Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 2
18-ÞRIÐjy'DAGUR 31.MARS 1998 Dæindur án rannsóknar „Mér finnst að Sverrir Hermannsson ætti að vera frjáis að þvi að vera í fétagi sem tekur laxveiðiá á leigu. Og ég sé ekkert saknæmt við það að hann fengi sjálfur einhverja veiðidaga í þeirri á.“ Þá hefur DV fengið Sverri Her- mannsson dæmdan frá embætti, þó held ég að dómarar blaðsins viti fæstir hvaða afbrot Sverrir hefur framið. Ekki veit ég það. Eg þykist vita að Sverrir hafi ásamt fleirum Hrútafjarðará á leigu. Eg held að félag sem Sverrir er í sé leigutaki árinnar. En hversu mikill hlutur hans er í félaginu sem er leigutaki veit ég ekki. Hitt tel ég mig vita að Illugi Jökulsson var að bulla þegar hann sagði að Sverrir ætti Hrútaíjarðará. Eg trúi og tel mig vita að ráðamenn Landsbankans hafi farið til veiða í Hrútafjarðará á bankans kostnað. Það tel ég óþarfa og mjög vafasama ráð- stöfun. En ég veit ekki hver hlutur Sverris Hermannssonar er í þeim veiðiskap. Hitt þykist ég vita að almennt er því trúað að Sverrir Her- mannsson hafi í krafti leigu Hrútaíjarðarár endurleigt ýms- um veiðidaga þar. En ég hef ekkert heyrt um verð í því sam- bandi. Þó að Jóhanna Sigurðar- dóttir trúi því að Sverrir hafi grætt á þeirri endurleigu veit ég það ekki. - Ekki ennþá. Ég held að þess séu ýmis dæmi að veiðifélag selji ár á leigu einum aðila. Sumar ár hafa verið ræktaðar upp eins og það er kallað með leigusamning- um. Mér finnst að Sverrir Her- mannsson ætti að vera frjáls að því að vera í félagi sem tekur laxveiðiá á leigu. Og ég sé ekk- ert saknæmt við það að hann fengi sjálfur einhverja veiðidaga í þeirri á. Þar með er ekki sagt að hann eigi að græða á því að endurselja veiðileyfi á hækkuðu verði. En ég veit ekki til þess enn sem komið er að svo hafi verið. DV segir að ýmsir hafi orðið seinir að mynda sér skoðun um sekt Sverris. Mér finnst það sé þeim til sóma. Hvernig getum við kveðið upp dóm áður en mál er kannað og séð hvað maður hefur brotið af sér? Dreymir einhvern um slíkt réttarfar? Halldór Kristjúnsson. Hve kalt var á Grímsstöðum? Oft hefur verið ritað um frost- hörkurnar veturinn 1918. Ég var þá ellefu ára og þykist muna hann allvel. Þá var talað um 42ja stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, en ekki man ég hvort sú frétt kom með síma eða blöð- um. En á seinni árum hef ég séð og heyrt að þar hafi mælst 40 stiga frost, einnig 38 stig, 37 stig og nú síðast í pistlinum Landi og þjóð í Degi laugardag- inn 21. mars, 36 stiga frost. Get ég illa fellt mig við þær frásagn- ir, því í Skagafirði mældist um 40 stiga frost og finnst mér því ólíldegt að það hafi verið 42 stig á Grímsstöðum, sem standa nokkur hundruð metrum hærra. Óskar Gt'slason frá Tumabrekku í Skagafirði. Óskiljanlegt hvers vegna alltaf þarf að taka fram í fréttum þegar „aðkomumenn" eiga í hlut. Ef um er að ræða einhvers konar afbrot, hve lítilvæg sem þau eru, r og í hlut á aðkomumaður, er yfirleitt lögð sérstök áhersla á einmitt það. „Aðkomumennskan" er þá nán- ast orðin orsök í stað þess að vera eitt atriði málsins, stundum al- veg áhrifalaust atriði. Og svo þegar menn lenda í umferðaró- happi á hringveginum ... þá eru þar oft „aðkomumenn" á ferð. _ Undarlegt að HSÍ skuli ekki gera ráð fyrir því að hugs- ÍpMft anlega þurfi að fresta leik liða sem eiga sitt undir flugi og flugveðri. Þannig eru leikir ÍBV og Fram settir á /r síðari leikdag í átta liða úrslitum í handbolta karla. KA, Stjarnan, Afturelding og Valur leika fyrst, en síðan Fram, IBV, FH og Haukar. Þegar svo ekki reynist flugveður milli lands og eyja, þá frestast leikir IBV og Fram og þar með fá leik- menn KA og Vais mun lengri hvíld á milli Ieikja í átta liða úrslit- um og undanúrslitum, heldur en Ieikmenn IBV eða Fram. Óþol- andi þegar menn átta sig ekki á því við hvaða veðurfarslegar að- stæður þeir búa og geta því ekki skipulagt samkvæmt því. „En hó! Ég sé Ijósið. Einu sinni óskaði ég þess þó að ég væri Eyrbekkingur." Þegar ég „gleymi“ að beygj a heiin Breffra... Selfossi fara í rannsóknarleiðangur um okkar nýsamþykktu Arborg. Það tjóar ekki að gráta Björn bónda o.s.frv. Lítum heldur á björtu hliðarnar! Eins og í öðrum sjávarpláss- um sem eitthvað kveður að, við erum jú dálítið meiriháttar eða svo var okkur sagt í samein- ingarundirbúningnum „eitt- hvað stærsta og annað mesta" stóð einhversstaðar. Já, eins og aðrir hljótum við að gera kröfu um skikkanlega smábátahöfn. A þessu svæði er fullt af fólki sem á trillur sem það verður að geyma á bílastæðum og skúr- um inní miðju íbúðahverfi. Sjálf hefði ég ekkert á móti því að eignast seglskútu (bara Iitla). Því leit ég til Eyrarbakka sem Ijóss í myrkrinu á dögun- um þegar sameiningin var samþykkt, þar mundi ég eftir Iítilli höfn sem var vel varin af voldugum gijótgörðum. Smáspilda í dreifbýlinu Því brunuðum við nú niður á Bakka til að skoða aðstæður við höfnina okkar. Við ókum til vesturs frá Selfosshverfinu og um Sandvíkurhrepp hinn forna með mektarbýli á báðar hend- ur. Eitt var það líka í sameining- arpésanum sem freistaði mín svolítið, ef við samþykktum gætum við fengið að velja hvort við heldur vildum búa í dreifbýli eða þéttbýli. Ég hefði ekkert á móti því að velja mér smáspildu fyrir hús - til dæmis við túnfótinn í Stekkum, það yrði nú ekki amalegt nábýli. Ég vona að þeir fari ekki að erfa það við mig að ég sagði nei, öllum getur nú orðið á. Brostnar vonir Við komum nú að hafnarhverf- inu og ökum í gegnum það, við rötum alveg niður á bryggju, fórum það ekki svo sjaldan með krakkana, þá voru meira að segja stundum bátar að landa. En nú gaf aldeilis á að líta, litla bátalægið mitt góða sem var þarna og ég hélt að væri eitt af því sem alltaf yrði - horfið! Varnargarðurinn stóri hrun- inn í hafið? Skildi Kalli vita þetta? Kosningasvik? Hefði orðið sameining ef allir hefðu vitað þetta? Þarna brustu á andartaki all- ar mínar vonir um seglskútu. Ég veit að það verður ekki gerður nýr garður á minni ævi, það eru engir peningar til, það vita þó allir að það eru aldrei til peningar. Hverju get ég nú reynt að gleðjast yfir? Hér er ekki einu sinni almennileg steinafjara eins og á Austíjörðunum - bara sandur. X-strandverðir En hó! Ég sé ljósið. Einu sinni óskaði ég þess þó að ég væri Eyrbekkingur. Það var þegar Magnús Karel, sem ég tel með- al mætustu manna á Islandi síðan hann var fararstjóri Karlakórs Selfoss í Englands- ferð og var þar gerður að heið- ursfélaga kvennaklúbbs kórs- ins, það var þegar hann bauð sig fram til hreppsnefndar í fyrsta sinn. Ég heyrði hann segja á fundi um daginn að yrðu strandbúar hlunnfarnir í rekstri hins sam- einaða sveitarfélags myndu þeir bara stofna til einkafram- boðs til að koma sínum mönn- um að. Ég er ekld frá því að ég myndi setja x við lista „Strand- varða“ væri Magnús fararstjóri minn og bróðir í trúnni á Karlakórinn þar ofarlega á blaði. Á hverju vori kemur það fyrir mig ein- hvern af fyrstu dögun- um sem allar götur eru orðnar auðar og þurrar og dagurinn orðinn lengri en nóttin. Það byijar með því að ég fer ein út í búð á bílnum eftir kvöldmat, ek svo Austur- veginn heim, engir pollar, hvergi snjór og sólin varla sest ennþá. Þá „gleymi“ ég að beygja heim í Rauðholt, Flóavegurinn er framundan beinn og breiður og engin umferð. Eftir aðstæðum Síðan ég lærði á bíl hef ég alltaf varað mig á því að gleyma ekki þeirri gullnu reglu „að haga akstrinum eftir að- stæðum", og nú eru aðstæður allt í einu orðnar svo ofboðs- lega góðar. Undanfarin ár hef- ur Flóavegurinn verið alveg sérhannaður fyrir svona öku- ferðir, hver stökkpallurinn á eftir öðrum, maður var varla lentur úr síðasta stökki þegar sá næsti tók við - samfelldur fiðringur í maganum alla leið austur að Þingborg. En núna um daginn þegar ég fór þessa árvissu ferð var allt með öðru móti, ég sveif alveg austur að Langsstöðum án þess að finna verulega ójöfnu. Nú veit ég hvað Sigvaldi í Borgarnesi og hans menn voru að gera þarna í rigningunni sí- aðsta sumar. Borgarverk stendur greini- Iega fyrir sfnu. Bara litla skútu Einn sunnudaginn fyrir stuttu datt okkur hjónunum í hug að mmmmMmm ;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.