Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 2
2 -MIDVIKUDAGUR 18.MARS 1998 Ð^ur FRÉTTIR Strokkur í stjðmu- hlutverk Geysis? Það er hægt með tækni og fyrirhöfn að koma Geysi til. £n hví ekki hara að umskíra hinn virka og vanmetna Strokk? „Með sérstakri taekni vorum við að reyna að lækka yfirborðið í Geysi um tvo metra til að sjá hvort það myndi örva hann til dáða þannig að hann tæki upp á því að gjósa án þess að setja í hann sápu. Við vorum um leið að Iíkja eftir því ef það væri borað í hann frá hlið eins og heimamenn vilja gera. Þessi tilraun okkar leiddi það af sér að Geysir skvetti úr sér á hálftíma til klukkutíma fresti. Það má segja að ef raufin er opin skvettir hann úr sér einu sinni á dag, en ef skálin er full á hann engan möguleika á að koma vatninu upp,“ segir Dr. Helgi Torfason hjá Orkustofnun, sem á tímabilinu nóv- ember til janúar stjórnaði tilraunum til að koma Geysi til. Tilraunirnar fólust í því að nota sér- staka lensidælingartækni til að lækka yfirborð vatnsins í Geysi. Tilraunin var gerð á vegum Náttúruverndar ríkisins með styrk frá Landsbanka Islands, enda hafði Náttúruvernd ekkert fé af- lögu til að stunda rannsóknir þessar. Strokkur meiri auðlind en syfjaður Geysir Þótt tilraunin hafi skilað því að Geysir skvetti úr sér þýðir það ekki að það sé handan hornsins að hverinn fari að gjósa reglulega. „Það liggur ekki fyrir að svo verði. Það er ákvörðun Náttúru- verndarráðs að ákveða hvað gera skal. Það verður að huga að ýmsu eins og t.d. því, að ef vatnsyfirborðið er lækkað þá verður hverinn í fyrsta lagi mjög hættulegur, því það er varhugavert að koma nálægt honum þegar svona er og hrikalegt að horfa ofan í tveggja metra breytt og djúpt gímald með sjóðandi vatni niðri. I öðru Iagi er enn óvitað hvaða áhrif þetta hefði á hverasvæðið í kring og þá einkum á Strokk, sem mér er annt um. Það ber að líta á hvera- svæðið í heild sinni en ekki einblína á FRÉTTAVIÐ TALIÐ hinn syfjaða Geysi. Strokkur hefur gosið á 10 mínútna fresti frá 1963 og það er óhemjumikilvæg auðlind." Helgi segir það hreint út að Strokkur sé Iangtum meiri auðlind en Geysir. „Strokkur er aðal hverinn á svæðinu og hefur alltaf verið vanmetinn í skugga Geysis. Mönnum hefur enda Iátið sér detta það í hug í gamni og alvöru að hverirnir skipti um nafn og Strokkur verði skírður Geysir. Annað eins hefur gerst og má nefna Baðstofuhver í Hveragerði sem dæmi. Hann dó í jarð- skjálfta en það kom upp annar hver fjórum til fimm metrum frá og nafnið fluttist einfaldlega til nýja hversins." - FÞG í helstu pottum landsins telja menn fullvlst að á meðan ríkisendurskoðun skoðar laxveiðmðskipti Sverris Hermannssonar sitji harm ekki auðum höndum sjálfur. Boðs- gestalisti Sverris í Hrútu verði eins og „Babette’s gæstehud" í pólitískum skilningi - slíkar verði kræsingamar sem Sverrir býður í ef á að vega að honum. Falli Sverrir ætli hann að taka ýmsa með sér - sem gerir fall hans mjög ólíklegt, hvað sem ríkisendurskoðun segirl Ferðaheildsalar í Englandi eru að kaupa sæti á leiðinni London-New York-London af Flugleið- um. Samkvæmt góðum heimildum blaðsins er verðlagið í algjöru lágmarki um þessar mundir, enda hávetur og samkeppi flugfélaganna eitil- hörð. Verðið á farmiða frá Flugleiðum er 150 Sterlingspund, eða 18.000 krónur. íslendingar njóta ekki slíkra kjara ... Fundir bæjarstjómar Ak- ureyrar þykja orðið helst til langir, segja menn í lieita pottinum á Akureyri. Bæjarfulltrúar era sagðir stíga í ræðustólinn hver á fætur öðmm og halda Iang- ar framhoðsræður þótt enn sé töluvert í kosningar. Skýringuna segja pottverj- ar vera þá að byrjað var að sjónvarpa frá bæjarstjórnarfundunum eftir ára- mót og fundartíminn er sagður hafa þrefaldast síðan. Sigurður J. Sigurðs- son, bæjarfulltrúi á Akureyri Jóhannes Gunn- arsson verðandi fomiaður Neytenda- 'samtakanna. Jóhanties Gunnarsson sest aftur íformannsstól Neyt- endasamtakanna í apríl nk. eftirnokkurthlé. Hann hef urgegnt stöðuframkvæmda- stjóra samtakanna síðari ár. Stjórnvöld hafa verið sTrilningslans — Hverju inuntu helst heita þér fyrir í fo rmannsstó Inum ? „Eg tek fram að Drífa Sigfúsdóttir er enn- þá formaður og ég tek ekki við fyrr en að Ioknu þinginu sem fer fram 23.-24. apríl. Það er nýrrar stjórnar að ákveða með hvaða hætti hún telur starfsemi samtakanna best komið en ég tei að það myndi styrkja Neyt- endasamtökin ef ráðinn yrði framkvæmda- stjóri þegar ég tek við sem formaður." — Liggur ekki fyrir að svo verði? „Það er nýrrar stjórnar að ákveða það en ég minnti á þetta ákvæði sem bundið er í lögum á fundi á laugardaginn.“ — Hafði framkvæmdastjórastaðan ekki verið við lýði fyrr en Drífa tók við af þér sent formaður. „Þá hafði ég í raun gegnt báðum störfum um sex ára skeið. Við erum með skrifstofu- stjóra í dag sem sér um skrifstofustjórn og félagsbókhald, en ég vek athygli á því að samhliða framkvæmdastjórastöðunni hef ég verið talsmaður samtakanna jafnt út sem inn á við. Ég er einnig ritstjóri Neytenda- blaðsins og við höfum ákveðið að Qölga ein- tökum á ári úr fjórum í sex. Það er mikil vinna við þær markaðsrannsóknir sem við birtum þar og því eru næg verkefni framundan. Ég hef mikinn hug á því sem formaður að skrifstofa Neytendasamtak- anna styrkist.“ — Ertu þcí að tala um að afla fleiri fé- lagsmanna? „Til að hlutir gangi upp verður að afla tekna. Við erum reyndar miðað við höfða- tölu fjölmennustu neytendasamtök í heimi en með blaðinu okkar og annarri öflugri starfsemi eigum við að geta aukið tekjurnar að mínu mati." — Þtí hefur einnig gagnrýnt stjórnvöld fyrir rýran skilning þeirra á neytenda- málum? „Já og stjórnvöld verða að fara að viður- kenna að þeim ber að kosta ákveðinn hluta í þjónustu Neytendasamtakanna. Þar er um að ræða samfélagsþjónustu sem er skoðuð sem slík í allri Norður-Evrópu og mun verða í Suður-Evrópu og ríkjum ESB. Við höfum þegar lagt grunninn að þessu hjá Neytenda- samtökunum í formi kvörtunar-, úrskurðar- og Ieiðbeiningaþjónustu en við vitum öll hvernig samfélagsþjónusta er greidd.“ — Hafa stjómvöld sofið á neytendaverð- inum? „Neytendamál hafa aldrei verið stórt mál hjá íslenskum stjórnmálamönnum, því mið- ur. Við skulum hafa það í huga að það þurfti evrópskt efnahagssvæði til að fá sambæri- lega neytendalöggjöf hér og er í allri Evr- ópu. A sama tíma og nágrannalöndin reka ýmsar stofnanir til að tryggja að neytendur geti fengið úrlausn sinna mála á fljótan og ódýran hátt, þurfa Neytendasamtökin hér að mestu leyti að greiða þetta úr eigin sjóð- um sem við ættum í raun að nota fyrir okk- ar félagsmenn.“ — Og muntu heita þér fyrir auknum skilningi á þessu sviði? „Já og ég er mjög bjartsýnn. Núverandi viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, hefur sýnt þessum málum mikinn áhuga og sá áhugi lofar góðu.“ — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.