Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 8
8-LAVGARDAGUR 7. MARS 1998 FRÉTTASKÝRING GIJDRÍJN HELGA SIGURÐAR- DÓTTIR SKRIFAR Ragnheiður Ólafsdótt- ir, umhverfisstjóri Landsvirkjimar, segir að Landsvirkjun ætli að fara í ítarlega naflaskoðim í um- hverfismálum og að allar niðurstoður verði birtar. Hún telur að aUa stefnumótun í uinli verli smálimi skorti sárlega frá stjómvöldum. „Alls staðar í heiminum vilja fyr- irtæki fá vottun í sambandi við umhverfisstjórnun og gera um- hverfisþættina að eðlilegum hluta starfseminnar. Fyrsti liðurinn í því er að marka sér stefnu og vinna svo eftir henni. Þegar ég var ráðin í haust var mótuð mjög sterk og skýr stefna hjá Lands- virkjun. Mitt hlutverk er að sjá um að þessari umhverfisstefnu sé framfylgt, vinna að henni og end- urbæta hana eftir því sem árin líða,“ segir Ragnheiður Olafsdótt- ir, nýr umhverfisstjóri Landsvirkj- unar. Eðlilegur þáttur í starfseminni Ragnheiður er fædd og uppalin við Sogið, þar sem faðir hennar starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur á Irafossi. Hún Iauk jarðfræðiprófi frá Háskóla Is- lands og fór svo í framhaldsnám í Tækniháskólanum í Stokkhólmi þar sem hún lauk licentiat-gráðu með áherslu á vatnsfræði. Eftir að náminu lauk vann hún hjá ráðgjafafyrirtæki, aðallega í mál- um sem snertu grunnvatn, til dæmis verndunarsvæði vatnsbóla og umhverfismat. Síðustu árin veitti Ragnheiður forstöðu deild- inni Vatn og umhverfi. Ragnheiður hefur verið um- hverfisstjóri Landsvirkjunar frá áramótum en fyrir var tíu manna hópur í umhverfisdeild, sem Helgi Bjarnason veitir forstöðu. Hlutverk Ragnheiðar er að byggja upp umhverfisstjórnun innan fyr- irtækisins, til dæmis með fræðslu starfsmanna, þannig að umhverf- isstjórnun verði eðlilegur þáttur af allri starfsemi fyrirtækisins. Ragnheiður segir að með því móti verði það eðlilegt að taka tillit til umhverfismála, ekki bara þegar ný orkuver eru byggð, heldur al- mennt í rekstri fyrirtækisins og allri starfsemi. Hún verður í nánu samstarfi við starfsmenn um- hverfisdeildar en þeir vinna að grunnrannsóknum og sjá um að umhverfismat fari fram. Gruniiraniisókiiir vaiitar - Svtar standa mjög jramarlega i umhverfismálum. Hvernig list þér á stöðu umhverfismála hér? „I Svíþjóð byrjar maður miklu fyrr á umhverfismati en hér. Hér verður maður nánast að vera til- búinn með hannað mannvirki áður en umhverfismat á sér stað. I Svíþjóð er þetta samspil, sem á sér lengri forsögu og er stjórnað meira af yfirvöldum. Annað hvort er ákveðið að fara í framkvæmdir eða ákveðið að fara ekki í fram- kvæmdir. Þegar búið er að taka ákvörðun um að byggja veg þá er að finna leiðina. Maður fer fyrst í umhverfismat til að ákveða hvaða leið verður fyrir valinu og þá eru bornar saman mismunandi leiðir fyrir vegalagninguna. Umhverfis- matið er hluti af allri skipulags- starfsemi og almenningur er hafður með í ráðum,“ svarar hún. „Hér er fyrst tekin ákvörðun um staðsetninguna og svo er farið í umhverfismat." Mikið vantar af grunnrann- sóknum í umhverfismálum á Is- landi og Ragnheiður telur að þess vegna sé erfiðara að gera um- hverfismat hér en í Svíþjóð þar sem allar grunnrannsóknir Iiggja fyrir. I Svíþjóð liggur vinnan í því að bera saman svæði og finna bestu leiðina eða besta staðinn út frá náttúrulegu sjónarmiði. Hér þarf hins vegar að fara út í ýmsar nákvæmar grunnrannsóknir á gróðurfari, fuglalífi og slíku. Ragnheiður segist heyra að hér á landi sé gjarnan kvartað undan Vornámskeið í Leirkrúsinni Innritun er hafin á síðustu leirmótunarnámskeið vetrarins í Leirkrúsinni. - Handmótun, 8 vikur, dag- og kvöldtímar. - Handmótun, helgarnámskeið. - Mótun á'rennibekk, dag- og kvöldtímar. - Raku og holubrennslur í maí og júní. - Opið verkstæði, dag- og kvöldtímar. - Verslun með efni og áhöld til leirmótunar opin virka daga 13.00-17.00. Upplýsingar og innritun í síma 561 4494. Leirkrúsin, Brautarholti 16, Reykjavík. „Allir eru að fikra sig áfram. Það er ekki komin reynsia á það hvernig eigi að fara að þessum málum á sem bestan hátt, “ segir Ragnhei iendingar fóru að vinna markvisst í umhverfismálum, bæði séð frá sjónarhó því að endurskoða þurfi matið ef það er unnið of snemma. Óreiða á íslandi Langir og miklir Iagatextar snerta umhverfismál á Islandi og Ragn- heiður segir að starfsmenn fyrir- tækja þurfi að fara í gegnum mik- inn texta vegna umhverfisstjórn- unar vilji fyrirtækið fara í vottun. Hún kveðst hafa heyrt að það hafi tekið ISAL tíu mannmánuði að fara í gegnum lagatextann. Það sé ekki á færi Iítilla fyrir- tækja. Því sé mikilvægt að stóru fyrirtækin geri þetta fyrst og svo geti hin reynt að notfæra sér þá vinnu. „Það virðist vera mikil óreiða á þessum málum hér og ekkert heildarlagasafn til yfir um- hverfismál og umgengni fyrir- tækja í náttúrunni. Það er að- gengilegra í Svíþjóð þó að þeir vinni að endurbótum. Hér eru ýmis lög og hvergi tekið saman mér vitanlega, ekki fyrr en nú þegar ISAL fékk sína umhverfis- vottun." - Hálendisumræðan hefur verið mikil, sérstaklega Búrfellslína. Hvernig virkar þetta á þig? „Mér skilst að lögin séu í end- urskoðun núna en mér finnst þetta bera þess keim að öll um- hverfisstarfsemi sé ekki búin að slíta barnsskónum hvað þetta varðar, bæði séð frá sjónarhóli Landsvirkjunar, skipulagsyfir- valda og umhverfisráðuneytisins. Allir eru að fikra sig áfram. Það er ekki komin reynsla á það hvernig Landsvlrkjim hefux skýra mnhverfís- stefnu. Hlntverk um- hverfísstjdra er að sjá iiiii að henni sé fram- fylgt og hún endur- hætt eftir því sem árin líða. eigi að fara að þessum málum á sem bestan hátt. En það er mikill áhugi á þessum málum, það finn ég alveg greinilega. Það er mjög jákvæð umræða innan fyrirtækis- ins í umhverfismálum. Hér er mikið af fólki með góða menntun sem hefur yfirsýn yfir þetta og vill gera sitt besta.“ Lögum brestina - Nú hafa menn verið að kenna Landsvirkjun um að hafa spillt líf- ríki Mývatns? „Ég er ekki búin að setja mig nákvæmlega inn í það mál en það verður gert. Markmiðið með þessari umhverfisstefnu og um- hverfisstjórnun er að við vitum nákvæmlega hvað við erum að gera. Ef við sleppum einhverju frá okkur, til dæmis vatni, þá vilj- um við vita nákvæmlega hvað á sér stað í lífríkinu. Þetta er eitt af mínum hlutverkum. Við munum gera umhverfisúttekt á okkur sjálfum og skoða hvar eru brestir í starfsemi okkar. Við munum setja okkur markmið þar sem við sjáum að við stöndum okkur ekki nógu vel. Þar viljum við laga okk- ur. Þetta munum við gera opin- berlega,“ segir hún. „Við erum að fara af stað með þessa starfsemi núna. Þetta er stóra verkefnið framundan.11 Hreinsa oliuna Ragnheiður segir að þegar eigi sér stað hjá Landsvirkjun jákvæð- ar breytingar í umhverfismálum, til dæmis sé verið að hreinsa burt olíu af hverflum f gömlum stöðv- um Landsvirkjunar við Sogið. Þrátt fyrir þetta snúist umræðan í dag aðallega um nýja virkjunar- staði, sérstaklega þar sem skerist í odda ferðamál og umhverfis- vernd. Þar Ieysi Landsvirkjun ekki málið enda ekki í verkahring

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.