Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 12
12-FIMMTUDAaVR 2~3 . A PRÍ L 1^98' ÍÞRÓTTIR L A Landssímadeildm Efsta deitd knattspyrnunnar mun verða styrkt af Landssímanum næsta sumar og mun heita Landssimadeiidin. Guðni hættir meðKFÍ Guðni Guðnason, þjálfari og leikmaður KFI í körfuboltanum, hefur ákveðið að hætta að þjálfa og Ieika með liðinu. ísfirðingar eru þegar farnir á stúfana að leita að eftirmanni Guðna. Guðni hefur náð mjög góðum árangri með KFl. Liðið, sem lék í íyrsta sinn í úrvalsdeildinni í fyrra, komst í úrslitakeppnina í ár og lék auk þess til úrslita um Renault bikarinn við Grindvík- inga. Islenskur körfubolti er fá- tækari eftir að Guðni Guðnason hefur lagt skóna á hilluna. Eiríkur Önimdarson yfirgef- ur ÍR Samkvæmt heimildum Dags ætlar Eiríkur Onundarson, leik- stjórnandi ÍR-inga, sem féllu í fyrstu deildina í vetur, ekki að leika með liðinu næsta vetur. Grindvíkingar hafa rætt við Ei- rík um að hann leiki með bikar- meisturunum næsta vetur en hann mun ekki hafa áhuga fyrir vist á þeim bænum. Á blaðamannafundi í gær kynnti Knattspyrnusamband Islands nýjan samstarfsaðila til sögunn- ar, Landssímann hf. Landssím- inn er aðalstyrktaraðili efstu deildarinnar og mun hún heita Landssímadeildin í sumar. Fyrir- tækið hefur einnig forkaupsrétt að efstu deild keppnistímabilin 1999 og 2000. Landssíminn greiðir 5 milljónir til liðanna í deildinni sem skiptast á milli þeirra þannig að efsta liðið fær 700 þúsund og Iiðin í neðstu sætunum fá 450 þúsund. Guð- mundur Björnsson metur verð- mæti samningsins á um 7-8 milljónir. Knattspyrnuhetjan Ásgeir Sig- urvinsson verður talsmaður Landssímadeildarinnar og auk hans mun sérstakur starfsmaður KSI vinna eingöngu að málefn- um deildarinnar. Sjónvarpsmálin Það kom fram í Degi í gær að vafi leikur á að fótboltinn verði sýnd- ur á íslenskri sjónvarpsstöð í sumar. I máli Guðmundar Björnssonar kom fram að Lands- Víðavangshlaup ÍR Á nokkrum stöðum á landinu er hefð fyrir því í hátíðahöldum sumardagsins fyrsta, að hlaupin séu víðavangshlaup. Þekktast þessara hlaupa er víðavangs- hlaup IR, en það er nú hlaupið í 83. sinn. Hlaupið hefst kl. 13:00 við Ráðhús Reykjavíkur og hlaupin er 5 km leið umhverfis tjörnina, sem er óbreytt frá síð- símamenn gerðu ráð fyrir sjón- varpssýningum á leikjum úr Landssímadeildinni þegar þeir sömdu við KSI. Eggert Magnús- son sagði, aðspurður á fundin- um, að það væri öruggt mál að Landssímadeildin birtist á sjón- varpsskjám Iandsmanna í sumar asta ári. Hlaupið er í öllum flokkum karla og kvenna. Víðavangshlaup Hafnarfjarö ar I Hafnarfirði er löng hefð fyrir víðavangshlaupi á sumardaginn fyrsta og hafa hlaupin þar verið gífurlega vinsæl. Að sögn Sigurð- ar Haraldssonar, formanns fijáls- íþróttadeildar FH, sem sér um og annað hafi aldrei hvarflað að sér. „Mér finnst ótrúlegt að Stöð 2 og Sýn geti borgað sanngjarnt verð fyrir útlendan bolta en vilji ekki borga sanngjarnt verð fyrir íslenska boltann. Islensk knatt- spyrna er gott sjónvarpsefni," sagði Eggert Magnússon. - GÞÖ framkvæmd mótsins, tóku um 750 manns þátt í mótinu í fyrra og von er á annarri eins þátttöku í ár. „Hlaupið hjá okkur hefur verið mjög vinsælt hjá ungu kyn- slóðinni, en þeir eldri og reynd- ari hlaupa frekar í IR-hlaupinu,“ sagði Sigurður. Hlaupið hefst á Víðistaðatúni kl. 13:00 og er hlaupið í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Víðavangshlaup í dag Karlakórinn Hreimur heldur stórtónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. apríl kl. 20.30. Fjölbreytt söngskrá. Einsöngur, tvísöngur og þrísöngur. Stjórnandi Robert Faulkner, undirleikari Juliet Faulkner. Hreimur AKUREYRARBÆR Viötalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 27. apríl 1998 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Jakob Björnsson og Sigurður J. Sigurðsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 462 1000. Risaboð Man. Utd. í Del Piero Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Manchester United hefði boðið Juventus 18 milljónir sterlingspunda fyrir sóknarmanninn Allessandro Del Piero. Þó fréttin af tilboði enska Iiðsins kunni að vera rétt, er óvíst hvort Tórinóliðið samþykkir tilboðið, því í síðustu viku verðmat félagið Del Piero á 25 milljónir punda. Þá er heldur ekki útilokað að Del Piero, sem á átján mánuði eftir af samningi sín- um við Juventus, framlengi samning sinn við félagið. Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu verðlagningu og sölu á búvörum sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar dags. 21. apríl 1998, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Vara Tollnúmer: 0602.9093 Tímabil Vörumagn kg. Verðtollur % Magntollur kr./kg. Aðrar pottaplöntur til og með 1 m á hæð 0603.1009 01.05-30.09.98 2.200 30 0 Annars (afskorin blóm) 01.05-30.09.98 3.300 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða með símbréfi til land- búnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00 þriðjudaginn 28. apríl 1998. Landbúnaðarráðuneytinu, 22. aprfl 1998. Bragi heim í Haukahreiðrið Haukamaðurinn Bragi Magnús- son, sem leikið hefur firnavel með Skallagrími undanfarin keppnistímabil, hefur í hyggju að snúa heim á leið fyrir næsta keppnistímabil. Bragi hefur stundað nám á Bifröst undan- farna vetur og Iýkur því í vor. Það er ekki vafi á að Bragi mun styrkja Haukaliðið veru- lega fari svo að hann gangi til liðs við þá á ný. Hann hefur ver- ið sterkasti leikmaður Skall- anna þau ár sem hann hefur leikið með þeim. Þjálfar Jón Amar Haukana? Eftir því sem Dagur kemst næst mun Einar Einarsson ekki þjálfa Haukana aftur á næsta ári. Engar viðræður hafa átt sér stað milli Einars og Haukanna enn sem komið er og það telja menn merki um áhugaleysi beg- gja aðila. Jón Arnar Ingvarsson, sem Iék i Belgíu seinni hluta vetrar, hefur verið nefndur til sögunnar sem næsti þjálfari Hafnaríjarðarliðsins. Jón Arnar hefur verið einn besti körfuknattleiksmaður Iandsins um langt skeið og því happ- drættisvinningur fyrir Haukana snúi hann á heimaslóð aftur. Hermann Hauks- son á lausu Fyrrum fyrirliði silfurliðs KR, Hermann Hauksson, er kominn heim eftir að hafa leikið körfu- bolta í Belgíu undanfarna mán- uði. Er Dagur hitti Hermann á dögunum sagði hann allt óráðið um framtíðina eins og málin stæðu í dag. „Eg er bara á milli liða þessa dagana," sagði Her- mann. Að öllum Iíkindum mun Hermann þó leika erlendis á næsta vetri enda stóð hann sig mjög vel með liði sínu í Belgíu eftir að hann gekk til liðs við það. ERLENT Chelsea vHl fá Casiraghi Forráðamenn Chelsea hafa mikinn áhuga á að krækja í Pi- erluigi Casiraghi, sóknarmann Lazio. Talið er að Lundúnaliðið sé tilbúið til að reiða fram þrjár og hálfa milljón punda fyrir leikmanninn sem er 29 ára gamall. Hann mun væntanlega taka stöðu Mark Hughes sem líklega fer frá Chelsea í sumar. Síuiakerfið þoldi ekki álagið Aðstandendur Heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu sem háð verður í Frakklandi í sumar, urðu fyrir fyrsta skipulagsáfall- inu þegar opnað var fyrir sölu á miðum í keppnina. Knatt- spyrnuáhugamenn um víða ver- öld tóku vel við sér og talið er að um tíu milljónir símhringinga hafi borist í morgunsárið. Það var meira en símakerfið þoldi og símasambandslaust var við söluaðilana fram eftir morgni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.