Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9.APRÍL 1998 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Páskafríið ereitt lengsta leyfi ársins hjá vinnandi mönnum og velkomið hjáflestum að komast ífrí. Dagurfékkfjóra einstaklinga til að segjafrá því hvemig þeirætla að verjapáskafríinu. Horfa í augun hvort á öðru Bjarni Ármannsson forstjóri ætlar að slaka d í faðnú jjöl- skyldunnar utn yáskana. „Páskarnir fara í að sinna fjöl- skyldunni. Við ætlum okkur að taka það rólega en förum vænt- anlega upp á Akranes að heim- sækja afa og ömmu kringum páskadaginn. Að öðru leyti ætl- um við að horfa út á sjóinn og í augun á hvort öðru og reyna að hafa það sem best,“ segir Bjarni Armannsson, forstjóri Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Þau hjónin, Bjarni og Helga Sverrisdóttir, eignuðust tvíbura, dreng og stúlku, fyrir rúmum þremur vikum þannig að það er kannski engin furða að fjölskyld- an vill taka því rólega yfir páska- helgina en fyrir eiga þau Tómas, þriggja ára. Tvíburarnir hafa fengið nöfnin Helga Guðrún og Benedikt. Bjarni og fjölskylda hans hafa gaman af útivist og fara örugg- Iega í gönguferð um helgina en ekki eru þau „forfallnir iðkend- ur“ útivistar eða íþrótta. „Það er meira einfaldi þátturinn, að koma sér út og hreyfa sig,“ segir Bjarni að lokum. -GHS. Bjarni og fjölskylda hans, Helga Sverrisdóttir, Tómas, þriggja ára, og tvíburarnir Helga Guðrún og Benedikt. Styttri ferðir útúrbænum Anna Geirsdóttir, frambjóðandi Reykjavíkurlistans, ætlar að hvíla sig og lesa sér til um borgarmálin um 'páskana. „Eg hugsa að ég verði mest að hvíla mig og svo fer ég áþyggilega í heimsóknir til vina og kunningja. Eg fer líka í styttri ferðir út úr bænum ef veðrið er gott og svo þarf maður að setja sig inn í pólitík- ina,“ segir Anna Geirsdóttir, heilsugæslu- læknir í Grafarvogi og frambjóðandi í ní- unda sæti Reykjavíkurlistans. Anna er með þykkan bunka af pappír- um um málefni borgarinnar sem hún ætl- ar að lesa og kynna sér um páskahelgina enda tíminn nægur, fimm daga frí og hún ekki búin að bóka sig í neinn sumarbú- stað. Hjá henni eru páskarnir venjulega afslöppun og rólegheit. „Það er ekkert annað ákveðið á þessari stundu. Eg var satt best að segja búin að Anna Geirsdóttir, frambjóðandi a Reykjavíkurlistan- um, ætlar að nota tækifærið um páskana t/l að kynna sér borgarmálin. gleyma því að það væru að koma páskar og svo eru páskarnir allt í einu að dynja yfir. Eg hef ekki haft tíma til að hugsa um páskana, hvað þá að skipuleggja nokkurn hlut,“ segir hún. -GHS Að viniia fyiir fíklana Steindór Halldórsson hjá Kjarki ætlar að vintia um páskana. Steindór Ha/ldórsson segir að enginn hafi boðið sér í sumarbústað um páskana ennþá en bjóði sér einhver sé hann alveg til i að skella sér. Með hundirm áskíði Gunnar Helgason leikari fer ttteð alla jjölskylduna norður á sktði um pásk- ana. „Eg ætla að vera í Hörgárdalnum um páskana, á Hallveigarstöðum í einhvers konar bændagistingu," segir Gunnar Helgason, Ieikari hjá Hafnarfjarðarleik- húsinu. Gunnar fer með alla fjölskyldu sína, eiginkonu, fjögurra ára son og hundinn Perlu norður á skíði og ætla að vera fyrir norðan fram á mánudagskvöld. „Allir vinir mínir eru á leiðinni norður og flestir ætla þeir að gista á hótelum en við erum með hund og þeir mega vfst ekki koma inn á hótel. Þetta er í annað sinn sem við förum norður í Eyjafjörð. Síðast vorum við rétt fyrir utan Dalvík. Það er vaninn að fara alltaf eitthvað um pásk- ana,“ segir hann. Gunnar og fjölskylda hans hafa lítið geta stundað skíðin í vetur og því verður kærkomið að fá tækifæri til þess um „Ég verð að vinna að málefnum þeirra sem eru á götunni. Það þýðir að ég verð að vinna í Félagi óvirkra fíkla við að und- irbúa eitthvað fyrir fíklana. Við erum að útbúa AA-herbergi, mynda grúppur og setja ýmislegt af stað,“ segir Steindór Halldórsson, einn af forsprökkum Kaffi Kjarks og Félags óvirkra fíkla. Eins og margir muna hefur Kaffi Kjarkur átt í fjárhagsvandræðum að und- anförnu og leitað meðal annars til borgar- innar eftir stuðningi til að halda kaffihúsi óvirkra fíkla við Þingholtsstræti opnu. Steindór segir að lítið hafi verið að gerast Gunnar Helgason fer með konu, barn og hund á sk/ði í Eyjafirði. Hann notar sér bændagistingu hjá vanda- lausum því að hundurinn fær ekki að fara á hótel. páskahelgina. Hann segir að þau hafi alltaf verið að sýna Síðasta bæinn í daln- um um páskana og því orðið að fara á skíði á virkum dögum. - Verður einhver tímifyrir páskaegg? „Að sjálfsögðu. Það þarf að gefa stráknum páskaegg.“ -GHS hjá Kjarki að undanförnu og það hafi orð- ið til þess að margir hafi dottið í það um helgina. „Það verður alltaf nóg að gera, hvort sem það er um helgar eða virka daga, vet- ur, sumar, vor eða haust. Ég vann á Þor- láksmessu og fékk rafsuðublindu og var blindur öll jólin. Ég á eftir að njóta páskanna á allt annan hátt,“ segir hann. „Það hefur enginn boðið mér í sumar- bústað ennþá en það má alveg koma fram að ef einhver vill bjóða mér þá væri ég al- veg til í að skella mér.“ -GHS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.