Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 09.04.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9.APRÍL 1998 - 29 LÍFIÐ t LANDINU Nætur- póstur Bréfsem erpóstlagtáÞórshöfn að morgni mánu- dags erkomið í hendurviðtakanda á höfuðborg- arsvæðinu á þriðjudagsmorgni. BréfAustfirð- ings til Vestfirðings er sólarhríng lengur eftir þjóðvegakerfinu. Við upphaf ferðar á Akureyri. Bílstjóri póstbíisins úr Þingeyjarsýslum handlangar póstinn yfir Ipóstbíiinn til Reykjavíkur. myndir: gg. Póstflutningar landsmanna hafa verið að taka miklum breyting- um á síðustu misserum, póst- pokarnir sem áður biðu eftir því að það gæfi til flugs fara nú ekki lengur um Ioftin blá með flugvélum heldur með flutningabílum sem ekki taka annan flutning en póstinn. Þessi breyting á póstþjónustu hefur bætt hana til muna, en jafnframt sett flugsamgöngur við afskekktustu byggðir landsins í hættu. En hugsið ykkur bara, ef hún Jóna setur bréf í póst á Þórshöfn fyrir hádegi á mánudag er það komið til hans Jóns í Kópavogi fyrir hádegi á þriðjudag. Bréf frá afskekktum stöðum sem áður tók þijá til fjóra daga að koma á leiðarenda, t.d. til höfuðborgar- innar eða annars staðar er nú komið í hendur viðtakanda dag- inn eftir. Blaðamaður tók sér nýlega far með póstbílnum til að kynn- ast þessari þjónustu af eigin raun. Klukkan 18.28 Benz-póstbíllinn rann hratt frá pósthúsinu á Akureyri, Skaga- Við síðasta áfangann, pósthúsið á Akra- nesi. Sigurður bílstjóri, sporléttur sem fyrr, á „fullri ferð" út um pósthúsdyrnar. Klukkan farin að ganga tvö. fjörður er framundan en nokkur snjór þegar komið er í Bakkaselsbrekku. Til Sauðár- króks er komið 19.50, þar eng- inn á ferli enda fréttir að byija í sjónvarpinu. Það er töluvert af pósti til Reykjavíkur, Sauðkræk- ingar greinilega ekki pennalatir menn þennan fimmtudag frem- ur en Siglfirðingar, en póstur þaðan kom fyrr um daginn og fer þangað í fyrramálið. Það tek- ur 20 mínútur að aka í Varma- hlíð en Sigurður segir á leið um Skagafjörðinn að hann telji það rangt að merkja póstbílana sér- staldega, engir bíði þeirra eins og áætlunarbílanna. Oþarfi sé að auglýsa fyrir þá sem kannski vilji komast í póstinn með ólög- legum hætti. Póstrán hafa átt sér stað á Islandi og verðmæti póstsins auðvitað eitthvað þó ekki sé um peningasendingar. Komið til Blönduóss klukkan 21.04. Klukkaii 21.16 Við höldum af stað út í víðáttur Húnavatnssýslu, myrkur og skafrenningur grúfir sig yfir. A Hvammstanga var hægt að kom- ast á salerni, eina salernið á pósthúsi sem hægt var að kom- ast á alla nóttina, annars staðar verður að pissa úti í ískuldan- um. Komið í Staðarskála 22.30 og ákveðið að nærast lítils háttar enda enn hálftími til stefnumóts á Brú í Hrútafirði við póstbíllinn frá Isafirði. Með ljóshraða eru útbúnir hamborgarar með öllu „a la Staðarskáli'1 en úr svip stúlkunnar mátti lesa, „hvað er þetta, hefur fjölgað í áhöfn póst- bílsins?“, en einskis er spurt. Þarna er sérstakt þjóðfélag, bíl- stjórar af öllum stærðum, gerð- um og aldri, þeir segja sögur af færð, þeim varningi sem þeir eru að flytja, og bílum. Þessi sérstaka en ómissandi þjóðfé- lagsstétt borðar fljótaskrifta- hraðsteikur og drekkur kaffi með kökubita í eftirmat, allt á miklum hraða. Klukkaii 23.03 Fyrsta stefnumótið við annan póstbíl á þessu næturgölti er við póstbílinn á ísafirði fyrir framan pósthúsið á Brú. Póstinum frá Vestfirðingum til Reykjavíkinga, eða kannski bara suður f Borgar- nes, er snarlega komið fyrir í réttri grind, ekkert fum. Annars tafðist bílinn frá ísafirði vegna þess að djúpbáturinn Fagranes kom við í Æðey á leið að bryggj- unni á Melgerðareyri þar sem áhöfnin skrapp í Iand til þess að bjarga belju sem hafði fallið nið- ur f haughús. Já, það eru mörg aukaverkin sem falla til í dreif- býlinu. Á bakaleiðinni ætlaði bílstjóri Ísafjarðarpóstbílsins að koma við hjá Rögnu á Laugar- bóli í ísafjarðardjúpi með nokkr- ar básamottur. Við vorum einir með draug- um á Holtavörðuheiðinni en efst í Norðurárdal mættum við póst- bílnum úr Reykjavík á leið til Akureyrar með viðkomu á sömu pósthúsum. Það er Iiðinn hálf- tími af nýjum degi þegar komið er í Borgarnes. Það var tekið að hvessa sem við (eða réttara sagt póstbíllinn) varð áþreifanlega var við undir Hafnarljalli og sums staðar í Hvalfirði þegar stefnan var tekin á Akranes. Þangað var komið klukkan 01.05. Eg hef sjaldan horft á knatt- spyrnuleik á Akranesi við önnur veðurskilyrði en þau að \indar blási eða regn steypist úr lofti. Þessa nótt var nístingskaldur strengur á Akranesi. Við Gróðr- arstöðina Mógilsá á Kjalarnesi mætum við sjálfum Mogganum á leið norður. Stoppað er, skipst á upplýsingum um ferð og þegið lesmál í staðinn, nýkomið úr prentun. Klukkan 02.25 Á Suðurlandsbrautinni skammt frá pósthúsinu hefur lögreglan stöðvað ökuþór sem hefur kitlað pinnan heldur ógætilega og fær væntanlega að „launum" ein- hverja punkta. Sigurður bakkar póstbílnum af fagmennsku til losunar á pósthúsinu við Ármúl- ann (Suðurlandsbrautarmegin), grindurnar renna inn, syfjaðir starfsmenn taka við þeim, tæma þær og byrja að flokka, undrandi á því að þessi handtök séu myndefni. Pósturinn sem þarf að fara austur um íjall, jafnvel alia leið til Austljarða, er þá til- búinn í bítið, einnig sá póstur sem fer til viðtakenda á höfuð- borgarsvæðinu. Bíllinn frá Egils- stöðum kemur skömmu síðar, og póstur t.d. frá Eskifirði til Húsa- víkur Ieggur af stað kvöldið eftir. Klukkan u.þ.b. 03.30 Blaðamaður kemst á áfangastað, syfjaður, þar sem uppbúið rúm bíður hans. Sigurði póstbílstjóra finnst þessi næturakstur skemmtilegur og þægilegur vinnutími og segist fljótur að snúa sólarhringnum við og sofa á daginn. Bílstjórar póstbílanna tala töluvert saman í síma með- an þeir renna með póstinn um þjóðvegakerfið að næturlagi. Þó var minna um símaspjall þessa nótt þar sem blaðamaður hélt einum þeirra uppi á snakki og þáði kók. Það er fámennur hóp- ur manna sem vinnur að því að koma ómissandi sendibréfum ásamt gluggaumslögum og fleiru milli pósthúsa um allt land með- an þorri landslýðs svífur um á Ijósrauðum skýjum drauma- landsins. Veðrið varansi napurt þegar komið var á Hvammstanga. Pósthúsið þar skartaði þeim augljósu yfirburðum að bjóða upp á salerni. Hér vippar Sigurður Gunnsteinsson bílstjóri sér inn í hlýjuna í bílnum og stefnan tekin á Hrútafjörð. ÉuerfaÉun 00 ui í ár veitir Norðurlandaráð umhverfisverölaun sín í fjórða skipti. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum og veröa veitt einkafyrirtæki eða opinberri stofnun, hópi eöa einstaklingi sem sýnt hefur eftirtektarvert ffumkvæði á sviöi náttúru- og umhverfisverndar. Aö þessu sinni verða verðlaunin veitt fyrir afgerandi framtak sem miölar þekkingu á ástandi umhverfisins eða viðhorfúm til þess. Ekki er einungis miöað við prent- eöa myndmiðla og er öllum heimil þátttaka. Tilgangur verðlaunanna er aö þeina augum manna aö náttúru- og umhverfismálum á Norðurlöndunum. Viðfangsefnið er að þessu sinni: Miðlun þekkingar eða viðhorfa um ástand og verðmæti náttúru og umhverfis ásamt þeirri ógnun sem þar steðjar að. Öllum er heimilt að koma með tillögur um verð- launahafa. Tillögum skal fylgja rökstudd verkefnislýsing ásamt upplýsingum um hver vinnur eða hefur unnið verkið. Verkefnið verður aö standast kröfur um sér- fræöiþekkingu og hafa gildi fyrir breiða hópa á a.m.k. einu Norðurlandanna. Verkefnislýsingin má ekki vera lengri en tvær A4 blaðsfður. Verðlaunahafinn verður valinn af dómnefnd sem í sitja fulltrúar allra Noröurlandanna ásamt fulltrúum sjálfstjórnarsvæöanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tillagan verður að hafa borist eigi síðar en föstudaginn 29. maí 1998 til: Nordisk Rád Den Danske Delegation Christiansborg, 1240 Kpbenhavn K Sími 0045 33 37 59 58, fax 0045 33 37 59 64

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.