Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 1
Rangá erönnurelsta mat- vörubúð Reykjavíkur, 57 ára. Þar er annar kaupmaður- inn borgaifulltrúi. Sendi- sveinn í viðlögum varalþing- ismaðurog núverandi ráð- herra. „Páll hefur nú aldrei verið á launaskrá hjá mér, en hann hefur samt tekið að sér að vera sendisveinn hjá Rangá, þegar Agnar var í fríi og fór því ekki með sendingar í hús. Þeim brá dálítið við gömlu konunum þegar Páll snaraðist inn í eldhús og setti plastpokana og kassana á borðið. Hvað ert þú að gera hér? mátti víst lesa úr augn- svipnum, þær þekktu Pál greinilega af öðrum vettvangi,11 segir Sigrún Magnús- dóttir, borgarfulltrúi og kaupmaður í Rangá. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, eiginmaður Sigrúnar, er maður ólatur og ekki beinlínis sérhlífinn. Kaupmaður á horninu er því miður að hverfa endanlega. Búðum sem bjóða kaupmannsþjónustu fækkar ár frá ári. „Það eru víst ekki margir sem eiga lengri sögu í þessu en við Agnar, búin að vera í þessu í 27 ár. Mér hefur þótt þetta gefandi starf. Þetta er fyrst og fremst þjónustu- starf sem kaupmaðurinn á horninu innir af hendi. Maður þekkir nánast alla sem í búðina koma. Og þar sem maður var upp- alin í hverfinu komu þarna foreldrar barna sem gengu með manni í barnaskóla. Síðan gengu dætur mínar báðar í þennan sama Langholtsskóla eins og ég og þá gat mað- ur spjallað um skólamálin yfir búðarborð- ið. Eg sakna þess í raun núna í allri borg- arpólitíkinni að komast ekki í hornið mitt í búðinni, það gaf mjög mikið,“ segir Sigrún Magnúsdóttir. Engin reiknivél notuð Verslunin Rangá að Skipasundi 56 er önn- ur elsta matvöruverslun Reykjavíkur. Hún er 57 ára gömul og hefur lifað af sam- keppni hundruða verslana í borginni, sem starfað hafa, en eru hættar störfum. Að- eins ein matvöruverslun í Reykjavík er eldri en Rangá, en það er Vísir að Lauga- vegi 1, stofnuð 1915. Kaupmenn í Rangá eru þau Sigrún Díana Herbertsdóttir hefur unnið i Rangá í 20 ár og Guðrún Þorbergsdóttir i 17 ár. Hér eru þær ásamt Agnari kaupmanni og Sigrúnu kaupmanni og borgarfulltrúa i búðinni, annarri elstu matvöruverslun Reykjavíkur. mynd: e.úl. Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Agnar Arnason. Þau hafa unnið saman allt frá 1971, þegar þau keyptu reksturinn, ný- komin vestan frá Bíldudal, en á síðustu árum hefur Agnar alfarið annast um búð- ina, allt frá því að Reykjavíkurlistinn kom til sögunnar fyrir íjórum árum. „Reksturinn var nú nokkuð forneskju- legur þegar við Agnar tókum við. Þarna var engin reiknivél og allt lagt saman á umbúðapappír. Við lögðum upp með nýj- ungar 1972, breyttum búðinni meðal ann- ars í sjálfsafgreiðsluverslun, líklega þá fyrstu hjá kaupmanninum á horninu," segir Sigrún. Stofnandi og fyrsti kaupmaður í Rangá var fæddur í Rangárþingi og gaf búð sinni nafn samkvæmt því. Dætur hans tvær tóku við rekstrinum, og af þeim keyptu þau Agnar og Sigrún, þegar þau og fjöl- skyldur þeirra fluttu til Reykjavíkur frá Bíldudal. I upphafi áttunda áratugarins var hverf- ið inn við Sund enn að byggjast upp, en fyrir var eldri byggð í Langholtshverfinu. Rangá var komin i hverfið, það mun hafa verið 1949. Hverfið var þá talið langt „út úr bænum“ eins og sagt var. Kaupmaður- inn í hverfinu þurfti því að hafa í huga ýmsar alhliða vörur, sem ekki flokkast beinlínis undir matvöru, þegar innkaupin voru gerð. Þarna mátti kaupa gjafavörur, stílabækur, vinnuvettlinga, snyrtivörur af ýmsu tagi og fleira og fleira, sem ella hefði þurft að sækja um langan veg. Ætlaði að verða kennari, ekki kaupmaður En hvernig stóð á því að Sigrún fór út í erfiðustu tegund kaupmennsku, matvöru- bransann? „Oft eru það tilviljanir í lífinu sem ráða. Þú veist að mörg börn dreymir um að eignast búðina þar sem þau kaupa nestið sitt og kúlurnar sínar. Þær voru tvær búð- irnar í hverfinu þar sem ég ólst upp, ég var í Skipasundinu, og ég gekk í Langholts- skóla. Þá gekk maður framhjá Rangá, en hin búðin var Kjartansbúð á horni Hóls- vegar og Efstasunds," segir Sigrún. „Það æxlaðist nú svo að ég eignaðist báðar kúlubúðirnar. Það eru ekki margir sem fá svona óskadraum uppfylltan," sagði Sig- rún. Það stóð aldrei til hjá Sigrúnu að verða kaupmaður. Hún ætlaði að verða kennari. Starfsvettvangurinn varð semsé allt annar eins og allir munu vita. Kornung starfaði hún í bókhaldinu hjá hinum virta Deutsche Bank í Þýskalandi. Þaðan flutti fjölskyldan til Bíldudals og kynntist þá Agnari, sem síðar varð meðeigandi henn- ar, og konu hans. Agnar var þá verslunar- stjóri hjá kaupfélaginu. Saman lögðu þau krafta sína, Agnar sá um innkaupin og annað sem kaupmaðurinn þarf að hafa á hreinu, en Sigrún var með skothelda bók- haldskunnáttu frá Þýskalandi og annaðist þá hlið mála. Og enn lifir Rangá af allar breytingarnar í matvöruverslun. -JBP 1- _L j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.