínútna hreyfingarlausa setu úr Hafnar-
firði niður í miðbæ Reykjavíkur. Annað hvort kunna vagnstjór-
amir ekki á Ioftræstikerfið í þessum vögnum eða vagnarnir eru
ekki jafn fínir og þeir eiga að heita!
jPk Enn og aftur skal kvartað yfir því að sjónvarpið láti
kúga sig og vari við ofbeldismyndum en sýni hiksta-
r laust sprautumyndir án viðvörunar. Það óhugnanleg-
asta sem til er er að horfa upp á fólk, oftast fíkla, sprauta sig í
handlegginn eða annars staðar. Slík mynd, alltaf sama myndin,
hefur margítrekað verið sýnd í sjónvarpinu að undanförnu. Vér
heimtum jafnstöðu og krefjumst þess að varað sé við sprautu-
myndum í sjónvarpi.
Sigurðup Ingi
Jóhannsson
skrifar