Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 8
24: - FIMMTUDAGUR 9.APRÍL 19 9 8 X^MT LÍFIÐ í LANDINU „Tilgangur llfsins býr I lífinu sjálfu. Lífið er margbreytilegt og viðburöaríkt. bað nægir til að gefa þvi tilgang. Og ef maður fer með ákveðið hlutverk er kannski ekki nauðsyniegt að vita hver tiigangurinn er. myndir: hilmar. Með skrítnu fólki Eftirnærrí sex ára far- sæltstarf sem sendi- herrn Rússa á ísland hverfur Júrí Resetov heim tilMoskvu. í við- taliviðDagsegir Resetov, sem tímrítið Time kallaði „mann- réttindamann Gorbat- sjovs“, frá bamæsku sinni, dvölinni á ts- landi og stjómmála- þróun íRússlandi. - Segðu mér fyrst hvar þú ert fæddur og u'p-palinn? „Ég fæddist í borginni Nishní Novgorod sem er á Volgubökk- um og þar er ég uppalinn. A sumrin dvaldi ég á bóndabæ afa míns og ömmu. Þar lærði ég margt, meðal annars að búa til net og kunnátta mín er enn það góð að ég gæti haft lifibrauð af því starfi. Afi minn var fiskimað- ur og amma mín sá um að selja fiskinn." - Hver er fyrsta æskuminning þtn? „Fyrsti dagurinn sem ég man nákvæmlega var 22. júní 1941. Eg var með pabba mínum uppi í sveit þegar bóndi sem átti Ieið framhjá nam staðar hjá okkur og sagði: „Borgarar, vitið þið ekki að stríðið er hafið?“ I byijun tók ég stríðið ekki al- varlega. Ég man að þegar skömmtunarmiðarnir voru inn- Ieiddir voru þeir gefnir sem ávís- un á vissa tegund af kökum sem mér þóttu afar góðar. Eg hugs- aði: „Nú eru góðu dagamir komnir, nú fáum við fullt af kök- um“. En síðan brast á hung- ursneyð og ekkert sást af kökun- um. Eg man líka að þegar þýskar sprengjuflugvélar vörpuðu sprengjum á borgina glöddumst við strákarnir vegna þess að við vissum að þann daginn þyrftum við ekki að mæta í skólann. Ein eftirlætisiðja okkar var að safna sprengjubrotum og skiptast á þeim. Okkur fannst þetta spennandi tími.“ - Var fjölskylda þínfátæk? „Þetta var á stríðsárunum og mælikvarðinn á fátækt og ríki- dæmi var sá hvort maður var svangur eða saddur. I skólanum sem ég gekk í voru sumir krakk- amir svo horaðir að maður ótt- aðist að vindurinn myndi feykja þeim út í buskann. Uppi í sveit- um dó fólk úr hungri. Fjölskylda mín leið ekki sama skort og margir aðrir. Afi veiddi fiskinn og amma mfn sá um að selja hann. Heima í Nishní Novgorod var mamma forsjál og safnaði öllum nauðsynjum, fötum og úrum, og seldi vel stæðum bændum fyrir mjöl, korn og kartöflur. Það var enginn sæl- keramatur á borðum þessi árin. Plöntur og jafnvel hey var sett saman við kornið til að drýgja það og úr þessu var bakað brauð. Ef menn fengu venjulegt brauð og kartöflur voru þeir glaðir og sáttir við lífið.“ Fórnarlömb ofsókna - Hvemig bam varstu? „Eg var góður námsmaður en lenti stundum í klandri og slags- málum. Einu sinni slóst ég við strák um skömmtunarmiða. Eg man ekki hvor okkar vann en eftir bardagann kom í ljós að skömmtunarmiðarnir voru út- runnir. Þannig að við höfðum barist til einskis." - Faðir þinn hefur verið á víg- stöðvunum öll stríðsárin? „Jú, hann barðist í Þýskalandi og eftir stríð var hann um tíma gerður að herborgarstjóra í litl- um bæ í Austur-Þýskalandi. Seinna sagði hann mér sögur frá þeim tíma og hann hélt einnig dagbók sem hann geymd í læstri hirslu. Mér tókst þó einu sinni að hafa uppi á lyklunum og stalst í bækurnar. Ég komst ekki einungis að því hvernig ástandið var í Þýsklandi heldur vissi ég ýmislegt um einkahagi hans og ákveðna konu sem hét Marta. Meira get ég ekki sagt.“ - Áttu þessa dagbók? „Nei, því miður ekki. Faðir minn Iést fyrir tveim árum á af- mælisdag minn. Ég veit ekki hvað varð um dagbókina." - Varð fjölskylda þtn áþreifan- lega vör við ógnarstjóm Stalíns? „Faðir minn var sanntrúaður kommúnisti og var eitt sinn fenginn til að bera vitni í máli á móti vini sínum sem sakaður var um að reka andsovéskan áróður. Hann sagði afdráttarlaust að hann tryði því ekki að maðurinn væri að reka slíkan áróður. Ég var í ungkommúnistahreyfingu en mér fannst aldrei koma til greina að fórna hugmyndum mínum og hugsjónum fyrir mál- staðinn. Einstaklingar innan Ijölskyld- unnar urðu fórnarlömb ógnar- stjórnarinnar. Frændi minn sat í fangabúðum í fimmtán ár, var sleppt 1947. Frænka konu minnar, framúrskarandi per- sónuleiki, varð ástfangin af breskum aðstoðarflotaforingja sem vann í breska sendiráðinu. Það nægði til að tryggja henni Síberíuvist. En ofsóknirnar voru að mestu bundnar við árin fyrir stríð. Á stríðstímanum tók hungursneyðin við en samt sem áður ríkti aldrei vonleysi meðal fólksins. Það trúði því að það væri að taka þátt í mikilvægri frelsun Evrópu frá nasisman- um.“ Hef gaman af skritnu fólM - Segðu mér aðeins frá námsferli þínum. „Á þessum tíma var óhugsandi að fara til útlanda nema á veg- um rfkisins og ég lærði í sex ár í háskóla í Moskvu sem var á veg- um utanríkisþjónustunnar og þar var kennt allt það sem við- kom alþjóðasamböndum. Eftir námið skrifaði ég ritgerð um fj ö 1 s ky I d u va n d a m á I í Svíþjóð. Stundum hef ég verið spurður að því hvort ég hafi raunveru- lega reynslu af þessu fagi mínu. Ég svara: „Ekki í Svíþjóð.“ En eitthvað meira lærði ég því ég er doktor í þjóðarrétti og meðal þess sem ég tek mér fyrir hend- ur þegar ég sný aftur til Moskvu verður að kenna þjóðarrétt við háskólann þar.“ - Þú ert tvígiftur. Af hverju gekk fyrra hjónabandið ekki upp? „Ég giftist fyrri konu minni ungur að árum og við skildum eftir fimmtán ára hjónaband. Ég hélt frá upphafi að ég ætti aldrei eftir að skilja. En það gerðist. Ég hef verið giftur seinni konu minni Nínu í 27 ár og við eigum tvítugan strák. Nfna var leikkona áður en við giftumst og allt bendir til að hún hefji á ný störf sín við leikhúsið í Moskvu." - Hvenær komstu fyrst til ís- lands? „Ég kom fyrst til Islands árið 1958 og var hér í sex mánuði. Eftir það starfaði ég fyrir utan- ríkisþjónustu Rússa í Danmörku

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.