Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 13
Xfcgwr MIDVIKUDAGUR 18. MARS 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR Hvaða lið geta stöðv- að Jordan og félaga? Nú þegar NBA tímabilinu fer að ljúka er kom- in nokkuð skýr mynd af því hvaða lið mimu koma til með að berjast um titilinn í vor. Fá lið virðast geta stöðvað Chicago. Chicago Bulls er án efa eitt besta Iið í sögu NBA deildarinnar. Lið- ið hefur unnið NBA titillinn 5 sinnum á síðustu 7 árum. Gár- ungar segja að þeir hefðu unnið hann öll þessi ár ef Michael Jord- an hefði ekki fengið þá flugu í höfuðið að hann gæti spilað hafnabolta. En nóg um það, eru einhver Iið í deildinni f ár sem geta velt þessu liði af toppnum? Sennilega ekki, en nokkur lið koma til með að veita þeim harða keppni. Miami Heat: Alonzon Mourning og félagar í Miami Heat eru lang sterkasta lið Atlantshafsriðilsins í Austur- deildinni. Liðið byrjaði rólega í haust þegar Mourning var meiddur en nú er vélin komin í gang og Iiðið vann m.a. 13 af 15 leikjum sínum í febrúar. Þeir berjast nú við lið Indiana og Chicago um efsta sæti Austur- deildarinnar. „Eg \ál ekki þurfa að spila 7. leik í úrslitakeppni í Chicago eða Indiana, við erum að keppast um það,“ sagði Pat Riley, þjálfari Heat. Það sem hef- ur einkennt leik Miami hins veg- ar er endalaus barátta og sterk vörn og það á eftir að skila þeim langt í úrslitakeppninni. Indiana Facers: Larry Bird er mættur og Indiana hefur aldrei spilað jafn vel. Liðið hefur m.a. unnið 3 af 4 leikjum sínum gegn Miami og verði liðin jöfn að loknu tímabilinu verða Pacers sæti ofar sökum þess. Lið- ið hefur unnið 24 leiki og tapað 6 á heimavelli sfnum og er það næst besti árangurinn í Austur- deildinni á eftir Chicago. Liðið spilar mikinn liðsbolta þar sem allir taka þátt og svo eru stjörnur Iiðsins að eiga sín bestu tímabil í langan tíma. Reggie Miller skor- ar 19.9 stig í leik en hefur aldrei hitt betur úr skotum sínum. Rik Smits skorar 17.0 stig í leik og hefur einungis misst af einum leik í vetur vegna meiðsla og er langt síðan það hefur gerst. Onnur lið í Austurdeildinni sem verða sterk eru Charlotte Hornets og Atlanta Hawks. Bæði þessi lið eiga nánast öruggt sæti í úrslitakeppninni en þegar kemur að liði Chicago Bulls geta bæði þessi lið dregið út sólstólana og sandalana og farið í sumarfrí. Lið New York Knicks ræður ekki við öll meiðslin sem eru að hrjá Iiðið og um daginn gátu einungis sjö leikmenn spilað fyrir Iiðið! Vesturdeildin Nokkur lið í Vesturdeildinni koma til með að berjast um hvert þeirra fær að mæta meisturunum í úrslitunum. Þrjú lið virka sterk- ust um þessar mundir, L.A. Lakers, Seattle og Utah. L.A. Lakers: Lið Los Angeles er án efa eitt það sterkasta á pappírunum í NBA. Hins vegar gleyma flestir hversu ungar þessar stjörnur eru og reynslan kemur til með að vinna í úrslitakeppninni. Shaq O'Neal, Eddie Jones og Nick Van Exel eru allir 26 ára og Kobe Bryant er 19. Liðið hefur hins vegar sýnt í vetur að það getur sigrað hvaða lið sem er og ekkert lið klárar hraðaupphlaup jafn vel og þeir. Það er hins vegar mikilvægt fyrir þá að ná efsta sæti Vesturdeildar- innar. Seattle: Seattle Supersonics losaði sig við Shawn Kemp og fékk Vin Baker í staðinn. Þetta virðist hafa heppn- ast mjög vel og Iiðið er með bestu stöðuna í NBA í dag. Liðið hefur ekki tapað fyrir Lakers, Phoenix eða San Antonio á þessu tímabili en eina toppliðið sem þeir eiga erfitt með er Utah Jazz. Það sem á eftir að hrjá þetta lið hins vegar í úrslitakeppninni eru fráköstin en ekkert lið í NBA tekur jafn fá fráköst og Iið Seattle, 38.5 í Ieik. Einnig hefur Vin Baker aldrei tekið þátt í úrslitakeppni á sínum 5 ára ferli. Leikmaðiir vikimnar Jason Kidd, leikstjórnandi Phoenix Suns, var valinn leik- maður síðustu viku í NBA. Lið Phoenix vann þá alla Qóra leiki sína og var Kidd frábær. Hann skoraði að jafnaði 16.0 stig, átti 10.0 stoðsendingar, tók 6.5 frá- köst og stal boltanum 3.0 sinn- um í leik. I þokkabót nýtti hann 62.2% af þeim skotum sem hann tók og er það nýtt af nálinni þar sem Kidd hefur verið ein slakasta skytta deildarinnar sfðustu ár. Kidd byrjaði vikuna með 12 stigum og 13 stoðsendingum í auðveldum sigri á L.A. Clippers. Hann fylgdi því eftir með 17 stig- um, 6 stoðsendingum, 5 fráköst- um og 5 stolnum boltum gegn Denver. Því næst kom auðveldur Ieikur gegn Golden State þar sem kappinn skoraði 15 stig og átti 9 stoðsendingar. Hann kláraði vik- una svo með stæl þar sem hann skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og átti 12 stoðsendingar gegn sínum gömlu félögum í Dallas. Þetta var 18. þrefalda tvenna Kidd á ferli hans. Aðrir leikmenn sem áttu góða viku í NBA voru m.a. Michael Jordan hjá Chicago, Johnny Newman hjá Denver, en þeir unnu einmitt tvo leiki í röð í fyrsta sinn síðan í janúar 1997. Clyde Drexler hjá Houston spil- aði vel, Nick Anderson er enn að blómstra hjá Orlando og Arvydas Sabonis hjá Portland slær ekki slöku við. -jj Utah: Allt \drðist stefna í það að Utah Jazz mæti Chicago Bulls aftur í úrslit um NBA deildarinn- ar. Liðið er á mikilli siglingu og hefur m.a. unnið 10 leiki í röð í deildinni þegar þetta er skrifað. „Liðið er að spila vel núna og minnir á liðið í fyrra og mér líður vel eins og er,“ sagði Karl Malone um daginn. Malone er sennilega sterkasti leikmaður deildarinnar og skorar 26.4 stig í leik og tekur 10.4 fráköst. Síðan er John Stockton mætt- ur eftir uppskurð í haust og Jeff Hornacek er ein besta skyttan í deildinni. Ef liðið nær efsta sætinu í Vesturdeildinni þá eru litlar líkur á að einhverjir \dnni þá í Delta Center, heimavelli þeirra, sem er einn sá sterkasti í deildinni ef ekki sá sterkasti. Þetta á allt eftir að koma í ljós og það verður gaman að fylgjast með í lok maí. -JJ Michael Jordan fagnar sennilega sínum 6. meist■ aratitH í vor. Scmeidtel frá í þrjár vikiir Peter Schmeichel. Ljóst er að meiðsl Peters Sch- meichel, hins danska markvarð- ar Manchester United, eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Schmeichel meiddist á hné í leiknum gegn Arsenal um síð- ustu helgi og verður frá í þijár vikur, í stað fimm vikna, eins og talið var í fyrstu. Meiðsl Sch- meichel þýða það að Raymond Van der Goew mun standa í marki enska liðsins í kvöld í síð- ari viðureign liðsins gegn Monaco. Þetta verður þriðji leikur van der Goew í vetur, en hinir tveir leikirnir töpuðust báðir. Arsenal með í baráttunni Möguleikar Arsenal á enskri meistaratign eru taldir umtals- verðir eftir sigur liðsins gegn Manchester United á Old Traf- ford. Líkurnar á því að Lund- únaliðið yrði enskur meistari voru taldar 11-2 fyrir Ieikinn hjá William Hill veðbankanum, en eru nú komnar í 9-4. Líkurnar á því að Manchester United verði meistari eru nú 1-3 en voru 1-8, en þess ber að geta að Manchester United hefur að- eins fengið 14 stig úr síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni. Leíkur Giggs með í kvöld? Þá mun Alex Ferguson ákveða það í dag hvort hann teflir fram Ryan Giggs, sem ekki hefur leikið með Manchesterliðinu undan- farnar vikur. Þá er óvíst hvort hann getur teflt fram Ronny Johnsen og Phil Neville, en von- ir standa til að Nicky Butt verði búinn að ná sér fyrir kvöldið. Ryan G/ggs. Lee og klósett- pappírinn Francis Lee, fyrrum stjórnarfor- maður Manchester City, er einn stærsti hluthafi í félaginu. Hann efnaðist vel á að leika með lið- inu á sínum tíma og ávaxtaði sitt pund ríkulega með hlutabréfa- kaupum, einkum í pappírsverk- smiðju sem sérhæfir sig í fram- Ieiðslu klósettpappírs. Stuðn- ingsmönnum andstæðinga City, Manchester United, leiðist ekki að núa stuðningsmönnum City þessu um nasir. Þegar þeir tala um Qáraflanir Lees til handa City hafa þeir þetta spakmæli á orði, „The more you shit, the more he earns."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.