Dagur - 26.03.1998, Page 15
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1998 - 31
FERMINGARLÍFIÐ í LANDINU
Fermingm tekin
afar hátíðlega
Herra Karl Sigur-
bjömsson biskup hefur
lifað tímana tvenna og
segir margargóðar
breytingarhafa áttsér
stað ífermingamndir-
búningnum.
„Ég er búinn að ferma börn í 25
ár,“ segir herra Karl Sigurbjörns-
son biskup. ,Á þeim tíma hefur
ýmislegt breyst, en þó er alveg
ótrúlegt hvað fermingin hefur
sterka stöðu í vitund fólks. Mér
hefur fundist að unglingarnir
flestir taki ferminguna afar há-
tíðlega og gangi að henni heils
hugar."
Ekki bara gjafir
„Það er oft talað niðrandi um
ferminguna og að krakkarnir láti
ferma sig bara út af gjöfunum
og það finnst mér afskaplega
ómaklegt," segir Karl. „Það er
fjöldinn allur af unglingum sem
hugleiða hvað þetta skref felur í
sér. En það er aldrei talað svona
um þá sem halda upp á fimm-
tugsafmælið, að þeir geri það
bara út af gjöfunum. Auðvitað er
allskonar óhóf í sambandi við
fermingarveislur, en það er ekki
á vegum krakkanna sjálfra, held-
ur er það samfélagið sem stjórn-
ar, viðskiptin og markaðurinn og
þær kröfur sem í gangi eru,“
bætir hann við.
Karl segir lítið við þessum
ágenga markaði að gera annað
en að byggja upp manneskjuna
innanfrá, svo hún standist þessi
áreiti auglýsing-
anna og að dóm-
greindin sé skýr
og hjartað á rétt-
um stað. „Það er
þetta sem ferm-
ingarundirbún-
ingurinn á að
leiða til,“ segir
hann. „Þar er
verið að leiða
unglingana inn í
umhverfi og að
þeim verkfærum
sem stuðla að
því að styrkja
hið innra, sem er trúin og boð-
skapur fagnaðarerindisins."
Krakkamir virkari nú
Karl segir fræðsluna hafa breytt
talsvert um svip, börnin séu
mildu virkari en þau voru áður.
tilbúnari til að ræða málin og
vanari að standa fyrir sínu og
rökræða. Hann telur það hið
besta mál og einnig hversu
miklu betur kennarinn og prest-
urinn eru í stakk búnir til að
fræða, vegna betri kennslutækja
en voru.
„Ég vildi sjá þetta breytast enn
meir og að kirkjan nýti sér enn
betur þau kennslugögn og tæki
sem tæknin býður uppá í víð-
ustu merkingu. Ég tel að við
getum gert
miklu betur en
við gerum nú
þegar með því
að nýta okkur
tæknina," segir
hann.
Svo stendur
maður á hverju
vori, þegar
fermingarundir-
búningnum er
lokið og gengið
er til fermingar
og horfir á hóp-
inn með svolít-
inn sting í hjartastað. Sting sem
kemur af þvi að maður hugsar
um hvort nógu vel hafi verið að
gert og hvað verður um þessi
fræ sem sáð hefur verið í þessar
opnu sálir," segir herra Karl Sig-
urbiörnsson biskuD að Iokum.
Tilgangurfemiingar-
innarerað „... stuðla
að því að styrkja hið
innra, sem er trúin og
boðskapurfagnaðar-
erindisins. “
Fermt í
Fljótshlíö
um hvíta-
sunnu
ÍFljótshlíð emferm-
ingarböm í áralls sjö,
en urðuflest árið
1972 eðasautján.
„Það hefur lengst af tíðkast til
sveita að fermingarmessur séu
um hvftasunnu. Þar verður eng-
in breyting á og fermt verður
hér á hvítasunnudag. En á Stór-
ólfshvoli á Hv'olsvelli, þar sem
ég þjóna jafn-
framt, verður
fermt á skírdag
og fyrsta sunnu-
degi eftir páska,“
segir sr. Sváfnir
Sveinbjarnarson,
prestur á Breiða-
bólsstað í Fljóts-
hlíð, en hann
hefur verið þjón-
andi prestur í 46
ár. Fyrst á Kálfa-
fellsstað í Suður-
sveit, en sl. 35 ár
í Hlíðinni.
Setið eftir
messur
„Ég tók við því
fyrirkomulagi á
fermingarfræðsl-
unni sem faðir
minn, sr. Svein-
björn Högnason
hafði innleitt í sinni löngu prest-
skapartíð hér á Breiðabólsstað;
að fá fermingarbörn til að sitja
áfram eftir messur þar sem farið
var yfir námsefni. Að jafnaði
hefur verið messað mánaðarlega
á hvorum kirkjustað hér í sveit,
Breiðabólsstað og Hlíðarenda.
Þessu fyrirkomulagi var hinsveg-
ar breytt þegar Stórólfshvols-
sókn var lögð undir prestakallið
fyrir einu og hálfu ári. Þá hef ég
hitt börnin vikulega í Hvolsskóla
eftir að skóla lýkur á daginn,“
segir sr. Sváfnir.
42 sálmar á tveimur vetrum
Sr. Sváfnir vill ekki segja til um
hvort fyrirkomulagið hafi reynst
betur við fermningarfræðsluna.
Bæði hafi haft sína kosti og
galla. - Við fermingarfræðslu
notar hann bókina Líf með Jesú,
einsog reyndar margir aðrir
prestar gera.
Þá er börnun-
um sett fyrir
að læra nokkra
sálma - þó
hvergi nærri
jafn marga og
gert var fyrr-
um. Til dæmis
setti faðir
hans ferming-
arbörnum árs-
ins 1962,
þeim sem
fædd eru árið
1948, að læra
fyrir hvorki
fleiri né færri
en 42 sálma á
tveimur vetr-
„Tók við því fyrirkomulagi á fermingar-
fræðslu sem faðir minn, sr. Sveinbjörn
Högnason innleiddi í sinni löngu prest-
skapartið hér á Breiðabólstað, “ segir sr.
Sváfnir Sveinbjarnarson, prestur á Breið-
bólstað i Fljótshlíð.
um.
„Preststörfin
hjá mér hafa
breyst talsvert
mikið eftir að
ég tók við
Stórólfshvolssókn," segir sr.
Sváfnir. „Þar mun ég til dæmis
ferma 17 börn nú í vor, en ferm-
ingarbörn í Fljótshlíð eru sjö. Að
jafnaði hafa þau verið þetta tvö
til sjö síðustu árin- en flest voru
fermingarbörn hér vorið 1972,
hvorki fleiri né færri en 17, en
það var árangur 1958.“
-SBS.