Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9.APRÍL 1998 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Það erekki á hverjum degi sem eitt guðspjalla Biblíunn- ar er sett á svið. Trausti Ólafsson Leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar leikstýrir Aðalsteini Bergdal íMarkús- arguðspjalli. Aðalsteinn Bergdal á 30 ára leikafmæli um þessar mundir og af því tilefni verður sérstök hátíðarsýning á verkinu annan páskadag. Frumsýningin er á föstudaginn langa og hæfir sú dagsetning vel efni sýn- ingarinnar. Mannfred Lemke hannar leikmynd og búninga og lýsing er í hönd- um Ingvars Björnssonar. „Framkvæmdirnar fylgja okkur hvert sem við förum,“ segir Trausti þegar blaðamaður spyr um hamarshöggin sem dynja úr næsta húsi. Nýlega lauk endur- gerð Samkomuhússins og voru iðnaðar- menn að störfum allan æfingartíma Söngvaseiðs. Heillaöist af verkinu „Það verður að viðurkennast að þessi hugmynd er fengin að láni. Eg sá sýningu í Osló á vormánuðum 1986, þar sem einn leikari flutti Markúsarguðspjall, og varð alveg óskaplega hrifinn, segir Trausti, aðspurður um það hvernig þessi hugmynd hafi komið til. „Eg hugsaði með mér: Þetta geri ég. Ég var rétt kominn heim þegar ég minntist á þetta við Aðal- stein, því ég sá strax að hann væri rétti maðurinn til að gera þetta. Hann kveikti strax á þessari hugmynd og meiningin var að þetta yrði framlag Leikfélags Akureyr- ar til kirkjulistaviku á síðastliðnu ári. Af ýmsum ástæðum varð ekki af því, m.a. vegna þess að starfsemin hjá okkur var svo mikil á síðasta ári að þessu varð varla við komið, svo við ákváðum að fresta þessu. Það verður hins vegar að viður- kennast að það var alveg á mörkunum, af sömu ástæðu, að okkur tækist þetta í ár.“ Aðalsteinn Bergdal fer með gáskafullt hlutverk í Söngvaseið sem er á fjölum leikhússins. Hann segir að það skapi ekki vandamál að fara úr því hlutverki yfir í að fara með texta guðspjallsins. „Þetta er ekki eins erfitt og margir halda, því mað- ur er í allt annari stemmningu, þannig að það er lítil hætta á að maður fari að gant- ast með guðspjöllin." Elsta guðspjaHið Guðspjöllin voru einhverju sinni gagn- rýnd fyrir það að enginn væri í þeim bar- daginn. „I þessu guðspjalli eru samt kómfskir hlutir," segir Trausti. „Þetta guðspjall er það fyrsta af þremur, Mark- úsar, Matteusar og Lúkasar sem gefa heildstæða lýsingu á lífi og starfi Krists. Menn eru flestir sammála um það að það sé ekki einungis elst guðspjallanna, held- ur komist það einnig næst því sem raun- verulega gerðist.“ Trausti segir að þetta sé ekki alveg Aðalsteinn Bergdal á 30 ára leikafmæli um þessar mundir og leikur hann einleik í Markúsarguðspjalli hjá Leikfélagi Akureyrar. Trausti Ólafsson leikhússtjóri LA segir hugmyndina að Markúsarguðspjalli fengna að láni frá Osló. Til hægri erAðalsteinn Bergdal í hlutverki sínu. hefðbundin leiksýning, heldur nálgist það sem kalla mætti frásöguleikhús. „Þetta er frásögn, þar sem vissulega eru dramatísk tilsvör og ekki skortir dramatík í söguna sjálfa.“ Þeir segja að jafnvel þótt frásagan sé í fyrirrúmi, þá bregði Aðalsteinn sér í líki persóna og samtöl séu færð í leikrænan búning. Engin saga hefur haft jafn mikil áhrif á hugmyndaheim vestrænna manna og sagan um Jesú Krist. Trausti segir að sér hafi fundist spennandi að sjá hvað gerist þegar þessi saga er færð í samhengi Ieik- hússins úr kirkjunni. „Þetta er auðvitað goðsaga allra goðsagna. Það er kannski stærsta uppgötvunin að sjá hversu vel þessi texti lifir í öðru rými heldur en við erum vön. I kirkjunni fáum við brot og brot í einu, en í þessari sýningu er sagan sögð í heild sinni og það er býsna magn- að. Aðalsteini gert erfitt fyrir Markúsarguðspjall er yfirfullt af spádóm- um og það er sífellt verið að segja fyrir um hluti sem svo gerast. Verkið endar raunar á spádómi, þannig að þetta er eins konar fúga. Það er allavega talsvert músi- kölsk bygging í því,“ segir Trausti. Aðalsteinn bætir því við að stefin komi aftur og aftur í mismunandi tilbrigðum. „Mér til mikillar mæðu,“ segir Aðalsteinn og hlær. „Það er mjög erfitt að læra svona texta þar sem mispiunandi staðir í verk- inu eru svona líkir.j „Þessi tilbrigði eru líka í uppsetning- unni, þannig að Aðalsteini er ekki gert mjög auðvelt fyrir,“ segir Trausti. Aðal- steinn segir mikilvægt við flutning text- ans að hann sé ekki eins og upplestur. „Setningarnar hljóma eins og maður sé að tala við einhvern ákveðinn, þannig að maður Ieggur réttan hljóm í hann. Við höldum þessu innan sviðsins þannig að sögumaðurinn er að segja þeim persón- um söguna sem eru i verkinu sjálfu, en ekki að tala beint við áhorfendur." Trúir boðskapniun Þeir segja að vinnuna við sýninguna hafi verið mjög skemmtilega og samvinna þeirra mjög náin. „Þetta snýst um að gefa og þiggja og það gengur í báðar áttir,“ segir Trausti. „Maður þarf að komast inn í hugarástand hins aðilans. Sólveig sem er sýningarstjórinn okkar var veik eina vikuna og á þeim tíma þróaðist eitthvert tjáskiptamunstur sem var þannig að þeg- ar hún kom aftur, þá vissi hún ekkert hvað við vorum að tala um.“ Texti Markúsarguðspjalls hefur haft gríðarleg áhrif á líf margra, bæði einstakl- inga og heilu þjóðfélögin. Það er því for- vitnilegt að vita hvaða áhrif hann hefur á þá sem vinna jafn náið með hann og þeir félagar. „Mér finnst að eftir að maður fór að fást við guðspjallið í fullri alvöru, þá finnst mér ég hafa nálgast guð meira. Ég finn Iíka fyrir því að á ákveðnum stöðum þegar ég fer með textann, þá hríslast um mig straumur frá hvrifli og ofan í tær,“ segir Aðalsteinn. „Ég verð að svara þessu svolítið öðru- vísi,“ segir Trausti. „Ég Iít ekki á sýning- una sem persónulega trúaijátningu mína og nálgast það alls ekki þannig. Þegar maður fer að vinna með guðspjallið, þá auðvitað, og maður hefði getað sagt sér það sjálfur, finnur maður að það er ekki hægt að vera trúr þessum texta öðruvísi en að ver trúr boðskap hans og því sem að hann segir. Boðskapur Krists eins og hann birtist í guðspjallinu er einnig boð- skapur sýningarinnar og undan því verður ekki vikist." hh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.