Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 9
«k P II • > X l\ í. |. ij SS *, Q t - I Ilt1 FIMMTUDAGUR 9.APRÍL 1998 - 25 ■ o r> LÍFIÐ í LANDINU Efég myndi ein- hvem tímann skrifa ævisögu mína. á rússnesku yrði hún að endur- spegla atburði sam- tíðar minnar og þá gæti tilgangurinn veiið að sýnafram á hvemig lýðræð- inu varkomið á í Rússlandi á dögum Gorbatsjovs. “ „Ég blanda aðallega geðiviðbændurog skrítiðfólk, kannski vegna þess að ég er skrítinn sjálfur. „Maður er ekki sam- mála Davíð Oddsyni í mörgu en hann er tvímælalaustfremsti stjómmálamaður landsins og sá sem bestertilþessfall- inn að veitaforystu í stórmálum. “ „Eitthvað tekurvið eftir dauðann. Það geturekki öðruvísi verið. En það ersorg- legtaðgeta ekki samtímis lifað nýja lífinu og viðhaldið þvígamla. „Ég segi stundum í gríni að efSjálf- stæðisflokkurinn yrði flutturtil Rússlands þá myndi éggerastfé- lagi númereitt. og vann hjá Sameinuðu þjóðun- um. En mig langaði alltaf til að koma aftur til Islands. Sú ósk mín rættist." - Hverjir eru bestu vinir þínir hér á landi? „Eg blanda aðallega geði við bændur og skrítið fólk, kannski vegna þess að ég er skrítinn sjálfur. Hér á ég marga vini. Einn þeirra er Vilhjálmur Gísla- son. Hann er matvælalæknir, og kennari, syngur í kirkjukór og er áhugaflugmaður og skáld. Hann er hinn dæmigerði íslendingur.“ - Er ekki þreytandi jyrir alþýð- legan mann eins og þig að vera sífellt í boðum og móttökum? „Boðin eru partur af starfínu, leiðinlegasti parturinn fínnst mér. Þegar mér leiðist fer ég í sund- laugina á Nesinu. Sumir sem þangað koma synda aldrei heldur láta sér nægja að sitja í heita pott- inum og ræða heimsmálin. Samfélagið þar er eins og ldúbbur, nema hvað þessi er opinn öllum. Svo er ég í Rotary klúbb á Nesinu. Og stundum sit ég á leynifundum hjá Sálarrann- sóknarskólanum en frá þeim fund- um má ég ekki skýra í smáatrið- um. Nú og svo var mér einu sinni boðin aðild að Frímúrararegl- unni en ég hafn- aði henni." - Af hverju? „Það er leynd- armál." hann örugglega skrifað eitthvað miður fallegt." - Hver er þín skoðun á Borís Jeltsín? „Hann er mjög umdeildur en það er með hann eins og Sjálf- stæðisflokkinn íslenska, hann er trygging fyrir ákveðnum stöðug- leika." - Nú eiga sendiherrar að vera talsmenn ríkisstjórnar sinnar, og eiga ekki að hafa of mikið af sjálfstæðum skoðunum. Finnst þér það ekki erfitt? „Ekki myndi ég segja að margt af því sem ég segi þér í þessu viðtali endurspegli beinlínis skoðanir ríkisstjórnar Rússlands. En nú eru spennandi tímar í Rússlandi og þeir sem eru í embættisstöðum hafa örugglega mun meira frelsi en sendiherrar margra annarra ríkja. Einu sinni lenti ég í klandri hér á landi - Ef þú mættir kjósa t þing- kosningum á íslandi hvaða flokk myndir þú þá kjósa? „Eg segi stundum í gríni að ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði flutt- ur til Rússlands þá myndi ég gerast félagi númer eitt. Það eru skiptar skoðanir á Islandi um hlutverk Sjálfstæðisflokksins en hann er raunverulegur og sterk- ur flokkur sem tiy'ggir ákveðinn stöðugleika í íslenskum stjórn- málum. Maður er ekki sammála Davíð Oddsyni í mörgu en hann er tvímælalaust fremsti stjórn- málamaður landsins og sá sem best er til þess fallinn að veita forystu í stórmálum." - Hver er skemmtilegasti ís- lenski stjómmálamaðurinn sem þú hefur kynnst? „Það er erfitt að svara þessari spurningu. Hannibal Valdimars- son og Eðvarð Sigurðsson voru hugsa um að skrifa samanburð- arritgerð um Stríð og frið eftir Tolstoy og íslandsklukkuna. Þetta eru hliðstæðar bókmenntir og topurinn í heimsbókmennt- unum. Stundum er látið í veðri vaka að Halldór Laxness hafi fengið Nóbelsverðlaunin vegna smæðar íslands en það er vit- leysa. Hann er rithöfundur á borð \áð Tolstoy og Hemingway.“ - Nú ertu að fara heim til Rússlands og hefur margt að gera þar. Gætirðu hugsað þér að skrifa bók t framtíðinni? „Já, en ég veit ekki hvers kon- ar bók. Ef ég myndi einhvern tímann skrifa ævisögu mína á rússnesku yrði hún að endur- spegla atburði samtíðar minnar og þá gæti tilgangurinn verið að sýna fram á hvernig lýðræðinu var komið á í Rússlandi á dögum Gorbatsjovs. En ég gæti líka Resetov ásamt eiginkonu sinni Nínu. Hún er leikkona og allt bendir til að hún hefji störf við leikhúsið i Moskvu eftir heimkomuna. Menn Rússlands - Hver heldurðu að hafi verið besti stjórnandi Rúss- lands á þessari öld? „Margir þeirra höfðu sína kosti. Khrústsjov var maður sem reyndi að leggja niður alræði flokksins og var fyrstur til að gagnrýna glæpi Stalíns. A þeim árum var það ekki hættulaust og margir hefðu getað hugsað sér að koma honum fyrir kattarnef. Hann var hugrakkur maður. Gorbatsjov var stórkostlegur maður sem gegndi sögulegu hlutverki. Hann hefur komið á frelsi í Rússlandi. Það hefði get- að reynst honum stórhættulegt en hann fylgdi hugjón sinni. Rúsneska þjóðin á honum mikið að þakka. Hann stuðlaði að því að breyta sögu Rússlands. Hann greip ekki dauðahaldi í völd og fór frá völdum með sóma. En það var hins vegar ekki snjöll hugmynd hjá honum að fara í forsetaframboð." - Nú nýtur Gorbatsjov meiri vinsælda á Vesturlöndum en t Rússlandi, afhverju? „Einfaldlega vegna þess að enginn er spámaður í eigin föð- urlandi." - Hvað hugsarðu þegar þú lest leiðara utn Borís Jeltstn tneð yfir- skriftinni Róninn rís úr rekkju? „Menn mega hafa sjálfstæða skoðun á ýmsum málum en það eru til alþjóðleg og innlend Iög sem segja að ekki megi svívirða og móðga þjóðhöfðingja og óbreytta menn. Maður sem not- ar orð eins og þessi verður að taka ábyrgð á gerðum sínum. Ef einhver myndi taka að sér að fylgjast með ferðum ritstjóra þess blaðs sem í hlut á þá gæti þegar ég tjáði mig um ákveðið mál. Eg vil ekki segja hvaða mál þetta var en það var hreinræktað mannréttindamál. Þá var ég kallaður fyrir ráðuneytisstjóra utanríkisráðunejtisins. Hann sagði mér að Islendingar væru viðkvæmir og vildu ekki að er- lendir sendiherrar væru að taka afstöðu í einstökum málum. Eg spurði hann hvort hann vissi ekki af Helsinkisáttmálanum sem kvæði á um það að mann- réttindamál heyrðu ekki einung- is undir einstök lönd. Hann sagðist vita þetta en sagðist þrátt fyrir það vilja áminna mig. Það er eina áminningin sem ég hef fengið hér á landi.“ - Þú ert mikill mannréttinda- frömuður og tímaritið Time kall- aði þig eitt sinn „mannréttinda- mann Gorbatsjovs". „Mér þótti vænt um það. Eg hef reynt að sinna mannrétt- indamálum eins og mér hefur verið unnt. Eg var höfundur laga um skoðanafrelsi fjölmiðla og félagasamtaka. Einnig laga um ferðafrelsi. Eg tók þátt í að endurskipuleggja geðlækningar í Rússlandi til að losna við póli- tíska misnotkun. Núna á ég sæti í alþjóðlegri nefnd sem starfar í Genf og vinnur að afnámi kyn- þáttamisréttis. Það er gott starf vegna þess að mér er frjálst að skamma hvaða land sem er, þar á meðal Rússland." stórkostlegir menn. Á þeirra tíma var ríkisstjórnin ekki eins mikilvæg og Dagsbrún, ASÍ og SÍS sem voru stórveldi. Og þeg- ar Eðvarð Sigurðsson og Guð- mundur J. létu í sér heyra komst allt í uppnámi. Þetta voru merkilegir menn. Hannibal var skemmtilegur maður. Einu sinni var hann á tali við sovéskan sendiherra sem var ógurlega reiður vegna aðildar ís- lendinga að NATO. Á þessum tíma var það frétt dagblöðum að sex hundruð vinnukonur vantaði í sveit á Islandi. Hannibal sagði við sendiherrann: „Herra sendi- herra, hættið nú að bulla og sendið okkur í staðinn sex hund- ruð stúlkur. Þá förum við úr hvaða bandalagi sem er.“ „Ólafur Thors var virðulegur stórpólitíkus og Bjarni Bene- diktsson yar af sama bergi brot- inn og Per Hagerup, þótt annar væri Sjálfstæðismaður og hinn sósíaldemókrati. Geir Hallgríms- son var líka eftirminnilegur maður. Og hér verður staðar numið." Tilgangur lilsins - Lestu íslenskan skáldskap? „Já, það geri ég og eftirlæt- islesefnið eru íslendingasögur. Þegar ég er í bíl hlusta ég á Njálu. Um daginn var ég að lesa íslandsklukkuna og ég er svo hrifinn af því verki að ég er að hugsað mér að skrifa skáldsögu, samt ekki ástarsögu.“ - Er eitthvað líkt með Rússum og íslendingum? „Eg vil svara þessari spurn- ingu með því að segja: ÖII tungumál eru falleg og allar þjóðir eru líkar, en samt ólíkar." - Heldurðu að þú munir sakna íslands? „Tvímælalaust. Enda ætla ég að halda öllum möguleikum opnum til að geta komið hingað öðru hvoru og vinna íslandi og Rússlandi gagn.“ - / lokin skulum við vt'kja frá þessum heimi að hinum næsta. Trúirðu á Itf eftir dauðann? „Eitthvað tekur við eftir dauð- ann. Það getur ekki öðruvísi ver- ið. En það er sorglegt að geta ekki samtímis lifað nýja Iífinu og viðhaldið því gamla. Það dásam- legasta væri sjálfsagt að lifa í himnaríki en viðhalda á sama tíma þessu lífí. En þetta er ógjörningur, held ég.“ - Hver heldurðu að sé þá til- gangur Iffsins? „Tilgangur lífsins býr í lífínu sjálfu. Lífið er margbreytilegt og viðburðaríkt. Það nægir til að gefa því tilgang. Og ef maður fer með ákveðið hlutv'erk er kannski ekki nauðsynlegt að vita hver til- gangurinn er. Þegar allt kemur til alls nægir mér að vita að maðurinn gerir merkilega mikið af góðum hlutum á ævi sinni"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.