Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 5
 MIÐVIKVDAGUR 18.MARS 1998 - S FRÉTTIR Óskalisti ungs fólks veldur óróa Frá Fáskrúdsfirði. Óskalistiim, nýr framboðslisti ungra Fáskrúðsfirðinga, hef- ur hrært upp í pólítík- inni í hyggðarlagiuu. Unga fólkiuu hefur verið hoðið sæti á lista hjá hinum. „Við erum búin að reikna út að til að koma einum fulltrúa í hreppsnefnd þurfum við ekki nema 45 til 50 atkvæði. Nú þeg- ar eru um 30 ungir Fáskrúðsfirð- ingar búnir að lýsa yfir stuðningi við listann eða ætla að taka sæti á honum, þannig að það er alveg pottþétt að við náum fulltrúa inn í sveitarstjórn ef við bjóðum fram,“ segir Helgi Guðjónsson á Fáskrúðsfirði, formaður undir- búningshóps vegna Oskalistans, nýs framboðsafls ungs fólks í kauptúninu. Stofnfundur Oskalistans var í fyrrakvöld, en undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurn tíma. Helstu stefnumál eru hagsmunir ungs fólks, til dæmis efling tölvukennslu við grunn- skólann á Fáskrúðsfirði og víð- tækar vímuefnavarnir. Ljóst er að framboðslistinn er að hræra ærlega upp í pólitíkinni á Fáskrúðsfirði, að minnsta kosti í sinni fulltrúa gömlu fjórflokk- anna sem hafa lengi setið við völd. „Karlarnir eru búnir að kalla mig á eintal og skamma mig fyrir þetta tiltæki. Segja að þetta sé ábyrgðarleysi og þar fram eftir götunum," segir Helgi Guðjónsson. „Ég hef reynt að segja sem minnst og við ætlum bara að hlusta. Þessir karlar eru engir asnar og þeir hafa gert margt ágætt í bæjarlífinu; til dæmis byggt íþróttahús hér með löglegum handboltavelli sem kostaði ekki nema 120 milljónir króna. Ekkert íþróttahús á land- inu er sjálfsagt jafn dýrt miðað við íbúafjölda." Helgi segir að Oskalistinn hafi nú þegar valdið þeim titringi í pólitíkinni eystra að fulltrúar eins af gömlu flokkunum hafi komið á sinn fund og boðið Oskalistafólki að taka annað sætið á sínum lista. Hann vill ekki segja hvaða flokkur þetta er, en samkvæmt heimildum Dags er þetta Iisti óháðra. Helgi segir að í umræðu hafi verið að sameina öll framboðsöfl á Fáskrúðsfirði, það er Búðar- hreppi, til þess að menn sam- einist enn betur um brýn úr- lausnarefni í byggðarlaginu eins- og fólksflótta og skuldavanda byggðarlagsins. „Annars hafa framboðin hér verið í ládeyðu og menn vöknuðu fyrst upp við að sveitarstjórnarkosningar væru í vor þegar við fórum af stað með Óskalistann," segir Helgi. -sbs. Kristján Pálsson. Alvarleg mengim „Þegar í Ijós kemur að hið þrá- virka lífræna efni PCB er meira í æðarfugli á Alftanesi en í æð- arfugli við Svalbarða og tíu sinn- um meira en í æðarfugli í Kanada, er ástæða til að fram fari alvarleg rannsókn á þessu og hvernig hægt sé að eyða efn- inu. Það vekur líka athygli að þegar rjúpnastofninn er skoðað- ur er PCB magn minnst í ís- lenska rjúpnastofninum miðað við Svalbarða og Kanada. Þetta segir okkur að PCB mengunin er meiri við ströndina en upp til heiða,“ sagði Kristján Pálsson alþingismaður í samtali við Dag. Hann hefur ásamt fleirum flutt þingsályktunartillögu um að umhverfisráðherra láti gera úttekt á því hvar PCB og önnur þrávirk lífræn efni er að finna hér á landi og í hve miklum mæli. -S.DÓR Einn þegar sótt um Öldutúnid Aðeins ein umsókn hefur borist um starf skóla- stjóra í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði en búist er við að minnsta kosti fjórum umsóknum til við- bótar áður en frestur rennur út á mánudag. Það er Viktor Guðlaugsson, fyrrverandi yfirmaður skólaskrifstofunnar í Reykjavík, sem hefur þegar sótt um starfið. Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalags, vill ekkert segja um hvort hann ætli að sækja um. Hann kennir við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og kvaðst hafa þurft að hafa mikið fyrir að fá þá stöðu. Von er á umsókn frá Jónu Björgu Sætran kenn- ara og Helga Þór Helgasyni. Þá er talið hugsanlegt að Gunnlaugur Dan, skólastjóri í Grindavík, sendi inn umsókn. -GHS Kjötviiinslur sameinast Ákveðið hefur verið að sameina Kjötvinnsluna Höfn og Borgarnes - Kjötvörur í eitt og öflugt matvælafyrirtæki. Stefnt er að því að þessi sameining verði að veruleika í maímánuði að undangenginni hag- kvæmnisathugun. Nýja félagið mun starfa bæði í Borgarnesi og á Selfossi. Áætluð heildarvelta er um 900 milljónir króna og fjöldi starfsmanna um eitt hundrað. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hlutafé hins nýja félags verði um 180 milljónir króna. -GRH Þriðjungur hreppsbúa á svið Um 100 manns koma að uppsetningu á söngleiknum Oliver í Aðaldal. Rúmlega 300 manns búa í Aðaldælahreppi þannig að lætur nærri að sem nemur þriðjungi íbúa hreppsins komi að sýningunni á einn eða annan hátt. Og jafngildir því að um 30.000 manns störfuðu að leiksýningu í Reykja- vík. Það eru reyndar ekki eingöngu heimamenn sem koma að sýningunni, því leikfélagið BúkoIIa er samþingeyskt og félagar úr mörgum hreppum. Þá eru af 70-80 leikurum, söngvurum og tónlist- armönnum sem stíga á svið, um 40 nemendur úr Hafralækjarskóla, enda uppsetningin samstarfs- verkefni skólans og BúkoIIu. Sigurður Hallmarsson. ^að er Sigurður Hallmarsson sem Ieikstýrir ------ verkinu og fyrirhugað er að frumsýna Ohver í byrjun apríl. JS Magnús Jón Árnason. Náttúruvemd gegn Fiimi Náttúruvemd gagn- rýnir frumvarp iðnað- arráðherra harðlega og segir það ganga í herhögg við stefnu umhverfisráðherra og ríMsstjómarinnar. Náttúruvernd ríkisins Ieggst gegn því að frumvarp Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra um eignarhald og nýtingu á auðlind- um í jörðu verði samþykkt óbreytt og gagnrýnir raunar frumvarpið harðlega. Má af um- sögn þess ráða að frumvarpið sé meingallað og gangi i berhögg við stefnumörkun umhverfis- ráðuneytisins. „Við hefðum gjarnan viljað sjá þá sem settu þetta frumvarp saman koma inn á náttúruvernd. Það er í raun ekki nema á einum stað í frumvarpinu þar sem minnst er á náttúru- eða um- hverfisvernd. Við skoðum þetta í ljósi stefnumörkunar umhverfis- ráðuneytisins og ríkisstjórnarinn- ar til aldamóta, í skýrslunni „Sjálfbær þróun“, en þar er skýrt kveðið á um og lagt upp með að tillít sé tekið til náttúruverndar og að nýting sé byggð á þekk- ingu. Við viljum sjá að það sé tekið á þessu í frumvörpum sem koma fram um nýtingu jarð- efna,“ segir Árni Bragason, for- stjóri Náttúruverndar ríkisins. Ekki í anda nútima viðhorfa I umsögninni segir að frumvarp- ið taki ekki mið af aðstæðum og viðhorfum nútímans, þ.m.t. varðandi sjálfbæra þróun, skyn- samlega nýtingu og náttúru- vernd. Það stangist á við mörg veigamikil atriði í framkvæmdaá- ætlun umhverfisráðuneytisins. Náttúruvernd er því ekki ein- vörðungu að gefa frumvarpi Finns Ingólfssonar falleinkunn, heldur að segja að það stangist á við stefnumörkun umhverfisráð- Ráðherrarnir og flokksbræðurnir Finnur Ingólfsson og Guömundur Bjarnason: Jarðefnafrumvarp Finns andstætt um- hverfisstefnu Guðmundar, segir Nátt- úruvernd rikisins. herra. Ekkert samráð var haft við Náttúruvernd ríkisins við smíði frumvarpsins. „I þessu frumvarpi er ekki nægilega horft til framtíðar og jafnvel samtíðar, eins og hugsun- in er almennt í dag. Þetta er vissulega hörð umsögn frá okkur, en við teljum athugasemdir okk- ar eðlilegar og höfum vakið at- hygli umhverfisráðuneytisins á þeim. Við vonumst til að þetta verði lagað,“ segir Árni. - FÞG ísspöng við Kögur Hafís var í gær aðeins um sjö mílur út af Kögri og Horni og færðist nær landi og einnig var hafís úti fyrir Isafjarðardjúpi. Þetta er lagnaðarís en engin borgarís sjáanlegur. Búast má við að siglingarleiðin fyrir Horn verði varasöm í myrki og jafnvel alveg ófær, nótt sem dag. Togar- inn Múlaberg var á „ralli“ á þess- um slóðum fyrir Hafrannsókna- stofnun en gat ekkert aðhafst. Framundan eru suðvestlægar og vestlægar áttir og því mun hafís- inn færast nær landi og austur með Norðurlandi næstu daga. Næstu daga má því búast við hafís inn á Húnaflóa og síðan austar þegar nær dregur helg- inni. Ef ís nær að leggjast fyrir norðurland í suðvestanáttinni kann hann að verða landfastur ef það gerir norðanátt í kjölfarið. Þór Jakobsson, veðurfræðingur á hafísdeild Veðurstofunnar, seg- ir að mikið magn af hafís sé á sundinu milli Islands og Græn- lands og því sé mikið magn af ís frá Kögri og í norðausturátt það- an. Landhelgisgæslan fer í ískönnunarflug strax og veður og skyggni leyfa. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.