Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 6
6-LAUGARDAGUR 7.MARS 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang augiýsingadeiidar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON stefAn JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. A MANUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍKJ563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdéttir omar@dagur.is 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Sverrir, í guðs bænum... í fyrsta lagi Þegar Landsbankinn lýsir yfir batnandi afkomu eigum við að trúa því að hluti batans sé vegna laxveiðidugnaðar. Rökin fyr- ir 40 milljóna króna laxveiðiferðum bankastjórnenda: Stórvið- skiptavinir (einkum erlendir) verða svo ánægðir með boðsferð- irnar að þeir láta bankana njóta þess í viðskiptum. I alvöru? Ráðast vaxtakjör á heimsmarkaði, lánaskilyrði og samningar af persónulegum greiðum? Ef satt er kallast það mútur - í Níger- íu. Staðreyndin er þessi: ekki er nokkur leið að staðreyna full- yrðingar bankastjórnenda um ábatann af laxveiðum - á meðan eru þær fráleitar. í öðru lagi Hitt er nær að hægt er að staðreyna einlægan og persónuleg- an áhuga margra helstu bankastjóra á þessu dýra áhugamáli. Þeir sem borga vaxtamuninn og þjónustugjöldin í landinu og standa undir alveg sæmilegum launum stjórnenda hafa engan áhuga á að fjármagna áhugamál þeirra líka. Þessi taumlausa ofneysla á annarra kostnað sprengir upp veiðileyfamarkaðinn og svertir hugljúfa íþrótt og dýrmætar vinastundir; alveg eins og róninn kemur óorði á brennivínið. 1 þriðja lagi Utan við þessa umræðu standa meint viðskipti Sverris Her- mannssonar, bankastjóra Landsbankans, við Sverri Her- mannsson leigutaka Hrútu, um viðskiptavildaraflandi ferðir Sverris Hermannssonar laxveiðimanns í sömu á. Sé málið eins og fréttir gefa til kynna er um hreina og klára brott- rekstrarsök að ræða. A ársfundi bankans sagði Kjartan Gunn- arsson, fyrrum bankaráðsformaður: „... það verða allir á hvaða þrepi sem þeir standa í bankanum að vera reiðubúnir til þess að leggja til hliðar persónuleg áhugamál sín eða metnað sem ekki er í þágu sameiginlegra hagsmuna fyrirtækisins. Séu þeir ekki reiðubúnir til þess mun fyrirtækið gjalda þess og það verður auðvitað ekki hægt að sætta sig við til lengdar." Til lengdar? Rétta svarið er, Kjartan, aldrei. Hvað gerir stjórn bankans í málinu? _. T > „ „ . . Stefan Jon Hafstem. Veitt í gruggugu vatni á gráu svæði Garri er ekki mikill veiðimaður en hlustar gjarnan andaktugur þegar laxveiðimenn eru að tala um veiðiskap. Þeir sem kaupa veiðileyfin sín sjálfir eru eins og börn þegar þeir segja manni hróðugir að fyrstu vikuna í ágúst eigi þeir eina stöng í hálfan dag á einhveiju agalega fínu svæði í ennþá fínni á, Hver er smum gjöfum likur Garra er þetta latína en af sinni alkunnu mann- gæsku gleðst hann hjartanlega með veiðimönnum yfir góðum feng og slær ekki hendinni á móti Iaxi, soðnum, reykt- um eða gröfnum. Garra finnst líka fal- Iegt að bjóða þeim sem hafa gaman af laxveið- um í góða á og ennþá fallegra er að bjóða í ána á kostnað einhvers annars. Há- mark örlætisins og göfug- mennskunnar er auðvitað að selja þriðja aðila veiðileyfi sem maður býður svo vinum og við- skiptamönnum í. Þetta gerir Sverrir Her- mannsson og ber honum fag- urt og höfðinglegt vitni. Þetta sýnir líka að Sverrir býr yfir miklu viðskiptaviti sem nýtist honum sjálfum. Skattborgarar þessa lands kunna að hafa áhyggjur af því að Sverrir sé ekki að nota þetta vit sitt í þágu þeirra, en Garri hefur aldrei haft mikið álit á skatt- borgurum. Menn eiga fyrst og fremst að hafa vit á því að V skara eld að eigin köku. Nú geta veiðimenn, þökk sé Sverri, fengið að veiða á gráu svæði í Hrútafjarðará. Afglöp í uppeldi Garri er eindregio þeirrar skoðunar að forystumenn í ís- lensku þjóðlífi eigi f)Tst og fremst að hugsa um eigin hag. Þess vegna lítur Garri upp til manna eins og Hermannsson- anna Steingríms og Sverris og vildi sjálfur vera eins og þeir. Menn sem þora að taka til sín það sem réttilega er þeirra og vita að rík- ishítin var búin til handa þeim. Vandamál Garra, fyrir utan það að kunna ekki með Iax- veiðistöng að fara, er að Garri er þvílíkur vesalingur að honum hefur aldrei tekist að hafa fé út úr neinum, ekki einu sinni skattborgurum. Þess vegna verður Garri aldrei stjórnmálaskörungur og því síður bankastjóri ríkisbanka. Það er dapurlegt þegar foreldr- um tekst að eyðileggja börn sín í uppeldinu, drepa í þeim alla sjálfsbjargarviðleitni með áherslu á dyggðum eins og heiðarleika, ósérplægni og virðingu fyrir eigum annarra. Garri getur fyrirgefið foreldr- um sínum flest annað en það að hafa eyðilagt möguleika hans til að standa góðglaður með stöng í hendi á gráa svæð- inu í Hrútafjarðará. GARRI Stundum bærist í manni gamall starfsmaður fréttastofu útvarps. Sá náungi glaðvaknaði einn morguninn í vikunni þegar heyra mátti pistil í morgunfréttum klukkan sjö. Ekki gamalt rykfall- ið fréttaritaraefni frá útlöndum sem farið var að slá svo rækilega í að ýldufylan var að drepa alla á morgunvaktinni - nei: pistil um nýja frétt. Eða það grunaði mann. Broddi Broddason var að rekja sögu ísknattleiks á tslandi. Broddi... ...útskýrði svo út á hvað ísknatt- leikur gengi. En íslenska ung- lingaiandsliðið hafði verið að keppa við einhverja Kákasus- sveppi á móti, og „annað liðið unnið“ eins og Broddi sagði í upphafi - og með meiri mun en áður hafði þekkst. Síðan fór hann að rekja sögu ísknattleiks. Sextíu og sex norður Sextíu og sex norðux og nið- ur Leikurinn fór 66-0 fyrir Kákasussveppina - kom í Ijós í lok fréttarinnar. Ef einhvern tíma hefur verið framið hlut- leysisbrot þá var það þarna. Hlutleysisbrot í þágu frásagnar- tækni og ískrandi glaðhlökkunar yfir - ekki óförum - heldur yfir því að hafa nú frá einhveiju mark- verðu að segja. Sá sem hefur gengið morgunvakt á frétta- stofu útvarps þekkir þá tilfinningu. Einhvers staðar... ...i þokumóðu vinnudagsins kom svo framhald. Þetta var ekkert fyndið. íslensku strákarnir (eng- inn sagði „okkar") höfðu verið að keppa við eitthvert alsnjallasta meistaralið sögunnar (útskýring) sem hafði fyrir einhverja ömur- lega gráglettni örlag- anna (frekari útskýr- ing) lent í þeim hraksmánarlegu hremmingum að spila í c-riðli - riðli okkar manna. (Óréttlæti). Fréttin hélt áfram og var skýrt frá því að ís- lensku strákarnir hefðu „verið stoltir" af því að fá að Ieika við þessa náunga. Fjallasveppaliðið, sem kom innan úr ómælisvíddum fyrr- um Sovétríkjanna - með eigin fána og ekta þjóðarstolt til að heiðra íslensku strákana. Ein- hver Skautasambandsfulltrúi hafi sem sagt hringt í fréttastof- una sem var að bæta ráð sitt. Lokavers... ...fréttastofunnar kom svo í kvöldfréttum. Þórdís Arnljóts- dóttir. Hún er fréttamaður sem sjaldan leynir hugljúfri geðs- hræringu þegar við á og varpaði öndinni allshugar fegin út í eter- inn, sinni hljómþýðu rödd lét hún vita af upprisu íshokkíholds- ins og eilífs lífs hinnar miklu sig- urstundar: íslenska strákalands- liðið hafði unnið Lúxemborg. 4- 3. Þórdís ljómaði af feginleika um landið og miðin: „Og hefnt þannig harma sinna frá fyrri leik“. " Er 40 millj. kr. fjárfest- ing ríkisbíinhíinmi í veiðileyfum til kaupa á viðskiptavild góðfjár- festing? Stemgrímur Hermannsson seðlabankastjóri. “Ég held að í sumum tilvikum geti það verið. Þetta er oft á tíðum mikils metið af erlend- um gestum og viðskiptavinum bankanna - og áreiðanlega áhrifarík leið í því að afla og viðhalda tengslunum við þá. En það má síðan alltaf deila um hvað sé nauðsynlegt. Frá því ég kom hingað í Seðlabankann hefur bankinn boðið erlendum gestum sínum í eina veiðiferð á ári - og það eru gestir sem okkur er mikilvægt að halda góðu sam- bandi vdð.“ Pétur H. Blöndal “Fjárfestingin er alveg út í hött. Ég hef ekki trú á því að þetta breyti viðskipt- um Landsbank- ans á nokkurn hátt til hins betra, fólk og fyrirtæki eiga viðskipti vegna þess að báðir aðilar hafa hag af því, en ekki vegna þess að menn séu að veiða lax saman.“ Ólafur B. Thors forstjóri Sjóvár-Almenttra og í barika- ráði Seðlabanka íslands. “Svo getur verið. Þáð er ekki svo margt sem ís- lendingar hafa upp á að bjóða sem erlendir menn meta mik- ils, nema helst það sem tengist náttúru landsins. Laxveiðar eru vissulega á því sviði. Því tel ég að þctta geti verið áhrifarík leið til að öðlast persónuleg tengsl, sem geta komið - í þessu tilviki bönk- unum - ákaflega vel, og þarna erum við að tala um tengsl sem væri erfitt að mynda á annan hátt. Hvað upphæðina varðar, 40 millj. kr., þá treysti ég stjórnend- um bankanna til að meta hvaða peningum skuli varið til þessa - ég hef ekki forsendur til að meta slíkt.“ Sigrún Stefánsdóttir kvennalistakona á Akureyri. “Ég geri mér ekki grein fyrir hvernig bank- arnir kaupa sér viðskiptavild. En þetta lítur út fyrir að vera enn einn skandall- inn í bankakerf- inu; þar sem verið er að sólunda almannafé. Það er ótrúlegt hve miklum Ijármunum er veitt ( sporslur handa toppum banka- kerfisins og alltaf er það Lands- bankinn sem eyðir hlutfallslega mestu og gengur á undan með slæmu fordæmi." alþingismaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.