Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 23. APRlL 1998
V&atr
Einhvers
staóar hefst
leiðin að
settu marki
Óskum keppendum á
Andrésar Andar leikunum
framtíóar í brekkunum
SAMSKIP
Leióin aö settu marki
FRÉTTASKÝRING
Atviimus
HUSHUIK
JÓHANNES
SIGURJÓNSSON
SKRIFAR
Frambjóðendur á
Húsavík telja að kosið
verði um atviium-
stefnu í komandi kosn-
ingum. Baráttan snýst
iiiii það hvort samein-
aður listi A-flokkauna
fær hreinan meiri-
hluta, eða hvort meiri-
hluti D-og B-lista held-
ur veHi.
Nú er að ljúka einu storma-
samasta kjörtímabili seinni ára á
Húsavík að mati margra í bænum
og eru orð að sönnu. I upphafi
kjörtímabilsins mynduðu G-Iisti
Alþýðubandalags og óháðra og B-
listi Framsóknarflokks meirihluta.
Frá upphafi var ágreiningur innan
meirihlutans um sameiningu tog-
araútgerðarinnar og Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur og þessi ágreining-
ur stigmagnaðist og lauk með því
að meirihlutinn klofnaði og fram-
sóknarmenn mynduðu nýjan
meirihluta með sjálfstæðismönn-
um.
Miklar breytingar hafa orðið á
Iistunum fyrir komandi kosningar
frá síðustu kosningum. Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur hafa
sameinast og bjóða nú fram undir
merkjum Húsavíkurlistans. Þessir
listar höfðu sameiginlega 4 bæjar-
fulltrúa af 9 og stefna ákveðið að
þvi' að ná hreinum meirihluta.
Listann leiðir Kristján Asgeirsson
sem hefur verið samfleytt í bæjar-
stjórn í 24 ár og setur nýtt met á
næsta kjörtímabili.
Allir 3 bæjarfulltrúar Fram-
sóknaflokksins sem sátu í bæjar-
stjórn við upphaf kjörtímabilsins
eru hættir og nýtt fólk komið í for-
ystusveitina. Hið sama hefur gerst
hjá Sjálfstæðisflokknum og odd-
viti listans og einn áhrifamesti
stjórnmálamaður bæjarins á kjör-
tímabilinu, Sigurjón Benedikts-
son, skipar nú 3. sæti D-listans.
Menn renna því nokkuð blint í
sjóinn í spádómum um niðurstöð-
ur kosninga í kjölfar þessara
breytinga. Ekki síst þar sem mikl-
ar sviptingar hafa verið í atvinnu-
lífinu og breytingar sem sumir
segja að hafi löngu verið orðnar
tímabærar en aðrir telja að farið
hafi verið offari í þeim efnum.
Margir eru á því að það sé bjart
framundan á Húsavfk og ýmsir
möguleikar í farvatninu, eða öllu
heldur heita vatninu, ef rétt verð-
ur á spilum haldið, eins og fram
kemur í viðtölum við oddvita list-
anna hér á eftir. Og um það snú-
ast e.t.v. kosningarnar þegar upp
verður staðið, fólk kýs þá flokka
og frambjóðendur sem þeir treysta
best til að halda rétt á spilunum.
Framsóknarflokkurinn
1. Aðalsteinn Skarphéðinsson, byggingameistari.
2. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, húsmóðir.
3. Gunnlaugur Stefánsson, framkvæmdastjóri.
4. Elsa G. Borgarsdóttir, húsmóðir. r^\ - j
5. Sveinn V. Aðalgeirsson, sölustjóri.
6. Sólveig Sveinbjörnsdóttir, fiskvinnslumaður. éí
7. Karl Hreiðarsson, nemi. Aðalsteinn
8. Hulda Salómonsdóttir, sjúkraliði. Skarphéðinsson.
9. Benedikt Kristjánsson, húsasmídameistari.
Húsavíkurlistinn
1. Kristján Asgeirsson, bæjarfulltrúi.
2. Jón Asberg Salómonsson, bæjarfulltrúi.
3. Tryggvi Jóhannsson, bæjarfulltrúi.
4. Gunnar Bóasson, vélfræðingur.
5. Grímur Kárason, verkstjóri.
6. Erla Sigurðardóttir, aðstoðarhótelstjóri.
7. Dóra Fjóla Guðmundsdóttir, leikskólakennari. Kristján
8. Margrét Samsonardóttir, kennari. Ásgeirsson.
9. Ingólfur Freysson, íþróttakennari.
Sjálfstæðisflokkurinn
1. Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarforstj.
2. Margrét María Sigurðardóttir, Iögfræðingur.
3. Sigurjón Benediktsson, tannlæknir.
4. Gunnlaugur Hreinsson, framkvæmdastjóri.
5. Rannveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
6. Sigurgeir Höskuldsson, matvælafræðingur.
7. Aðalgeir Sigurðsson, stjómmálafræðingur.
8. Guðjón Ingvarsson, umboðsmaður.
9. Jón Gestsson, búfræðingur.
Dagbjört Þyri
Þorvarðardóttir.