Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 5
Xfcjgwr
ÞRIÐJVDAGVR 31.MARS 1998 - 21
Þjóðleikhúsið:
ÓSKASTJARNAN
eftir Birgi Sigurðsson.
Leikstjóri:
Hallmar Sigurðsson.
Leikmynd og búningar:
Axel Hallkell.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Frumsýnt á Stóra sviðinu
27. mars.
„Kynlíf hefur mikil áhrif á gang
mála í verkum Birgis Sigurðs-
sonar.“ Þessa spaklegu setningu
má lesa í ítarlegri yfirferð Mel-
korku Teklu Olafsdóttur um
Ieikrit Birgis í leikskránni.
Skyldu annars vera nokkur
dramatísk verk þar sem kynlíf
hefur ekki mikil áhrif „á gang
mála“? Er ekki misgengi í kynlífi
- sem áður var víst kallað ástalíf
- helsta hreyfiafl flestra bók-
mennta? I tilfelli Birgis Sigurðs-
sonar má segja að tvær hneigðir
hafi verið drifkraftur seinni
verka hans, annars vegar ástir og
afbrýði, hins vegar listhneigð
sem er mjög fyrirferðarmikil. I
nýja leikritinu, sem á að gerast
1986, blandast inn hnignun
sveitanna vegna framleiðslu-
kvóta og verðhrun á bújörðum.
Það er líklega helsta nýmælið
hér og kemur ekki vonum
seinna fram.
Fjölskyldudrama í
jjömluin stil
Oskastjarnan segir frá þremur
kynslóðum kvenna sem allar eru
haldnar sterkri listrænni hneigð.
Móðirin er látin, hún var tón-
Iistarmaður, svo og önnur dóttir-
in, Hrefna. Móðirin fórnaði sér
fyrir búskapinn, Hrefna átti að
verða Jacqueline du Pré Islands,
en þegar móðirin varð veik valdi
Hrefna býlið, giftist bóndanum
Agli og á með honum Stínu sem
ætlar að verða myndlistarmaður.
Bryndís systir Hrefnu fór reynd-
ar burt og varð myndlistarmað-
ur, - eftir að hún var búin að
vera í tygjum við Egil, því alls
staðar kom hún á undan systur
sinni. Þegar leikritið gerist er
Bryndís komin heim frá útlönd-
um að Ieita uppruna síns og tal-
ar mjög Qálglega um það. Með í
för er ástmaðurinn Guðmundur,
hæfileikalítili kvikmyndahand-
ritshöfundur sem hún kallar
Gúnda þegar hún vill kvelja
hann, - annars er hann bara
kynferðisáhald fyrir hana. Á
heimilinu er heilabilaður faðir
systranna Ragnar, sem þekkir
þær ekki lengur og stagast sífellt
á þvf sama. Og fyrir ber gamlan
heimilisvin, Olafíu, sem hefur
það helst hlutverk að láta Bryn-
dísi hefna sín á henni með eitr-
uðum frásögnum, af því að hún
var víst ekki góð við hana sem
barn. En Bryndís þessi, lista-
maður frá útlöndum, er ekki öll
þar sem hún er séð, hefur
kannski ekki sótt mikla gæfu til
Hollyvood. Jú, þangað komst
hún, í sjálfa draumafabrikkuna.
Þetta leikrit er fjölskyldu-
drama í gömlum stíl og tími og
þjóðfélagsaðstæður sem hér er
fjallað um skipta raunar ekki
máli. Tilfinningaleg átök fjöl-
skyldumeðlima er það sem feng-
ist er við, með tilheyrandi
draugagangi úr fortíðinni, upp-
Ijóstrunum, lygum og sjálfs-
blekkingum. Hvor átti betra líf,
sú systirin sem allt var látið eftir
og fékk að þjóna listhneigð
sinni, eða hin sem sat heima?
Getið þið nú!
Ekki „kraftmikið“ og
„magnað“
Að mínum dómi er þetta leikrit
yfirborðslegt, klisjuborið og
furðulega áhrifalítið reyndist
það mér á sviði Þjóðleikhússins,
stendur Iangt að baki síðasta
leikriti höfundar, Degi vonar. Eg
býst við að orð eins og „kraft-
mikið" og „rnagnað" og önnur
slík liggi mönnum á tungu, eins
og stundum áður um verk Birgis
Sigurðssonar, - og í Degi vonar
áttu þau við. En ég get ekki séð
að „kraftur" dramatískra leik-
verka geti falist í öðru en djúpri
persónugerð, innra samhengi
orða og gerða. Það er ekki hér.
Persónurnar láta móðan mása
um tilfinningar sínar, en það
tekst ekki að gera þær orðræður
lifandi veruleika á sviðinu. Helst
lánast það í tilfelli Ragnars, sem
Gunnar Eyjólfsson fór ágætlega
með. Hann lifir í fortíðinni, ást
sinni á eiginkonunni og vænt-
umþykju til sinna hvítu kinda.
Gunnari tókst að gera þetta lif-
andi og trúverðugt. Hinir karl-
arnir eru siðri, Egill bóndi,
Valdimar Orn Flygenring, með
allar áhyggjurnar og beiskjuna
út af því hvernig komið er í bú-
skapnum, er yfirborðsleg per-
sónugerð. Og Guðmundur, Þór
H. Tulinius, er ósköp daufleg
persóna frá hendi höfundar svo
að leikarinn átti örðugt með að
blása í hann lífi.
Tekist á u ni konuriiar
Það eru konurnar sem mynda
átakapunkt verksins. En einnig
hér finnst mér höfundur sigla á
grunnmiðum. Andstæðurnar í
persónugerð systranna eru allt
of einfaldar. Á maður að trúa því
að Hrefna átti sig ekki á hvern
mann systir hennar hefur að
geyma? Skynjaði hún ekkert um
fyrra samband Egils og Bryndís-
ar? Hvað felst annars í því þegar
hún heitir þ\a í lokin að halda
jörðinni? - Halldóra Björnsdóttir
fór reyndar einkar vel og stíl-
hreint með hlutverkið eins og
það lá fyrir og tókst að gæða það
innibyrgðri tilfinningaspennu,
sem er meira en sagt verður um
önnur hlutverk. Elva Osk Olafs-
dóttir leikur hina ógeðfelldu,
lygnu og eigingjörnu Bryndísi.
Hún gerði sitt besta til að láta
hana koma okkur við, ber sig vel
á sviðinu, talar skörulega um
þrá sína eftir heimahögunum,
sem auðvitað er sýndarmennska
eins og annað hjá henni, eys úr
sér svívirðingum af miklum
krafti. En því miður, persónan
náði þ ví aldrei að verða tragísk,
það vantar í hana sársaukann,
maður getur varla trúað því
heldur að hún hafi þann neista
sem aumingja Guðmundur sér í
henni. Uppljóstrunin í lokin er
furðu melódramatísk.
Ótaldar eru tvær konur. Hin
unga Stína, sem Anítu Briem,
kornungri stúlku, tekst vel að
gera trúverðuga á sviðinu, bæði
hreyfingar og látbragð með
ágætum, raddbeiting síðri eins
og vænta má. Svo er heimilis-
vinurinn Óafía, en hana tók
Þóra Friðriksdóttir einkar fag-
legum tökum, góð smámynd.
Vonbrigði
Það má segja Hallmari Sigurðs-
syni til lofs að leikstjórn hans er
tilgerðarlaus og hann reynir ekki
að skrúfa þetta upp fram yfir
það sem höfundurinn gefur til-
efni til. Leikmyndin er hins veg-
ar frekar snautleg. Loftið, sem
er íjós og útsýnisstaður til
stjarnanna, studdi ósköp Iítið
við verkið og ekki bætti óskýr
ljósabeiting úr skák. Þetta er
síðasta frumsýning Þjóðleik-
hússins á Stóra sviðinu í vetur.
Það leikár sem nú er að ljúka
veldur vonbrigðum á ýmsan
hátt. Ekkert nýtt íslenskt leikrit
ofan við meðallag, eina góða
sýningin á frumsömdu Ieikverki
er unnin upp úr skáldsögu,
Grandavegur 7. Að ekki sé talað
um leikstjórafllippin í klassísk-
um verkum, tilgerð frá Litháen í
Tsjekhov og heimatilbúinn
poppaður groddaskapur í
Shakespeare. Eg vil gera þá
kröfu til Þjóðleikhússins að þar
sé markið sett hærra en þetta.
Aðeins það besta er nógu gott í
því húsi.