Dagur - 04.03.1998, Page 3

Dagur - 04.03.1998, Page 3
MIÐVIKVDAGUR 4.MARS 1998 - 19 DINU Af f unnlensk- un draugum Bitmýs- lirfan gefur gott - Sæll Bjarni. Ég þessa dagana að v: og forynjur á Suði „Jú, það er rétt. fjölskyldunni úti í i dunda mér við að drauga, forynjur, n og slíkt í huga. Æt lenskt draugakort ú - Hverjir eru 1' landi? „Fyrst get ég nt: Skerflóðsmóri, Mó’ draugurinn leika la er ein frægasta ál Markarfljóti og að ekki síst get ég nefn fram að Hestvatni í sig og hafa sést alv ingjar mínir í Biski tti að sunnan að þú sért a að gerð korts um drauga trdi... hef í vetur haft setu með landi og þar hef ég verið að aða í þjóðsagnaritum, með a, skrírmsli, álfa, huldufólk ún er að gefa bók og sunn- næsta ári.“ tu draugastaðir á Suður- nefnt Eyrarbakka, þar sem úsaskotta og Mundakots- um hala. Undir Eyjafjöllum byggð landsins, það er frá étursey í Mýrdal. Síðast en svæðið í kringum Skálholt og irímsnesi, þar halda skrímsli g fram á okkar daga. Kunn- stungum hafa rekist á þessi skrímsli alveg fram á okkar daga - síðast í fyrrasumar." Heldurðu ^Jarnl’ Harðarson, blaðamaður á Selfossi. „Nú þegar er ég búinn að finna á fimmta hundrað sögur um yfirskilvitleg fyrírbæri á Suðuríandi afþessum toga." um draugasög- ------------------- um og leggur þú trúnað á þær sjálfur? „Nú þegar er ég búinn að finna á fimmta hund- rað sögur um yfirskilvitleg fyrirbæri á Suðurlandi af þessum toga - og mér finnst engin þeirra beint ósennileg. En hitt get ég annað sagt þér að mér finnst ábyrgðarhluti að Landsmælingar Islands skuli ekki hafa gefið út kort um drauga- og huldu- fólksslóðir. Draugar og mannýg skrímsl ber að var- ast og mér þætti sjálfsagt að sett yrðu upp skilti þar að lútandi á heistu slóðum þeirra þannig að fólk \dti hvar hættur eru.“ að það sé eitt- hvað til í þess- - Já, blessuð Hólmfriður. Hvað er að frétta í Mývatnssveit? „Það er allt gott að frétta. Tíðin hér hefur verið afskaplega góð, í augnablikinu eru svona póstkortastillur hér og snjór yfir jörð. Þetta er annað en var um jólin, þegar hér var snjólaust og rigning." - Heyrðu og eru þið eystra farin að spá í urriðaveiði á efsta svæðinu í Laxá í sumar? „Það er mikið spekúlerað í henni á þessu heimili skal ég segja þér og drjúgur hluti veiði- leyfa hefur þegar verið seldur. Við Hólmfríður Jónsdóttir á Arnarvatni I Mý- vatnssveit. „Þessi góði mýbúskapur gerði það að verkum að alls 2.700 silungar veiddust á þessu svæði í fyrra, en veiði í meðalári er um 1.800 fiskar." ráðgerum að hefja veiði um hvítasunnuna og hún verður stunduð fram í ágústlok. Reynd- ar höfum við heimild til veiða fram til 20. september, en það höfum við hinsvegar ekki gert enda væri erfitt að koma því við, af praktískum ástæðum." - Hvernig er útlit með veiði í sumar? „Það er nokkuð gott segja fræðingar okkur og það dæma þeir út frá mýbúskapnum í Laxá. Það var nægur vargur í og við ána í allt fyrrasumar, enda þó sáralítið væri um hann í Mývatni. En þessi góði mýbúskapur gerði það að verkum að alls 2.700 sil- ungar veiddust á þessu svæði í fyrra, en veiði í meðalári er um 1.800 fiskar. Silungurinn á allt sitt undir bitmýslirfunni. Ég held að segja megi án hiks að vænta megi góðs veiðisumars.“ Loönu- skip og ljúft tíðarfar - Er það Dalatangi. Blessaður Heiðar, hvað er að frétta utan af ystu nesjum - er tíðin góð? „Já, það er alveg fært hingað út á Dalatanga úr Brekkuþorpi og hefur verið í allan vetur, þó ófært sé um Mjóafjarðar- heiði og upp á Fagradal. Pósturinn hefur komist til okkar samkvæmt áætlun, það er einu sinni til tvisvar í viku. Krakkarnir okkar, þau Einar Hafþór 14 ára og Aðal- heiður Elfríður sem er 11 ára, hafa kom- ist heim um hverja helgi úr skólanum á Brekku. En það er auðvitað spurning hvernig færðin helst þegar komið er fram á þennan tíma vetrar." - Já, ég gæti trúað því. En segðu mér hitt, hefur verið einhver gesta- gangur á Dalatanga í vetur? „Ja, það var nú heimildð rennirí á fólki hér um jól og áramót. Síðan áttu þær mæðgurnar, Marsibil og Aðalheiður dótt- ir okkar, afmæli um síðustu helgi og þá kom hingað talsverður hópur fólks. Ann- ars var fyrirliugaö að halda góugleði Mjó- firðinga um sl. helgi. en hinsvegar var sá póll tekinn í hæðina að fresta henni um viku. Þetta er svona ígildi þorrablóts; Heiðar WJones, vitavörðurá Dalatanga. „Það eral- veg fært hingað út á Dalatanga úr Brekkuþorpi og hefur veríð i allan vetur, þó ófært sé um Mjóafjarð- arheiði og upp á Fagradal." með sviðakjömmum, lundaböggum, rófu- stöppu og harðfiski og öllu tilheyrandi. Við frestuðum þessu vegna veðurspár, því spáin gaf ekki tilefni til þess að ætla að við eða brottfluttir Mjófirðingar, sem bú- settir eru uppi á Egilsstöðum eða í Nes- kaupstað kæmust á hátíðina, sem haldin verður næsta laugardag í samkomuhús- inu á Brekku.“ - Já og nú er loðnuvertíð á fullu. Er ekki flotinn þarna fyrir utan gluggann hjá ykkur? „Nei, þau eru öll nokkru sunnar skip- in, en við sjáum þau hinsvegar þegar þau eru að koma inn til löndunar á Norðfirði - að ég tali nú ekki um Seyðisfirði. Þá sigla þau hér fyrir utan stofugluggann hjá okkur - og mikið liggur skipstjórunum á að komast til löndunar. Hitt finnst mér merkilegra hvað þessi skip taka af loðnu. Þetta minnir mig þá daga þegar ég vann á loftskeytastöðinni á Raufarhöfn 1966 og stóð frammi á bryggju og fylgdist með síldarbátunum sem voru að koma norðan úr hafi, drekkhlaðnir - meira að segja svo hlaðnir að sjórinn vætlaði yfir iunning- una.“ - Heyrðu, ég rak augun í auglýsingu í blaði um daginn þar sem fram kom að skólinn á Skútustöðum væri falur til kaups. Hvað eru Mývetningar að spekúlera? „Hreppsnefnd Skútustaðahrepps ákvað að kanna hvaða áhugi væri fyrir skólanum og við vitum reymdar að ýmsir aðilar utan skóla hafa verið að spekúlera. Vitað er af áhuga ferðaskrifstofa á skólanum - því að nýta hann í þágu sinnar starfsemi. Frekar hefði ég viljað sjá að þarna yrði sett upp fræðasetur." Þreytt á kvöldin - Sæl og blessuð Guðfinna... „Já, sæll. Bíddu er þetta Siggi Bogi. Hvað er í gangi núna, ertu að leita að ein- hverjum fréttum héðan að austan. Hvað ber hæst; ertu búin að mynda þér einhverja afstöðu til sameiningar sveitarfélaga ... „Veistu að mér Iíst alveg ljómandi vel á þessa hugmynd og tillögu. Ríkið er alltaf að ýta sífellt fleiri og stærri verkefnum yfir á sveitarfélög og þau verða að bregð- ast við þeirri þróun. Ég vil því fyrir alla muni sjá sameiningu hér í sýslunni. Sjálf er ég svo treg að vilja sjá sýsluna í tveim- ur sveitarfélögum en Oddgeir Guðjóns- son eiginmaður minn, sem er 88 ára og þrettán árum eldri en ég, segir að það sé ekki nokkur leið. Því stærri sem samein- ingin sé verði hún betri og að sameina Rangárþing í tvö sveitarfélög en ekki eitt sé einsog að hlaupa frá hálfkláruðu verki." - Einhversstaðar heyrði ég að heil- miklar byggingaframkvæmdir væru í gangi þarna eystra hjá Sláturfélaginu; að það sé að stækka vinnustöð sína á Hvolsvelli? „Já, það er rétt. Ég ætla þá bara að vona að þeir fjölgi líka eitthvað fólki hjá „Ég er stundum svo þreytt á kvöldin að ég sofna snemma. En mér heyrst fólk hérna láta vel afþættin- um með Árna og Þorsteini, “ segir Guðfinna Ólafs- dóttir á Hvolsvelli. sér og að mál hér í kauptúninu komist á hreyfingu. Hér hefur verið lágdeyða og sala á fasteignum treg.“ - Og þú hefur horft á Þorstein Páls- son og Arna Johnsen, þingmenn ykkar Sunnlendinga, í þættinum A elleftu stundu í sl. viku. ,/Ei, nei ég missti af því. Ég er stund- um svo þreytt á kvöldin að ég sofna snemma. En mér heyrist fólk hérna láta vel af þættinum. Hinsvegar sá ég þáttinn þar sem Oskar Magnússon í Hagkaup mætti og mér þótti þar ágætlega takst til. Annað get ég nefnt þér að fyrir nokkrum dögurn fór ég á tónleika með Kvenna- kórnum Ljósbrá, sem haldnir voru hér á Hvolsvelli. Það er hinsvegar verst að ég næ ekki að njóta slíks til fulls, enda ólag- \iss.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.