Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 4
4 -LAVGARDAGVR 7. MARS 1998 ro^tr FRÉTTIR Byggingu félagslegra íbúða vísað aft- ur til bæjarráðs Skiptar skoðanir eru í bæjarstjórn Akureyrar um þá ákvörðun bæjar- ráðs að samið verði við byggingafélagið Hyrnu um byggingu 16 fé- lagslegra íbúða við Snægil án útboðs. Oddur Halldórsson (B) sagðist á bæjarstjórnarfundi alls ekki geta fallist á að verkið gæti verið ódýr- ara án útboðs og fleiri verktakar gætu sinnt þessu með sóma. Sigurð- ur J. Sigurðsson (D) sagði að það hefðu verið mikil mistök hjá hús- næðisnefndar Akureyrar að afsala sér byggingarrétti að sama reit og félagslegu íbúðirnar og útboð mundi aðeins færa verð íbúða niður. Samþykkt var að vísa málinu aftur til bæjarráðs með 4 atkvæðum gegn 3. Jón Björnsson, hjá SJS-verktökum á Akureyri, segir að þetta sé allt of stór byggingaframkvæmd til þess að það sé réttlætanlegt að bjóða hana ekki út. „Það er mjög gagnrýnisvert að gefa öðrum verktökum ekki kost á því að bjóða í þessar íbúðir. Það er með þvf verið að úti- Ioka aðra frá því að byggja íbúðir á Akureyri, markaðurinn er ekki mikið stærri en það.“ Ráðgarður opnar útibú á Akureyri Ráðgarður, sem stofnað var 1985 af nokkrum rekstrarráðgjöfum, hefur fært út kvíarnar og opnar útibú á Akureyri í dag að Skipagötu 16. Með því hyggst Ráðgarður komast í nánara samband við fyrirtæki og einstaklinga á Norðurlandi og bjóða þannig betri þjónustu á sviði ráðgjafar og starfs- mannaráðgjafar. Forstöðumaður skrifstof- unnar verður Jón Birgir Guðmundsson rekstrarráðgjafi. Stefnt er að því að byggja upp öfluga ráðningaþjónustu á Norðurlandi. Jafnréttisfulltrúinn til Gautaborgar Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafnréttis- og fræðslufull- trúi Akureyrarbæjar, hefur sagt starfi sínu lausu og óskar eftir að láta af störfum um páskana, 8. apr- íl. Ragnhildur hefur verið ráðin í tímabundna stöðu íslensks Iektors við Nordens folkliga aka- demi í Gautaborg. - GG ^nhildurWgfúsdóttir Jón Birgir Guömundsson veröur forstöðumaður. Kostnaður við Gilsfjarðarbrú eykst um 100 milljónir Byggingarkostnaður Gilsíjarðarbrúar kann að hækka um 20% þar sem grjótnámur í nágrenni brúarstæðis reynast ekki vel. Grjótið á nota í rofvörn við veginn sem er um 3,7 km að lengd milli fjara en heildarvegarlagningin að brúarstæði er um 10 km. Um 170 rúmme- tra af efni þarf í verkið og er aðeins búið að vinna um þriðjung þess magns, eða 60 rm, en vonast er til að hægt verði að vinna um 50 til viðbótar í núverandi námum. Ný náma er í 15 km fjarlægð í Tjalda- neshlíð við Klofningsveg á Skarðsströnd en Einar Erlingsson hjá Vegagerðinni á Isafirði telur kostnaðaraukann nema Iiðlega 90 millj- ónum króna. Það lendir á vegagerðinni. Verklok áttu að vera 15. ágúst en þau dragast til ársins 1999. Um- ferð var hleypt á veginn 1. desember sl. en honum verður lokað aft- ur 15. apríl nk. og þá undirbúin Iagning slitlags, alls 10 km, þar af 3,7 km yfir Gilsljörð. — GG Hafraimsóknaskipið smíð- að í Chile Samið hefur verið um smíði nýs 1200 brúttólesta hafrannsóknaskips sem byggt verður í Chile og kemur hingað haustið 1999. Skipið á að kosta 1,5 milljarð króna en það er Þróunarsjóður sjávarút- vegsins sem fjármagnar kaupin, en í hann greiða útvegsmenn. Tilboóið var það fjórða lægsta, en það lægsta kom frá Kína og var mun lægra, eða um 900 milljónir króna. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að verið sé að semja við skipasmíðastöð sem hafi yfirburðaþekkingu á þeim atriðum sem Hafrannsóknastofnun leggi áherslu á. Leiðrétting Rangt var farið með tölur í frétt af afkomu Eimskips í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Hið rétta er að hagnaður fyrirtækis- ins eftir skatta nam 627 milljónum króna á síðasta ári. Símareikningurinn kemur fólki stundum óþægilega á óvart Til dæmis hafi allt upp i 10-20 þús. kr. aukakostnaður vegna skjáleiks sjónvarpsstöðv- anna komiö mörgum í opna skjöldu, segir upplýsingafulltrúi Landsimans Simareiknmgiirúm mánaðarlega í haust Landssímiim ætlar að taka upp mánaðarlega símareiknmga í haust og suudurliðaða gróf- lega ef Tölvuuefnd leyfir það. Landssíminn stefnir að mánað- arlegri innheimtu símareikninga í farsímakerfinu í vor og al- menna kerfinu í haust og þá væntanlega að nokkru sundur- liðaða. Oskað hefur verið eftir heimild Tölvunefndar til að sundurliða dýrari símtölin á reikningnum, þ.e. símtöl til út- landa og á símatorgi, án þess að símanotendur fari fram á það sérstaldega. Fallist nefndin á það eiga allir símanotendur að fá þannig sundurliðaða reikn- inga án sérstaks endurgjalds. ,Að baki þessu er viljinn til betri þjónustu og meiri upplýsinga til símnotenda, þannig að þeir viti alltaf fyrir hvað þeir eru að borga, séu því sáttari við síma- reikningana og ánægðari með viðskiptin við Landssímann,“ segir Hrefna Ingólfsdóttir, upp- lýsingafulltrúa Landssímans. Of fáir sundurliðaðir Núna má Landssíminn aðeins sundurliða símtöl fyrir þá sem biðja um það, og það gera bara 10% notenda - of fáir að mati Landssímans. „Af því okkur finnst vont að rukka fólk um háar upphæðir þegar það veit ekki fyrir hvað það er að borga,“ segir Hrefna. Daglega komi fólk sem hefur fengið mildu hærri símareikning en venjulega og skilji ekki af hverju. Sundurlið- un reikninga eftirá sé ekki til. Oft fari því langur langur tími í að reyna að grafa upp með fólk- inu allar mögulegar skýringar 3- 4 mánuði aftur í tímann. Skýringuna segir Hrefna oft- ast felast í utanlandssímtölum eða símatorgi. Til dæmis hafi allt upp í 10-20 þús. kr. auka- kostnaður vegna skjáleiks sjón- varpsstöðvanna komið mörgum £ opna skjöldu. En sumir hafi hringt ótrúlega oft, og mínútan kostar 66,50 kr. „Við viljum þess vegna geta sent símnotendum yfirlit yfir þessa dýrari liði. Til þess þurfum við leyfi Tölvu- nefndar - og ef það fæst mun- um við láta fólk vita af þessu fyrifram". Mánaðarlega innheimtu síma- reikninga segir Hrefna auðvitað dýrari. „En við teljum það mun betri þjónustu." A móti auknum kostnaði - kannski 100 kr. fyrir hverja aukainnheimtu - vegi á hinn bóginn að vanskil muni minnka vegna lægri reikninga og peningarnir koma fyrr inn. — HEI Skaut á félaga siun í Æðey Þessi mynd er tekin á sólrikum sumardegi i Æðey en skammdegið getur faríð illa i menn eins og sannaðist fyrir skömmu þegar rifrildi tveggja manna lauk með þvi að annar skaut að hinum og fóru skotin aðeins nokkra sentimetra frá honum. Rannsókn er á lokastigi. Ákæra gefin út í næstu vilni á hendur manni sem skaut á fé- laga sinn í Æðey. Rannsókn á válegu vopnaskaki í Æðey í byrjun febrúar er ekki lokið, en samkvæmt öruggum heimildum Dags verður gefin út ákæra í næstu viku og send Rík- issaksóknara. Sannað þykir að manni hafi verið ógnað með byssu og lög um skotvopn verið brotin. Atburðurinn átti sér stað á laugardagsmorgun 7. febrúar sl. Maður sem gegnt hefur vita- vörslu og séð um bústjórn í eynni, mun hafa boðið kunn- ingja sínum í heimsókn. Þeir eru á fimmtugs- og sextugsaldri og munu hafa haft áfengi um hönd. Til ágreinings kom og lyktaði málinu með því að vitavörðurinn hleypti af tvisvar eða þrisvar í átt að manninum. Skotin munu hafa farið aðeins einhverja tugi sentimetra frá gestinum. Játntng skotmanns Eftir að hafa náð sér eftir hræðsluna hringdi gesturinn í Neyðarlínuna og brugðust lög- reglumenn ásamt sýslumanni hratt við og fóru á vettvang. Voru mennirnir sóttir í land og látnir sofa úr sér áður en gagn- legar yfirheyrslur gátu farið fram. Þeim mun framan af ekki hafa borið saman í ákveðnum at- riðum um það sem gerðist, en nú liggur játning skotmannsins fyrir. Líkum má leiða að því að auk brots á skotvopnalögunum muni hann verða ákærður fyrir brot á 233. grein almennra hegningar- laga. Þar segir að hver sem hafi í frammi hótanir um að fremja refsiverðan verknað og hótunin sé til þess fallin að vekja hjá öðr- um manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, geti átt von á sekt og varðhaldi eða fangelsi allt að tveimur árum.“ Vitavörðurinn er eini maður- inn sem býr í eynni yfir vetrar- tímann. Hann hefur samkvæmt heimildum Dags innt störf sín og skyldur ágætlega af hendi og hafa ábúendur ekld séð ástæðu til að leysa hann undan störfum. Skilyrði mun þó hafa verið sett um að honum sé ekki heimilt að hafa skotvopn undir höndum í eynni. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.