Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGUR 18.MARS 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir gubmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON V Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: rltstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.6so kr. á mánlb Lausasöluverd: iso kr. og 200 kr. helgarbl/ð Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Amundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Sjómeim ráða í fyrsta lagi Ríkissáttasemjari gerði rétt í því að leggja fram miðlunartillögu í sjómannadeilunni. Ljóst var þegar fyrir helgi að frekari við- ræður myndu ekki skila deiluaðilum nær samkomulagi en orð- ið var. Þótt sjómönnum finnist eðlilega að margt vanti í tillög- una af upphaflegum kröfum bendir margt til þess að þeir muni samþykkja hana og þar með aflýsa verkfallinu síðar í vikunni. Talsmenn þeirra þriggja samtaka sjómanna sem að deilunni standa hafa þannig allir mælt með því að tillagan verði sam- þykkt í atkvæðagreiðslu sem nú stendur yfir. Það er ábyrg af- staða. í öðru lagi Illt er til þess að vita að forysta útvegsmanna skuli ekki hafa tekið á málinu með sama hætti. Samninganefnd Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hefur ákveðið að skila auðu; hún vill ekki, eða getur ekki, haft skoðun á því hvort félagsmenn sínir eigi að samþykkja miðlunartillöguna eða fella hana. Þar með er forysta samtaka útvegsmanna að skjóta sér undan ábyrgð og skapa óþarfa óvissu um afdrif miðlunartillögunnar í atkvæðagreiðslu útvegsmanna. Boltinn er sendur til forráða- manna einstakra fyrirtækja sem verða að gera upp hug sinn án þess að fyrir liggi samræmd afstaða heildarsamtakanna. íþriðjalagi Samþykkt miðlunartillögunnar af hálfu sjómanna yrði rós í hnappagat þríhöfðanefndar sjávarútvegsráðherra. Henni tókst það sem fáir trúðu fyrirfram að væri gerlegt; að finna á fáein- um vikum trúverðuga leið til að taka á því misrétti sem sjó- menn telja sig beitta við framkvæmd kvótalaganna. Það eru fyrst og fremst frumvarpstillögur þessarar nefndar sem eru forsenda þess að sjómannadeilunni fer væntanlega að Ijúka, enda hefur ríldsstjórnin skuldbundið sig að koma þeim í gegn- um þingið ef sjómenn samþykkja miðlunartillögu sáttasemj- ara. Utvegsmenn geta ekki komið í veg fyrir þá niðurstöðu jafnvel þótt þeir felli miðlunartillöguna. Það vald er einfald- lega ekki lengur f þeirra höndum, sem betur fer. Ellas Snæland Jónsson. Útgáfufélag: dagsprent Garri gaflari Allt frá því að Garri ákvað að verða ekki bara íhaldsmaður og framsóknarmaður heldur líka krati hefur honum liðið best í Hafnarfirði. Garri kann vel við fjölbreytni. Að vísu kom aðeins á Garra þegar hann var búinn að gera samkomulag um samfylkingu jafnaðar, hugsjóna, félagshyggju, frels- is og jöfnuðar og réttlætis eftir síð- ustu kosmngar. Já, það kom á Garra þegar við hættum við frelsi, jafnrétti, bræðralag og Al- þýðubandalag. Garri segir ekki að það hafi verið sjúsklaust að taka tvo sjóræningja frá íhaldinu um borð. Garri meinar: tveir kú- jónar sem eru of sukkaðir fyrir íhaldið í Hafnarfirði eru of sukkaðir fyrir flestra smekk. Að vísu ekki okkar Hafnar- fjarðarkrata. Svo \ið skiptum úr frelsi fyrir verktakafrelsi, jafnrétti fyrir ja, bara, og í staðinn fyrir bræðralag settum við fóstbræðralag. Garri var sloj í nokkra daga. Og svo Og svo fór Garri að nuða í Ingvari og Tryggva um að end- urvekja svo sem eina hugsjón. Af því að það væru að koma kosningar. Garri lenti í pers- ónulegum málum út af bíla- stæði fyrir utan Gafl-inn, Garri fékk það óþvegið útaf leirkrús sem brotnaði í kaffi- samsæti fyrir aldna kratakerl- inu og Garri lenti í ónáð þegar hann gleymdi afmæli Guð- mundar Arna. Og sæti á spila- kvöldi voru í uppnámi. V Meira stuð „Svo við förum bara í prófkjör Garri minn,“ sagði Ingvar og Tryggvi Ifka og hún konan sem lætur ekki manninn sinn stjórna sér. Garri hefur alltaf vitað að prófkjör væru vísasta leiðin til einingar og félags- hyggju svo hann kaus villt og galið. Kaus sameiningar- sinnann í klofn- ingshópunm, sem síðan klauf sig frá klofningshópnum. Garri var komin í grasrótina. Enu rneira stuð „Við auglýsum þá bara í Mogg- anum Garri minn,“ sagði fé- Iagi í grasrótinni sem hefur hugsjón, bræðralag og systra- þel í hávegum og vill samfylkja gegn klofningsöflunum í aðal ldofningsflokknum í Alþýðu- flokknum, með minni klofn- ingsöflum og óháðum í sam- starfi við Magnús Jón, sem er að vísu einangraður frá sam- fylkingarsinnum og óháðum hinum megin. Garri sá nafnið sitt í auglýsingu: „Loksins: Samfylking í Hafnarfirði". Og Garri skrifaði glaður undir: „Ut úr ógöngunum, nýtt afl til nýrrar aldar“. Garri varð yfir sig glaður. „Garri, nú ertu loksins búinn að ganga nógu langt.“ Ekkinóg En Garri veit betur. Enn er eitt skref eftir. Garri á eftir að ganga af göflunum. GARRI Fyrir allmörgum árum vakti há- launaður starfskraftur hjá að minnsta kosti tveim fyrirtækjum athygli skattayfirvalda í Dan- mörku. Þegar farið var að hyggja að þessum möðkum í mysunni kom í ljós, að á launaskrá fyrir- tækjanna voru föngulegar stúlk- ur, sem þáðu góð Iaun fyrir að greiða fyrir viðskiptum. Skattur- inn og hluthafar báðu um starfs- lýsingu og ekki stóð á henni. Þær liðkuðu fyrir samningum við góða viðskiptavini fyrirtækjanna, sem boðin var blíða þeirra sem uppbót á vel lukkaða samninga. Við nánari eftirgrennslan kom einnig í ljós, að yfirmenn fyrir- tækjanna höfðu gögn og gæði af starfskraftinum. Þá kom upp vandamálið hvort það væru ekki hlunnindi, sem meta bæri til tekna og greiða skatt af, og varð málið allt hið snúnasta. Svona viðskiptahættir kváðu vera algengir í einkageiranum, þar sem greiðasemin er færð á Mutur og haldgóðir samningar kostnaðarreikning eða risnufé. Þegar dæmin ganga upp geta samningar sem liðkað er fyrir með þessu móti orðið miklu haldbetri en ella. Það getur verið fyrirtæki dýrmætt að deila leynd- armáli með með þeim sem skipt er við. Liðkað fyrir samn- iiiguin Laxveiðitúrar ríkis- bankastjóra með út- völdum viðskipta- mönnum bankanna hafa lengi viðgengist. Kaup bankanna á veiðileyfum í fengsæl- ustu ám landins eru fóðruð með því, að gera þurfi vel við samn- ingamenn annarra peningastofn- ana, aðallega erlendra. Er því höfðingjunum boðið upp á dýrasta sport sem hægt er að stunda hér á Iandi. Bankastjórar og bankaráðsmenn eru þá gjarn- an með til að liðka fyrir viðskipt- Flottasta gamanið á íslandi. unum og eru væntanlega gerðir haldgóðir samningar í allri afla- sældinni. Fáum sögum fer af því hvaða samningamenn ríkisbankanna þarf að blíðka með greiðasemi af þessu tagi. Leyndin er kannski til þess að verja samn- ingamenn erlendra peningastofnana því, að yfirboðarar eða hluthafar komist að því, að verið sé að múta þeim til að gera samninga við ís- lensku ríkisbankana, sem ekkert yrði af ella. Stórgróði Ef spilin væru lögð á borðið, gæti sem best komið í ljós, að stór- gróði sé af laxveiði bankastjór- anna og útmetinna viðskipta- manna þeirra. Nái íslensku bankarnir betri samningum og hagstæðari kjörum í viðskiptum við erlendar peningastofnanir með því að múta starfsmönnum þeirra með laxveiði, eru nokkrar tugmilljónir í kostnað eins og krækiber í tunnu, miðað við þann ágóða sem leitt getur af hagstæðum og haldgóðum samningum. Mútuþægir samningamenn eru mikils virði fyrir þá sem efna til viðskipta við þá. Að hinu Ieyt- inu eru þeir varla trúir vinnuveit- endum sínum, eins og hlýtur að Iiggja í augum uppi. En þar sem það sýnist viðtekin venja, að hygla góðum viðskiptamönnum með flottri greiðasemi, væri fróð- legt að frétta hvað íslenskir samningamenn ríkisbankanna fá íyrir sinn snúð þegar þeir eru að gera haldgóða samninga við pen- ingastofnanir erlendis? Onnur spurning: í hvaða rétt skyldu feitir og pattaralegir ána- maðkar, sem skrifaðir voru á reikning mötuneytis eins ríkis- bankanna, vera notaðir? ro^fir spurLOi svarad Hvemig lístþér á hug- myndirum 20%flatan shatt á tehjur og afnám bóta í shattáherfinu, eins og tveirþingmenn Sjálf- stæðisflohhs leggja til? Jón Kristjánsson þingmaðuT Framsóktmtflokks og form. fjárlaganefndar. „Eg er ekki bú- inn að kynna mér þetta frum- varp þeirra ná- kvæmlega, en ég hef alltaf verið þeirrar skoðun- ar að tekjuskatt- ur eigi að vera tæki til tekjujöfnunar. Þeir sem hefðu úr meiru að spila ættu að leggja eftir því til samfélagsins. Því þykir mér í fljótu bragði ótrú- legt að ég geti greitt þessu frum- varpi atkvæði mitt. “ Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þingmaður jafnaðarmanna. „Þær bóta- greiðslur sem velferðarkerfið greiðir eru hugsaðar til að rétta stöðu þeirra verr settu í samfélaginu. An þess að ég hafí skoðað þetta mál til hlítar er ég hrædd um að afnám þessara bóta muni bitna á þessum hóp- um en efla hag þeirra betur settu. Flatur 20% skattur á allar tekjur er ég hrædd um að muni virka með sama hætti. “ Ögmundux Jónasson þingmaður óháðra ogfonnaðurBSRB. „I grundvallar- atriðum eru þessir þing- menn að leggja til að skattkerfið verði ekki notað lengur til tekju- jöfnunar heldur einvörðungu til tekjuöflunar. Eg tel hinsvegar að skattar eigi að þjóna þessu tví- þætta hlutverki. Með afnámi persónuafsláttar, yrði tekju- lægsta fólkið skattlagt gagnstætt því sem nú er gert. Þeir telja að það myndi auka meðvitund borg- aranna um velferðarkerfið; að láta alla greiða til þess. Mér fínnst það hinsvegar betra vott um meðvitundarleysi þeirra og skilningisleysi á lífskjörum í Iandinu ef þeir trúa því að hinir tekjulægstu séu aflögufærir." Einar Oddur Kristjánsson þingm. Sjálfstæðisflolths ogjulltr. í efnahags■ og viðskiptanejiid. „I meginatrið- um tel ég að þeir flokksfél- agar mínar séu að leggja til rétta hluti. Hinsvegar er það mjög vand- meðfarið að breyta áhrifum barnabóta, sjó- mannaafsláttar, vaxtabóta og slíkra þátta í skattakerfínu. Leita þyrfti mikillar samstöðu meðal allra sem að þessum málum koma áður en lagt yrði út í þann langa feril sem þessar breytingar tækju.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.