Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 1
Verð i lausasolu 150 kr. BLAÐ Fimmtudagur 23. apríl 1998 81. og 82. árgangur - 76. tölublað Koniun fjölgar í bæjarstjómum Sveitarstjómarkosn- ingamar í vor marka nokkur tímamdt. Kos- ið er í færri sveitarfé- lögum en áður, fram- boðslistum hefiur fækkað og samkvæmt úttekt Dags hefur kon- um í „öruggum“ sæt- um fjölgað umtalsvert. Það fer fáum sögum af miklum pólitískum ágreiningi í komandi sveitarstjórnarkosningum, en líklegt að þær marki tímamót eigi að síður. Sveitarfélögunum hefur fækkað talsvert frá því í kosningunum 1994. Þá var kosið í 171 sveitarfélagi en í vor verður kosið til 124 bæjar- og sveitar- stjórna. Framboðum hefur einnig fækkað. I nær öllum stærri bæj- um bjóða Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalisti fram saman og á stöku stað hafa fleiri skellt sér með á félagshyggju- vagninn. 1994 bauð 121 íisti fram í 33 bæjum, samkvæmt samantekt Lindu H. Blöndal um kosningarnar. I vor lítur út fyrir að listarnir verði rétt innan við 100. Víðast í bæjum eru 3 fram- boðslistar en sumsstaðar aðeins 2, Sjálfstæðisflokkur og sameig- inlegt framboð félagshyggju- flokka, eins og t.d. í Vestmannaeyj- um, Bolungarvík og á Seltjarnar- nesi. A stöku stað geta kjósendur valið milli 4 lista, t.d. í Hveragerði þar sem eru 2 list- ar sjálfstæðis- manna og á Akur- eyri þar sem einn bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins er með sér- lista. Metið munu Vestur-Hún- vetningar þó vísast eiga en þar eru þegar komnir fram 5 Iistar. Fram kom í fyrrnefndri könnun Lindu Blöndal að ef konum í bæjarstjórn fjölgi áfram með sama hraða og í tvennum undan- förnum kosningum verði langt liðið á þriðja áratug 21. aldar þegar þær verða nokkurn veginn jafnmargar körlum í sveitar- stjórnum. Skoðun á framboðs- listum fyrir kosningarnar í vor benda hins vegar til þess að ekki þurfi að bíða alveg svo lengi. Fjölgaði lítið síðast 1994 fjölgaði konum í bæjar- stjórnum aðeins um hálft prós- entustig frá kosn- ingunum 1990 og voru 31,9% kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn, sam- kvæmt athugun Lindu. Það er nánast sama tala og hlutfall kven- na í efstu sætum á framboðslist- unum í kosningunum þá. Hlut- fall kvenna í „öruggum" sætum á framboðslistum 1998 verður því að teljast góð vísbending um hversu margar þær verða í bæjar- stjórnum að kosningum Ioknum. Samkvæmt athugun Dags á þeim listum sem þegar hafa ver- ið birtir eru konur 37% af alls 273 frambjóðendum í þremur efstu sætum. Samkvæmt þessu gæti konum í bæjarstjórnum Qölgað úr um 32% í 37%. Konur skipa fyrsta sætið á 16 listum af 91 lista eða um 18% þeirra. A 12 framboðslistum er engin kona í þremur efstu sæt- unum. Athygli vekur reyndar að það á við um 3 lista sem kenndir eru sérstaklega við jöfnuð, þ.e. Bolungarvíkurlistann, Húsavík- urlistann og bæjarmálafélag jafnaðar og félagshyggju í Reykjanesbæ. Fimm framsókn- arlistar eru kvenmannslausir á toppnum, þ.e í „Austurbyggð“, Stykkishólmi, Snæfeílsbæ, Grindavík og Reykjanesbæ og sömu sögu er að segja af Sjálf- stæðisflokknum á Siglufirði, framboði Húmanista í Reykjavík og 2 óháðum listum í Vestur- Húnavatnssýslu. Tvö dæmi eru einnig um að þijár konur tróni á toppnum og það er á lista Sjálf- stæðisflokksins í ísafjarðarbæ og á Austur Héraði. - VJ - Sjd umfjöllun um kosningar á Húsavík bls. 8-9. Sumarið komið! Vetur er að baki og sumar heils- ar frá og með deginum í dag. Flestir eru sammála um að vet- urinn hafi verið góður. Veður hefur verið milt og samgöngur gengið greiðlega í vetur með ör- fáum undantekningum. I blaðinu í dag er viðtal við garnaspákonu í Skagafirði. Hún hafði spáð mildu árferði og hvað sem annars má segja um þá tækni reyndist hún sannspá. Spákonan vill hins vegar engu spá um sumarið, en ekki var út- lit fyrir að frjósa myndi milli sumars og veturs í nótt eins og þjóðtrúin segir til bóta. Dagur kemur næst út laugar- daginn 25. apríl. Blaðið óskar lesendum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. i £ A | ' •U.'*4 *».'*" V 1 K. W rllÉi mSmS w pl r 1 H ’ / "- /■■• JKr j| Peysufatadagur var í Kvennaskólanum í gær, á síðasta degi vetrar. Ekki er að efa að margt roskið hjartað hefur slegið hraðar við að sjá þessar dísir framtiðar, íklæddar íslenska þjóðbúningnum. Mynd ÞÖK Guðjón Guðmundsson, alþingismaður Hrefnu- veiðar leyfðar í sumar Samkvæmt heimildum, sem Dagur telur áreiðanlegar, mun ríkisstjórnin samþykkja á morg- un, föstudag, að hefja megi hrefnuveiðar í sumar. Talað er um að leyft verði að veiða 100 dýr. „Eg fagna þessu vissulega, en ég hefði viljað ganga miklu lengra eins og frumvarp mitt og nokkurra þingmanna, sem við lögðum fram í vetur, gerir ráð fyrir. Það er þó spor í rétta átt að Ieyfa hrefnuveiðar í sumar, vissulega skref sem skiptir máli. Vonandi verður þetta til þess að við getum stigið enn stærra skref í hvalveiðum á næsta ári,“ sagði Guðjón Guðmundsson, alþingis- maður frá Akraiiesi, sem hefur lengi barist fyrir því að hvalveið- ar verði hafnar aftur hér við Iand. Búbót viða Hrefnuveiðar munu verða mikil búbót víða um land eða frá Vest- urlandi og norður um allt til Norðausturlands. Þá er það talið líklegt að hér sé um fyrsta skref að ræða hjá yfirvöldum, á næsta ári verði stærra skref stigið. Ymislegt það er að gerast í heiminum sem getur orðið til þess að Alþjóða hvalveiðiráðið riðlist og hvalveiðar hefjist á nýj- an leik. I þeim efnum horfa menn til samvinnu sem Rússar og Japanir eru að taka upp á þessu sviði. -S.DÓR -sterkur í verki_

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.