Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 23.APSÍL 1998 - 3 FRÉTTIR Tíimdi hluti aldraðra telst til hátekjiunaima Greiðslur úr Hfeyrissjóðum skipta sköpum um fjárráð aimennra ellilifeyrisþega. Á stöplarit- inu sést að þau 10% aldraðra sem lægstar tekjur hafa fá nær eingöngu greiðslur frá Trygg- ingastofnun. Þau 10% tekjuhæstu eru með venrlegar fjármagnstekjur og greiðslur frá IIf- eyrissjóðum Tíimdi hluti ellilíf- eyrisþega er með 2-4 siimum hærri tekjur en allir hinir, en inn- an við 3% eru á „strípuðnm“ bótum Tryggingastofnunar. Tíundi hluti íslenskra ellilífeyris- þega sker sig algerlega úr þeirra hópi með fjórðunginn af heildar- tekjum allra ellilífeyrisþega í landinu. Meðaltekjur þessa hóps voru yfir 2,5 milljónir 1996 - um tvöfalt hærri en næst launahæsti tíundi hlutinn og rúmlega fjór- um sinnum hærri en sá tíundi hlutinn sem lægstar tekjur hafði. Þessi hátekjuhópur var jafnaðar- lega með rfflega 100 þús. kr. at- vinnutekjur á mánuði og yfir 40 þús. kr. í fjármagnstekjur, auk hærri tekna úr lífeyrissjóði en nokkur annar hópur, ríflega 60 þúsund kr. Meðaltekjur hinna 90% voru frá 600 til 1.350 þús- und. Upphæð greiðslna úr lífeyr- issjóðum skipti þar sköpum. Á „strípuðum" almannatrygginga- bótum voru einungis 2,7% ellilíf- eyrisþega. Um 87% ellilífeyris- þega áttu fasteign 1996, fleiri en 1991. Ein bestu lífeyrisréttindi í OECD Upplýsingar þessar koma fram í nýrri skýrslu um stöðu eldri borgara hérlendis og í öðrum löndum OECD sem forsætisráð- herra hefur lagt fram á Alþingi. Hlutfall lífeyris (almannatrygg- inga og Iögbundinna lífeyris- sjóða) af meðallaunum verka- fólks er hér á landi með því hæsta sem þekkist, eða 93% en 59% að meðaltali innan OECD. I Danmörku, enskumælandi löndum, Þýskalandi og Japan er þetta hlutfall t.d. milli 50 og 60%. Hér er um að ræða mat á því hvaða lífeyri maður með full réttindi í lífeyriskerfum land- anna á í vændum eftir að hafa unnið alla tíð á meðallaunum. Engir vinnuglaðari Hærri útgjöld vegna elli- og ör- orkulífeyrisþega á Norðurlönd- um skýrast af því að þar eru líf- eyrisþegar miklu hærra hlutfall. Atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára aldri er h'ka miklu meiri hér en annars staðar. Víða eru aðeins fáir í vinnu eftir 65 ára aldur. Sextíu og sjö ára eftirlaunaaldur finnst aðeins á Islandi, Dan- mörku og Noregi. I helmingi OECD-landanna er hann 65 ár, en í mörgum þeirra er verið að hækka hann. Hvergi fleiri á stofnunum Islendingar lifa líka flestum þjóðum lengur, rúmlega 78 ár að meðaltali á árunum 1990-95. Aðeins í Sviss og Austurríki varð fólk eldra, en talið er að Kanada og Svíþjóð fari líka fram úr okk- ur. Um 10% ellilífeyrisþega eru skráð til langdvalar á stofnun, sem er langt um hærra hlutfall en gerist (5-6%) meðal ná- grannaþjóða í Evrópu, annarra en Hollendinga. Hlutfall landsmanna 65 ára og eldri er aðeins rúm 11% hér á Iandi og finnst hvergi lægra nema á Irlandi. Meðaltal OECD-landanna er 14% ogyfir 17% Svía eru eldri en þetta. Arið 2030 er reiknað með að nær 20% Islendinga verði 65 ára og eldri, en þjóðin verði þó samt ein sú allra yngsta í samtökunum. Afleiðingin er miklu meiri út- gjöld á sviði lífeyris*' og heilbrigð- ismála og 10-20% minni þjóðar- tekjur um miðja næstu öld, þ.e.a.s. ef ekki kemur til stórauk- in framleiðni. - HEI Fjárhagsvandi Fórðungssjúkrahússins á Akureyri var ræddur utan dagskrár á Al- þingi i gær. Vandi FSA leystur Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- isráðherra, segir að fjárhags- vandi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri verði leystur með við- bótarijárveitingu. Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður hóf umræðu utan- dagskrár á Alþingi í gær um þann mikla Ijárhagsvanda sem Fjórðungssjúkrahúsið glímir \áð og þá neyðaráætlun sem tekin hefur verið upp þess vegna. Steingrímur benti á að sá 300 milljóna króna pottur sem fjár- veitinganefnd Alþingis hefði samþykkt fyrir jól til aðstoðar sjúkrahúsunum úti á landi stæði enn óhreyfður. Hann spurði heilbrigðisráðherra hvernig ætl- unin væri að leysa vanda FSA. Ingibjörg sagði að vissulega væri fjárhagsvandi fyrir hendi hjá sjúkrahúsunum en FSA fengi viðbótaríjárframlag til að mæta rekstrarvanda síðasta árs og til rekstursins á þessu ári. -S.DÓR Þrír höfunclar fengu bamahókaverölaunin Þorgerður Jörundsdóttir, Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn fengu barnabókaverðlaun Fæðsluráðs Reykjavíkur í ár. mynd: hilmar Systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn fengu barnabókaverð- laun fræðsluráðs Reykjavíkur sem afhent voru í gær. Verðlaun- in fengu þau fyrir bókina Hala- stjarna sem Þórarinn samdi en Sigrún myndskreytti. 42 bækur bárust dómnefndinni og 40 þýð- ingar á barnabókum. Þorgerður S. Jörundsdóttir hlaut þýðingar- verðlaun fræðsluráðs fyrir þýð- ingu á bókinni Ævintýri nálfanna Flóttanum, eftir Terry Pratchett. Hagskiuna best Félag bókasafnsfræðinga til- kynnti í gær um val á fræðslubók ársins 1997 og er það „Hag- skinna. Sögulegar hagtölur um ísland", sem Hagstofan gaf út í fyrra. Guðmundur Jónasson og Magnús S. Magnússon ritstýrðu henni. I hópi fræðibóka fyrir börn þótti engin frumsamin ís- lensk bók standast þær kröfur sem til slíkra bóka verði að gera og því var engin tilnefnd þetta árið. Reyndar hefur bókasafns- fræðingum aðeins einu sinni tek- ist að velja fræðibók ársins fyrir börn, en það var bókin „Blómin okkar,“ eftir Stefán Aðalsteins- son sem kom út 1992. Vamarliðsmaður dæmdur fyrir nauðguu Héraðsdómur dæmdi bandarískan hermann í gær í sex mánaða fang- elsi fyrir að nauðga íslenskri konu. Þar af eru þrír mánuðir skilorðs- bundnir. Atburðurinn átti sér stað um miðjan desember í fyrra. Kon- an og maðurinn fóru saman í samkvæmi þar sem hún sofnaði áfeng- issvefni og var hann dæmdur fyrir að misnota sér ástand hennar. Landlæknir að hætta Olafur Olafsson landlæknir lætur af embætti á þessu ári fyrir aldurssakir en hann verður sjötugur í nóvember. Eftir því sem næst verður komist verður staða hans auglýst laus til umsóknar um helgina. Olafur Olafsson hefur verið landlæknir í 26 ár eða frá 1972. Fengu milljónatugi fyrir ekhi neitt Skagstrendingur hf. á Skagaströnd, sem fékk 75 milljónir króna vegna úreldingar á frystihúsi, hefur brotið samkomulag um að nota húsið ekki undir undir fiskvinnslu eftir úreldinguna, samkvæmt Við- skiptablaðinu. Húsið hafði ekki verið í notkun sem eiginlegt frystihús um árabil en Þróunarsjóður sjávarútvegsins úrelti það engu að síður. Spá 2% laimaskriði Um 2% Iaunaskrið í stað 1,5% og hækkanir á markaðsverði hús- næðis umfram almennt verðlag er meðal þess sem Seðlabankinn gengur út frá í verðbólguspá sinni í apríl, sem er heldur lægri en í janúar. Á móti því er áætlað að landsmenn hafi hraðari hend- ur og auki framleiðni um 3% á árinu og að innflutningsverð verði óbreytt í erlendri mynt á þessu ári. Nú er spáð 2,1% verð- bólgu frá upphafi til loka þessa árs, en 2,3% verðbólgu milli meðaltals áranna 1997 og 1998. Vísitala neysluverðs hækkaði helmingi minna (0,4%) milli síð- asta ársfjórðungs 1987 og fyrsta íjórðungs þessa árs en Seðla- bankinn spáði í janúar. Þykir bankamönnum það athyglivert að innlendar vörur, aðrar en bú- vörur og grænmeti, hafa næstum ekkert hækkað síðan í desember. Hækkun vísitölunnar stafi fyrst og fremst af hækkun íbúðaverðs og húsaleigu. -HEI Fá lairn í átta mánuði Fyrrverandi bankastjórar Landsbankans fá full laun í 8 mánuði, þótt þeir hafi sjálfir sagt af sér. Stöð 2 greindi frá þessu í gær. Samkvæmt fréttinni var í samningum við bankastjórana þrjá, sem gerðir voru eftir að bankan- um var breytt í hlutafélag, kveðið á um 8 mánaða uppsagnarfrest.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.