Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUR 7. MARS 1998 Óska eftir að ráða starfsmann til verslunarstarfa. 25 ára lágmarksaldur. Upplýsingar á staðnum frá 17-18. Nýja filmuhúsið Hafnarstræti 106 s. 462 7422. AKUREYRARBÆR Auglýsing um lausar iðnaðar- og þjónustulóðir Lausar eru til umsóknar 10 iðnaðar- og þjónustulóðir í 1. áfanga Krossaneshaga. Stefnt er að því að lóðirnar verði byggingarhæfar 1. júlí 1998. Mæliblöð verða tilbúin 23.03.1998. Umsóknareyðublöð, upplýsingar um lóðirnar og byggingaskilmálar fást hjá byggingafulltrúaembættinu á Akureyri. Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa, Geislagötu 9, Akureyri fyrir 30. mars 1998. Byggingafulltrúi Akureyrar. HÁSKDLIMN A AKUREYRI Námsstyrkur til hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri auglýsir lausan til um- sóknar styrk til hjúkrunarfræðinga sem stunda eða hyggja á doktors- eða meistaragráðunám í öldrunarhjúkrun. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið B.Sc. prófi í hjúkrunar- fræði. Styrkupphæð er kr. 400.000,-. Styrkþegi skuldbindur sig til að starfa í fullu starfi í a.m.k. tvö ár við Háskólann á Ak- ureyri, að námi loknu. Umsóknarfrestur er til 4. maí 1998. Nánari upplýsingar veitir Elsa B. Friðfinnsdóttir, starfandi for- stöðumaður heilbrigðisdeildar H.A. í síma 463 0900. AKUREYRARBÆR Atvinnumálanefnd Akureyrar Styrkveitingar Ativnnumálanefnd Akureyrar veitir tvisvar á ári styrki til einstaklinga og fyrirtækja á Akureyri sem vinna að atvinnuskapandi verkefnum. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefnis. Hámarks styrkupphæð er kr. 400.000,-. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir smærri rekstaraðilum. Um- sækjendur verða að fullnægja skilyrðum atvinnumálanefndar um ný- sköpunargildi verkefnisins, auk þess að leggja fram skýrar upplýs- ingar um viðskiptahugmynd, vöruþróun, markaðssetningu, rekstrar- áætlun og fjármögnun. Umsóknareyðublöð liggja fyrir á Atvinnumálaskrifstofu, Strandgötu 29, sími 462 1701. Umsóknarfrestu'r er til 31. mars nk. BELTIN IUMFERÐAR RÁÐ rD&r ÞJÓÐMÁL „Félög stjórnmálaflokkanna - Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í bænum hafa skapað farveg til þess að bjóða fram - og það er virkilega ráðrúm til að yfirstiga úreltar flokksgirðingar við framboðið, “ segir Benedikt í seinni grein sinni um kosningar á Akureyri. Kosnmgar á Akurevri BENEDIKT SIGURÐAR 1: ..... _ I SON MEd SKRIFAR Akureyrarlistinn er að verða til. Þar liggur fyrir að gömlu fulltrú- ar stjórnmálaflokkanna sem set- ið hafa í bæjarstjórn í 12 ár eða lengur munu víkja af vettvangi. Mjög fátt fólk hefur nú um skeið tekið þátt í hversdagslegu starfi stjórnmálaflokkanna og ekki síst þess vegna er mikilvægt að spyr- ja nú ekki fyrst um flokksskír- teini þegar fólki er skipað til for- ystu. Arangur næst tæplega nema með algerri endurnýjun frambjóðenda og með gerbreytt- um hugsunarhætti. Pólitík á ekki bara að vera fyrir flokka og ldíkur og alls ekki að þjóna yfir- ráðum yfir hugsunum fólks eða fjármunum bæjarfélagsins. Nýju fólki á þannig að gefast kostur á að taka forystu um endurnýjaða pólitík í „anda jafnaðar, félags- hyggju og kvenfrelsis" - svo vitn- að sé í samkomulag um Akureyr- arlistann sem kynnt var 6. nóv. sl. Það þarf að vera tryggt að Ak- ureyrarlistinn forðist frá fyrsta degi að hygla hagsmunum og þröngsýni flokksbrodda og þjóna kumpánaskap hinna fámennu hópa sem ráða ríkjum í flokksfé- lögunum. Endurnýjum Akureyri Endurnýjun Akureyrar sem fýsi- legs bústaðar til frambúðar mun felast í því að hér verði skapaður farvegur fyrir frumkvæði og að hlúð verði að hugmyndum fólks og þáttökuvilja í atvinnu, menn- ingu og stjórnmálum. Þegar fólkið sem aðhyllist jafnaðar- stefnu og jafnrétti skipar sér saman í sveit til að ná árangri þá verða menn að einbeita sér að því sem menn geta átt saman - en ýta til hliðar því sem menn vita að gamall ágreiningur getur torveldað samstöðu um. Félög stjórnmálaflokkanna - Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í bænum hafa skap- að farveg til þess að bjóða fram - og það er virkilega ráðrúm til að yfirstíga úreltar flokksgirðingar við framboðið. Vonandi bera fulltrúar flokkanna gæfu til að kalla til starfa þá sem hafa burði til að helja merki breiðfylkingar- innar á loft. Það hefur ekki tek- ist eftir hinum hefðgrónu Ieið- um flokksbrotanna. Við hljótum að Iíta til þess augljósa ávinnings sem R-listinn í Reykjavík mun hafa af því að opna fyrir almenn- um kjósendum í prófkjöri sínu. Eins og fréttir herma í dag er ég ekki alltof bjartsýnn á að menn séu tilbúnir til að fara upp úr gömlu hjólförunum. Fnunkvæði Akureyrarlistinn getur tekið frumkvæði um endursköpun Ak- ureyrar - þar sem menn munu leggja áherslu á að stórefla skólastarf og treysta þjónustu við barnafjölskyldur. Þar sem íþróttum, útivist og afþreyingu verður skapaður farvegur í sam- ræmi við þarfir og efnahag al- mennings. Þar sem Akureyrar- bær tekur frumkvæði um sam- starf við Háskólann á Akureyri um uppbyggingu nýrra mennta- leiða, alþjóðlegt framhaldsnám, nýsköpun og rannsóknir til efl- Akureyrarlis tinn get- nr tekið fnunkvæði iuii endnxsköpim Ak- ureyrar - þar sem nienn mimu leggja áherslu á að stórefla skólastarf og treysta þjónustu við bama- fjölskyldur. ingar atvinnulífi og menningu. Akureyrarbær hefur möguleika í samstarfi við Háskólann að skapa hér vettvang fyrir fjölþjóð- leg tengsl sem efla mannlífið og atvinnustarfsemi og til lengri tíma er hægt að auka þannig tekjur og veltu langt umfram þann kostnað sem til skamms tíma fellur til. Akureyrarlistinn getur tekið frumkvæði um að skapa foreldrum aðgang að stjórnun og ábyrgð á hverfa- skiptu starfi skóla og félagsmið- stöðva fyrir unga sem aldna. Ak- ureyrarlistinn getur markað stefnu þar sem bæjaryfirvöld taka frumkvæði um nýsköpun í atvinnulífi í gegn um þróunar- sjóði og lánasjóði sem ekki hafa síst hlutverki að gegna við að auðvelda stofnun og vöxt fyrir- tækja í þekkingariðnaði, ferða- þjónustu, hátækni- og hugbún- aðariðnaði. Ekki er síður þörf fyrir frumkvæði við að endurnýja rekstrarfyrirkomulag bæjarkerf- isins og stöðva útþenslu og sóun fjármuna. Það verður best gert með því að auka sjálfstæði stofn- ana og efla ábyrgð stjórnenda á vettvangi um leið og fjölbreyttari rekstrarform verða þróuð. Þannig munu menn Iíka bæta þjónustuna við bæjarbúa - sem ekki er vanþörf á. Niðurlag Ný pólitík getur ekki orðið til úr engu. Hér verður að koma til op- inská umræða þar sem fólk legg- ur fram hugmyndir og leitar leiða til að bæta lífsumhverfi fjölskyldnanna í bænum. Menn verða að gefa sig í að ræða hvað er gott og eftirsóknarvert fyrir framtíð barna okkar og eins hvemig við viljum þjóna því fólki sem hefur lokið þáttöku á vinnu- markaði vegna aldurs eða van- heilsu. Við verðum að gefa um- ræðu um mikilvægi forvarna eitthvert innihald og koma for- eldrum til stuðnings við ábyrgt uppeldi barna sinna og styrkja um leið starf kennara og skóla sem glíma við að styðja hagfelld- an þroska ungviðins. Við verð- um að stuðla að því að fjármun- ir Akureyrarbæjar komi öllum íbúum bæjarins að gagni en séu ekki notaðir til að hygla fámenn- um og frekum hópum. Pólitíkus- ar eða „nýtt fólk,“ sem ekki hef- ur borið fram hugsun eða hug- myndir í blaðagreinum eða lagt fram á opnum fundum, mun eiga afskaplega erfitt með að skapa tiltrú kjósenda í stuttri kosningabaráttu. Það er ekki nóg að eiga hóp dyggra stuðn- ingsmanna í flokksfélögum til að skapa góða pólitík. Ef vel á að takast með sameiningu jafnaðar- manna á Akureyri þá þarf að nýta svigrúmið fyrir nýja hugsun - skapa nýtt upphaf. Ég vil gjar- na stuðla að slíku. Eg held það geti orðið gaman að horfa til framtíðar - en til þess þurfa menn háleitari og skýrari markmið en þau ein að fækka framsóknarmönnum í bæjar- stjórn (sem er auðvitað mikil- vægt líka); - það er jafnvel ekki nóg að stefna gegn forréttindum og frekju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.