Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 11
ítt&PB
ÞRIDJUDAGUR 31.MARS 1998 - 27
LÍFID í LANDINU
Sr. KarlMatthí-
assonpresturí
Grundarfirði
gejurútsunnu-
dagaskóla,
einsog þeirger-
astbestirhjá
honum fyrir
vestan.
Sr. Karl Matthíasson ásamt Pétri syni sínum. „Tel að þörfsé á að við boðum erindið með þessum
hætti. Börn geta og ieikið sér og teiknað meðan þau hiusta á snælduna, sem er 40 mínútur á
lengd, “ segir sr. Karl. mynd: pjetur.
Bænin er besta
forvömin
„Ég tel að það væru góðar for-
varnir ef við myndum sameinast
um að kenna börnum landsins
bænir með þeirri sömu einlægni
og amma og afi kenndu þeim
börnum sem nú eru komin til
vits og ára. Að því leyti væri
bænin besta forvörnin," segir sr.
Karl Matthíasson sóknarprestur.
Um þessar mundir er að koma
út á hljóðsnældu sunnudaga-
skóli, einsog þeir gerast hjá
Karli, sem er sóknarprestur vest-
ur í Grundarfirði. Kirkjuskólinn
minn, heitir snældan sem kem-
ur frá útgáfufyrirtækinu Sept-
ember, sem er í eigu Þórðar
Guðmundssonar sem var meðal
annars organisti Karls i prest-
skapartíð hans vestur á Tálkna-
firði. Góðir hljóðfæraleikarar
leggja þessari útgáfu Iið sem og
Kór Hjallaskóla í Kópavogi, en
honum stjórna þær Þóra V.
Guðmundsdóttir og Guðrún
Magnúsdóttir.
Faðir gjör mig litið ljós
„Ég tel að þörf sé á að við boð-
um erindið með þessum hætti.
Börn geta og leikið sér og teikn-
að meðan þau hlusta á snæld-
una, sem er 40 mínútur að
lengd,“ segir sr. Karl. A snæld-
unni er farið með ýmis lög sem
sungin eru í kirkjuskólum lands-
ins, svo sem Jesús er besti vinur
barnanna, Daginn í dag og Ást-
arfaðir himinnhæða. Sálmar
sem farið er með eru Vertu Guð
faðir, Faðir gjör mig Iítið ljós og
fleiri mætti nefna. I prédikun
þeirri sem flutt er er lagt út frá
þekktri dæmisögu sem stundum
er nefnd Hvar er hinir tíu.
„En þó þetta sé fyrst og fremst
hugsað fyrir börn hygg ég að
fullorðið fólk geti einnig haft
gaman af þessu; að hlusta á fal-
lega söngva og styrkjandi orð
Guðs,“ segir sr. Karl.
Orðið á Alnetinu
„Ég veit ekki til þess að snælda
af þessu tagi hafi áður verið gef-
in út hérlendis," segir Karl, og
bætir hann við að æskulýðsfélög
kirkna víða um land, til að
mynda Akureyrarkirkju, muni
selja snælduna til styrktar starf-
semi sinni. Þá mun hún fást í
Kirkjuhúsinu í Reykjavík.
Karl segist geta tekið undir
með nafna sínum Sigurbjörns-
syni, biskup Islands, að nauðsyn
sé fyrir kirkjuna að færa út kví-
arnar í boðun sinni og færa sig
til að mynda út á Alnetið. Það
segir hann að tveir prestar á
Vestfjörðum hafi nú þegar gert
sem og Biskupsstofa. Þá sé
hann sjálfur á snældu að boða
erindið til barnanna og sjálfsagt
megi nefna aðrar sniðugar Ieiðir
til boða erindi og Orð. -SBS.
NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR
HálMtar á hálfu verði
Sagan segir frá vel þekktum Ak-
ureyringi sem er þekktur fyrir að
gantast við náungann enda þótt
allt slíkt sé innan góðra vel-
sæmdarmarka, því maðurinn
sem um ræðir er vel þekktur
drengskaparmaður. Þannig er
fræg sagan af því þegar þessi
góðborgari höfuðstaðar hins
bjarta norðurs útskrifaðist frá
Menntaskólanum á Akureyri
fyrir nokkrum árum og gekk í
gleði æskumannsins með sína
hvítu húfu um allan bæinn og
brá sér síðan á ball í Sjallanum,
þar sem Sálin hans Jóns míns
lék fyrir dansi. Þetta var að
kvöldi 17. júní, þjóðhátíðardags-
ins.
Sá maður sem hér um ræðir
og félagi hans, sem einnig hafði
fengið stúdentshúfu fyrr um
daginn, voru gáfulegir að sjá þar
sem þeir mættu á staðinn. En af
alkunnri hógværð sinni vildi vin-
ur okkar gera lítið úr gáfum sín-
um, enda þótt hann hefði út-
skrifast með láði. „Við erum
hálfvitar báðir tveir og ætlum
því aðeins að borga hálfan að-
gangseyri," sagði hann og brosti
út £ annað.
Stúlkan í miðasölunni hristi
höfuðið. „Þessir nýstúdentar,“
sagði hún í hálfum hljóðum, um
leið og hún rukkaði vin okkar
um aðgangseyri. Félagi hans
fékk að fljóta frítt inn út á hálf-
vitaskammt þeirra beggja.
Umsjón: Sigurður Bogi
Sævarsson.
SMÁTT OG STÓRT
Rauðvínslegið
lambalæri
Jóhanna Sigurðardóttir flyt-
ur frumvarp á Alþingi þess
efnis að ekki megi vera
meira en 0,2 prómill af
alkóhóli í blóðinu hjá öku-
mönnum í stað 0,5 núna.
Flestum þykir 0,2 prómill of
lág viðmiðun vegna þess að
líkaminn getur framleitt úr
fæði þetta alkohólmagn. Jó-
hanna fór mikinn þegar hún
ræddi þetta mál á Alþingi á
þriðjudaginn. Guðmundur
Bjarnason Iandbúnaðarráðherra hlustaði um stund en sagði svo:
„Það er nú erfitt fyrir landbúnaðarráðherra að styðja þetta. Fólk
má ekki einu sinni borða rauðvínslegið lambalæri ef það ætlar
að aka bíl, ef tillaga Jóhönnu verður samþykkt." „Hvað þá að fá
sér kaffisopa og konfektmola með koníaki í á eftir,“ bætti Jón
Kristjánsson við.
Bláa bomban
D-Iistinn í Reykjavík boðaði til kokteilboðs á dögunum í tilefni
þess að kosningabaráttan væri hafin. Þar var kynntur baráttu-
drykkurinn „Bláa bomban“ og sagt að fólk ætti að mæta og
hrista sig saman. Sigurður O. Pálsson hagyrðingur á Egilsstöð-
um orti af þessu tilefni:
Vel mun smakkast bomban blá
og býsna verður gaman
erfara þeir sér aðfinna á
ogfremja hristing saman.
Síðasta laxveiðiferðm
Guðni Ágústsson alþingismaður var bankaráðs-
maður í Búnaðarbankanum áður en hann varð
hlutafélagsbanki. Þegar svo bankinn var háeff-
aður, eins og Guðni kallaði það alltaf, hætti
hann í bankaráðinu. Síðastliðinn þriðjudag var fyrsti aðalfundur
Búnaðarbankans hf. haldinn.
allt gamla bankaráðið og
sagði það síðustu aðalfunda-
setu sína í Búnaðarbankan-
um. Þegar hann gekk út úr
Alþingishúsinu á leið á aðal-
fundinn mætti hann Jó-
hönnu Sigurðardóttur lax-
veiðibankastjóraskelfi. Guðni
sagði henni að hann væri á
leið á sinn síðasta aðalfund
Búnaðarbankans, enda hætt-
ur í bankaráðinu. „Og ég hef
því farið í mína síðustu lax-
veiðiferð, Jóhanna mín,“
sagði Guðni um leið og hann
gekk út.
Guðni mætti á fundinn eins og
Blöðrumar
í S-Ewópu, eins og til að
mynda á Spáni, er erfitt að
finna ökumann til að blása í
blöðru sem mælir áfengi hjá
ökumönnum, án þess að litur
komi á blöðruna því næstum
allir drekka rauðvín eða
hvítvín með mat og ekkert við
því sagt. Fyrir nokkrum árum
tóku þrír ungir Islendingar
sér bíl á leigu þarna suður frá
og höfðu hann í tvo daga. Sá
er ók var fullur af ábyrgð og bragðaði ekki neina áfenga drykki
meðan þeir voru með bílinn.
En svo gerðist það að kvöldi fyrri dagsins, sem gerist afar
sjaldan á Spáni, að lögreglan stoppaði strákana og lét ökumann-
inn blása í blöðru. Hann gerði það en enginn litur kom á blöðr-
una. Hann var látinn blása í tvær til viðbótar en ekkert gerðist.
Þá var þeim sagt að bíða og stuttu síðar kom stór Iögreglubíll
með 8 lögreglumönnum sem þustu út með stóran kassa. Strák-
arnir urðu skefldir við þetta allt sama og enginn Iögreglumann-
anna talaði ensku þannig að tjáskipti voru engin. Stóri kassinn
var opnaður og úr honum tekin enn ein blaðran. Okumaðurinn
var látinn blása og enn gerðist ekki neitt. Þá var klappað á bakið
á honum og einn hinna nýkomnu sem talaði ensku sagði að þeir
mættu fara. Hann sagði skýringuna á þessu öllu vera þá að það
hefði aldrei gerst hjá þeim fyrr að ekki kæmi smá litur á blöðr-
urnar og því hefðu þeir haldið að þær sem notaðar voru væru
orðnar gamlar og ónýtar.