Dagur - 26.03.1998, Blaðsíða 5
T
Tfc^ui-
FERMINGARLÍFIÐ t LANDINU
FIMMTVDAGUR 26.MARS 1998 - 21
Til í að fara
tilAfrfku
Adda Þóra
Daníelsdóttir
segist ekki
fylgjast mikið
með því sem er
að gerast í
heiminum. „Eg
veit að ástand-
ið er ekki alls-
staðar gott, þar
sem er stríð og
þess háttar og
maður veit
aldrei hvort
eitthvað svo-
leiðis gæti
gerst hér.“ Hún
bætir því við að hún viti vel af því að ýms-
ir hafi það slæmt í gömlu Júgóslavíu og í
Afríku.
Hún segir að fermingarundirbúningur-
inn geri það að verkum að hún hugsi
öðruvísi um lífið og tilveruna og það sé
mjög margt sem fjallað sé um í undirbún-
ingnum. „Eg væri aiveg til í að fara til
Afríku og sjá hvað er að gerast þar og
taka þátt í að hjálpa fólki, samt finnst
mér best að vera hér heima.
Mér finnst skipta miklu máli að fara
vel með lífið, hugsa skýrt og gera ekki
neina vitleysu." Hún segir ekkert standa
uppúr í því sem hún hafi lært í ferm-
ingarundirbúningnum. „Mér finnst eigin-
lega allt vera þess virði að hugsa um það.“
Adda Þóra segir að hún hugsi svolítið
um þessi mál og henni finnist að við ber-
um ábyrgð á því að fólkið sem þarna býr
hafi það betra. Maður viti heldur ekki
hvenær maður þyrfti sjálfur á því að
halda að einhver hjálpi manni.
Adda Þóra Danielsdóttir segist
ekki tyigjast mikið með því sem
er að gerast í heiminum.
Bænin
núMvægust
Arnór Sigmarsson segist ekki fylgjast
neitt sérstaldega vel með því hvað sé að
gerast í heiminum. „Eg horfi stundum á
fréttir og maður sér að margir krakkar lifa
erfiðara lífi en maður sjálfur." Hann segir
að þegar maður sjái hvernig aðrir hafa
það þá verði maður þakklátur fyrir það
hvað maður hafi það gott.
Arnór segir að fermingarundibúning-
urinn hafi áhrif á sig og segir að sér finn-
ist bænin mikilvægust í því sem hann
hefur verið að læra. í gegnum bænina
geti maður nálgast Guð og komist nær
honum.
„Maður hugsar um það hvernig maður
vill að aðrir komi fram við mann og reynir
Arnór segir að fjölskylda og vinir
skipti líka miklu máli í lífinu og mað-
ur eigi að reyna að lifa góðu lifi.
að koma
svoleiðis
fram við
aðra.“
Hann seg-
ir að sér
finnist það
skipta
miklu
máli. Arnór segir að íjölskylda og vinir
skipti líka miklu máli í lífinu og maður
eigi að reyna að lifa góðu lífi. Hann segir
að það séu ekki margir sem fermist bara
fyrir gjafirnar og að hann sjálfur fermist
af því að hann vilji staðfesta skírnarheit-
ið.
Aö vera sáttur við
sjálfansig
Stefán Steingrímur Bergsson segist fylgjast svolítið með
fréttum og því sem er að gerast i heiminum. „Astandið í
heiminum mætti alveg vera betra og þegar ég hugsa um
hvernig það sé að búa á stöðum þar sem ástandið er
slæmt, þá finnst mér ég vera heppinn að búa á svona
góðu Iandi.“
Stefán segir að hann hugsi öðruvísi um lífið og tilver-
una eftir að hann byijaði í fermingarundirbúningnum.
„Maður hugsar meira um það að sumir eiga bágt og svo-
leiðis og er kannski meira vakandi í því að gera eitthvað
fyrir fólk.“ Hann segir að það sé mjög margt sem hann
hafi lært í fermingarundirbúningnum, og ekkert eitt
standi uppúr.
„Það skiptir mestu máli í lífinu að vera hamingjusam-
ur og til þess held ég að maður þurfi að vera sáttur við
sjálfan sig,“ segir Stefán. Hann bætir því við að það
skipti máli hvemig maður komi fram við aðra til þess að
maður geti verið sáttur við sjálfan sig. Hann segist halda
Stefán segir að hann hugsi öðruvísi að krakkarnir í fermingarhópnum hugsi talsvert um lífið
um lífið og t/lveruna eftir að hann Qg tilveruna og ekki séu margir sem fermist bara fyrir
byrjaði i fermingarundirbúningnum. gjafir En er hann sáttur við sjáifan sig? já>« svarar Stef-
án og er ákveðinn í að vera það áfram.
I
I ' -
Græðgin er
slæm
Lilju finnst að fermingarundirbúning-
Lilja Guð-
munds-
dóttir seg-
ist ekki
fylgjast
með
stjórnmál-
urinn breyti því hvernig hún hugsi um um, en
lífið og tilveruna. hún fylgist
vel með
fréttum
utan úr heimi í blöðum og Ijölmiðlum.
„Eg held að ástandið sé gott hérna, en
það er náttúrlega mjög slæmt víða, eins
og í Júgóslavíu. Eg hugsa stundum um
það hvernig krakkar eins og ég hafa það,
þar sem ástandið er slæmt.“
Lilju finnst að fermingarundirbúning-
urinn breyti því hvernig hún hugsi um líf-
ið og tilveruna. „Maður hugsar auðviðtað
meira um Guð og líka um annað fólk.“
Hún segist alveg vera til í að fara og
hjálpa til þar sem fólk á erfitt, en segist
ekki kunna mörg ráð til að koma í veg fyr-
ir svona ástand. „Eg held að eina leiðin sé
að halda áfram því starfi sem verið er að
vinna á þessum stöðum, eins og Rauði
krossinn er að gera.
Eg held að græðgi stjórnmálamanna
ráði miklu um þetta ástand,“ segir Lilja og
bætir því við að græðgi sé mikill óvinur
fólks. Hún er ekki á því að græðgi ráði
miklu í sambandi við ferminguna.
„Kannski hjá sumum sem hugsa bara um
gjafir,“ segir hún og bætir því við að
sennilega séu þeir ekki margir.
Fjöl-
skyldan
skiptir
mestu
Helga Rut Torfadóttir segist ekki fylgjast
mikið með því sem er að gerast í heimin-
um, en hún horfi stöku sinnum á fréttir.
„Astandið í heiminum er ekki mjög gott,“
segir hún. Helga segist stundum leiða
hugann að því hvernig sé að vera ungling-
ur í löndum þar sem ríkir stríð eða aðrar
hörmungar.
Helga Rut segist hugsa talsvert um það
sem hún læri í fermingarundirbúningn-
um. „Eg hugsa um sumt, en kannski ekki
annað. Kannski hugsa ég helst um trúar-
játninguna." Hún segir að afstaðan til ná-
ungans sé það sem hún hafi Iært mest um
í fræðslunni fyrir ferminguna.
Hún segir að hún hugsi stundum um
Helga Rut Torfadóttir segist ekki fylgjast mikið með
þvi sem er að gerast í heiminum.
það hversu gott sé að búa hér og veltir því
stundum fyrir sér hvernig væri ef stríð
brytist út hér á landi. „Maður hefði miklu
minna og Iífið væri allt svo miklu erfið-
ara.“
Henni finnst fjölskylda og vinir skipta
mestu máli í lífinu. „Maður reynir auðvit-
að að lifa eftir því og koma vel fram við
Ijölskylduna og vinina, en það tekst ekki
alltaf,“ segir Helga Rut og bætir því við að
maður verði að reyna að koma vel fram
við annað fólk.
Meira umburöarlyndi
Jón Ingi Svein-
björnsson segist
ekki fylgjast
mikið með
stjórnmálum.
„Eg fylgist heil-
mikið með
fréttum og
maður sér að
ástandið er
rosalega slæmt.
Maður vor-
kennir þessu
fólki mikið að
búa þarna.
Krakkarnir sem
búa þarna eru
ekkert öðruvísi en við, en þau hafa alls
ekki nóg að borða og hafa það slærnt."
Jón Ingi segir að hann hafi lært margt í
fermingarundirbúningnum og segist hafa
leitt hugann talsvert að boðorðunum. „Ég
veit ekki hvort það breytist mikið hvernig
maður kemur fram við fólk, en maður
hugsar kannski meira um það.“
Honum finnst það skipta miklu máli að
lifa góðu lífi og segir að það feli svo margt
í sér. Það séu svo margir hlutir sem skipti
máli. Hann segir til dæmis að íþróttir
skipti sig miklu máli, en auðvitað sé
margt annað sem sé mjög mikilvægt í líf-
inu.
Jón Ingi segir að hann sé að fermast
vegna trúarinnar. „Ég er samt ekkert rosa-
lega trúaður, bara mátulega, en maður
hugsar mikið um trúna í fermingarfræðsl-
unni.“ Hann segir að stríð í heiminum
spretti oft af trúardeilum og segir að
menn ættu að temja sér meira umburðar-
lyndi hver gagnvart öðrum. „Þeir eru sum-
ir alveg brjálaðir sem eigast við í þessum
styijöldum," segir Jón Ingi.
Jóni Inga finnst miklu máli
skipta að Hfa góðu lífi - það feli
svo margt í sér.
1