Dagur - 26.03.1998, Side 4
20 — FIMMTUDAGUR 2 6 . M ARS1998
FERMINGARLÍFIÐ í LANDINU
Fermingarbamið
Fermingarbömin sem í vorkomast í ,Jullorðinna
manna tölu“þurfa núflestífyrsta skipti á ævinni
að horfa alvarlega á sjálfsig ogframtíðina. Lífið er
ekki bara æskuleikur, það ermeira - og sú staðreynd
blasirvið þeim. Herra Karl Sigurbjömsson biskup
segirí viðtali viðDag: „Ég erbúinn að ferma böm í
25 ár-á þeim tíma hefurýmislegt breyst, en þó er
alveg ótrúlegt hvaðfermingin hejursterka stöðu í
vitundfólks. Mérhefurfundistað unglingamir
flestir takiferminguna afarhátíðlega oggangi að
henni heils hugar. “
Fermingarbömin líta í eigin barm, ogþau líta í
kringum sig. Eins og blaðamenn Dags víða um land
komustað þegarþeirhittu þau að máli em þetta
ómótaðar sálir. En með skynfærin opin, á sjálfsig og
umheiminn. Um leið og Dagur óskarfermingarböm-
um landsins bjartrarframtíðarbjóðum við lesend-
um að kynnast nokkmm einstaklingum úrhópnum.
FLmleikar og
Bugsy Malone
Ofbeldi er
ógeðslegt
Daníel Ingi
Þórisson les
blöðin vand-
lega.
Hann
fylgist með
fréttum og
horfir líka
mikið á sjón-
varp en hefur
ekki mikinn
áhuga á
stjórnmálum
og hlustar
mest á ís-
Ienska tónlist.
Daníel Ingi
segist ekki vita
enn hvort hann komi til með að fara utan
til náms eða hvar hann vill búa þegar
hann er orðinn stór en hann ætlar alveg
örugglega í Iangskólanám. Hann notar
engin ávana- eða fíknilyf og segir ofbeldi
vera slæmt og engum til sóma.
„Undirbúningur undir ferminguna hef-
ur verið ágætur og þetta lítur bara vel út,“
segir Daníel, sem segist fermast til að
staðfesta skírnarheitið. „Við höfum verið
að læra um Jesú Krist í undirbúningn-
um, en ég er eiginlega hlutlaus í trúmál-
um, alla vega ennþá.“
Daníel á tölvu en notar netið ekki mik-
ið, bara stundum. Hann æfir fimleika
fimm sinnum í viku og leikur í Bugsy
Malone og hefur þess vegna ekki mikinn
tíma til að taka þátt í félagslífinu í skólan-
um. Honum finnst fatatískan ágæt en
segir fólk eiga að klæða sig eftir því sem
það vill, ekki að láta tískuna ráða. Varð-
andi samskipti kynjanna er hann á þeirri
skoðun að krakkar eigi ekki að fara að
sofa saman mjög snemma og hann hefur
enga sérstaka skoðun á hinu kyninu.
Björg Þórs-
dóttir hefur
haft ánægju
af undirbún-
ingnum.
Björg telur
ferminguna
skipta miklu máli og segist fermast vegna
þess að hún sé trúuð, en auðvitað sé gam-
an að fá veislu og gjafir. Björg segir sam-
band sitt við foreldrana vera mjög gott.
„Eg vil gjarnan fara út í heim í skóla,
en búa hér á landi,“ segir Björg. „Mér
finnst landið fínt og helst þurfa að koma
til íjölbreyttari skólar og heldur meiri
gróður."
Björg segist helst lesa gróusögur og
grín í dagblöðunum, horfa mikið á sjón-
varp, „allt sem ég má,“ og eftir að hún fór
að læra í bókinni „Sjálfstæði Islendinga
3“ þá hafi hún fengið mun meiri áhuga á
stjórnmálum og hafi ákveðnar skoðanir í
þeim málum.
Er í kórmun
„Skólinn er ágætur, en námsefnið mætti
vera skemmtilegra og stundum nýrra,“
segir hún.
Hún tekur þátt í sem mestu af því sem
boðið er upp á í félagslífi skólans og er að
læra á píanó og er í unglingakirkjukórn-
um. Á heimilinu er tölva en ekki aðgang-
ur að Netinu.
Hvað varðar samskipti kynjanna þá
finnst henni þau oftast góð. „Annars hef-
ur maður frétt af því í útvarpinu að krakk-
ar sem eru 14,15 og 16 ára séu farin að
sofa saman, það finnst mér rugl. Samkyn-
hneigðir eru bara venjulegt fólk, það er
ekki eins og það sé eitthvað að þeim.“
Ekkert tískufdk
Björg er reyklaus og segir árganginn sinn í
skólanum vera alveg reyklausan. Henni
finnst alltof mikið einblínt á ofbeldi sem
kannski sé skiljanlegt, því ofbeldi sé
ógeðslegt.