Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 12
12-MIDVIKUDAGUR 18.MARS 1998 D^ur ÍÞRÓTTIR Ráðstefna um árangur skólastarfs á Norð- urlandi eystra haldin í Menntaskólanum á Akureyri 21. mars 1998. Ráðstefnustjórar: Anna Þóra Baldursdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Rúnar Sigþórsson, kennsluráðgjafi Skólaþjónustu Eyþings. Dagskrá 09:30-09:35 09:35-09:45 09:45-10:30 10:30-10:50 10:50-11:05 11:05-11:25 11:25-11:45 11:45-12:00 12:00-13:10 13:10-13:30 13:30-13:50 13:50-14:10 14:10-14:30 14:30-14:50 14:50-15:10 15:10-15:30 15:30-15:50 15:50-16:10 16:10-16:30 16:30-16:45 16:45 Setning - Ásta Sigurðardóttir, formaður Skólaráðs Eyþings. Ávarp - Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Náms- og félagsleg staða ungmenna á Norðurlandi eystra - Amalía Björnsdóttir starfsmaður RUM og lektor við KHÍ. Umræður og fyrirspurnir Hlé Mikilvægi raungreina og vandi grunnskólans - Stefán G. Jónsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Staða og möguleikar kennaradeildar Háskólans á Akureyri - Kristján Kristjánsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Umræður og fyrirspurnir. Hádegishlé. Upplýsingasöfnun í skóla sem forsendur umbóta - Guðmundur Þór Ásmundsson, skólafulltrúi á Akureyri. Hvað geta sveitarfélög gert til umbóta í skólastarfi? - Einar Njálsson, bæjarstjóri Húsavík. Stuðningur foreldra við umbætur í skólastarfi - Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar Akureyrar. Skólastarf í Grunnskóla ísafjarðar - Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri G.í. Umræður og fyrirspurnir. Kaffi. Hugleiðingar um árangur í skólastarfi - Iðunn Antonsdóttir, kennari í Húsabakkaskóla. Leiðir til úrbóta - Halldóra Haraldsdóttir, skólastjóri Giljaskóla. Áherslur í umbótastarfi - Rósa Eggertsdóttir, forstöðumaður þjónustudeildar Skólaþjónustu Eyþings. Umræður og fyrirspurnir. Samantekt og framtíðarsýn - Jón Baldvin Hannesson, forstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings. Ráðstefnuslit. Ráðstefnugjald 1.500 krónur. Skráning f síma 463-0900. VINNINGASKRA í JÓLAHAPPDRÆTTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS 1997 Dregið var 16. mars 1998 Vinningur verðmæti vinningsnúmer 1. Nissan Micra 1.089.000 287 2. Ferð fyrir tvo til Evrópu 100.000 10215 3. Ferð fyrir tvo til Evrópu 100.000 16299 4. Málverk eftir Ómar Stefánsson 200.000 16024 5. Málverk eftir Ómar Stefánsson 200.000 21467 6. Málverk eftir Bjartmar 200.000 4579 7. Málverk eftir Bjartmar 200.000 25512 8. Málverk eftir Ómar Stefánsson 150.000 1264 9. Málverk eftir Ómar Stefánsson 150.000 3673 10. Málverk eftir Bjartmar 150.000 20040 11. Málverk eftir Bjartmar 150.000 26761 12. Gjugg í borg / bæ fyrir tvo 25.000 14376 13. Gjugg í borg / bæ fyrir tvo 25.000 19721 14-18 Saga Listarinnar 5.930 2873 13856 18107 18320 25022 Vitja verður vinninga innan árs frá því dregið var. Gildir miðar sem voru greiddir fyrir 16. mars 1998. Birt með fyrirvara um prentvillur. Nánari upplýsingar í síma 551 7500 og á heimasíðu Alþýðubandalagsins vortex.is/abl BELTIN Wibffi 'fyií m|UMFERÐAR 1ÍRÁÐ KA náði 2. sætinu Leikur KA og Vestmannaeyinga í KA-heimilinu á Akureyri í gær- kvöld bauð upp á allt sem áhorf- endur vilja sjá; hraða, mistök, glæsimörk, frábæra markvörslu og oft klassavarnarleik. Fyrsta markið gerði Litháinn Pauzuolis fyrir IBV og hann átti eftir að hrella vörn KA framan af leikn- um áður en hann var tekinn úr umferð. Hann gerði 4 mörk í fyrri hálfleik, eftir það skiptust Halldór Sigfússon og Hilmar Bjarnason á að taka hann úr um- ferð og þessi stórskytta hreinlega hvarf. I stöðunni 2-2 gerðist umdeilt atvik. KA komst í hraðaupp- hlaup, Sigmar Þröstur stormaði út úr markinu og virtist setja fót- inn fyrir Jóhann Jóhannsson sem féll í gólfið og ÍBV náði boltan- um. Annars ágætir dómarar heyktust á því að dæma á Sig- mar, sem hefði átt að sjá rauða spjaldið fyrir. I hálfleik var stað- an 12-14 fyrir ÍBV. KA-liðið skipti um ham í bún- ingsklefanum, skoraði fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og komst í forystu í fyrsta skipti í leiknum, 15-14, og Iét hana ekki af hendi eftir það. Vestmannaeyingar komust fyrst á blað á 9 mín., 16- 15, og voru óheppnir þegar ruðn- ingur var dæmdur á Pauzuolis. Þar var Yala of seinn að „fiska“ ruðning. Vestmannaeyingar misstu þó Islandsmeistarana aldrei langt frá sér, og þegar 10 mín. voru eftir var staðan 22-19. Sigmar fékk á sig mark frá Leó Erni fyrir að vera of framarlega á vellinum og þegar 3 mín. voru eftir var staðan 25-22 þegar Sverrir skoraði sitt eina mark með gegnumbroti. Hilmar átti glæsisendingu á Leó Orn, 27-23, og Hilmar innsiglaði svo sætan sigur á Vestmannaeyingum, 28- 22, þegar klukkan gall. Mörk KA: Leó Örn Þorleifsson 9, Björgvin Björgvinsson 5, Hall- dór Sigfússon 4 (3), Karim Yala 4, Vladimir Goldin 2, Jóhann Jó- hannsson 2, Hilmar Bjarnason 2 (1) og Sverrir Björnsson 1. Sig- tryggur Albertsson varði 19 skot. Mörk ÍBV: Zoltan Belanyi 9 (6), Robertas Pauzuolis 4, Guð- finnur Kristmannsson 2, Erling- ur Richardsson 2, Sigmar Þröst- ur Óskarsson 1, Svavar Vignis- son 1, Davíð Hallgrímsson 1, Haraldur Hannesson 1 og Sig- urður Bragason 1. Sigmar Þröst- ur varði 13 skot. Staðan er nú þessi: Fram 21 15 0 6 560:495 30 KA 21 13 3 5 580:512 29 UMFA 21 14 1 6 543:500 29 FH 21 12 4 5 553:504 28 Valur 21 11 4 6 505:475 26 Haukar 21 11 3 7 572:537 25 ÍBV 21 11 2 8 596:558 24 Stjarnan 21 10 0 11 539:538 20 HK 21 8 2 11 519:517 18 ÍR 21 5 2 14 510:555 12 Víkingur 21 5 1 15 500:551 11 Breiðabl. 21 0 0 21 453:678 0 Lokaumferðin annað kvöld: FH-Fram kl. 20 Valur-KA U. 20 UMFA-Stjarnan ld. 20 Breiðablik-HK kl. 20 ÍBV-ÍR kl. 20 Víkingur-Haukar kl. 20 Allir leikir lokaumferðarinnar fara fram á sama tíma og það er því ljóst að ef til þess kemur að fresta þurfi einhveijum leik í umferðinni, þá verður öllum leikjunum frestað. Ste£na á Evrópusæti íslendingaliðin AGF Árósar og Vejle, sem KR-ingarnir Ólafur Kristjánsson og Þórhallur Dan Jóhannsson leika með, áttust við á sunnudaginn. Leik- urinn var tilþrifalítill og Iauk honum með 0- 0 jafntefli. Þórhallur Dan lék ekki með Vejle í Ieiknum og hefur ekki verið í Ieikmannahópi liðsins í nokkurn tíma. Hann virðist eiga erfitt uppdráttar hjá félaginu og ekki vera í framtíð- armyndinni hjá þjálfar- anum. I spjalli við Dag sagðist Ólafur ekki hafa leikið með AGF á sunnudaginn vegna smávægilegra meiðsla. Hann vonaðist til þess að verða fljótt klár í slaginn aftur því margir leikir væru framundan. „Deildin verður leikin mjög þétt núna til þess að landsliðið geti fengið nægan tíma í vor til að undirbúa sig fyrir HM í Frakklandi. Okkur hefur gengið ágætlega og erum núna í 6. sæti. Við stefnum á þriðja sætið f deildinni sem gefur rétt til þátt- öku í Evrópukeppni. Það er raunhæft og við eigum ágætis möguleika á að ná því,“ sagði Ólafur. Það fer ekkert á milli mála að Bröndby og FC Kaupmanna- höfn eru með yfir- burðalið í dönsku deildinni núna. Bröndby hefur keypt leikmenn fyrir um 300 milljónir íslenskra króna til að styrkja lið- ið fyrir átökin í deild- inni og ætlar sér ekk- ert annað en að vera í fremstu röð í Norður Evrópu. „Það verður einvígi milli FCK og Bröndby um danska meistara- titilinn sagði Ólafur. Þetta eru langsterkustu Iiðin og önnur lið verða að láta sér nægja að berjast fyrir þriðja sætinu. Það hefur ekkert lið hér áhuga á að komast í TOTO- keppnina því hún verð- ur leikin meðan Iiðin hér eru í leyfi. Það væri gaman að komast í Erópukeppni og fá íslenskt lið sem mótheija." - GÞÖ Urslit Evrópukeppni fálagsliða 8-liða úrslit, síðari leikir Aston ViIIa-Atl. Madrid 2:1 Taylor 72, CoIIymore 74 - Caminero 28 Jafnt 2:2 en Atletico kemst áfram á fleiri mörkum á úti- velli. Schalke-Inter Milan 1:0 Goossens 90 -. Jafnt 1:1 samanlagt en úrslit tír framlengingn voru ekki kunn þegar blaðidfór í prentun. Spartak Moskva-Ajax 1:0 Szirko 85 -. Spartak sigraði 4:1 samanlagt. Auxerre-Lazio 2:2 Guivarc’h 39, 80 - Mancini vsp. 7, Gottardi 12 Lazio sigraði samanlagt 3:2. Enski bikarinn 8-liða úrslit Sheff. Utd.-Coventry 0:1 - Telfer 10. West Ham-Arsenal 1:1 Hartson 84 - Anelka 45. Urslit ekki kunn úr fram- lengingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.