Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 31.03.1998, Blaðsíða 10
26 - ÞRIDJUDAGUR 31. MARS 1998 LÍFIÐ í LANDINU L BÍLAR Subaru Forester sker sig úr Subaru iínunni. Hábyggdur og jeppa/egri en frændur hans. - myndir: ohr. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirhelgi@islandia.is Sfminn: 437 2360 Subaru Forester er búinn mörgum geymsluhólfum i mælaborðinu. Jeppalegur Subaru Subaru Foresterkom á ís- lenskan markað í haust. Þetta er ný útfærsla af Subaru, "jeppalegur Subaru" efsvo má að orði komast. Subaru skapaði sér sterkan sess sem fjórhjóla- drifinnfólksbíll þegarhann kom á fyrst markað hérlend- is seintá áttunda áratugn- um. Þó ýmsir aðrir bíla- framleiðendurhafi boðið Jjórhjóladrifna fólksbíla virðist Subaru halda þess- um sterka sessi mikið til. Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Subaru Forester sker sig nokkuð úr Subaru línunni. Utlit bílsins og svipur er annar en maður á að venjast frá þessum framleiðanda. Heildarsvipurinn er jeppalegur, eða jepp- lingalegur væri e.t.v. réttara að segja, yfir- byggingin há og hjól- barðarnir stærri en á fólksbílunum. Framendinn er svolítið gamaldags, í já- kvæðri merkingu. Hann minnir mig a.m.k. svolítið á fimmta, sjötta áratug- inn, án þess að ég geti kannski tilgreint tilteknar tegundir. Forester venst vel við kynningu. Bíll- inn sem var reynsluekið var sjálfskiptur með 2.0 lftra bensínvél. Eg var mjög hrifinn af hurðarhúnunum. Maður tek- ur utan um þá og togar út, myndarlegir og traustlegir. Það er þægilegt að setjast inn í bílinn, há yfirbyggingin gefur gott rými og maður situr tiltölulega hátt. Það fer vel um mann í bílstjórastólnum og stjórntækin eru einföld og innan seilingar. Það þrengir hvergi að manni og það er nóg pláss fyrir vinstri hönd- ina. Það er ágætis rými fyrir aftursætis- farþega og nokkuð rúmgott farangurs- rými þar fyrir aftan. Tveggja lítra vélin vinnur fantavel og það þarf ekkert að kvarta yfir vinnsl- unni þó bíllinn sé sjálfskiptur. Þetta var að vísu einn rólegasti reynsluaksturinn til þessa, enda buðu aðstæður ekki upp á hraðakstur; vetrarfæri, hálka og m.a.s. blindbylur um tíma. Aðstæðurnar voru hins vegar kjörnar fyrir fjórhjóladrifinn fólksbíl, enda naut Foresterinn sín á- gætlega í skafrenningnum. Þetta er lipur bíll í innanbæjarakstri. Fjöðrunin fer ágætlega með mann á malarvegi og hljóðeinangrun bílsins er nokkuð góð. Hann er einnig tiltölulega hár undir lægsta punkt. A heildina litið er Subaru Forester ágætur valkostur fyrir aðstæður hér. Þetta er fjórhjóladrifinn fólksbíll með svolitla jeppaeiginleika, meiri jeppaeig- inleika en sá hefðbundni Subaru sem við eigum að venjast. Verðið er í sam- ræmi við það, rúmar 2,3 milljónir fyrir reynsluakstursbflinn, eða hátt í það sem ódýrari jeppar í fullri stærð kosta. Mundi ég? Eg verð að viðurkenna að eftir að hafa reynsluekið Subaru Forester kemur bíll- inn sterklega til greina. Eiginkonan var reyndar enn hrifnari af honum en ég, enda líður manni mun betur að vera á fjórhjóladrifnum bíl þegar maður lendir í vetrarveðri og byl, þó aldrei hafi komið til þess að það reyndi á ljórhjóladrifið að neinu gagni. Þetta er rúmgóður hábyggður fjölskyldubíll með fjórhjóla- drifi og kemst flest það sem maður þarf að fara, í búðina, sveitina og auðfarnari fjallslóða og fer þar að auki vel með mann á vegi. En eins og áður hefur komið fram er ég dulítið meira fyrir fjórhjóladrifinn díselbíl en bensín. Vigdís Stefánsdóttir skrifar „Ef ég aðeins hefði nægan tíma,“ segir í vinsælu dægurlagi. Tíminn fer aðeins eina leið, fram á við og oft Iiggur okkur svo á að við notum hann ekki til þess sem er mikilvægast af öllu, samveru við ástvini okkar. Við þurfum að flýta okkur í vinn- una, fara á fund, kaupa í matinn... verk- efnin eru óþrjótandi. En tíminn líður og einn daginn vöknum við upp við það að tíminn er floginn frá okkur. Við getum ekki lengur sagt það sem við vildum við ástvini okkar, þeir eru farnir í burtu og koma aldrei aftur. Við getum ekki huggað litla barnið okkar, því það er orðið stórt. Við getum ekki stöðvað hjól tímans og því er nauðsynlegt að staldra við í erli dagsins og hugsa um það hvort það sem við erum að gera er svo nauðsynlegt að það geti ekki beðið smástund. Þessa smástund sem er svo ógnarmikilvæg þegar fram Iíða stundir. HVAÐ Á É G A Ð GERA Afbrýöisemi Sæl Vigdís. Þannig er mál með vexti að kærastan mín treystir mér ekki til eins eða neins. Ég er að vinna á tveimur vinnustöðum og hún er síhringjandi til þess að athuga hvort ég sé í vinnunni og ef ég er ekki á staðnum þá brjálast hún við mig og hellir yfir mig skömmum þegar ég kem heim. Mér finnst þetta mjög óþægilegt en get ekki komið henni í skilning um það. Kærastan þín er afbrýðissöm úr hófi fram greinilega. Sennilega er hún mjög óörugg með bæði þig og sig og sam- band ykkar beggja. Kannski hefur hún orðið fyrir einhverri þeirri reynslu sem orsakar það að hún treystir ekki fólki, hversu vænt sem henni þykir um það. Best væri íyrir ykkur að Ieita til hjóna- bandsráðgjafa eða félagsfræðings og Iáta leiða ykkur áfram varðandi sam- bandið, því þetta ástand er óþolandi. Vigdís svarar í símairn! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9-12. Símiun er 563 1626 (beiut) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Rabarbara og perubúðmgur Þessi búðingur er ljúffengur og ekki of sætur, þar sem hið milda bragð af perun- um blandast við súrt bragðið af rabarbar- anum. 900 g rabbabari, skorinn i bita 4 perur afhýddar 1 matskeið sítrónusafi 100 gflórsykur 2 tsk. blómavatn (mú sleppa) 2/ dl rjómi fersk myntublöð til skreytingar Látið rabarbarann og perurnar í bitum í pott ásamt sítrónusafanum og vatninu. Sjóðið við lágan hita í um 15 mín. Látið renna af ávöxtunum og geymið safann. Setjið í matvinnsluvél ásamt 6 msk. af safanum og mixið. Látið kólna. Blandið blómavatninu samanvið. Þeytið rjómann og blandið við maukið. Setjið í skálar og skreytið. Bæn litla drengsins LítiII drengur tók þátt í kapp- hlaupi. Hann drógst í sífellu meir aftur úr og lítil von virt- • ist til þess að hann sigraði. Allt í einu tóku varir hans að bærast mjög reglulega og hann herti á sér og vann hlaupið. Er hann var spurður að því síðar hvað hann hefði verið að tauta við sjálfa sig, sagðist hann hafa verið að tala við Guð og sagt aftur og aftur: Guð, þú lyftir þeim upp, ég skal setja þá nið- ur, þú lyftir þeim upp, ég skal setja þá niður. Og sú samvinna dugði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.