Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 18.03.1998, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1998 - 11 ERLENDAR FRETTIR Sömu mælikverðar gildi um all a GUÐSTEINN BJARNASON skrifar Mannréttindasamtökin Amnesty International láta ekki aðeins til sín taka mannréttindabrot í fjar- lægum heimsálfum, heldur beina þau einnig athygli sinni að pyntingum og illri meðferð á fólki sem enn viðgengst víða í Evrópu. „Eg held að það komi mörgum oft mjög á óvart að Am- nesty International hafi enn áhyggjur af mannréttindabrot- um, ekki bara í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu, heldur Iíka í Vesturevrópuríkjum,“ segir Brian Philips, sem er yfirmaður Evr- ópudeildar Amnesty International í höfuðstöðvum samtakanna í London. „Vitanlega er ekki nærri jafn mikið um mannréttindabrot af þessu tagi í löndum á borð við Italíu, Frakkland eða Bretland, svo eitthvað sé nefnt. En samt eru dæmi um mannréttindabrot, einkum þá illa meðferð sem fólk sætir af hálfu lögreglunnar. Iðu- lega er Iíka óeðlilega stórt hlut- fall þeirra sem verða fyrir mann- réttindabrotum af þessu tagi úr röðum minnihlutahópa, innflytj- enda eða þeirra sem sótt hafa um hæli sem flóttamenn, til dæmis í Iöndum eins og Þýska- landi.“ Norðuilöndin eru ckki stikk- frí í síðustu ársskýrslu Amnesty International komst Danmörk á blað fyrir mannréttindabrot, þannig að jafnvel Norðurlöndin eru ekki Iaus við slíkt framferði. „Nú þetta árið höfum við bent á mannréttindabrot í Svíþjóð. Það gerðist jafnvel að maður Iést í varðhaldi, talið er að hann hafi lifað af illa meðferð af hálfu lög- reglunnar en lést svo skömmu síðar. Þetta kemur augljóslega róti á huga okkar,“ segir Philips, sem staddur var hér á landi í vik- unni. „Venjulega getum við þó reitt okkur á skjót viðbrögð af hálfu stjórnvalda ef Amnesty International birtir upplýsingar sínar um mannréttindabrot í löndum á borð við Norðurlönd- in. Málið er rannsakað og reynt að koma í veg fyrir að slíkt end- urtaki sig.“ Náum aldrei lokapunkti Hann segist þó telja að það skip- ti í raun ekki máli hversu langt þróunin er komin í hveiju samfé- lagi, „það er aldrei hægt að reiða sig á mannréttindi. Það er ekki þannig að þegar þjóðfélag kemst loks á visst stig í þróuninni þurfi fólk aldrei að hafa áhyggjur af þessum hlutum framar. Eg held að þetta sýni bara að við verðum stöðugt að endurnýja mannrétt- indahugsjón okkar, efla vitund um mannréttindi meðal lögregl- unnar, meðal stjórnvalda og ekki síst meðal alls almennings. Þannig að þótt það sé miklu minna um þess konar framferði á Norðurlöndunum þá er mikil- vægt að við höldum vöku okkar." Brian Philips hefur ferðast víða tii að kynna málstað Amnesty International. Philips sagði að hlutverk Am- nesty International sé ekki að bera saman ólík ríki og segja að eitt ríki sé betra en annað. „Við Iítum á hvert land fyrir sig og metum frammistöðu þess með tilliti til þeirra mannréttinda sem það hefur sjálft fallist á að virða. Við erum ekki að reyna að troða neinu upp á þessi ríki sem þau hafa ekki þegar undirritað. Og það er mjög mikilvægt að fólk í öðrum heimshlutum, eins og Asíu, Suður-Ameríku og Afríku, sjái að við beitum sömu mæli- kvörðunum af jafn miklum strangleika á Svíþjóð eða Þýska- land eða Italíu eins og á Búrúndí eða Pakistan eða Argentínu." Öryggismál og mannréttindi I mið- og austuhluta Evrópu eru svo auðvitað lönd þar sem mann- réttindabrot eiga sér stað ekki bara stöku sinnum, heldur er „ástandið í raun kerfisbundið", segir Philips. „Ekki síst í Rúss- landi þar sem pyntingar og ill meðferð eru sérstaklega að- kallandi mál. Einnig í Tyrklandi er ill meðferð af hálfu lögregl- unnar og pyntingar mjög út- breiddar. Líka má nefna önnur lönd, eins og Rúmeníu, þar sem nokkuð miklar líkur eru á því að fólk verði fyrir pyntingum eða illri meðferð ef það lendir í höndum Iögreglunnar á annað borð.“ Brian Philips átti fund með ís- lenskum stjórnmálamönnum á mánudag, þar sem einkum var rætt um hlutverk Evrópuráðsins og Oryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) f mannréttinda- málum. ÖSE hefur einkum ör- yggismál á sinni könnu, en að mati Philips er sérstaklega mikil- vægt að ekki verði gerður skýr greinarmunur á mannréttindum og öryggismálum. í Kosovo kemur fátt á óvart „Astandið í Kosovo núna er ein- mitt skýrt dæmi um það þegar öryggismál og mannréttindi eiga samleið,“ segir Philips. „Am- nesty International hefur árum saman verið að segja að hvað eft- ir annað hafi mannréttindi verið brotin á albönsku þjóðinni í Kosovo og að mörgu Ieyti kemur það alls ekki á óvart að nú brjót- ist fram óánægja og ofbeldi í stórum stíl, þar sem allt of lítið hefur verið gert til þess að reyna að bæta ástandið. Mannréttindi hafa ekki verið virt. Og okkur er mjög í mun að koma því til skila að ekki þýði að gera neina pólit- íska samninga til lausnar á ástandinu nema mannréttinda- þátturinn í þeim verði mjög stór.“ Amnesty International vill að nú þegar fari alþjóðleg rann- sóknarnefnd til þeirra héraða í Kosovo sem Iokað hefur verið af til þess að reyna að komast til botns í því sem gerðist. „Ef þetta voru aðeins Iögregluaðgerðir eins og serbnesku stjórnvöldin í Kosovo halda fram, þá ættu þau ekki að hafa neitt að óttast þótt alþjóðlegum hópi verði hleypt þangað inn,“ sagði Brian Philips að lokum. HEIMURINN Cook tekiu irndir kröfirr Arafats ISRAEL - Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, átti í gær fund með Jasser Arafat, forseta Palestínu- manna. Að fundinum loknum tók Cook undir kröf- ur Palestínumanna um að Israelsmenn hætti að byg- gja á landnemabyggðum Gyðinga á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu. Öhjákvæmilegt sé að hætta þess- um nýbyggingum ef friðarviðræðurnar eiga að geta komist af stað að nýju, sagði Cook. Bretar gegna nú formennsku í framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins, og Arafat sagðist sannfærður um að full alvara byggi á bak við afstöðu Cooks og Evrópusambands- Jasser Arafat. Johaimes Rau veröi forseti ÞYSKALAND - Þýski Sósíaldemókrataflokkurinn hyggst, ef hann fer með sigur af hólmi í næstu þingkosningum, leggja til að Johannes Rau verði næsti forseti Þýskalands. Tveir helstu leiðtogar flokksins, Oscar Lafontaine og Gerhard Schröder kanslaraefni komu sér saman um þetta, og höfðu þá báðir rætt við Rau áður. Johannes Rau hefur verið einn helsti leiðtogi flokksins um árabil, en sagði af sér embætti forsætisráðherra í Nordrhein-Westfalen á mánudagskvöld. Firndi frestaö vegna veiMnda Jeltsíns RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, hefur frestað mikil- vægum fundi Ieiðtoga Samveldis sjálfstæðra ríkja, sem átti að fara fram á fimmtudag. Þá frestaði hann einnig fundi með leiðtogum Hvíta-Rússlands, Kasakstans og Kirgisíu, sem fyTÍrhugaður var í dag, miðvikudag. Astæðan eru veikindi Jeltsíns, en hann dvelst nú á heilsuhæli skammt fyrir utan Moskvu. Fairn finmi milljónir á götu HOLLAND - 67 ára maður í Amsterdam varð heldur betur undrandi þegar hann fann 150.000 hollensk gyllini, eða rúmlega fimm milljón- ir íslenskra króna, á götunni. Maðurinn hélt rakleiðis til lögreglunn- ar með fundinn, en bíður nú spenntur eftir því hvort réttur eigandi gefur sig fram. Ef það gerist ekki innan eins árs þá telst finnandi fés- ins eigandi þess. NORÐURLOND Uffe lætur af formennsku DANMÖRK - Uffe Ellemann-Jensen tilkynnti í gær að hann hyggð- ist láta af embætti flokksleiðtoga Venstre. I þingkosningunum sem fram fóru í Danmörku í sfðustu viku tókst borgaraflokkunum ekki að ná nægilegum atkvæðastyrk til að mynda ríkisstjórn, en fullvíst er talið að Ellemann-Jensen hefði orðið forsætisráðherra í þeirri stjórn. Hann ætlar þó að gegna formennsku flokksins áfram þangað til 18. apríl, en þá verður haldið aukaflokksþing Venstre. Tveimur norskum stjómarerindrek- um vísað frá Rússlandi RÚSSLAND - Rússar ætla að reka tvo norska stjórnarerindreka úr landi vegna þess að Norðmenn hafa rekið tvo rússneska stjórnarer- indreka úr landi og sagt að ekki væri óskað eftir því að þrír aðrir Rússar dveldust Iengur í Noregi. Rússarnir fimm hafa að sögn norskra stjórnvalda stundað njósnir og reynt að fá Norðmenn til liðs við sig. Smásagnasamkeppni Smásagnasamkeppni Dags og Menor stendur yfir. Öllum heimil þátttaka. Vegleg bókaverðlaun. Skilafrestur er til 15. april n k. Handrit merkt “Smásagnasamkeppni“ skilist til Dags, Strandgötu 31, Akureyri eða Þverholti 14, Reykjavik. Vinsamlega sendið ekki frumrit.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.