Dagur - 26.03.1998, Page 10
26 - FIMMTUDAGUR 26.MARS 19 9 8
FERMINGARLÍFIÐ í LANDINU
Ferming - stór ákvörðun
Víða í heiminum er einhver at-
höfn framkvæmd þegar ungling-
urinn stígur yfir mörkin á milli
þess að vera barn og fullorðinn.
A Vesturlöndum og hjá kristinni
kirkju er fermingin sú athöfn
sem viðhöfð er, en hún hefur yf-
irleitt verið framkvæmd á vegum
kirkjunnar. Hin síðari ár hefur
hins vegar einnig verið tekin
upp borgaraleg ferming, sem á
sér stað utan kirkjunnar.
Islenska orðið ferming er þýð-
ing á latneska orðinu „con-
firmare" sem merkir að styðja,
að styrkja, að staðfesta.
Tilheyrir kirkju Krists
Fermingin er staðfersting skírn-
arinnar sem í flestum tilfellum
hjá þjóðkirkjufólki er fram-
kvæmd stuttu eftir fæðingu. Það
er fjölskylda viðkomandi barns
sem ákveður að fela barninu
Guði á hendur og þar með taka
það inn í kristið samfélag. í
fermingunni staðfestir barnið
það að vilja tilheyra kirkju
Krists.
Hjá þjóðkirkjunni hefst hinn
hefðbundni fermingarundirbún-
ingur að hausti, þegar börnin
hefja skólagöngu í 8. bekk. Þau
koma vikulega í fræðslu yfir vet-
urinn og eiga að fara í messur 7-
Velkomin í
Villta vestríð
eftir
Ingihjörgu Hjartardóttur.
Leikstjéri
Helga E. Jónsdóttir.
3. sýning.
fimmtud. 26. mars kL 21.00
4. sýning.
föstud. 27. mars kl. 21.00
5. sýning.
laugard. 28. mars kl. 21.00
Miðapantanir í síma
463 1195 frá kl. 17.00. - 19.00.
Freyvangs-
leikhúsið
16 sinnum á tímabilinu en það
er ákveðið af hverjum presti fyrir
sig. Hjá sumum sóknum er for-
eldrafræðsla einnig nokkur og er
foreldrum gert að mæta á
fræðslufundi þar sem fjallað er
um þroska unglingsins, vímu-
efni og annað sem þurfa þykir.
Einnig eiga foreldrar að mæta í
messur eftir atvikum, en þeim er
það þó í sjálfsvald sett.
Fræðsla felst í því að fara í
gegn um trúfræðina, læra boð-
orðin, læra um kærleikann, um
ábyrgð okkar gagnvart náttúr-
unni og öllu lífi og ýmislegt
fleira.
I Reykjavíkur- og Kjalarnes-
prófastsdæmi fara börnin einu
sinni yfir veturinn í Vatnaskóg á
námskeið, þar sem þau dvelja
tvo daga og eina nótt. Slíkar
ferðir þekkjast hjá flestum söfn-
uðum. Kostnaður við kirkjulega
fermingu er sá að fyrir fræðsl-
una um veturinn eru greiddar
um 6.400 kr. og að auki um 600
kr. fyrir kyrtilinn á fermingar-
daginn (hreinsunargjald). Annar
kostnaður er enginn, nema við
ferðir á námskeið annars staðar.
Fermingin, gjöf heilags anda
„Aður en Jesús fór frá þessum
heimi til Föður síns lofaði hann
postulunum sínum að senda
Rympa á
Melum
Fjölskylduleikritið
RYMPA Á
RUSLAHAUGNUM
Höfundur: Herdís Egilsdóttir.
Leikstjóri: Sunna Borg.
Sýningar
laugard. 28. mars kl. 14.00,
sunnud. 29. mars kl. 14.00.
Miðapantanir í síma 462 6564
kl. 18-20 virka daga og
11-13 um helgar og í
síma 461 4040
virka daga til kl. 18.
Leikfélag Hörgdæla
annan huggara, Heilagan anda.
A Hvítasunnu kom Andi Guðs
yfir postulana og Maríu Mey
eins og eldtungur og mikill gnýr
heyrðist. Upp frá þessu hófu
postularnir boðunarstarf sitt og
vitnuðu um Jesúm krist og lögðu
hendur sínar yfir hina trúuðu til
að veita þeim gjöf Heilags anda.
Eftirmenn postulanna, biskup-
arnir hafa haldið áfram síðan að
veita gjöf Heilags anda með
handaryfirlagningu og smurn-
ingu með heilagri Krismu olíu
og þessi athöfn er fermingar-
sakramenti, eitt af sjö sakra-
mentum kaþólsku kirkjunnar,"
segir Sr. Jakob Rolland einn
presta kaþólskra á Islandi.
Kaþólsk börn hefja undirbún-
ing fermingarinnar 6-7 ára göm-
ul, en fermast um líkt leyti og
önnur börn hér. Einungis bisk-
upar (eða prestar í sérstöku um-
boði biskupa) veita fermingar-
sakramenti og því heitir það
einnig biskupun. Eitt af aðal-
störfum biskupanna í stórum
kaþólskum biskupsdæmum er
að ferðast á milli sókna og
ferma. Fermingin er yfirleitt
veitt í heilgari messu. Eftir boð-
un fagnaðarerindisins í guð-
spjallinu og predikun biskupsins
koma fermingarbörnin fram og
játa trú kirkjunnar. Því næst
ákallar biskupinn Heilagan Anda
og veitir smurningu með heilagri
olíu um leið og hann segir:
„Meðtak þú innsigli veitingar
Heilags anda.“ Börnin eru eftir
það fullgildir meðlimir kirkjunn-
ar og bera ábyrgð á sínu trúarlífi
sjálf.
1 fermingu kaþólskrar kirkju
felast þessi meginatriði:
Þroski í kristilegu lífi og efld
samstaða með kirkjunni.
Styrkur í trúnni og dýpkaður
trúarskilningur.
Hlutdeild t þreföldu hlutverki
Krists, sem er prestur, spámaður
og konungur.
Skylda til að hera Kristi vitni í
heiminum.
Enginn kostnaður er við ferm-
ingu í kaþólskri kirkju.
Borgaraleg ferming
Með kirkjulegri fermingu stað-
festir einstaklingurinn skírnar-
heit og játast kristinni trú. Mörg
ungmenni á fermingaraldri eru
ekki tilbúin til að vinna trúar-
heit af ýmsum ástæðum. Sum
eru annarrar trúar en kristinnar
eða trúa á Guð á sinn hátt, á
meðan önnur eru ekki trúuð.
Engin skilyrði eru fyrir borgara-
legri fermingu önnur en þau að
sækja námskeið þau sem eru
undirbúningur undir ferming-
una.
Börnin hittast 12 sinnum og
kennt er eftir námsskrá, þar sem
fjallað er um viðfangsefni eins
og fjölskylduna, lífsviðhorf,
frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði,
sorg, samskipti, mannréttindi,
siðfræði, efahyggju, umhverfis-
mál og fleira. Einnig er gert ráð
fyrir þátttöku foreldranna, þar
sem þau vinna sérstök verkefni
með börnum sínum og eiga
helst að taka virkan þátt í öllu
námskeiðinu.
Hápunktur fermingarinnar er
virðuleg Iokaathöfn sem foreldr-
ar barnanna skipuleggja og
stjórna með hjálp Siðmenntar.
Þar eru börnin sjálf í aðalhlut-
verkum, koma fram prúðbúin,
flytja ávörp, ljóð og sögur og
spila á hljóðfæri. Að lokum fá
þau skrautritað skjal til staðfest-
ingar á þvf að þau hafi lokið
fermingarnámskeiðinu. Fyrsta
borgaralega fermingin hér á
landi var árið 1989 og í vor
munu 49 börn á Reykjavíkur-
svæðinu láta ferma sig borgara-
lega.
Kostnaður við borgaralega
fermingu er 8.000 kr. á barn
sem er námskeiðsgjald og 3.500
kr. fyrir athöfnina. -VS
..
Canon
Z-90
MIKIÐ UIT
F MYNDAVELUM
APS OC 35 MM
verb frá kr. 5.490,
^Pedi^myndir"
Skipagata16 - 600Akureyri - Sími 462 3520
APS myndai
3 myndastæröir
abdráttarlinsa
Nú kr. 34.900,
Ábur kr. 39.900,-