Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 6
22 - ÞRIÐJUDAGVR 31.MARS 1998 Leikfélag Akureyrar Söngvaseiðxir The Sound of Music eftir Richard Rodgers og Oscar Hammerstein H, sýn. föst. 3. apríl kl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. 4. apríl kl. 20.30 UPPSELT sýn. smm. S. apríl kl. 16.00 UPPSELT sýn. skírd. 9. apríl kl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. ll.aprflkl. 14.00 UPPSELT sýn. laug. 11. apríl kl. 20.30 UPPSELT sýn. 2.ípáskumkl. 16.00 UPPSELT sýn. föst. 17. aprfl kl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. 18. aprflkl. 20.30 UPPSELT sýn. sumi. 19.aprflkl. 16.00 UPPSELT sýn. fimmt. 23. aprflkl. 20.30 laus sæti sýn. föst. 24. aprílkl. 20.30 sýn.laug. 2S. aprflkl. 20.30 sýn. smm. 26. aprfl kl. 16.00 Sýningar fram i júli Markúsar- guðspjall Einleikur Aöalsteins Bergdal. á Renniverkstæöinu. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Lcikmynd: Manfred Lemke. Leikstjóm: Trausti Ólafsson. Forsýning 8. aprfl kl. 20.30, Fmms. föstudaginn langa kl. 16.00 liátíðarsýn. 2. í páskum kl. 20.30 í tilefni af 30 ára leikafmæli Aðalsteins Bergdal. Kona einsömul eftir Dario Fo. í Deiglunni. Leiklestur Guðbjargar Thoroddsen skírdag 9. aprfl kl. 17.00, 2.ípáskumkl. 20.00 miðaverð kr. 800,- Landsbanki íslands veitir handhöfum gull-debetkorta 25% afslátt. Miðasalan er opin þriðjud.-fiinmtud. kl. 13-17, föstud.-sunnud. fram að sýningu. Símsvari allan sólarhringinn. Munið pakkaferðirnar. Slmi462 1400 Uíwmir er styrktaraÖili Leikfélags Akureyrar MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Fagnar maig- földu afmæli Velkomin í Villta vestrið Riitta Heinámaa er nýr forstjóri Norræna hússins og stýrir þar menningarstarfinu næstu árin. Hún hefur fortíð úr leikhúsi og dansi og má þvi búast við að áherslan i menningarstarfi hússins færist ef til vill meira íþá áttina. mynd: eól eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir. 6. sýning. þriðjud. 31. mars kl. 20.30 7. sýning. föstud. 3. aprfl kL 20.30 0. sýning. laugard. 4. aprfl kl. 20.30 ATH. breyttan sýningartima 9. sýning. mið. 0. aprfl kL 20.30 Miðapantanir í síma 463 1195 frá kl. 17.00. -19.00. Gisting og matur fyrir hópa að Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. HLAÐAN er opin eftir sýningar upplýsingar í síma 463 1380 freyvangs- leikhúsið Norræna húsiðfagnar margfalt í ár. Liðin eru 30 áreru síðan húsið varhyggt og arkitekt- innAlvarAalto hefði orðið 100 ára í febrúar. „I tilefni afmælisins hefur alls staðar verið umQöllun um Aalto í Finnlandi og þess vegna má segja að hann hafi fengið endur- reisn aftur. Sum verka Aaltos hafa verið umdeild og menn hafa gagnrýnt að þau séu öll friðuð. Fyrir venjulegan Finna hefur Aalto þó milda þýðingu og þegar maður fer utan og sér hús eftir Aalto og fer inn í það þá er það tákn þess að vera finnskur," segir Ritta Heinamaa, nýi for- stjórinn í Norræna hússinu en hún tók við um áramót. Dausinn á hug og hjarta Riitta hefur afar víðtæka mennt- un og reynslu. Hún hefur meðal annars menntun í norrænum tungumálum og norrænum bók- menntum. Hún hefur einnig menntun sem framkvæmdastjóri við menningarviðburði, svokall- aður pródúsent, og hefur starfað sem slík við fjölda sýninga, bæði leiksýninga og annarra. Hún hefur starfað og kennt við Leik- listarháskólann í Finnlandi, sem starfrækir bæði finnskumælandi og sænskumælandi deild. Síð- ustu fjögur árin hefur hún stýrt nemendaleikhúsi skólans og haft yfirumsjón með 30-40 sýn- ingum á ári, bæði mjög stórum og afar smáum sýningum, meðal annars leikritum og dansverk- um. En segja má að dansinn eigi einmitt hug hennar og hjarta. Dansínn kemur inn? - Hvemig stendur þá á því að þú tekur að þér forstjórastarfið hér? „Kannski að því Ieytinu til að starfsemin er mun fjölbreyttari hér, ekki bara leikhús eða dans. Á hinn bóginn held ég að ég geti tengt þetta við næstum því allt sem ég hef fengist við áður. Eg hef Iært tungumál og bók- menntir. Eg hef starfað við menningarhátíðir og listsýning- ar. Ég held að mikilvægast sé að vita hvernig maður framleið- ir hlutina. Það er alltaf nytsam- legt að þekkja til á því sviði. Fyrir sjálfa mig er það bara áskorun og mjög gaman að geta unnið með fjölbreytt verk- efni og gefið kost á fjöl- breyttri dag- skrá,“ segir hún. Riittu Iíst ágætlega á sig í inu. Segist hafa fundið fyrir því strax hve starfsemin er fjölbreytt og því vilji hún gjarnan halda áfram, hafa margar listgreinar samtímis í húsinu. Henni finnst Tove Rasmussen, fráfarandi for- stjóra, hafa tekist vel að halda húsinu „lifandi og opnu“. Fólk Vel hefur tekist að halda Norræna húsinu lifandi og opnu. Fólk sækirþangað, ekki bara á sýningarheldur líka í kaffi og á bóka- safnið. Norræna hús- komi í húsið þó að engin dag- skrá sé í gangi, það komi bara og fái sér kaffi eða setjist í bóka- safnið. Húsið hefur sin takmörk - Kemur leikhús og dans til tneð að skipa stærri sess í starfsemi Norræna hússins en áður? „Að vissu leyti held ég að eðli- legt sé að það, sem ég hef unnið mest með, komi fram í starfi hússins en það er ekki jafn ein- falt og það hljómar því að þetta húsnæði hefur sín takmörk. Það er ekki svo auðvelt að fá hingað leikhús og það er ekki heldur svo auðvelt að fá dans hingað inn þvi að þetta hús er verndað. Það má ekki byggja eða breyta neinu hér. Það þýðir að það er bara hægt að taka inn það sem er tækni- lega séð einfalt, til dæmis kaffi- Ieikhús, ljóða- og vísnakvöld," svarar Riitta. í febrúarbyij- un voru 100 ár frá fæðingu Al- vars Aaltos en hann hannaði Norræna húsið á sfnum tíma. I haust verður þrí- skipt sýning til minningar um Aalto í Norræna húsinu og verð- ur hún í samvinnu við finnska sendiráðið og Aalto-stofnunina í Finnlandi. Þar verður áhersla á bókasafnið í Viborg (Viipuri) á Kirjálaeiðinu í Rússlandi en sú bygging er með frægari bygging- um eftir Aalto. -GHS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.