Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 12
28 - FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 19 9 8 LÍFIÐ t LANDINU Fyrir þá sem hafa áhuga góðum og öðruvtsi mat, og leita að töluverðrar vinnu og eru í raun „spariuppskriftir“. Allar upp- spennandi uppskriftum fyrir páskamatinn þá eru uppskriflirttar t skriftimar t hókinni hafa áður birst t matreiðsluþáttunum matreiðslubók Sigga Hall, Að hætti Sigga Hall, sem út kom fyrr t hans, sem eru orðnir 250 að tölu. vetur, alveg upplagðar. Bókin hefur notið mikilla vinsælda, enda Hér á eflir birtum við þrjár uppskriftir tír bókinni; tillögu að uppskriftirnar öðruvísi, en tekið skalfram að þær krefjast gimilegum páskahátiðarmatseðli. Botn: 4 bollar hveiti VÁ bolli púðursykur 150 g smjör 'A tsk. lyftiduft 1 egg (má sleppa) Eplamauk: 3 græn epli 1 'á tsk. engiferduft 1 'á tsk. kanill 2 msk. sykur 1 dl vatn 3 græn epli skorin í skífur svolítið smjör smá púðursykur Hnoðið saman hveiti, púðursyk- ur og smjör ásamt lyftidufti. Egg er ekki nauðsynlegt en það bind- ur ágætlega saman deigið. Smyrjið að innan þar til gert tertuform og klæðið með deig- inu. Þrýstið því vel út með hlið- unum og í botninn. Gott er að hafa deigið ekki þykkara en 1 sm. Gerið eplamaukið svona: Eplin eru flysjuð og skorin í bita. Látið í pott ásamt engifer- dufti, kanil og sykri. Látið vatnið yfir og sjóðið þar til eplin eru orðin ‘ meyr. Maukið í mat- vinnsluvél eða bara með gaffli. Látið kólna og smyrjið á deig- botninn. Raðið eplaskífunum jafnt ofan á eplamaukið, penslið með smjöri og stráið smávegis af púðursykri yfir. Bakið við 175°C hita í u.þ.b. 45 mín., berið fram heitt. Gott er að gera eplakökuna fyrirfram og kæla hana, hita síð- an upp í heilu lagi og bera fram með ijóma eða vanilluís. Innbökuð sveppasúpa bætt með sémi 250 g sveppir 1/6-1 /5 hluti af blaðlauk, hvíti hlutinn ___________75 g smjör____________ 50 g hveiti 5-6 1/2 dl af grænmetis- eða kjúklingasoði 2 dl rjómi (eða mjólk til helminga) salt og hvítur pipar úr kvörn 3 sl sérrí 2 plötur af smjördeigi 1 egg Sneiðið sveppina niður og blað- laukinn fínt. Látið smjörið í pott og léttsteikið bæði sveppina og blaðlaukinn þar. Þegar sveppir og blaðlaukur eru hæfílega létt- steiktir stráum við hveitinu yfír og hrærum öllu vel saman með trésleif. Hellið soðinu smátt og smátt yfir og hrærið vel í á með- an. Gott er að nota þeytara í þessu tilfelli. Þegar soðið er komið í pottinn og súpan orðin hæfilega þykk er rjómanum bætt í. Bragðbætið með salti og hvít- um pipar úr kvörn. Að síðustu slettum við einum einföldum sérrí út í þessa fínu súpu. Fletjið út smjördeigið þar til það er orðið u.þ.b. helmingi þynnra en í upphafi. Skerið út hringi sem eru um 1-2 sm stærri en ummál súpuskálarinnar. Lát- ið heita súpuna í skálamar. Slá- ið út eggið og penslið kantana á smjördeigslokinu og látið ofan í súpuskálina. Þrýstið vel á kant- ana svo deigið límist vel við skál- ina. Penslið ofan á. Látið skálarnar í 220°C heitan ofn og bakið þar til lokið er gull- inbrúnt. Berið súpuna varlega fram því skálarnar eru brenn- andi heitar. Athugið að smjör- deigslokið heldur súpunni tölu- vert lengur heitri en ella. Frönsk eplakaka að hætti Svölu Tex-Mex kjúMingabringumar frá Astró 800 g kjúklingabringur Marinering: 5-7 hvítlauksgeirar 2 sm engiferrót 1 dl barbequesósa 'á dl appelsínuþykkni / tsk. negulduft 1 tsk. cumminduft 1 tsk. kóríanderduft 1/ msk. Dijon sinnep 1 msk. hlynsíróp 1 dl góð matarolía Látið hvítlaukinn og engiferrót- ina í matvinnsluvél og hakkið fínt. Látið allt hitt innihaldið nema olíuna í skál og blandið vel saman. Á meðan matvinnslu- vélin er að snúast hellið þá mat- arolíunni saman við í mjórri bunu. Leggið kjúklingabringurnar í fat eða skál. Það er smekksatriði hvort skinnið er tekið af eða ekki. Hellið helmingnum, eða allt að tveimur þriðju, af mar- ineringunni yfir. Afgangurinn fer í sósuna. Veltið kjúklingabring- unum vel upp úr marinering- unni. Gott er að láta kjúklinginn standa í sólarhring áður en hann er eldaður. Bringurnar eru annað hvort pönnusteiktar eða grillaðar. Á meðan á steikingu stendur eru þær penslaðar með marinering- unni sem á þeim var. Það þarf að snúa þeim oft því mariner- ingin getur auðveldlega brunnið of mikið, þótt raunar eigi að vera frekar stökk, dökk steikar- húð á bringunum. Ef bringurnar eru í stærri kantinum og ykkur finnst þær séu nógu brúnaðar án þess að vera gegnumeldaðar þá eru þær settar í ofninn í nokkrar mínútur þar til þær eru eldaðar í gegn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.