Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGVR 7.MARS 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Mannréttinda- brot rétúætt Skæruliðar Hisbollah-hreyfingarinnar, sem berjast fyrir þvi að ísraelski herinn fari frá Líbanon. Það gerist ekki á hverjum degi að hæstiréttur í lýðræð- isríM heimili stjóm- völdiun gíslatöku. Mannréttindasamtök og fjöl- margir lögfræðingar gagnrýna nú ákaft úrskurð Hæstaréttar Isra- els sem komst að þeirri niður- stöðu að stjórnvöldum væri heimilt að halda erlendum ríkis- borgurum í fangelsi sem eins konar „skiptimynt" til þess að þrýsta á um að ísraelskir stríðs- fangar í öðrum ríkjum verði látn- ir lausir. Dómstóllinn komst reyndar að þeirri niðurstöðu að með því að fangelsa Iíbanska skæruliða, sem margir hverjir hafa annað hvort ekki komið fyrir dóm eða hafa þegar afþlánað dóm sinn, hafi stjórnvöld í Israel framið mann- réttindabrot sem teljast verði bæði „alvarleg og sársaukafull". Öryggishagsmunir Israels og vilj- inn til að endurheimta ísraelska hermenn, sem annað hvort er saknað eða sitja í fangelsum er- lendis, vegi hins vegar nægilega upp á móti þessum mannrétt- indabrotum til þess að þau geti talist réttlætanleg, að mati dómsins. „Dómstóllinn hefur lögleitt gíslatöku," segir Elizabeth Hodg- kin hjá mannréttindasamtökun- um Amnesty International. „Þetta er hræðilegur úrskurður. ... Ef hópur vopnaðra manna tekur gísla, þá er það fordæmt um allan heim. En á nú að vera í lagi að ríki hagi sér eins og hóp- ur hryðjuverkamanna? Er ríki heimilt að halda gísla?" Þótt mannréttindasamtök hafi hvað eftir annað fordæmt það að Israelsríki haldi mönnum í fang- elsi, sem grunaðir eru um að vera skæruliðar Hisbollah hreyf- ingarinnar, þá er úrskurður dóm- stólsins ýtarlegasta viðurkenning sem fengist hefur til þess frá op- inberum aðilum um að þannig sé staðið að verki. Aldrei áður hefur komið jafn greinilega fram að þessir fangar séu beinlínis not- aðir í þeim tilgangi að semja um fangaskipti. Öryggið miMlvægara en ntannréttindi Urskurðurinn féll reyndar í nóv- ember síðastliðinum, en hefur verið haldið leyndum þangað til í þessari viku. Það var ísraelskur Iögmaður, Svi Rish, sem höfðaði mál fyrir hönd 10 Líbana sem hafa setið í allt að 11 ár í fang- elsum Israelsmanna. Rish fór fram á það að menn- irnir verði Iátnir lausir, en niður- staða Hæstaréttar var á þá leið að það gæti „valdið öryggishags- munum landsins verulegum skaða“ og „eyðilagt endanlega“ viðleitni stjórnvalda til að fá ísra- elska stríðsfanga látna lausa. Niðurstaða Hæstaréttar var reyndar ekki einróma, því einn af þremur dómurum dómstólsins, Dalia Dorner, var andvígur henni. Dorner sagðist ekki vera sannfærð um að auðveldara verði að hafa uppi á ísraelskum hermönnum með því að halda Líbönunum í fangelsi. Samkvæmt ákvæðum í ísra- elskum lögum er heimilt að handtaka fólk og halda því í fangelsi um óákveðinn tíma, nánast endalaust, án þess að kæra sé lögð fram eða hinir grunuðu komi fyrir dómstóla. Nú sitja nokkur hundruð manns í varðhaldi samkvæmt þessum ákvæðum, og flestir eru þeir Palestínumenn. - Los Angeles Times Áframhald átaka í Kosovo JÚGÓSLAVÍA - í gær kom enn til átaka milli serbnesku Iögregl- unnar og Albana í Kosovo-hér- aði. Bæði bárust fregnir af skot- bardögum og stórum sprenging- um í þorpum vestan við Prist- ina. Yfir tuttugu manns létu líf- ið. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur verið hvatt til þess að láta málið nú þegar til sín taka. Vopnaefíirlit haf- ið að nyju ÍRAK - Nýr hópur vopnaeftir- Iitsmanna Sameinuðu þjóðanna hóf í gær störf sín í írak. I for- ystu hópsins er Bandaríkjamað- urinn Scott Ritter sem stjórn- völd í írak hafa sakað um njósn- ir. Þessi hópur á þó ekki að fara inn á forsetasvæðin svonefndu, sem samið var um sérstaklega við Iraka. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, HÓLMFRÍÐAR ÁSBJARNARDÓTTUR Hringbraut 69 Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir hlýhug og velvild fyrr og síðar. Dóra Snorradóttir og Hans Christiansen. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okkar GUÐRÚNAR ELÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Sérstakar þakkir til orgelleikara og kórs Akureyrarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Óli Helgi Sæmundsson. Systir okkar og mágkona HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR Víðilundi 20 Akureyri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 5. mars. Fyrir hönd fjölskyldunnar Kristbjörg Kristjánsdóttir, Jóhannes Eiríksson, Þóra Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, bróður, tengda- föður, afa og langafa ÓSKARS SIGTRYGGSSONAR frá Reykjarhóli. Steinunn Stefánsdóttir, Fanney Sigtryggsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Gísli Pétursson, Stefán Óskarsson, Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, Tryggvi Óskarsson, Árdís Sigurðardóttir, Erla Óskarsdóttir, Fanney Óskarsdóttir, Guðmundur Salómonsson, Rúnar Óskarsson, Hulda Jóna Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kæru vinir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa JAKOBSPÁLMASONAR Gilsbakkavegi 3 Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk L-deildar FSA, starfsfólk heimahjúkrunar og heimahlynnginar krabbameinssjúkra. Friðrika Gestsdóttir, Pálmi Jakobsson, Guðrún Hermannsdóttir, Guðný Fjóla Jakobsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Hera Hermannsdóttir, afabörn og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar GUÐRÚNAR Þ. HÖRGDAL Skarðshlíð 17 Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Hörgdal, Kristín Óskarsdóttir, Jónína Hörgdal, Helgi Örn Jóhannsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa BALDVINS PÁLMASONAR Álfabyggð 1 Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á B-deild Dvalarheimilisins Hlíðar. Valgarður Baldvinsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Gunnar Ingvi Baldvinsson, Jónína Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.